Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 17
i eMPBSfl *?91 urs. Þá dó fóstra mín og mér var komið að Húsafelli, þar sem ég fékk menningarlegt uppeldi. Á því heim- ili var talað um skáldskap og stjórn- mál en ekki um náungann. A Húsa- felli var ég þar til að ég giftist árið 1937. Húsafell er mér kærast af öllum stöðum. Þar drakk ég í mig náttúrufegurð og vegna þeirra áhrifa finnst mér gaman að ferðast og sjá fegurð hinna ýmsu staða. Þótt við værum bæði Borgfirðing- ar, ég og maðurinn minn, Stefán Gunnarsson, þá giftum við okkur í Reykjavík hjá séra Bjarna Jónssyni. Fyrst bjuggum við á Akranesi en árið 1941 hófum við búskap í Skipa- nesi í Akrahreppi. Þar bjuggum við í 30 ár. Meðan bömin okkar fjögur voru lítil fór ég sjaldan af bæ og aldrei lengra en að Húsafelli. En árið 1964 fór ég í mitt fyrsta meiri háttar ferðalag, ég fór með Esjunni kringum landið. Síðan hef ég hvíld- arlaust ferðast, nokkrar ferðir á ári. Maðurinn minn er ekki gefinn fyrir ferðalög, svo ég hef ferðast án hans. Um það tjóir ekki að tala, það verð- ur hver að jifa sínu lífi, þó í hjóna- bandi sé.“ Ólína hefur skráð öll ferð- alög sín í bækur sem hún dregur nú fram og sýnir mér. „Ásbyrgi þykir mér fallegasti staðurinn sem ég hef komið á,“ segir hún, „og ég geri varla uppá milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Núna er ég ný- komin frá því að ganga á Gullkistu í Laugardal og senn er ég á förum til Portúgals. Klukkan er orðin margt. Eg verð að flýta mér, ég veit hvað ég er gömul þó ég sé ekki alltaf að tala um það,“ bætir hún við og kímir. Nokkrum árum áður en Ólína lagðist í ferðalög hóf hún undirskála- söfnunina. „Mig minnir að það hafi verið fyrir jólin 1954 að ég keypti fjögur bollapör í kaupfélaginu á Ákranesi handa hveiju barnanna, en þau voru þá á aldrinum 6 til 14 ára. Ekkert bollaparanna var eins. Það er ekki að orðlengja það að eft- ir árið eða svo_ voru allir bollamir brotnir," segir Ólína. „Ég tók undir- skálarnar og raðaði þeim í bunka ásamt öðrum stökum skálum sem til voru á heimilinu. Árið 1960 fóru að berast skálar frá öðrum heimilum eða vinafólki. Verulega fór að lifna yfir söfnuninni árið 1971, þegar ég fór að vinna við heimilishjálp hjá Kvenfélagasambandi _Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Ári seinna skráði ég 68 nýjar skálar sem ég fékk m.a. á hinum ýmsu heimilum sem ég vann á. Ég hef haldið skrá yfir allar skálarnar. Ég númera hveija skál og get gefanda og sögu skálarinnar, ef kunn er. Ég á númer- aðar 763 skálar, en ég hef fengið miklu fleiri skálar, því margar sem mér hafa verið gefnar hef ég átt fyrir. Núna á ég tugi skála sem ég á eftir að bera saman við safnið. Ýmsir hafa orðið til að gefa mér skálar og jafnvel safna skálum fyrir mig. Duglegasti safnarinn minn er Haraldur Vidal prófessor í Brandon í Kanada. Ég kynntist honum í einni af þremur ferðum mínum til Kanada, þar á ég _ móðursystur og fleira frændfólk. I þessum ferðum kynntist ég einnig Ónnu Nordal, sem líka hefur safnað fyrir mig mörgum skál- um, m.a. gaf hún mér gamla skál úr búi* móður sinnar Rósu Davíðs- dóttur, sem fædd var í Eyjafirði árið 1866. Flestar skálarnar mínar eru úr eigu íslendinga. Líklega er elst í safninu skál úr Flatey á Breiðafirði, sem Jóhanna Þráinsdóttir blaðakona og þýðandi gaf mér. Skálina átti amma hennar og kannski einhveijar formæður hennar. Aðra sþál á ég sem afi og amma Bjarna Þjóðleifs- sonar læknis, þau Bjarni á Litla- Teig