Morgunblaðið - 02.11.1963, Side 57

Morgunblaðið - 02.11.1963, Side 57
* Laugardagur 2. nóv. 1963 MORCU N BLAÐIÐ 57 Stál- hnefinn Þannig leit forsiða Mbl. út 24. júli 1938. Enginn vissi hvað hér var um að ræða, og skýring fékkst ekki fyrr en i augjýs- ingu viku siðar. Reyndist „StáUmeiiun“ vera ný sáputegund sagði strákurinn, sem mætti vini sínum, er gekk haltur af skóþrengslum, „mér er ekkert illt í löppunum, því ég er á stígvélum frá Lár- usi“. Það er Hka áreiðanlegt, að hvergi fæst skófatnaður, sem fer eins vel á fæti, og það sem betra er, hvergi eins hald góður, og það sem bezt er, hvergi eins afar-ódýr, sem í Skóverzlun Lárusar G. Lúð vígssonar, Þingholtsstræti 2. 3. nóv. 1913 — „Stillt og þrifin stúlka og unglingstelpa, sem geta sof- ið heima fyrst um sinn, ósk- ast í létta vist nú þegar. Gott kaup í boði“. 8. febrúar 1920 „ÞtJ, sem tókst töskuna á vinnustofuborðinu hjá Ólafi Magnússyni, gjörir réttast að skila henni með öllu því, sem í henni var, því það sást til þín úr myrkraherberginu. Eða viltu heldur láta lögregl- una taia við þig?“. 18. nóv. 1913. Svonefndur þáttur „Hverníg á eiginmaðurinn að vcra „virðist hafa átt miklum vinsældum að fagna fyrsta ár blaðsins. Honum var svohljóðandi hleypt af stokkunum 8. nóvember 1913: „Hvernig á Eiginmaðurinn að vera? 10. kr. gefur Morgunblaðið þeim, er bezt svarar þessari spurningu. Allir geta tekið þátt í þess- ari samkeppni. Skoðanir kvenfólksins um hvernig elskuhuginn og eig- inmaðurinn á að vera, hljóta að vera — og eiga að vera •— skiptar. Sá, sem einni konu þykir fríður, er oft ófríður í augum vinkonu hennar og annara kvenna. Hverjum þyk ir sinn fugl fagur — og hjarta lagið er ætíð bezt „hjá hon- um Jóni mínum“. Mörgum af lesendum vor- um mun þykja fróðlegt að heyra álit ýmsra manna um þetta atriði. Vér höfum því ákveðið að láta samkeppni fara fram þannig, að sá les- enda vorra, sem fyrir 15. des. þ.á. sendir Morgunblaðinu hið bezta svar við spurningunni, — hún — eða hann, íær að launum fallega jólagjöf eða 10 kr. í peningum, eftir vali. Munum vér velja 3 óvil- halla menn til að vera dóm- ara, einn úr ritstjórn Morg- unblaðsins og hina tvo utan ritstjórnar.......** Fyrsta svarið hirtist dag inn eftir, 9. nóvember, og hljóðar m.a. svo: „Góður eiginmaður er sá, sem einlægt þegir meðan konan talar, lætur konuna ætíð hafa síðasta orðið og kyssir hana fyrir vaðalinn, þegar hún loksins þagnar. Sem lætur konuna geyma hæði budduna og forstofulyk- ilinn. Sem aldrei mælir möglun- arorð, þótt enginn hnappur sé á buxunum hans viku eftir viku. Sem aldrei flýgur æðra í hrjóst, þótt pilsaþyturinn heyrist ofan af þurrklofti og niður í kjallara. — Slíkur maður er góður eiginmaður; hann er langhæfastur allra núlifandi íslendinga til að vera ráðherra hennar mömmu é hverju heimili; hann er hreinn og beinn premíumaður. Sigríður stórráða". ★ ★ Og hér koma nokkrar stuttar fréttir úr fyrsta ár- gangi Morgunblaðsins: „Prýði bæjarins. í gær