Morgunblaðið - 07.11.1967, Page 30

Morgunblaðið - 07.11.1967, Page 30
30 MORGUNBLAÐIB, ÞRIÐJUDAGUR 7. NOV. 1967 — IMikita Krúsjeff sem næstum urðu honum að falli, — og því var hvergi nærri, að honum tækist að festa sig varanlega í sessi —. Andstæðingar hans héldu áfram a'ð höggva í hann, hvar og hve- nær, sem tækifæri gáfust og þau gaf hann mörg. í ársbyrjun. þegar 20. flokks- þingið var haldið stóð valda- barátta þessara manna ennþá yfir. Þá var sú skoðun orðin almenn meðal helztu framá- manna flokksins, að nauðsyn- legt væri að ræða að einhverju leyti um það, sem gerzt hefði í stjórnartíð Stalíns. I hernum var ólgandi hatur í garð Sta- Hns vegna meðferðarinnar á helztu hershöfðingjunum. Með- ftl opinberra embættismanna voru margir, sem áttu um sárt að binda. Jafnvel nánustu fylg- ismenn Stalíns eins og Mikoy- an töldu rétt að gera þetta, ólgan væri orðin slík, að nauð- synlegt væri að veita henni út- rás einhvernVeginn, að nokkru leyti að minnsta kosti. Krús- jeff sá líka, að hjá þessu mundi ekki komizt þótt málið væri varhugavert í alla staði. Er tal- ið, að hann hafi átt uppástung- una að því, að leyniræðan skyldi haldin og veri'ð fús að taka að sér verkið — hann vissi að þar tefidi hann nokkuð djarft en taldi þó, að sér mundi takast að efla fylgi sitt þannig. Hinsvegar voru andstæðingar Krúsjeffs á þeirri skoðun, að slík ræða yrði honum að falli og hvöttu því óspart til þess að hann héldi hana. Þó var það ekki Krúsjeff, sem fyrstur hóf máls á Stalíns- málinu á þinginu, heldur Mi- koyan, og hafa sumir getið sér þess til, að hann hafi gert það beinlínis til þess a'ð tryggja, að ræðan yrði haldin og koma í veg fyrir, að Krúsjeff freist- aðist til að grípa til svipaðra aðferða og Stalín til þess að festa sig í sessi. Hversu, sem því var háttað, urðu þing- fulltrúar felmtri slegnir við ræðu Mikoyans og þegar Krús- jeff flutti sína ræðu — eftir nokkrar umræður — ui'ðu þeir hreint og beint orðlausir. Það munaði litlu, að óskir andstæðinga Krúsjeffs um að Væðan yrði honum að falii, rætt ust. Hún leysti úr læðingi öfl, sem leiddu til atburðanna í Póllandi og Ungverjalandi og þykir ljóst, að dagar Krúsjeffs hefðu verið taldir í sovézkri pólitík, ef þessi lönd hefðu rif- ið sig laus frá Sovétblokkinni. Krúsjeff átti þá engra kosta völ annarra en bregðast við skjótt og af fullri hörku og sýna þannig öllum, bæði heima og erlendis, að gagnrýni á So- vét.ríkin og það þjóðfélagskerfi, sem þau höfðu forystu fyrir, skyldu takmörk sett. Árið 1957 gekk í garð og valdabaráttan í Kreml hélt áfram. Krúsjeff átti æ meir í vök að verjast. Draumóra- kenndar hugmyndir hans og fjarstæðukenndar áætlanir, sérstaklega um landbúnaðinn efldu andstöðuna gegn honum enda þótt landbúnaðarfram- leiðslan færi þá vaxandi. En andstæðingarnir voru of sund- urþykkir innbyrðis til að geta notfært sér þetta til fulls. Þó ger'ðu þeir Molotov, Malenkov og Kaganovitsj tilraun til a'ð koma Krúsjeff frá á júnífundi framkvæmdanefndarinnar, sem þá var skipuð ellefu