og Katrín kona hans, fengu þegar þau giftu sig á Akranesi árið 1900. Það var Ejóðleifur, fósturfaðir Bjarna, sem gaf þeim skálina. Ég fann þessa skál undir blómapotti og bjargaði henni. Hún var sú síðasta úr þessu forkunnarfagra stelli sem aldrei var tekið fram nema þegar hreppstjórar og aðrir heldri menn komu í heimsókn. Þó allar skálarnar mínar séu í afhaldi hjá mér þá held ég samt mest uppá tvær skálar. Önnur þeirra er brúðargjöf sem Þóra Einarsdóttir, vinkona mín og skólasystir, fékk þegar hún gifti sig. Þóra er þekkt kona fyrir góðgerðarstarfsemi sína, Hún stofnaði m.a. fangahjálpina pg-gi.7 Skálasafnið á stéttinni Vernd. Það voru séra Guð- mundur Sveinsson og Guðlaug kona hans og systir Þóru sem gáfu henni og séra Jóni Péturs- syni manni hennar ská- lina. Hin uppáhaldsskálin mín er brúðargjöf sem föð- ur mínum og konu hans, Ingibjörgu Þorsteinsdótt- ur frá Húsafelli, var gefin þegar þau giftu sig árið 1916. Þau eignuðust sam- an 3 börn og það er gæfa mín að hafa fengið að kynnast vel systkinum mínum.“ Þegar hér er komið sögu hefur stytt upp og við Ólína göngum út til þess að skoða þessar um- töluðu undirskálar. Það er ekki sjón að sjá þær, fullar af vatni og óhreinindum. „Þetta er nú eitthvað það versta sem ég tendi í, að fá rigningu á_ skálarnar mínar,“ segir Ólína og fer inn til þess að sækja stykki til að þurka af skálunum. Meðan hún er inni geng ég á milli skálaraðanna og virði þær fyrir mér. — Gaman væri nú að sjá allt það fólk sem drukkið hef- ur úr bollum af þessum skálum, hugsa ég. — Margt hefur verið sagt yfir þessum skálum í öllum þeim kaffiboðum og molasopasamkomum sem þær voru í á sinni tíð. Mér finnst eins og ég lendi þarna í Kaffiboði ævi minnar. Æði margar skálarnar koma mér kunnuglega fyrir sjónir. Þarna eru bókstaflega skálar úr nánast öllum bollastellum sem mér hefur verið borið kaffi í um dagana. Sumar eru eins og skálar sem ég hef sjálf átt og aðrar eins og skálar vinkvenna minna og ættingja. Þarna eru meira að segja skálar eins og þær sem til voru þar sem ég var barn í sveit. Ein slík, skál með stórri rauðri rós, er sprungin og dettur í sundur þegar ég hreyfi við henni. „Þetta er allt í lagi, þetta var bara kattaskál sem einhver krakkinn gaf mér,“ segir Ólína sem komin er út með tusku í hendi. „Þær geta verið fallegar með einni rós, ef svo ber undir,“ heldut- hún áfram og tekur að þurrka af skálunum. „Annars er ég alveg hætt að safna. Ég fortek þó ekki fyrir hvað ég gerði ef ég rækist á mjög glæsilega skál, það yrði þá ekki nein með einni rönd eða svo. Ég get ég sagt þér að ég hef aldrei stolið undirskál, riema einni sem notuð var sem reykingaskál í Noregi, en það var nú í útlöndum," bætir hún við og kímir. Þegar ég horfi á Ólínu þurrka varlega af einni skálinni, svo ekki detti af henni merkimiðinn, rennur upp fyrir mér hvert ógnarverk hún á fyrir höndum. Augljóslega þarf að þvo og þurrka allar skálarnar áður en hægt verður að pakka þeim ofan Stefán stillir sér upp hjá nokkrum hluta af „upp- vaskinu" í hvítu plastföturnar á ný. Ég ákveð að fresta för minni og hjálpa Ólínu að þrífa skálarnar. Ólína fer aftur inn og sækir fyrir okkur fötur með vatni, tuskur og handklæði og svo förum við að þvo og þurrka skálarnar. Vegfarendur staldra við og gefa okkur gaum, en ekki höfum við lengi kropið á stéttinni við þetta verk þegar aftur fer að rigna. Við tökum þá þanii kost að hörfa undir skýlisþak og ákveðum þar að skipta með okkur