Morgunblaðið - 02.11.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 02.11.1963, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. nóv. 1963 Sigurður Bjarnason: IUorgunblaðið í hálfa öld - ... ..... ' - " Sigurður Bjarnason, ritstjóri. Á R IÐ 1913. fslendingar eru um 88 þúsund, íbúar höfuð- borgarinnar 12 þúsund, 9 ár eru liðin síðan landsmenn eignuðust fyrsta togarann, út- gerð smávélbáta er nýlega hafin í helztu verstöðvum landsins, Háskóli íslands er tveggja ára, átján krónur eru í sterlingspundinu og íslenzk og dönsk króna er jöfn að verðgildi. Hannes Hafstein er ráðherra öðru sinni, símalín- urnar eru að teygjast út um landið, reiðgatan og sjórinn eru ennþá þjóðvegir íslend- inga, en hifreiðin er á næsta leiti. Undirhúningur er haf- inn að stofnun Eimskipafé- lags íslands. Úti á meginlandi Evrópu eru Prússar að hervæðast, á Balkan hitnar stöðugt í glóð- unum, veldi Habshorgara er komið að fótum fram, rúss- neska keisaradæmið er hol- grafið og riðar til falls. Ev- rópa er enn einu sinni eins og púðurtunna, sem getur sprungið þegar minnst varir. Þannig er í stórum dráttum umhorfs, þegar sá atburður gerðist, 2. nóvember 1913, að nýtt dagblað kemur út í Reykjavík. Það kemur út árla dags. Aðeins 38 menn hafa gerzt áskrifendur þess fyrir- fram, en þennan fyrsta út- komudag sinn selst það samt í eitt þúsund eintökum. Morgunblaðið heitir það og rit- stjóri þess er Vilhjálmur Finsen, ungur og vel menntaður loft- skeytafræðingur, sem siglt hefur undanfarin ár um öll heimsins höf, ferðast um lönd og álfur, kynnt sér blaðamennsku og bók- menntir, leitað ævintýra og er nú kominn heim aftur til fæðingar- ' borgar sinnar, fullur af nýjum hugmyndum og bjartsýnni trú á framtíð þjóðarinnar. Hann hefur fengið til liðs við sig jafnaldra sinn og skólabróður, Ólaf Björns- son, ritstjóra ísafoldar, glæsileg- an og vel menntaðan hagfræðing, sem tekið hefur við blaði föður síns, Björns Jónssonar, ráðherra frá Djúpadal, mesta blaðskör- ungs á fslandi, sem stofnað hef- ur og stýrt einu víðlesnasta og áhrifamesta blaði landsins í 35 ár. Þessir tveir- ungu og glæsilegu menntamenn stofnuðu Morgun- blaðið og hófu útgáfu þess af stórhug og framsýni í litlu og fá- tæku þjóðfélagi, sem framtak og frelsisþrá var að vekja til nýs tíma, nýrrar framfarasóknar og alhliða uppbyggingar. Hefur náð góðum þroska Morgunblaðið getur í dag litið yfir hálfrar aldar starf. Það var bam síns tíma. Margvíslegir erf- íðleikar urðu á vegi þess fyrstu tvo áratugina. En það hefur náð góðum þroska og er í dag þrótt- mikill unglingur, sem býr yfir miklum möguleikum, þótt fjöl- margt standi til bóta, og getur horft björtum augum til fram- tíðarinar. Árið 1919 hafði eintakafjöldi Morgunblaðsins rúmlega fer- faldazt frá fyrsta útgáfudegi þess. Það var þá prentað í 4200 eintökum. Fram til ársins 1923 minnkar upplag blaðsins niður í 3 þúsund, en á 20 ára afmæli sínu, árið 1933, hefur eintaka- fjöldi þess á ný tvöfaldazt og er það þá gefið út í um 6 þúsund eintökum. Næstu tíu árin er einnig mikið uppgangstímabil í sögu blaðsins. Útbreiðsla þess eykst þá upp í um 12 þúsund eintök. Síðustu tvo áratugina hefur blaðið svo haldið áfram að auka útbreiðslu sína öruggum skref- um. Er það nú gefið út í um og yfir 32 þúsund eintökum. Auk þess er vikuútgáfa þess, ísafold, gefin út í 2500 eintökum og Les- bók í um 32 þúsund eintökum. Miðað við fólksfjölda mun Morg- unblaðið nú útbreiddasta dagblað í Evrópu. Það er fyrir löngu orð- ið blað íslenzku þjóðarinnar allr- ar og kemur, ásamt vikuútgáfu sinni, á þorra heimila í landinu, við sjó og í sveit. Þessari staðreynd er vissulega ástæða til þess að fagna, þegar blaðið lítur yfir hálfrar aldar starf og baráttu, oft við kröpp kjör og þá margvíslegu erfið- leika, sem íslenzk blaðaútgáfa hefur átt við að etja. Þróunarsaga íslenzkrar blaSamennsku Þegar stærsta blað landsins hef ur náð fimmtugsaldri er ástæða til þess að minnast í örfáum dráttum þróunar íslenzkrar blaða mennsku. Enda þótt við íslendingar yrð- um fyrstir hinna norrænu þjóða til þess að