mönnum. Þessi árás kom Krúsjeff í opna skjöldu, en honum hugkvæmd- ist þá að krefjast þess, að mið- stjórnin, þar sem hann vissi sig hafa stuðning meirihlut- ans, fjallaði um málið. Sam- kvæmt reglum flokksins bar honum réttur til þessa en það hafði aldrei verið gert áður. Andstæðingar hans neituðu í fyrstu en eftir tveggja daga hörkuátök, fékk hann sitt fram. Þegar fundurinn hófst var þar jafnframt mætt sveit úr hem- um undir forystu Zhukovs, landvarnaráðherra, sem hafði séð um að senda herflugvélar eftir stúðningsmönnum Krús- ieffs úr miðstjórninni, sem fjarverandi voru. Þar með var Krúsjeff öruggur og 4. júlí skýrði Pravda frá þvi, að Molotov, Malenkov, Kagano- vitsj og Shepilov, þáverandi utanríkisráðherra, hefðu verið sviptir embættum og reknir úr miðstjórn flokksins. Seinna var svo skýrt frá hinum stuðnings- mönnum þeirra, þeim Bulganin, Voroshilov, Pervukhin og Sa- burov. Krúsjeff launaði hins- vegar Zhukov stuðninginn með því að reka hann úr embætti skömmu eftir hinn örlagaríka miðstjórnarfund — hann hafði þá komið auga á að sá, sem hé'ðan af gæti reynzt honum skeinuhættur, væri enginn ann- ar en vinurinn, Zhukov. Þegar Nikita Krúsjeff var sviptur völdum sínum sjö ár- um seinna, var atburðarásin ekki ósvipuð. Hann hafði aldrei náð að treysta völd sín í neinni líkingu við Stalín. Allt sem hann gerði og vildi, hvort sem var í innanríkis- eða utanrík- ismálum mætti harðri gagn- rýni innan flokksins og oft varð hann að slá af kröfum sínum vegna hennar. Helztu mái þessa tímabils eru mönn- um í svo fersku minni, að tæp- ast er ástæða til að rekja þau hér. Hæst bar án efa annars- vegar hina nýju stefnu frið- samlegrar sambúðar miili Aust- urs og Vesturs, sem þó varð a'ð samræmast því að berjast fyrir framgangi kommúnism- ans með öllum ráðum nema styrjöld — og hinsvegar þá drauma Krúsjeffs að bæta lífs- kjör þjóðar sinnar fljótt og mikið. í þeim efnum ætlaði hann sér of mikið of fljótt. Svo komu til einstök mál eins og U-2 njósnaflugvélarmálið, sem reyndist Krúsjeff mjög skeinuhætt, því að á þeim tíma barðist hann fyrir því að geta tekið upp vinsamlegri sam- skipti við Bandaríkjamenn gegn harðri andstöðu heihfia fyr ir, Kúbumálið, þar sem hann réðst út í ævintýri, sem næst- um varð honum að falli, deil- urnar við Kínverja, sem von- laust var að Krúsjeff gæti jafnað, svo algerlega andstæð- ur, sem hann var Mao Tze- tung og hugmyndum hans um framkvæmd kommúnismans. Sennilega átti mestan þátt í falli hans, að hann lofaði lönd- um sínum of miklu, sem hann aldrei hafði möguleika á að standa við. Á árunum frá því Stalín féll frá og fram undir 1960 fór framleiðsla hraðvax- andi á öllum sviðum, meðal annars í landbúnaðinum og út- litið \ýrtist mjög bjart. Krús- jeff lét hrífast úr hófi af þess- ari velgengni og byggði skýja- borgir, sem aldrei hefðu feng- fð staðizt enda þótt framleiðsl- an hefði haldið áfram að auk- ast hlutfallslega jafn mikið. Hvað þá, að þær stæðust, þeg- ar hallaði undan fæti eftir 1960 og Rússar urðu þar að