Morgunblaðið - 07.11.1967, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NOV. 1S9T
- Byltingin
Framliald af bls. 25
leggja niður lögregluna, herinn
og skrifstofubáknið, en allir
verkamenn og bændur að vopn-
ast og hafa kjörgengi í em-
bætti. Hermenn Rússa og Þjóð-
verja áttu síðan að sverjast í
fóstbræðralag til þess að breiða
byltinguna sem fyrst til Þýzka-
lands. Og svo framvegis.
Hann var píptur niður. Þessi
stefna, sem síðar hlaut nafnið
Aprílkenningarnar, var í raun-
inni stríðsyfirlýsing ekki aðeins
gegn borgurunum í Bráðabirgða
stjórninni, heldur einnig gegn
forystu sigurglaðrar byltingar.
Lenin var um þessar mundir
næstum einangraður. Það var
ekki að furða þótt fólk héidi, að
hann væri flugumaður Þjóð-
verja (Hann var það ekki.
Hann hafði aðeins þegið fé og
aðstoð af þýzkum heimsveldis-
sinnum til þess að eyðiieggja
rússneska andstæðinga sína).
Með dálítilli skynsemi og sjálfs
stjórn af hálfu Sovétssinna,
hefði verið hægt að einangra
hann algerlega og hafa kröfur
hans að engu.
Til þess þurfti ögn af sam-
vinnu milli allra andstæðinga
bolsévika. í þess stað un-nu all-
ir byltingarmenn að samsæri
gegn Bráðabirgðastjórninni, —
og rifust stöðugt innbyrðis í
hléunum milli áhlaupa.
Allt hékk á bláþræði. Fyrsta
bráðabirgðastjórnin framdi
sjálfsmorð í mai með yfirlýs-
ingu um, að staðið yrði við
allar skuldbindingar við Banda
menn og að styrjaldarstefna
Rússa væri óhagganleg. Keren-
sky var nú að rísa til æðstu
valda, en Lvov prins var enn
forsætisráðherra, og þótt nýja
stjórnin lofaði að ná friðarsamn
ingum án skilmála og stríðs-
Kerensky
skaðabóta, nægði það ekki.
í júlí kom svo hin misheppn-
aða uppreisn, sem þekkt er und
ir nafninu „Júlídagarnir" og
varð Lenin næstum að falli.
Fólkið fylltist reiði vegna ó-
þarfra blóðsúthellinga, og Len-
in var borið á brýn, að hann
væri útsendari þýzka herráðs-
in-s. Lvov prins sagði af sér
éftir júlídagana og Kerensky
tók við stjórnartaumunum.
Hann bannaði bolsévikaflokk-
inn Lenin flúði sjálfur til Finn
landis og faldi sig þar.
Enn syrti í álinn. Kerensky,
sem enn var staðráðin-n í því
að halda áfram styrjöldinni og
var reyndar tilneyddur, svo að
hann fengi áfram efnahagsað-
stoð Bandamanna, ■— fékk ekki
ráðið við þjóðina, sem alveg var
hætt að láta að stjórn. Ráðu-
neyti hans sveigði æ meira til
vinstri, en varð aldrei nógu
vinstrisi-nnað til að þóknast sov-
étunum, sem tóku að bergm-ála
vígorð bolsévika um frið, og
landareignir. Honum tókst að
sigrast á harðri byltingartilraun
hægrimanna, sem Kornilov yfir
hershöfðingi hafði skipulagt en
þá var honuim þorrinn allur
styrkur. Lenin, sem nú naut
stuðnings Trotskys, er hafði
færzt óðfluga í áttin-a til hans
frá fyrri hlutleysisstefnu sinni
— sá að nú var að koma tími
til að hefjast handa og láta
kné fylgja kviði.
Hinn 20. október laumaðist
Lenin enn landrækur aftur til
Rússlands og fór huldu höfði.
Eftir talsvert þref, þar sem
hann naut stuðnin-gs Trotskys
og hins unga Stalins ge-gn Zin-
oviev og Kamenev, tókst hon-
um að fá bolsévika sína til að
ákveða að freista þess að ná
völdum með skyndiáhlaupi.
Þetta var ekkert leyndarmál.
Alir vissu, að bolsévikar höfðu
stofnað ólögleg-t byltingarráð í
þeim tilgan-gi einum, að komast
til valda. En aðstaða Kerenskys
var orði-n slík, að orð hans voru
höfð að engu. Það var tilgangs-
laust fyrir hann að skipa lög-
reglunni að handtaka samsæris-
m-ennina, en þeim tókst að koma
fyrir kommissöru-m bolsévika á
við og dreif í herliði Pétursborg-
ar.
