Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 39
Hugur | 19. ÁR, 2007 | s. 37-46
Bryan Magee
Vit og vitleysa
Enda þótt fáeinir hinna miklu heimspekinga
hafi verið lélegir rithöfimdar má aldrei leggja
óskýrleika að jöfnu við djúpa hugsun.
Bryan Magee
Aður fyrr rakst ég oftar en nú á þá skoðun að heimspeki væri bókmenntagrein.
Reyndar þegar ég var yngri hitti ég oft fólk - gáfað og menntað en óskólað í heim-
speki - sem taldi að heimspekingur væri maður sem léti í ljós viðhorf sín til hluta
almennt, á sama hátt og ritgerðasmiður kynni að gera, eða jafnvel skáld, en á kerf-
isbundnari hátt og kannski í stærri stíl: hann væri ekki eins kreddufastur og rit-
gerðasmiðurinn, ekki eins hrifnæmur og skáldið, nákvæmari en báðir og kannski
óhlutdrægari.
Hjá heimspekingnum, eins og hjá hinum tveimur, voru gæði skrifanna ómiss-
andi hluti þess sem skipti mestu máli. Alveg eins og ritgerðasmiðurinn og skáldið
höfðu sérstakan stíl sem var auðþekkjanlega þeirra og snar þáttur af því sem þeir
voru að segja, þannig hafði heimspekingurinn það líka. Og alveg eins og það væri
augljóslega vitleysa að segja um einhvern að hann væri slæmur rithöfundur en
góður ritgerðasmiður, eða slæmur rithöfimdur en gott skáld, þannig hlyti það að
vera vitleysa að segja um einhvern að hann væri slæmur rithöfundur en góður
heimspekingur.
Þetta viðhorf er vitanlega alrangt vegna þess að það er hrakið af nokkrum mestu
heimspekingunum. Aristóteles er áhtinn einn af mestu heimspekingum allra tíma,
en allt sem eftir er af verkum hans eru minnispunktar að fyrirlestrum, samdir
annaðhvort af honum eða einhverjum nemanda hans. Og eins og við er að búast
af minnispunktum að fyrirlestrum eru þeir þunglamalegir og sneyddir öllu bók-
menntagildi. En þeir eru engu að síður dásamleg heimspeki og hafa gert Arist-
óteles að einum af lykilmönnum vestrænnar menningar. Löngum hefur tíðkast að
telja að sá heimspekingur sem ber af eftir tíma Forngrikkja sé Immanúel Kant, en
ég trúi því ekki að neinn hafi litið á Kant sem góðan rithöfund, hvað þá heldur