Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.1963, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÖ ' Laugardagur 2. nov. 1963 • I ' I I I I ! i i \ í i i i i i i i i legasta og er margs frá henni að minnast. Góð samvinna prent ara og blaðamanna er hverju blaði mikilsvirði. Hefur Morg- unblaðið jafnan verið svo lán- samt að eiga góðu liði á að skipa í prentsmiðju sinni. Útgáfufélag Morgunblaðsins. Kins og áður er getið var Morgunblaðið sameignarfyrir- tæki stofnenda sinna fram til árs- ins 1919. Þá eignaðist útgáfufé- lagið Árvakur blaðið og hefur - rekið það til þessa dags. Sex menn hafa gegnt formannsstörf- um í útgáfufélaginu. Eru það ■4>eir Magnús Einarsson, dýra- læknir, sem var tvisvar formaður félagsins, fyrst frá 1919—1921 og síðar frá 1924—1927. John Feng- er, stótkaupmaður, var formaður félagsins árin 1922 til ársins 1924. Garðar Gíslason hafði formennsk una á hendi árin 1928—1934. Þá varð Guðmundur Ásbjörnsson, bæjarstjórnarforseti, formaður Arvakurs og gegndi því starfi til dauðadags árið 1952. .• Hallgrímur Benediktsson tók þá við formennskunni og hafði hana á hendi til dauðadags árið 1954. Haraldur. Sveinsson, for- stjóri var kosinn formaður árið 1955 og hefir verið það síðah. Auk fyrrgreindra formanna út- gáfufélagsins hafa þessir menn átt sæti í stjórn Árvakurs, Arent Claessen, stórkaupmaður, frá stofnun félagsins til ársins 1921, Georg Ólafsson, bankastjóri, á sama tímabili. Gunnar Egilsson, stjórnarerindreki, átti sæti í stjórn félagsins til ársins 1920, Jes Ziemsen, útgerðarmaður, ár- in 1921—1934, Carl Proppé, stór- kaupmaður, árin 1922—1927, Valtýr Stefánsson, ritstjóri, frá 1928 til ársins 1955, Jón Björns- son, kaupmaður, frá 1935—1939, Sveinn M. Sveinsson, forstjóri, frá 1940—1951, Bergur G. Gísla- son, forstj., frá 1952 til þessa dags, Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, frá 1954 og til þessa dags og Bjami Benediktsson, ráðherra frá 1955 til þessa dags. Er hann nú varaformaður félagsins. Góð samvinna hefur jafnan ríkt milli útgáfustjórnar blaðsins og ritstjórnar þess. Hafa stjórnar menn útgáfufélagsins haft vak- andi áhuga á eflingu blaðsins og margir lagt sig fram um að ráða fram úr erfiðleikum þess, þegar á móti hefur blásið, og síðan að búa því sem bezta aðstöðu. Horft fram á veginn Hér að framan hafa aðeins ver- ið rifjaðir upp nokkrir drættir úr hálfrar aldar starfsögu Morgun- blaðsins, minnzt brautryðjend- anna, sem með þrotlausri vinnu lögðu grundvöll að því, sem blað- ið er í dag. Nú er lagt út á haf næsta aldarhelmings. Nýir tímar koma með nýjar kröfur og mögu- leika. Morgunblaðið er nú statt á tímamótum. Þeir sem áttu ríkast an þátt í að byggja það upp eru flestir horfnir. En merkið stend- ur þó maðurinn falli. Hlutverk blaðsins er enn sem fyrr að standa vörð um íslenzkan menn- ingararf, mannhelgi óg frelsi til orða og athafna. Það mun halda áfram að kynna þjóð sinni það sem gerist á hverju byggðu' bóli, og vítt um óravíddir himingeims- ins, hvarvetna þar sem snilligáfa mannsandans beitir hug eða hendi. Það er enn höfuðtakmark þess að tengja ísland sem full- komnustu fréttatengslum við hina víðu veröld og byggðarlög landsins og stéttir hins íslenzka þjóðfélags, bræðraböndum. Morg unblaðið vill leggja fram Kð sitt til þess, að tækni og vísindi, hver sá sigur sem mannsandinn vinn- ur, megi verða til þess að leiða íslenzka þjóð fram á við, til bétra fegurra og þroskavænlegra lífs. S. Bj. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.