var farið að bera mykju á Arn- arhólstúnið fyrir vestan Sal'na- húsið. Geta bæjarbúar þann- ig átt von á góðri lykt, er þeir opna glugga sína næstu daga — að minnsta kosti þeir er á Hverfisgötu búa —. Grút urinn í vestur- og miðbæn- um og mykjan í austurbæn- um“. .Jíýjasta bifreiðin, sú er Jónatan Þorsteinsson pant- aði, fór reynsluferðir hér um nágrennið í gær.....Bifreið- um er nú farið að fjölga svo hér í bænum, að nauðsyn krefur þess að þær séu að- greindar á einhvern hátt, ann að hvort með því að gefa þeim einhver nöfn, eða þá að númera þær. Mun það og eig endum sjálfum hagkvæmast að þeim sé sem minnst rugl- að saman, þegar samkepnin byrjar í vor“. 11. des. 1913 „Austurvöllur: Hann var vatni ausinn alla nóttina og sunnudaginn með, en sást íhvergi að völlurinn vöknaði. Stjórnarmeðlimir skautafé- lagsins stjórna vatnsaustrin- um, og er sagt að sumir þeirra séu farnir að örvænta. Ausið bara, bræður og syst- ur, og gefist eigi upp fyrr en gamli Bertel stendur undir hendur í vatni! Annars kvað nú vera bezta skautasvell í kjöllurum húsanna kring um vöilinn“. „Á Stjórnarráðsblettinum tóku menn eftir stóði miklu í gær, er var þar á beit. Alls voru sjö skepnur innan stjórn arráðsgirðingarinnar — fjór- ar merar, þrjú folöld. Hefur þeim vist fundist vistin held- ur slæm á blettinum, því tvö folöld stóðu við fætur Jóns Sigurðssonar, á sjálfum fót- stallinum, í skjóli fyrir út- synningnum, og leið þar auð- sjáanlega vel. Sjást enn merki þess að þau hafa þar komið. 28. nóv. 1913 ★ ★ 17. nóvember 1914 birt- ist á 3. síðu blaðsins stór- brotin fyrirspurn, aðsend blaðinu, sem fjallaði um Staff hershöfðingja — Gen- eral Staff, og fer hún hér á eftir ásamt svari rit- stjómar: „Fyrirspum Hver er General Staff? í blaði einu á sunnudaginn stendur, að hinn þekkti tyrkn eski General Staff hafi brot- ist með her manns inn á Eg- yptaland og er bætt við að kona hans og dóttir séu í för með honum. En fyrir liðugum hálfum mánuði stóð að sam- nefndur General, rússnesk- ur, Staff, væri önnum kafinn við undirbúning innrásar Rússa í Austur-Prússland. Og við og við skýrir sama blað frá, að hinn frægi þýzki General Staff sé nú kominn til framfylkinganna, eða hafi aðsetur sitt í þessum og þess- um bæ. Má ég því leyfa mér að spyrja yður, háttvirti herra ritstjóri: Er þessi tyrkneski General Staff skyldur hinum rússneska General Staff og er sá þýzki General Staff kannske bróðir þeirra? Eða er þessi General Staff ekki neinn General Staff, því ekki sést í nokkru innlendu eða útlendu blaði (ekki einu sinni „Tirnes") getið um neinn tyrkneskan, rússneskan eða þýzkan General Staff. Má ég því biðja yður að fletta ofan af þessum leynd- ardómsfulla herra: hinum þekkta, fræga, tyrkneska, rússneska, þýzka General- Generalissimus S-t-a-f-f-. — Júlíus Eftir tilmælum ritstj. svara ég fyrirspurn hins fróðleiks- fúsa herra Júlíusar. Misskilningur sá í nefndu blaði, sem ræðir um í fyrir- spurninni, mun „staffa" af því