auki að veita meira fé til landvarna en Krúsjeff gat með nokkru móti fellt sig við. Þá hlaut það að valda Krúsjeff erfiðleikum, hversu ósættanlegar andstæð- ur fólust í öllum hans megin- stefnumfðum, bæði í utanrík- ismálum og innanríkismálum. Jafnvel afstaða hans til flokks- ins bar í sér andstæður. Ann- arsvegar vildi hann auka frelsi bæði í atvinnuvegunum og list- um og menningu. Hinsvegar þoldi hann ekki að þetta frelsi fæddi af sér gagnrýni á stjóm og flokk. Hinn 13. október var Nikita Krúsjeff staddur í sumarbústað sínum við Svartahafið, er hann fékk boð um að koma til áríð- andi fundar í framkvæmda- nefnd flokksins í Moskvu. Hann hraðaði sér til fundarins og gekk beint í gildru. Samsærið gegn honum var mjög vand- lega undirbúið og þótt hann teldi sig hafa trúnaðarmenn í öllum mikilvægustu valdastöð- um, ‘ hafði meirihluti þeirra svikfð hann, svo að hann hafði ekki minnsta grun um hvað til stóð. Og í þetta sinn var öryggislögreglan á bandi sam- særismanna. Mikhail Suslov sérfræðingur nefndarinnar í hugmyndafræðum kommúnism ans og einn helzti aðstoðar- maður Krúsjeffs, Dmitri Po- lyansky, höfðu forystu fyrir á- rásinni á hann. Krúsjeff hélt uppi vörnum eins lengi og hann gat og krafðist þess svo, að málið yrði lagt fyrir mið- stjórnina, alveg eins og 1957. En að þessu sinni höfðu and- stæðingar hans séð vi'ð honum og náð miðstjórninni á sitt band. Þar var samþykkt að leysa Krúsjeff frá embættum. Hann hafði beðið ósigur — og þó — var það ef til vill sigur? Hverjum hefði komið í hug tíu árum áður, að arftaki Stalins á valdastóli yrði sviptur völd- um með atkvæðagreiðslu í flokknum? Hva'ð þá, að hann héldi launum, íbúð og sumar- húsi og gæti lifað tiltölulega rólegu og þægilegu lifi við garðyrkju og tómstundaiðju það sem eftir væri ævinnar. Helztu heimildir: Greinar eftir Edward Crankshaw og Robert Stephens og ævisaga Krúsjeffs eftir Mark Frankland. Borgarulegt hugrekki Framhald af bls. 21 mörgum öðrum mótmælabréf- um, sem blöðin hafa hafnað. Réttarhöldin sjálf eru verð- ugt minnismerki mannlegs hug rekkis og virðingar. Þau risu hæst við varnarræ'ðu Sinyavsk ys um bókmenntir og hetjulegt nafnakall Daniels, er hann hrópaði nöfn rithöfunda og ann arra listamanna, sem týndust í fangabúðum Stalins: Mandel- shtam, Babel, Katayev og Mey- erhold, þeirra og fleiri, sem „hljóta að hafa dáið í rúmum sínum af kvefi, ef við eigum að trúa þeirri fullyrðingu, að við höfum aldrei drepið neinn“. — Réttarhöldin voru einnig þrung in áhrifum af heiðarleika og gagnkvæmu, óbilandi trausti milli vina. Eitt sinn greip Siny avsky fram í fyrir ákærandan- um, sem var að færa rök fyrir máli sinu og notaði tilvitnun í framburð Daniels. Sinyavsky sagði: „Ef hann segir þetta, hlýtur það a'ð vera satt. Eg ♦reysti honum fullkomlega". Líta verður á þetta algera traust til annars manns í Ijósi þeirrar hirtingar, sem Krús- jeff veitti mennta- og lista- mönnum í afhjúpunarræðu sinni á tuttugasta flokksþing- inu. Að sögn Héléne Peltier- Zamoyska, sem kom