Morgunblaðið - 02.11.1963, Page 7

Morgunblaðið - 02.11.1963, Page 7
MORGU N BLAÐID Þorsteinn Gislason. Komið, að íslendingar eru meðal þeirra þjóða í heiminum sem mest lesa blöð. í þessu sambandi má einnig geta þess, að árlega munu nú gefnar út á íslandi um 230 nýjar bækur, sem keyptar eru af öllum almenningi. Bókasafn eftir efn- um og ástæðum er á svo að segja hverju íslenzku heimili. íslenzk bókasöfn munu nú lána út 130— 150 þúsund bindi á ári. Af þessu má marka, að lestrar- áhugi íslendinga er mikill og sízt minnkandi, þrátt fyrir það að áhugamál fólksins verða fleiri og fjölbreyttari. Ætti sú staðreynd að lofa góðu um framtíð góðrar og vandaðrar blaðaútgáfu. Gera fólkið vitlaust! Það er nokkurt dæmi um vöxt og viðgang íslenzkrar blaða- mennsku, að á tímabilinu frá 1773 til aldamótanna 1900 koma út hér á landi um 70 rit og blöð og samtals um 150 biöð og tímarit frá 1873—1923, eða í þau 150 ár, sem þá eru talin frá upphafi ís- lenzkrar blaðamennsku. Dómar Islendinga um blöð sín og tíma- rit eru að sjálfsögðu misjafnir. Til dæmis kemst Benedikt Grön- dal skáld m.a. að orði á þessa leið í bréfi árið 1895: „Svona' eru íslendingar. Með öllu þeirra framfarakjaftæði og búskapartali hafa þeir ekki vit á lífinu heldur en hundar og ég hef enga trú á neinni framtíð eða fullkomnunarástandi í því formi, sem menn prédika. Það er bara til að gera fólkið vitlaust og truflað, og það eru blöðin þegar búin að gera“. Þrátt fyrir þennan harða dóm hins gáfaða skálds verður sú staðreynd ekki sniðgengin, að ís- lenzk blöð voru íslendingum ó- metanlegt tæki í baráttunni fyrir pólitísku sjálfstæði og uppbygg- ingú nýs og fullkomnara þjóðfé- lags. Stefna o"' markmið í fyrsta tölublaði Morgun- blaðsins, 2. növember 1913, er markmið þess og stefna mörkuð. Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Dagblað bað, sem hér byrjar starf sitt á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað frétta..lað“. Hið nýja blað á með öðrum orð um fyrst og fremst að vera fjöl- breytt fréttablað. í þeirri stað- reynd er nýjungin með útgáfu þess fyrst og fremst fólgin. Fram til þessa tíma höfðu svo að segja öll blöð í landinu verið stjórn- málablöð. Ritstjórar þeirra voru eingöngu stjórnmálamenn, sem börðust fyrir ákveðnum þjóð- málastefnum, er fyrst og fremst áttu rætur sínar í sjálfstæðisbar- út’.unni. Síðar í ávarpsorðum 1. tbl. Morgunblaðsins segir á - þessa ’eiö: „Stjórnmálabarátta sú, sem þjóðin hefur átt í síðasta áratug- inn, hefur tekið svo mikið rúm í blöðunum, að þeim hefur eigi verið unnt að rita um margt hið skemmtilega og nýstárlega sem gerzt hefur innanlands og utan. En Morgunblaðið tekur engan þátt í flokkadeilum, þó það auð- vitað muni gefa lesendum sínum kost á að kynnast fljótt og greini lega öllu því helzta, er gerist í lands- og bæjarmálum". Ennfremur segir í ávarpsorð- unum: „Fréttir hvaðanæva af landinu mun eigi skorta í blað vort“. Ritstjórinn ræðir síðan af mik- illi hógværð um hið nýja blað og kemst þá að c . ði á þessa leið: „Það er ekkert „stórblað“ — eins og sumir í skopi