5. nóvember fóru vopnaðir
bolsévikar að taka ýmsar opin-
berar byggingar h-erskildi, t.d.
ritsím-astöðina, og mættu næst-
um engri mótspyrnu. Þó voru
þeir aðeins um 30 þúsund tals-
ins. Hinn 7. nóvember, þegar
allt var í örgustu ringulreið,
reyndi Kerensky að ná saman
herliði til að gera innrás í Pét-
ursborg, sem nú var algerlega
á valdi bolsévika, að undan-
skilinni Vetrarhöllinni, þar sem
Bráðabirgðastjórninni var hald-
ið í umsátri.
Þegar kröfum upp uppgjöf
va-r vísað á bug, var failbyss-
um herskipsins Áróru beint að
höllinni, og n-okkrum púðurskot-
um hleypt af. Byssurnar í virki
Péturs og Páls skutu kúlum, en
fæstar þeirra hæfðu skotmarkið.
Stormsveitir brutust inn í höll-
ina og þá var öllu lokið. Klukk
an tvö um nóttina, var búið að
taka höndum alla ráðherra
Bráðabirgða-stjórnarinnar, nema
Kerensky, og bolsévikar voru
alis ráðandi.
Þetta var ekki uppraisn fjöld-
ans, 'heldur snöggt „eoup d’état“.
Lenin kom aldrei til hu-gar að
fara inn á lýðræðislegar brautir.
Hann hafði æst upp múginn. Nú
varð hann að berja hann til
hlýðni, og það gerði hann með
öllum þei-m gamalkunnu r-úss-
nesku aðferðum, sem fólkið
hélt, að það væri búið að upp-
ræta fyrir fulit og allt.
Allur grundvöllur þeirrar
stefnu, sem ríki Stalins stjórnað
ist af, var lagður af Lenin sjálf
u-m, áður en hann dó (árið
1924). Hið langþráða lýðræðis-
tákn, Löggjafarþingið, kom
saman, og var síðan 1-eyst u-pp
m-eð valdi af Lenin, vegna þess
að bolsévikar höfðu ekki hlotið
meirihluta þingsæta. „Cheka“,
eða herlögreglan var stofnuð í
miklum flýti, og áður en árið
1918 var liðið, hafði hún feng-
ið alræðisvald.
í marz 1921 gripu sjómenn-
irnir í Kronstadt, sem eitt sinn
voru kjarnin-n í fylkingarbrjósti
byltingarinnar, til vopna í upp-
reisn gegn þeim mönnum, ssm
nú voru að spilla byltingunni
þeirra. Trotsky bældi niður
uppreisnina með blóðbaði.
Fyrsta einræðisríki nýja tím-
ans var komið á stofn.
Beitiskipið Aurora.
Lenín flytur ræðu sína á Finnlands-járnbrautarstöðinni.
— Lenin
Framhald af bls. 19
Lenín til Genfar, Martov til
Parísar.
Nokkru seinna var efnt til
annars fundar og enn jókst
ágreiningurinn. Trotsky sat
þann fund og tók málstað Mar-
tovs, en Phlekanov reyndi að
miðla málum En Lenín vildi
enga málamiðlun og þegar
hann fékk ekki það, sem hann
vildi, sagði hann sig úr rit-
stjórn ISKRA. „Ég er viss um
að þið eigið eftir að sjá, að það
er ekki hægt að vinna með
m-enshevikum“, sagði hann —
„en nú getið þið borið ábyrgð-
ina á þróuninni".
Þar með var ISKRA komið
í hendur menshevika en Krup-
skaya fór m-eð Lenín upp í
fjöll ti-1 að hvíla hann. Taugar
hans voru yfirspennta-r og þessi
síðasta ákvörðun, að fara frá
ISKRA, tók mikið á hann.
Eftir mánaðardvöl í sviss-
nesku ölpunum, þar sem „ekki
var minnst einu orði á stjórn-
mál“ eftir því sem kona hans
sagði í bréfi til tengdamóður
sinnar, kom Lenín til Genfar
á ný, hress og endurnærður.
Og nú bættist honum nýr liðs-
maður, Bogdanov að nafni,
sem kveikti áhuga Leníns að
nýju. Brátt hafði hann komið
sér upp nýju má-lgagni
„Vperk>d“ (Áfram) og starf-
semi bolsjevika hófst á ný af
fullum krafti.