eignast okkar eigin bókmenntir og skáldamál, kom- umst við ekki fram hjá þeirri staðreynd, að blaðamennska og blöð eru yngri í okkar landi en í flestum öðrum vestrænum lönd- um. íslenzk blaðamennska byrj- ar fyrst árið 1773 með útgáfu tímaritsins „Islandske Maaneds- tidende", sem Magnús Ketilsson sýslumaður hefst handa um. Þetta tímarit var gefið út á dönsku og kom aðeins út í þrjú ár. Tilgangur þess var fyrst og fremst að flytja fréttir og má segja, að þær hafi verið furðu góðar, eftir því sem gerðist á þeim tímum. Síðar á 18. öld fara fleiri ís- lenzk tímarit að koma út. Má þar fyrst geta rita Lærdómslistafé- lagsins, sem komu fyrst út árið 1781. Voru þau helguð „guði, konunginum og föðurlandinu“, En höfuðtilgangur þeirra er fyrst og fremst „að skrifa til handa almúganum á,íslandi“. Magnús Stephensen, konferes- ráð, gerist síðan brautryðjandl um útgáfustarf og uplýsinga- stefnu. Stefnir hann að því að gera blaðamennskuna að öflugri þætti í íslen^ku menningarlífi en áður hafð^ /erið. Áhugamál hans eru og fjölþætt, og er almenrí fréttastarfsemi honum rík í huga. Þegar sjálfstæðisbaráttan hefst £ byrjun 19. aldar koma ný tíma- rit fram á sjónarsviðið og stefna þau flest að því að kynna íslend- ingum nýja strauma í frelsis- og framfarabaráttu Evrópu. Er ó- hætt að fullyrða að hin gömlu tímarit á þessum tíma hafi haft mikil áhrif til vakningar meðal íslenzku þjóðarinnar. Stofnun Þjóðólfs og Isafoldar Árið 1848 er fyrsta raunveru- lega blaðið stofnað á íslandi. Er það „Þjóðólfur", undir ritstjórn J óns Guðmundssonar. Kom „Þjóðólfur" út tvisvar í mánuði og var allútbreiddur og áhrifa- mikill allt fram á annan tug hinnar 20. aldar. Næsti stórviðburðurinn í þró- un íslenzkrar blaðamennsku og blaðaútgáfu er stofnun „ísafold- ar“ þjóðhátíðarárið 1874. Var Björn Jónsson ritstjóri hennar og gegndi því starfi með miklum þrótti fram til ársins 1909 er hann varð ráðherra. Var blaðið undir ritstjórn hans mjög út- breitt og áhrifamikið. „ísafold“ hefur lengst af síðah árið 1919 verið vikuútgáfa Morgunblaðsins og hefur komið út nær óslitið síðan 1874. Er hún því nú lang- samlega elzta blaðið, sem gefið er út í landinu. Eru nú 89 ár liðin síðan útgáfa „ísafoldar" hófst. Fyrstu tilraunina sem gerð er til stofnunar dagblaðs gerir Ein- ar Benediktsson skáld árið 1896. Stofnaði hann blaðið „Dagskrá'*, sem hóf göngu sína 1. júlí það ár. Var það áform skáldsins að hið nýja blað skyldi verða dagblað. Sú ráðagerð fór þó að mestu út um þúfur, því blaðið kom ekki út daglega að jafnaði, nema sum- arið 1897. „Dagskrá" barðist af miklum þrótti fyrir stefnu Bene- dikts Sveinssonar í sjálfstæðis- málinu. En tíminn var ekki enn- þá kominn til þess að dagblað gæti þrifist á íslandi. Dagskrá lifði því ekki nema nokkur ár. Áratug síðar, árið 1906, gerir Jón Ólafsson tilraun til stofnun- ar nýs dagblaðs. Gaf hann út „Dagblaðið" í nokkra mánuði það ár. En einnig sú tilraun til dagblaðsreksturs á fslandi fór út um þúfur og virtist þá „enn of snemmt að ætla Reykjavíkurbaa dagblað“. Árið 1910 hefst svo Einar Gunnarsson handa um útgáfu dagblaðsins „Vísis“. Tókst því að skjóta rótum og er gefið út enn þann dag í dag. Er Vísir því elzta dagblað á fslandi og eina síðdegia blað landsins. Upp úr þessu færist aukið fjðr í dagblaðaútgáfuna. Árið 1913 er Morgunblaðið stofnað, árið 1918 Tíminn, sem þá er að vísu viku- blað. Árið 1919 hefur Alþýðu- blaðið göngu sína og árið 193S stofna kommúnistar dagblað. í dag eru þannig gefin út fimm dagblöð á íslandi, en samtals siunu nú koma út hér á landi um 2.9Q blöð og tímarit. Er nú sva Á myndinni hér að ofan fæst greinilegur samanburður á stærð 1. á rgangs Morgunblaðsins og árgangsins 1962, sem er síðasti heili ár- gangur blaðsins. Til hægri á myndinni sést fyrsti árgangurinn 2. n óv. 1913 til 31. október 1914. T. v. sézt árgangurinn 1962, ásamt vikuútgáfu blaðsins, ísafold og Lesbókinni. Árgangurinn 1962, ása mt ísafold og Lesbók, munu vera um 11 þúsund blaðsíður. Ljósm. Mbl.: Sveinn Þormóðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.