hafa kallað það — sem hér hleypur af stokk- unum. Vér hefðum vissulega ósk- að þess að bæði brot og lesmál þegar frá byrjun hefði getað orð- ið stærra og fjölbreyttara en það nú er. En það á að geta orðið „stórblað“ eftir íslenzkum mæli- kvarða, þegar fram líða stundir, ef blaðið fær góðan byr“. Hið fyrsta tölublað Morgun- blaðsins var 8 síður að stærð. Það mátti því þerar kallast all- stórt á íslenzkan mælikvarða. En þess biðu þá margvíslegar þreng- ingar og fyrir kom, að blaðið kom út aðeins tvær blaðsíður að stærð, þegar þunglegast blés í baráttu þess, og naumast mátti á milli sjá, hvort það liföi af næstu vik- ur eða mánuði. En mörgum mun vissulega finnast nú, að Vil- hjálmur Finsen hafi mælt af nokkrum spádómsanda, þegar hann segir í fyrsta tölublaði Morgunblaðsins, ,.að það eigi að geta orðið stórblað eftir íslenzk- um mælikvarða, þegar fram líða stundir, ef blaðið fær góðan byr“. Afstaðan ti! stjórnmálanna En þó Morgunblaðið hæfi göngu sína sem ópólitískt fréttablað, beygðist þó krókurinn fljótlega til þess sem verða vill. Það hafði að vísu ekki afskipti af kosning- um fyrstu árin. En árið 1916 fara fram bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík, A kosningardaginn hinn 31. janúar birtist pólitísk ritstjórnargrein í blaðinu. Er það ádeila á Ólaf Friðriksson, braut- ryðjanda sósíalismans á fslandi. Mun þetta *rera fyrsta pólitíska ádeilugreinin, sem birtist í Morg- unblaðinu. Við bæjarstjórnarkosningar, sem fram fóru í Reykjavík 1918, styður Morgunblaðið frambjóð- endur „Sjálfstjórnar“, en svo hét félag, sem þá var nýstofnað til þess að starfa að bæjarmálum Reykjavikur. — Framboðslisti „Sjálfstjórnar“ hlaut 1593 at- kvæði en Verkamannaflokksins 1193 atkvæði. Kom Sjálfsstjórn að fjórum mönnum, en Verka- mannaflokkurinn þremur. Lét Morgunblaðið þessar bæjar- stjórnarkosningar verulega til sín taka. Það er þó fyrst upp úr 1919, sem blaðið fær verulegan stjórn- málablæ. Eftir fullveldisviður- kenninguna og sambandslaga- samninginn 1918 taka hinir gömlu stjórnmálaflokkar að riðlast. Stjórnmálabaráttan miðast ekki lengur við sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa verið stofnaðir og sósíalisminn er í sókn. Morgunblaðið hallast nú á sveif með þeim, sem styðja frelsi og einstaklingsframtak. Það snýst harkalega gegn hverskonar höftum og ríkisafskiptum og verður þá þegar höfuðmálsvari frjálslegra viðskiptahátta og at- vinnulífsuppbyggingar á grund- velli hins frjálsa hagkerfis. Það styður borgaraleg samtök, sem um þesar mundir eru mynduð gegn sósíalisma, síðan fhalds- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Athafnafrelsi og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga og þjóðar- heildar verða 1 á þegar grunn- tónninn í stjórnmálabaráttu blaðs ins. Hefur svo jafnan verið síðan. L.esbóhin stofnuð Einn merkasti atburðurinn i þróunarsögu Morgunblaðsins ger- ist ha: stið 1925, þegar Lesbök þess kémur út í fyrsta skipti. Var til hennar stofnað til þess að les- endur blaðsins ættu kost á skemmtilegu og fróðlegu lesmáli um helgar. Var