að enskukunnátta blaðsins er dálítið ábótavant. „General Staff“ þýðir herforingjaráð en ekki Staff hershöfðingi. En það er nú svo sem eng- inn munur!! Staff er því hvorki rússneskur, tyrknesk- ur eða þýzkur, heldur er hann skilgetið barn dagblaðs- ritstjórans, er hann hefur get- ið með einhverjum þeirra er við blaðið starfar. Þó er talið líklegt að hann sverji fyrir Staff litla. Filurius." Þá fara hér á eftir nokkrar dagbókarfréttir frá árinu 1914: „Spaugsamur borgari. Vér heimsóttum nýlega einn heldri borgara Miðbæjarins, sem alþekktur er fyrir ágætar veitingar í heimahúsum. Höfð um vér orð á því við að hann hve gott „cognakið“ væri. „Þú kvað eiga bezta „kjallara“ í bænum“, sögðum vér. „Já“, svaraði borgarinn, „það kem ur aldrei vatn í hann hjá mér.“ 29. apríl 1914 „Eins og menn muna bann- aði Páfinn nýlega öllum kaþ- ólskum mönnum að dansa Tango. Nú er kominn upp annar dans, að sögn álíka ó- siðlegur og Tango, en samt fullyrða brezk blöð að páf- inn hafi gefið sitt samþykki til þess, að kaþólskir menn og konur megi dansa hann. Dansinn kallast Forlana.“ 25. febr. 1914 „Eyjólfur Jónsson, rakari, ætlar til Hafnarfjarðar á sunnudaginn og rakar þar menn á „Hótel Hafnarfjörð- ur“. Gott fyrir Hafnfirðinga!“ 3. apríl 1914 „Stelkurinn er kominn. Heyrðist til ihans á Laufásvegi í geor.” 15. aipiil 1914 „Góð varphæna. Hæna hér í bænuan verpti 3 eggjuan á an i <Vv iikud aginn vax — eintóm örverpi.” 11. apríl 1914 „Á einni gangstétt bæjar- ins mátti í gær líta marga miða liggja á við og drehf í Æorinni. Voru mörgum manni áður að góðu kunnir — og eru það enn, þegar þeir eru á sín- . um rébta stað. En þarna traðkaði bongarlýðurinn þó niður í sorpið. Á miðunum stóð: Gamle Carlsberg Export Beer. Bottled at the Brewery. — Skyldu þessdr miðar haifa verið þvegnir af flöskum ný- lega? hugsiuðum vér um leið og vér gengum framihj'á.” 19. apríl 1014 Og loks tvær klausur úr Dagbók 21. des. 1914. „í dag verður haldið upp- boð á áfengum vínurn í vöru- geymsluíhúsi G. Gísilason & Hay við Lindargötu. Það móitti ekki seinna vera — en margur mun þvi feginn verða tift þess að geta druikkið út gaanila árið og erfi Bakkusar hér á landi“. „Morgunblaðið kemur ekki út á morgun, nýársdag“. 4/ í/ gulloddurinn er » * ' * steyptur inn í bol- inn til aukins styrkleika og fegurðar. Sheaffer býður yður penna við allra hæfi. Viljið þér breiða skrif- línu eða mjóa. Skrifið þér fast eða laust. f næstu rit- fangaverzlun getið þér valið SHEAFFER'S penna einmitt við yðar hæfi. SHEAFFER’S penninn er kjörinn til gjafa eða eignar. SHEAFFER’S-umboðið á fslandi EGILL GUTTORMSSON Vonarstræti 4. ÁTLÁS IMVJUIMG WUWRI fyrir einstaklinga og litlar fjölskyldur. HVfTUR í baðherbergi eða eldhús TEAK-SPÓNLAGÐIR í for- stofu eða herbergi. Ódýr og góð lausn á þurrk- vandamálinu. Notast einnig sem hitaofn. Sendum un allt land. ROmiEilHPHAHHtW ?imi 12606 - Suðurgötu 10 • Rcykjavit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.