Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.09.2013, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28.9. 2013 HEIMURINN ÞÝSKALAND BERLÍN Angela num í Þýskalandi, en fyn stórsig il að fá hreinan meí Bæjaralandi þó ekki tkristilegum demó el, frjálsir demókratar, náði þvískalandi. Samstarfsflokkur Merkng í Þý% fylgi þarf til a ustjórn með sósíaldemókrötum.alið að Merkel myndi samsteypastaf þikki og féll er t s lémann tu lífið verkamenn lamista- Sh b armið t hry BANDARÍKIN NEWYORK setar ÍransFor og Bandaríkjanna, Hassan Rohani ama,og Barack O ðumgreindu frá því í ræ allsherjarþingi Same þ a m orkuáæ vikunna Írana á orkumá nu það fyrs stofnun varð forseti. ISPAK WAA un ðu að í miklum tií Pakistan ef aðkján jarðsmannskæða fiðð rúmlega anhíafskekktum sló Mikilog 100 þúsund ma eiði ríkir í garð st mangs í björgunar unda n en Rúanda er langt frá hafi og getur því ekki farið þá leið að nota ódýrt vinnuafl til að keppa við framleiðslu á ódýr- um fötum og rafmagnsvörum við framleiðendur nær út- flutningshöfnum. Þar er hins vegar gróskumikið land. Þeg- ar núverandi stjórnvöld kom- ust til valda var kraftur settur í kaffirækt. Staðan var þannig að kaffið var svo lélegt að enginn vildi vinna það. Kaffi- ræktendur höfðu hins vegar enga ástæðu til að bæta sig vegna þess að enginn vildi kaffið þeirra. Stjórnvöld sett- ust niður með ræktendum og framleiðendum og fengu þá til að snúa bök- um saman. Nú eru kaffibaunir frá Rúanda sælkerakost- ur hjá kaffi- húsakeðjunni Starbucks. Þróunaraðstoð í Afríku hefuryfirleitt verið spyrt samanvið lýðræðisvæðingu, upp- byggingu réttarríkis og innviða í líkingu við það sem gerist í vest- rænum ríkjum. Viðkvæðið hefur verið að slíkar umbætur og vel- megun fari saman. Einræði hamli hins vegar þróun og sé ávísun á versnandi kjör. Í þremur löndum Austur-Afríku hefur stoðunum ver- ið kippt undan slíkum kenningum. Í Rúanda er gagnrýnendum stjórnvalda stungið í fangelsi. Stjórn Úganda hótar þeim, sem krefjast borgaralegra réttinda, með banni. Stjórnvöld í Eþíópíu loka netsíðum stjórnarandstæðinga. Slíkar fréttir heyrast helst frá þessum löndum í vestrænum fjöl- miðlum, en það er fleira að frétta þaðan þótt ekki fari hátt. Í Rúanda hefur hagvöxtur að meðaltali verið 8,1% undanfarin fimm ár, 7,4% í Úganda og 9,7% í Eþíópíu. Með- altalið í löndunum fyrir sunnan Sahara er 4,6% á sama tímabili. Í Rúanda hefur Föðurlandsfylk- ing Rúanda verið við völd frá því að þjóðarmorðið var stöðvað fyrir tæpum 20 árum og Paul Kagame stjórnað harðri hendi á stóli for- seta síðan 2000. Rúanda var í rúst 1994 eftir að hútúar slátruðu rúm- lega 800 þúsund manns, sem flestir voru af þjóðflokki tútsa. Á tveimur áratugum hafa orðið alger umskipti í landinu. Einka- geirinn blómstrar, spilling hefur að miklu leyti verið upprætt og veru- lega dregið úr glæpum. Alþjóða- bankinn hefur sett Rúanda á stall sem eitt af bestu löndunum í Afr- íku til að eiga í viðskipti. Kagame eru þökkuð þessi umskipti og fyrr í þessum mánuði vann flokkur hans stórsigur í kosningum. And- stæðingar Kagames mega hins vegar gæta sín. 2011 var blaða- maðurinn Charles Ingabire, sem gagnrýnt hafði stjórnina, skotinn til bana í Úganda og fyrir ári var Victoire Ingabire, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar, dæmd í átta ára