Á öðrum stað í blaðinu seg-
ir frá aðdraganda byltingar-
innar 1917 og ^æili Leníns þar
og verður það ekki endurtekið
hér. En við tökum upp þráðinn
aftur í ágúst 1918.
Lenín var að halda ræðu á
fjöldafundi verkamanna í
Moskvu. í fremstu áhorfenda-
röð sat ung kona, hlustaði
áfergjulega og keðju-reykti.
Þeg-ar hann fór út úr salnum,
fylgdi honum hópur m-anna og
konan hvarf. Úti fyri-r beið
hans bifreið og þegar hann var
að stíga uipp í hana kom konan
þar að og spurði ein-hvers.
Lenín ætlaði að svara, en þá
grei-p hún byssu og skaut þrem
ur skotu-m. Konan var með af-
brigðum óhittin, þegar tekið er
tillit til þess hve færið var stutt
hefði átt að vera auðvedt að
bana honum. Hann féll við og
mannfjöldinn hrópaði: „Þeir
hafa drepið Lenín“. Andartak
stóðu m-enn lam-aðir en hlupu
svo hver í sína áttina. -En
Lenín stóð upp og bað um að
hann yrði fluttur heim. Hann
var töluvert særður en ekki
lífshættulega.
Konan reyndist heita Fann-
ey Kaplan og gaf hún ástæð-
una fyrir tilræðinu þá, að
Lenín hefði svikið byltingiyia.
Sama dag tók ungur Gyðingur
sig til og myrti yfirmann ör-
yggislögreglunnar í Petrograd
(áður St. Pétursborg). Þessum
atburðum fylg-di óskaplegt ógn
artímabil. Rauði herinn lét
greipar sópa meðal borgara og
menntamanna. aðeins komm-ún
istar og mikilvægustu þjón-
ustumenn gátu verið óhultir.
Zin-oviev sagði við hermenn-
ina: „Borgarastéttirnar drápu
einn og einn einstakling, við
drepum heilar stéttir". Petr-
ovsky, kommissar í innanríkis-
málum til'kynn-ti: „Allir hægri
sósía-listar skulu nan-dteknir og
töluverður fjöldi gísla tekinn
úr hópum borgara og herfor-
ingja. Minnsta viðnámi verður
mætt með fjöldaaftökum".
„Pravda" boðaði um svipað
leyti: • „Verkamenn og fátækl-
ingar, grípið rifflana, lærið að
skjóta, verið viðbúin uppreisn
kulakka og hvítliða........ Tíu
skot í hvern þann, sem reisir
hönd gegn Sovétveldinu“.
Og við slíkar yfirlýsingar var
staðið. Öryggislögreglan var
miskunnarlaust notuð til þes-s
að bæla niður s-érhverja mót-
báru, ryðja úr vegi öllum þeim
sem grunsam-legir gátu talizt,
„spyrjið ekki, hvað þeir hafi
gert, heldur hverrar stéttar
þeir séu, hverja menntun þeir
hafa hlotið“. Enginn spurði,
hvað menn höfðu gert, þeir
voru bara drepnir.
Eftir borgarastyrjöldina var
Rússland ein ringulreið. Efna-
hagsástandið var óskaplegt
og hinar viðamiklu breytingar,
sem Lenín byrjaði á þegar eft-
ir valdatökuna höfðu engan
árangur borið, síður en svo.
Lenín sá nú, að ekki yrði hjá
því komizt að gera ein-hverjar
tilslakanir, ef hann ætti að
halda ríkinu saman og þar með
hófst tímabil hinnar nýju efna
hagsstefnu — NEP-tímabilið
svonefnda, þegar hann leyfði
einstaklingsframtakinu nokk-
urt svigrúm, andstætt öllum
trúarkenningum sínum og jrfir-
lýsingum. Þessi nýja stefna
bætti ástandið held-ur, en ekki
tókst þó að bægja frá hung-
ursneyðinni á árunum 1921—
22, þegar milljónir manna létu
lífið.
En nú var æviskeið Leníns
senn á enda. f árslok 1921 hrak
aði heilsu hans mjög; hann
fékk aðkenningu að slagi í
árs'byrjun 1922 en komst eftir
nokkra mánuði aftur til heilsu
og starfa. En það var aðeins
smáfrestur. f desemíber 1923
fékk hann aftur slag og 21.
jan-úar lézt han-n í Gorki.