yerk- um. Stefán, maður Ólínu, gengur í lið með okkur, safnar skálunum saman og ber þær til mín, sem þvæ þær og þurrka. Ólína sort- érar skálarnar og pakkar þeim í föturnar. Þessi uppá- koma verður til þess að af- staðan breytist milli okkar þriggja. Fyrir þessum ágætu hjónum hætti ég að vera einungis blaðakona út- Reykjavík en verð samverk- amaður þeirra í staðinn. Það eru góð skipti. Það er notaleg tilfinning að sam- einast öðru fólki í starfi. í þögn vinnum við hratt hvert sitt verk, tíminn er naumur því ég þarf að ná síðustu ferð bátsins til Reykja- víkur. Ég hef ekki aðeins lent þarna í Kaffiboði ævi minnar, heldur líka í Uppvaski ævi minnar. Kosturinn við þetta er að nú gefst mér gott tækifæri til að gaumgæfa undirskál- asafnið þar sem ég er komin í svo mikið návígi við það. Við þetta umfangsmikla uppvask verður mér ljóst að undirskálar eru eins margbreytilegar og lífið sjálft. Þarna eru skálar með rósabekkjum, ljórum rósum, þremur rósum, tveim- ur rósum og einni rós. Allt þetta flokkar Ólína og setur í fötur með viðeigandi merkjum á lokinu. Svo eru allar skálamar með mismunandi mörgum röndum, gylltum sem lituð- um, skálar með myndum af fólki eða öðrum fyrirbærum og loks einlitar skálar sem ekki láta mikið yfir sér. Margbreytileiki þeirra liggur ekki aðeins í mismunandi mynstri, þær eru líka gerðar úr marvíslegum leir eða postulíni og síðast en ekki síst eru þær komar víðs vegar að úr heiminum. Mér verður ljóst að hér er í rauninni um menningarsögulegt safn að ræða sem gæti sagt margt um íslenskt samfélag ef fólk með faglega þekkingu fjallaði þar um. Þegar ég hef orð á þessum hug- leiðingum mínum segir Ólína mér að hún hafi engum kynnst sem sýnt hafi safni hennar faglegan áhuga. Hún segist þó eitt sinn hafa heyrt um íslenska konu sem einnig safn- aði undirskálum en þrátt fyrir eftir- grennslan hafí hún því miður ekki komist í tæri við þá konu. í fram- haldi af þessum upplýsingum spyr ég Ólínu hvort hún hafi aldrei hald- ið sýningu á undirskálasafninu sínu. ,jVíst hefur það komið fyrir,“ svarar Ólína. „Bráðum ætla ég að lána konu allt safnið til þess að sýna það í félagsheimili uppi í sveit.“ — Ertu ekki hrædd um að það brotni? „Ég er nú vel meðvitandi um að ég á eftir að sjá af öllu, maður fer ekki með neitt með sér,“ svarar Ólína að bragði. „Ég hef líka orðið að temja mér slíkt hugarfar, ég hef alltaf átt í erfiðleikum með að geyma þetta safn mitt. Hef í rauninni aldrei get- að sinnt því almennilega fyrir að- stöðuleysi. Svona safn þyrfti að standa í litlum hillum svo hægt væri að skoða það og þannig færi líka mun betur um það en að hrúga því ofan í plastfötur. Þrátt fyrir allt þetta hef ég þó enga skál brotið. Mér finnst þessar undirskálar vera eins og börnin mín og hugsa á viss- an hátt svipað til þeirra. Maður reyn- ir að ala börnin sín þokkalega upp en svo eiga þau sitt líf. Maður ragar ekki með þau eftir það. Maður gleðst ef þeim gengur vel en ber harm sinn í hljóði ef illa gengur.“ XJöfðar til JLJLfólks í öllum starfsgreinum! Innilegar þakkir til allra er glöddu mig áttrœÖ- an meö gjöfum, skeytum og góðum óskum 4. sepember sl. Sérstakar þakkir til vina minna og barnafyrir óvœnta og ánœgjulega kvöldstund aÖ Hótel Örk. / Númi Þorbergsson. FRABÆRIR VETRARSKOR xanripo* ST&RÐIR 36-46 • RUSKINN - NABUK 0G LEÐUR • FJOLMARGIR LITIR VARIST EFTIRLÍKINGAR ■ Skóversiunin<_^ _ .. Laugavegi74 Simi17345^ffy\ uCo~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.