fangelsi. Yoweri Museveni komst til valda í Úganda árið 1986. Hann var með- al þeirra, sem börðust gegn ein- ræðisherranum Idi Amin og steyptu honum af stóli 1979. Úganda hefur ef til vill eink- um verið í fréttum vegna Josephs Konys, leiðtoga Andspyrnuhers drottins, sem klófesti börn og vígbjó. Kony hraktist hins vegar frá Úganda fyrir löngu. Í tíð Musevenis hefur komist á stöðugleiki og vöxtur í landinu. Museveni hefur hlotið lof, en af- skipti hans af stríðinu í Kongó, af- nám takmarkana á hversu lengi forsetar megi sitja við völd og harkalegar aðgerðir gegn stjórn- arandstöðunni hafa vakið gagnrýni. August Meles Zenawi lést í ágúst í fyrra eftir að hafa verið forsætisráðherra frá 1995. Myndir frá hungursneyðinni fyrir tveimur áratugum koma enn í huga margra þegar Eþíópía er nefnd. Nú stunda Eþíópíumenn útflutning á kjöti og grænmeti. Enn eru þeir þó ekki lausir við vandamál hungurs og vannæringar. Umsvifin ná til Ís- lands. Í gær var tilkynnt um samning eþíópskra stjórnvalda við íslensk-bandaríska fyrirtækið Reykjavík Geothermal um að reisa allt að 1.000 MW jarðvarmaorku- ver í Eþíópíu, sem gæti kostað 500 milljarða króna. Stjórn Zenawis var gagnrýnd fyrir að hrekja tug- þúsundir manna af landi sínu til að hleypa að erlendum fjárfestum í landbúnaði. Ekki er ljóst hvort arf- taki hans, Hailemariam Desalegn, mun halda uppi svipuðum stjórn- arháttum, en það þykir góðs viti að valdataka hans eftir andlát Zenaw- is fór friðsamlega fram og hann þykir hafa verið fljótur að festa sig í sessi. Hann hefur sagst engu ætla að breyta frá valdatíð forvera síns. Efnahagsframfarir í Kína hafa grafið undan fullyrðingunni um að lýðræði sé forsenda velmegunar. Kínverjar hafa látið að sér kveða í Afríku og þykir mörgum leiðtogum í álfunni léttir að ólíkt vestrænum fjárfestingum og aðstoð fylgi kín- verskri athafnasemi engar kvaðir. Ofantaldir leiðtogar hafa verið nefndir afrísku ljónin. Einræðis- herrar í Afríku hafa hins vegar ekki ávallt fært með sér velsæld og hamingju. Nægir þar að nefna Idi Amin í Úganda, Jean Bedel Bokassa í Mið-Afríkulýðveldinu, Mobutu Sese Seko í Zaír eða Kongó eins og það heitir nú og Charles Taylor í Líberíu, sem í vikunni var dæmdur í hálfrar aldar fangelsi fyrir stríðsglæpi. Vandi afrískra lýðræðisríkja er sá að þar eru haldnar kosningar, en umgjörð lýðræðisins er of veik til að koma í veg fyrir misnotkun valds og spillingu. Fyrir vikið get- ur lýðræðið virst dragbítur á þró- un og velmegun. Er lýðræði dragbítur á hagvöxt? VESTRÆNNI ÞRÓUNARAÐSTOÐ Í AFRÍKU HEFUR ÁVALLT FYLGT KRAFA UM LÝÐRÆÐI OG FRELSI. ÞRJÚ AFRÍKURÍKI ÞAR SEM EINRÁÐIR LEIÐTOGAR HAFA ÝTT UNDIR HAG- VÖXT OG UPPGANG Í EFNAHAGSLÍFI HAFA VAKIÐ MENN TIL UMHUGSUNAR UM HVORT LÝÐRÆÐI SÉ MUNAÐUR, SEM FÁTÆK LÖND GETI EKKI LEYFT SÉR. Paul Kagame, forseti Rúanda. BAUNABYLTING Byggingarkrani ber vitni framkvæmdum í hverfi, sem hefur tekið stakkaskiptum í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Mikill uppgangur er í viðskiptalífi landsins og þess sér greinileg merki í höfuðborginni. AFP * Sköpum heimsálfu sem er laus við fátækt og átök og Afríkuþar sem borgararnir afla sér millistéttartekna. Hailemariam Desalegn, forsætisráðherra Úganda, á 50 ára afmæli Einingarsamtaka Afríku í sumar. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.