Þegar Lenín féll frá var
hann orðinn óumdeila-nlegur ein
ræðisherra Sovétríkjanna, ein-
ræðisherra, sem ríkti í skjóli
miskunnnarlausra m-anndrápa
öryggislögreglu, ekki síður en
Stalín. En Lenín gerði sig
aldrei sekan u-m þá persónu-
dýrkun, sem arftakar hans
hafa til stofna-ð á þess-um 1-eið-
toga sínum. Hann var 1-aus við
persónulega hégómagirni, mikl
aði aldrei fyrir öðrum kunn-
áttu sína eða hæfileika og ætl-
a-ðist ekki til að m-enn dýrk-
uðu sig persónulega. En hann
kra-fðizt hlýðni við stefnu sína
og skoðanir, skilyrðislausrar
hlýðni. Þeir, sem ekki vildu
beygja sig undir pólitískan aga
hans og flokksins, vor-u í han-s
a-ugu-m svikarar og slíkir svik-
arar voru réttdræpir, hvar sem
var og hverjir, sem þeir voru.
Þessi öfgafulla afstaða var
bæði ein.n helzti v-eikleiki Len-
íns og styrkur. Vegna hennar
missti hann hvað eftir ann-að
sína nánustu fylgismenn og oft
leit út fyrir að starf hans allt
ætlaði að engu að verða. En
hann reis jafnan upp aftur og
safnaði um sig liði og þegar til
úrslita dró reyndust öfgarnar
sterkasta vopnið, ásamt þeim
sérhæfileika hans að grípa inn
í atburðarásina þegar honum
bezt hentaði og sveigja þróun
málanna sér í hag.
Árið 1920 birtist í Almanaki
hin,s íslenzka þjóðvi-nafélags,
grein um Lenín eftir Benedi.kt
Sveinsson( sem hann hafði tek-
ið sam-an eftir ým-su-m hekn-
ildu-m, m.a. stu-ðzt við brezka
blaðið The Times. Þar skrif-
aði hann skemmtilega lýsingu
á þessuim byltingarleiðtoga,
sem kemur vel heim við mynd
sögunn-ar af honum.
Benedikt segir þar m.a.:
„Ekki liggur það utan á
Lenín, að hann sé afburðamað-
ur, enda neita margir Rússar
að svo sé. Hann er lágur mað-ur
og lura-legur á velli, hálsstuttur
og hálsdigur, herðibreiður,
kringluleitur, rauðu-r í andliti,
ennið hátt og gáfulegt, sköll-
óttur, nefið lítið ei-tt hafið upp,
dökkt vangaskegg og lítið efri-
vararskegg. Kalla sum-ir, að
hann sé fljótt á litið líkari
rússneskum svei'takaupm-ainni
en þjóðar-leiðtoga. En við nán-
ari athygli er þó eitthvað í nin-
um stálgráu aug-um hans sem
vekur eftirtekt, lætur han-n
löngum síga m-eir annað au-gn-a-
lokið, og eitthvað er í svipn-
um, hæðilegum, hálffyrirlitleg-
um og hálfbrosan-di, sem ber
vi-tni um takmarkala-ust sjálfs-
traust og yfirburði ...
Hann á þó ekiki vitsmu-num
sínum einum að þakka ti-gn
sína og veldi innan flokksins.
Sú hin takmarkalau-sa virðing,
sem samverkamenn hans bera
fyrir honum, þótt þeir séu öf-
undsjúkir innbyrði-s, ekki síð-
ur en stjórnmálamenn annarra
þjóða, á rót sína að rekja til
a-nnarra h-öfuðkiosta hans. Er
þar fyrst að telja óbilandi hug-
rekki, harðan og ósiveigjanleg-
an vilja og al-lsendis ósíngjarn-
ar hvatir. í baráttu sinni fyrir
alheim-sstjórnbylting-u er hann
jafn óvandur að virðingu sinni
sem Jesúíta-r og svífst engra
bragða til að koma sínu
fram.........
Lýð-skrumari er Lenín að
vísu og kann öll þeirra brögð.
En bak við ósamræmið í h'átta-
lagi hans er djúpsett ráðagerð,
takmark, sem hann hefur velt
fyrir sér árum saman og býst
nú við að koma í íramkvæmd.
Fjarri væri sanni að kalla
Lenín ástúðlegan eða hugþekk-
an í skapferli, hann er kald-
rifjaður, hlífðarlaus og vork-
unnarlaus og lætur sér ekki
fyrir brjósti brenna góða hluti
né illa, þegar um það er að
gera að koma Bolsevikastefn-
unni fram í öllum löndum, svo
sem hann hefur ásett sér“.