þeirri nýbreytni í útgáfustarfsemi blaðsins mjög Einar Arnórsson. vel tekið. Lesbókin flutti þegar í upphafi margvislegan þjóðleg- an íróðleik. Fjöldi menntamanna og rithöfunda hafa lagt henni til efni, auk ritstjóra og blaða- manna. Það kom fyrst í hlut Valtýs Stefánssonar að byggja Lesbókina upp. Gekk hann að því starfi með eldlegum áhuga og af þeirri hugkvæmni og víðsýni, sem var höfuðeinkenni þessa mikilhæfa ritstjóra og blaða- manns. Næst honum átti Árni Óla tvímælalaust mestan þátt í að afla Lesbókinni vinsælda. Les- bókargreinar hans um þjóðleg efni eru einn hinna merkari þátta í lesefni blaðsins. Þær hafa átt rikan þátt í varðveizlu margvís- legs fróðleiks, - sem framtíðin mun fagna og þakka að geymzt hefur. í þeim felst merkileg saga um lífskjör og þjóðhætti fslend- inga á miklu breytinga- og um- brotatímabili. Snemma á árinu 1962 var gerð mikil breyting á formi og efni Lesbókarinnar. Hefur verið lögð áherzla á að gera efni hennar ennþá fjölbreyttara og meira í samræmi við kröfur sívaxandi lesendahóps og örhraðrar þróun- ar á sviði vísinda, bókmennta og lista. Er það áform blaðsins að gera Lesbókina jafnan þannig úr garði, að hún gegni því tvíþætta hlutverki sínu að varðveita þjóð- legan fróðleik, og veita íslend- ingum yfirsýn um nýjungar, sem sífellt gerast utan lands og innan á sviði menningar og framfara. Tveir ungir og vel menntaðir blaðamenn, þeir Haraldur J. Hamar og Sigurður A. Magnús- son, hafa nú aðallega umsjón með útgáfu Lesbókarinnar. Á hrakhólum um miðbæinn Húsnæðisskortur var Morgun- blaðinu um langt skeið mikill fjötur um fót. Um rúmlega 40 ára skeið var það leiguliði og fyrstu 12 ár ævi sinnar var það á sífelld- um hrakningi úr einum stað í annan, og varð þá stundum að hafast við á þremur stöðum í senn. ísafoldarprentsmiðja í Austur- stræti 8 varð fæðingarstaður og vöggustofa blaðsins. Ritstjórnin fékk þar til umráða skrifstofu, sem var um 6 fermetrar á stærð, en afgreiðsla skyldi vera sam- eiginleg afgreiðslu ísafoldar. Reyndist þetta húsnæði mikils til of þröngt og var blaðið aðeins mánaðar gamalt, þegar það þurfti að útvega sér eigin af- greiðslustað. Fékk það hann í húsinu Austurstræti 3, þar sem áður hafði verið afgreiðsla „Þjóð- ólfs“. Húsnæðiserfiðleikar blaðs- ins hófust þannig þegar á fyrstu starfsdögum þess og áður en það næði 10 ára aldri hafði það haft sex bækistöðvar í miðbænum og prentsmiðjuna i ísafold þá sjö- undu. Tvö af þeim gömlu húsum, sem Morgunblaðið hafði bæki- stöðvar í, Pósthússtræti 11, þar sem nú er Hótel Borg, og Austur- stræti 5, þar sem nú er Búnaðar- bankinn, eru nú horfin. Ritstjórn i „stássstofu“ Árið 1915 fluttist ritstjórn blaðsins í Pósthússtræti 11, fyrsta pósthús Reykjavikur, þar sem faðir Vilhjálms Finsens hafði verið póstmeistari. Fékk ritstjórn in þarna skemmtilega stofu í suð- austurhorni hússins. Hefur það sennilega verið „stássstofa“ húss- ins meðan Hallgrímur Scheving kennari bjó þar. En hann lét reisa þetta hús, þegar Lærði skól- inn fluttist frá Bessastöðum til Reykjavíkur. Afgreiðsla blaðsins var nú