Alþýðublaðið - 24.12.1940, Side 1
ALÞÝBUBLABIÐ
JÓLABLAÐ 1940
JOLIN 1940.
FRÁ UPPHAFI VEGA hafa íslendingar hugs-
. að til jólanna með alveg sérstakri fagnaðar-
kennd. Jólin eru æfa forn hátíð, miklu eldri
en kristinn siður á Norðurlöndum. Frá því að
byggð festist á norðurhjara veraldar hafa menn
haldið þessa miðsvetrarhátíð til að fagna komu
hækkandi sólar og lengjandi dags. Þrátt fyrir all-
ar þær trúarlegu endurminningar, sem við jól
okkar nútímamanna eru tengdar, eimir þó ennþá
nokkuð eftir í hugum okkar allra af þessum forna
skilningi á jólunum. íslenzki veturinn hefir löng-
um verið strangur. Menn hafa gegnum aldirnar
orðið að skoða hann sem harðvítuga baráttu fyrir
lífinu við óblíð og duttlungafull náttúruöfl. Menn
hafa lengst af orðið að spara við sig það, sem
heyrir til þæginda líísins og prýði. Ljós og ylur
var af skornum skammti. Hver einstakur bær í
byggðum landsins var eins óg einangraður heim-
ur með sínar áhyggjur og sína baráttu. En þegar
leið að jólum var mönnum það löngum ljóst, að
vetrarþrautin var hálfnuð, og til að marka þann
atburð, gerðu menn sér þann dagamun, sem
föng leyfðu. Menn snæddu ríkulega það, sem bezt
var í búi, lýstu híbýli sín tíl þess að gera hátíða-
braginn sem mestan. Og síðast en ekki sízt, menn
tóku hugum sínum frí frá hinni daglegu áhyggju,
glöddust sjálfir og glöddu aðra. Lífið fékk á sig
vinalegri og ástúðlegri blæ en nokkurn annan tíma
ársins. Einmitt á þennan hátt óskum við gjarna,
að geta haldið jólin en þann dag í dag.
En aldrei á síðari öldum hefir mannkynið búizt
við að halda jól með eins skuggalegar horfur
fram undan og ömurlegar eins og einmitt nú.
Jólin 1940 eru mörkuð af styrjöldinni, sem nú
er búin að standa nokkuð á annað ár. Enn höf-
um við íslendingar sloppið furðulega vel við hinar
þyngstu afleiðingar hennar. Þess í stað hefir borið
hér á hendur ýmsum mönnum meira fé en dæmi
eru til að menn hér hafi haft hánda á milli nokkru
sinni áður. Og þó að við megum kalla okkur hafa
' sloppið vel, þá höfum við þó verið minnt á það á
mjög átakanlegan hátt, hvílík hætta vofir yfir ís-
lenzkum sjófarendum. Og hringurinn sýnist vera
að þrengjast utan um land okkar. Fiskimiðin eru
að lokast fyrir aðgerðir hernaðarþjóðanna, og má
enginn vita, hvar það tekur enda. Það er þe&s
vegna augljóst, að meiri áhyggja grúfir yfir jóla-
haldi margra á þessum jólum en undanfarin ár.
Það er ólíkt skapferli og lundarfari íslendinga
að beygja sig fyrir erfiðleikum. í meira en 1000 ár
hefir þjóðin gengið í harðan skóla, þar sem hún
hefir lært að þola miklar raunir og taka með karl-
mennsku á torveldum viðfangsefnum. Hún hefir
æfinlega varðveitt í brjósti sér vissuna um það,
að öll él birtir upp um síðir. Og á þessum styrj-
aldarvetri, sem nú geisar um heiminn, geymum
við öll í hugum okkar vonina um hinn langþráða
frið. Við íslendingar geturn að vísu lítið lagt til
þeirra mála sjálfir og hvorki knúið friðinn fram,
né ráðið neinu um það, hvílíkur hann verður. En
það er annað, sem við getum gert, við getum starf-
að af alúð og drengskap að því áð skapa hér í
okkar eigin landi fagurt og blómlegt athafnalíf og
réttlátt félagsskipulag. Við getum gert að veru-
leika í framkvæmdinni þá staðreynd, að gæði
landsins eru eign allra barna þess og við getum
starfað að því, að ala hér upp í landinu vel mennt-
aðan, prúðan og reglusaman æskulýð. Ef við rækj-
um allar þessar skyldur vel, getum við róleg beð-
ið framtíðarinnar, fullviss um það, að þá muni enn
rætast hin fögru orð skáldsins, „að eyjan hvíta á
sér enn vor, ef fólkið þorir Guði að treysta,
hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða."
Sigurður Einarsson.