Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 22
Ánægjuleg viðbót í hóp þeirra stóru Það er enginn efi á því að Rifsberja eru komnir í hóp „þeirra stóru“. Nú verður aft- ur hver og einn að gera upp við sjálfan sig hverjir eru „þeir stóru“, en ekki sakar að geta þess, að þar hafa verið hljóm- sveitir eins og Trúbrot, Ævin- týri, Náttúra, Mánar og jafn- vel Roof Tops. Rifsberja voru eiginlega komnir í þennan flokk áður en þeir komu fram í fyrsta skipti sem heild, því það er orðið töluvert langt síðan þeir félag- ar voru viðurkenndir sem „þeir frískustu í bransanum". Er þar aðallega átt við þá Þórð, Tóm- as og Ásgeir, en Gylfi er nýr fram á sjónarsviðið og fylgir þeim við hlið. Það var búizt við miklu af Rifsberja strax í upphafi og í dag eru kröfurnar ennþá meiri. „Mér er bara nákvæmlega sama hvort fólk býst við miklu af okkur eða ekki,“ sagði Þórður Árnason, gítarleikarinn, þegar við minntumst á þetta við hann. „Við ætlum einfald- lega að gera okkar bezta og verða góðir. Það er það eina sem stendur til. Við ætlum keki til útlanda og sigra heiminn, við ætlum ekki í plötu og ekki einu sinni í sjónvarpið." f haust vorum við staddir á tónlistarkynningarkvöldi í Verzlunarskólanum og þar komu Rifsberja fram. Raunar Þórður Árnason: Bezti gftarleikari i landinu? Tómas Tómasson, lipur, nettur og nákvœmur. komu þar fleiri: Björgvin Hall- dórsson & Arnar Sigurbjörns- son úr Ævintýri voru saman með „accoustic-program", mjög gott; Ingvi Steinn var klappað- ur upp fjórum eða fimm sinn- um og hafði ekki verið betri áður og Áskell Másson er svo snjall bongótrommuleikari, að hvaða negrakóngur sem er mætti vera fullsæmdur af og vel það. Áskell spilar á bongó- ið, hann lætur sér ekki nægja að slá og er alveg ótrúlegt hversu góður hann er. Á meðan ég var að hlusta á Rifsberja í Verzlunarskólanum, fór ég að rifja upp hvar ég hafði séð þá Þórð og Gylfa fyrst. Það var í skólahljóm- sveit í Réttarholtsskólanum fyrir mörgum árum. Þá var Þórður gítarleikari og Gylfi spilaði á bassa. Aðrir í þeirri hljómsveit voru Ágúst Atla- son í Ríó, sem þá var söngv- ari; Eiríkur Þorsteinsson, nú knattspyrnumaður mikill og frægur, sem lék á trommur og Valgeir nokkur Guðjónsson, sem nú er mikill músíkáhuga- maður í MH. Það þótti öllum í skólanum hin mesta furða að sjá þá Þórð og Gylfa í hljóm- sveit, því þeir voru í bezta bekknum og gengu í stórum kuldaúlpum með rækilega reimað fyrir, svo ekkert sást nema gleraugun. Maður með gott músíkeyra hélt því fram við mig þetta kvöld í Verzló að Þórður væri bezti gítarleikari á landinu, hæfileikar hans væru ótak- markaðir. Vel má vera að það 22 VIKAN 47. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.