Morgunblaðið - 02.11.1963, Side 28

Morgunblaðið - 02.11.1963, Side 28
MORCU N BLAÐIÐ 28 Laugardagur 2. nóv. 1963 SÓLARHRINGUR VIÐ MORGUNBLAÐIÐ i *; Svona hýrlega taka þær , frá kl. 8 á morgnana, á móti þeim sem koma með auglýsingar. Frá vinstri: Sæunn Gunnarsdóttir, Unnur Færseth, Björg Karlsdóttir, Ólöf Sigurgeirsdóttir, Klara Aradóttir og Helga Þórðardóttir. EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR SÁ SEM leggur leið sína í há- hýsið með áletruninni Morgun- blaðið við endann á Austur- stræti, kemur aldrei að tómum kofunum, sama hvaða tíma sól- arhringsins hann ber að garði. Ætíð er þar hópur manna önn- um kafinn við störf og í kapp- hlaupi við tímann, því verk hvers starfshóps verður að falla í tíma inn í starf allra hinna. Hver minnsta töf veldur röskun. Þó verður allt að vera liðlegt í vöfum og breytanlegt, því fréttir eru þeirrar náttúru að gerast fyrirvaralaust og alveg án tillits til prentunartíma blað- anna. En þegar lesendur vakna á morgnana vilja þeir auðvitað geta séð í blaði sínu á augabragði hvað eina sem gerzt hefur í höf- uðstaðnum, úti á landsbyggðinni og víðs vegar í hinum stóra heimi. Allan sólarhringinn eru um 100 starfsmenn blaðsins að koma, leysa sinn hluta starfsins af hendi og halda að því loknu heim. Og eru þá ekki talin blað- burðarbörnin, 115;—120 talsins, sem reka endahnútinn á útkomu hvers blaðs með því að dreifa því til lesenda. í hvert skipti sem einhver hópur starfsmanna heldur heim, þreyttur eftir dags- starf, kvöldstarf eða næturstarf, er annar hópur kominn og byrj- aður vinnu. ■ .................................................... Skrifstofufólkið kemur niður stigann, sem liggur upp í skrifstofuna. Fremst frá vinstri: Sigur- björg Símonardóttir, Örn Jóhannsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Önnur röð: Pálína Aðalsteins- dóttir, Snæfríður Jensdóttir og Lilja Helgadóttir.priðja röð: Dagný Lárusdóttir, Ma-ía Árnadóttir og Elín Skarphéðinsdóttir. Aftast standa Jón Guðnason og Gunnar Eggertsson. Ef einhver þyrfti að hitta allt þetta fólk á .vinnustað, yrði hann að leggja það á sig að bíða í 24 klukkustundir. Það væri sama hvenær sólarhringsins hann byrj aði biðina. Við skulum segja að hann komi að morgni til. Eftir kl. 8 liggur straumurinn í blaða- og auglýsingadeildina á götuhæð í framhúsinu. Úr því og fram til kl. 12 streymir þang- að fólk, sem þarf að auglýsa eitt- hvað eða eftir einhverju í næsta blaði, t.d. barnlaus ung hjón sem vantar íbúð, reglusamur eldri maður sem óskar að kynnast konu á aldrinum 40—50 ára, starfsmaður fyrirtækis, sem vill vekja athygli á hinu glæsilega Kleopötruhjónarúmi, kvikmynda hússtjón, sem þarf að benda fólki á að missa ekki af æsi- spennandi og vel gerðri amer- ískri kvikmynd o.s.frv., því borið saman við útbreiðslu er lang ó- dýrast að auglýsa í Morgunblað- inu, svo sem alkunnugt er. — Starfsfólk í auglýsingaafgreiðsl- unni hefur nóg að gera við að taka við auglýsingum, flokka þær og koma í setningu til setj- aranna á dagvakt á hæðinni fyrir ofan. Og eftir hádegið er strax byrjað að taka við í þar næsta blað. Kl. 10 byrjar umferðin fram- hjá auglýsingadeildinni og upp á skrifstofuna, þar sem 11 manns starfa. Skrifstofuhald er um- fangsmikið hjá svo stóru fyrir- tæki, sem hefur fjölþætt skipti við svo márga aðila vegna efnis- öflunar og sendir frá sér 32 þús. blaða framleiðslu í nærri jafn mörgum skömmtum. Nú er líka byrjað að undirbúa efnið í næsta blað. Setjararnir setja lengri greinar, leiðara og annan „innmat“. Ritstjórarnir hafa með sér fund og ræða skipu lagningu næsta blaðs og málin sem efst eru á baugi. Og kl. 1 heldur einn þeirra a.m.k. fund með blaðamönnum og ljósmynd- urum. Þar er rætt hvað gera þurfi, hver leggur fram sínar tillögur og verkum er skipt. Alls vinna á ritstjórn 25 manns og því nauðsynlegt að hver viti hvað hinir gera, jafnframt sín- um eigin viðfangsefnum, því á Morgunblaðinu er lítið um stjörnuleik en meira lagt upp úr samvinnu. Ritstjórinn skipulegg- ur nú blaðið með þeim blaða- manninum, sem sér um umbrot- ið og gengur frá blaðinu. Og margt þarf að ræða áður en menn dreifast og hver gengur til sinna starfa. Þeir fréttamenn sem bera ábyrgð á innlendum og erlendum fréttum þann daginn fara með langa lista af viðfangs- efnum, „sem ekki má gleyma'* Elín Pálmadóttir, blaðamaður, safnar fréttum í síma. og víkja ekki af staðnum fyrr en yfir lýkur og siðustu síðurnar eru farnar í steypingu kl. 1—2 að nóttu, sem getur dreg- izt fram eftir, jafnvel til kL 4—5 ef stórviðburðir gerast. Aðr- ir hverfa til sinna verkefna í bænum eða fara út á land, minn- ugir þess að efni þeirra verður að vera komið fyrir ákveðinn tíma. Á þessari stundu er hver hlutur skipulagður og í sínum skorðum. En þá fara atburðir Síminn hringir í sífellu, 10 línur eru í notkun. Kl. 5,30 skilar Bryndís Brynjólfsdóttir símaþjónustunni í hendur Hrefnu Magnús- dóttur, sem svarar hringingum til miðnættis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.