í norðurenda hússins og voru nú ritstjórn og afgreiðsla undir sama þaki. En erfitt þótti að flytja upplag blaðsins á hverri nóttu frá Isafoldarprentsmiðju til afgreiðslunnar og vinnubrögð rit- stjórnarinnar urðu mörgum sinn- um erfiðari þegar hún var ekki lengur við hliðina á prentsmiðj- unni. Næst flytur blaðið upp á loft í suðurenda hússins Lækjargötu 2, sem þá var kallað „Eymund- senshús", og kennt við Sigfús Eymundsen, sem lengi hafði átt það. Þarna fékk afgreiðslan all- gott húsnæði og stærra en hún hafði áður haft. En til hliðar við afgreiðsluna var lítið herbergi, sem sneri út að Lækjargötu. Það varð nú ritstjórnarskrifstofa. En við þetta húsnæði varð ekki lengi unað. Eftir tvö ár var af- greiðslan orðin of lítil og á þriðja árinu varð ritstjórnarskrifstofan að þoka úr húsinu til þess að af- greiðslan gæti bætt við sig hús- næði hennar. Þá fluttust rit- stjórnarskrifstofurnar suður í Tjarnargötu 11. Þótti það allgott húsnæði en nokkuð afskekkt. En nú var svo komið að Morgunblað- ið var í rauninni þrískipt, af- greiðslan var í Lækjargötu 2, rit- stjómarskrifstofan í Tjarnargötu 11 og prentsmiðjan eins og áður í Austurstræti 8. Var þetta fyrir- komulag mjög óheppilegt og erf- itt. Næst flyzt ritstjórn og af- greiðsla í Austurstræti 5, hús sem Olafur Sveinsson gulsmiður hafði átt. Var nú styttra yfir í prentsmiðjuna, aðeins þvert yfir Austurstræti. Þótti að þessu all- mikil bót. Aftur í ísafold En ferðalagi Morgunblaðsins um miðbæinn var enn ekki lokið. Það fær næst inni á fæðingarstað sínum, Austurstræti 8. þó á öðr- um stað í húsinu en upphaflega. Fékk það nú snöggtum rýmra húsnæði en áður, þótt þröngt væri. En ekki kom það allri starf- semi sinni þar fyrir. Auglýsinga- skrifstofan var nú í Austurstræti Sigurður Kristjánsson. 17. Hélzt sú skipan fram til ársins 1927, er auglýsingaskrifstofan var einnig flutt inn í ísafold. Þegar Isafoldarprentsmiðja eign- aðist nýtt og glæsilegt hús í Þing holtstræti árið 1943 fékk Morg- unblaðið enn aukið húsnæði í gamla ísafoldarhúsinu. Var nú öll starfsemi blaðsins samankom- in á einum stað, þar sem það leit uphaflega dagsins ljós. Má segja að samskipti Morgunblaðsins og Isafoldarprentsmiðju hafi allt frá upphafi blaðsins verið mikil og náin. 'Morgunblaðshúsið risið I hinu gamla blaðhúsi og prent smiðju Björns Jónssonar og Ol- afs Björnssonar við hjartastað höfuðborgarinnar tók það út þroska sinn, átti að vísu við marg víslega erfiðleika að etja, en sigr- aðist á þeim og gat vorið 1956 flutt í sitt eigið húsnæði, nýtt og glæsilegt 7 hæða hús við Aðal- stræti 6. Þar sköpuðust blaðinu þegar stórbætt starfsskilyrði og möguleikar til þess að veita les- endum sinum og öðrum viðskipta vinum betri og fullkomnari þjón- ustu. Ritstjórn blaðsins, fram- kvæmdastjórn, prentsmiðja, aug- lýsingar og afgreiðsla fengu nú rúmgóð húsakynni, sem miðuð voru við rekstur nútíma dag- Ritstjórar Morgunblaðsins 1. nóv. 1956, taho i; v.; ojuiui ucu«uuw»imi, Vaujt ovciaiuauu, tugurð- ur Bjarnason og Einar Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.