verkum rithöfundanna tveggja til Vesturlanda, hafði „þjóðar- stolt þeirra beðið mikinn hnekki, og þeir voru tekniir að blygðast sín fyrir land sitt, sem þóttist vera merkisberi mann- úðarsbefnu í heiminum með- an það kom á fót ómannúðlegu einræði og lét þúsundir af sak- lausu fólki, þar á meðal marga af beztu listamönnum sínurn, bíða bana fyrir byssukúlum eða deyja hægum dauðdaga i fangabúðum. „Þeir hafa því með miklum erfiðismunum orð ið að koma sér upp persónu- legu réttlætiskerfi (þeir hafna réttlætiskennd yfirvaldanna), sem þeir geti iifað o>g starfað í samræmi við. Grundvöllur þess er traust og kærleikur, — algert traust fárra einstaklinga sem stendur föstum fótum með innan þessa hrings og mun ekki bila þótt á reyni. Aðdáunarverðustu dæmi þessarar manniegu einingar er kannski að finna í þeim hluta frásagnarinnar af réttarhöldun- um, sem fjallar um framtourð vitnanna. Þau voru átta tals- ins, og aðeins eitt þeirra var vitni verjandans, því að rétt- urinn hafði dæmt önnur varn- airvitni óhæf, á sama hátt og han.n neitaði að taka til greina skriflegan fram.burð í þágu varnarinnar, sem fjórir há- skólamenn höfðu sent. (Einn þeirra sendi vottorð sitt til stjórnar Æðsta ráðsins með þessu fororði: „Mér var ekki leyft að bera vitni fyrir rétt- inum“). Það er augljóst, að sækjandinn hefur valið þau vitni, sem hann taldi líklegust til að styðja málstað hans. Þó „létu þau sig ekki“, — þ. e. greindu aðeins frá staðtreynd- um, sem engin ieið var að leggja út nema á einn veg. Enn merkilegri var hegðun þeirra fyrir réttinum. Hvert á fætur öðru lýstu vitnin því yfir, hve nánir vinir hann og hún og sak borningarnir væru, hve hlýj- an hug þau bæru hvert til ann- ars og hve líkar skoðanir þau hefðu á öilum málum: „Siny- avsky talaði nákvæmlega eins og hver annar í okkar hópi.“ Duvakin, fyrirlesari við heim- spekideild Moskvuháskóla, var eina vitnið sem fékkst kallað í varnarskyni. Hann lýsti Siny- avsky sem stúdent í snjáðum regnfrakka, er gengizt hefði undir próf hjá honum árið 1945 og vakið aðdáun og virðingu, „því að hann var betri fýrir- lesari en ég“. Hann var stöðv- aður í miðri setningu og síðar rekinn úr stöðu sinni við há- skólann fyrir framtourð sinn fyrir réttinum. Sextán mennta menn og rithöfundar sendu þeg ar í stað mótmælaskeyti til stjórnar 23. þings Kommún- istaflokksins. Allir skriifuðu þeir nöfn sín og stöðu undir skeytin. Það var aðeins ein undan- tekning frá þessari tegund hegðunar. Hér er átt við frammistöðu nóbelsverðlauna- skáldsins Mikhail Sholokovs, sem lagði til að beitt yrði við rithöfundana tvo refsingum í anda réttvísí Sovétríkjanna á árunum 1920 til 1930. Fram- burðuir hans Leiddi af sér eitt merkilegasta plaggið í sam- bandi við réttarhöldin, — bréf frá Lydiu Chukovskaya, sem sjálf er rithöfundux og dóttir mikiilsvirts rússnesks bók- menntamanns. Bréfið er stíl- að til þess félags í Rit- böfundasamtoandi Sovétríkj- anna, sem staðsett er í Rostov við Don (Stoolókov hefur náið samband við það félag), til stjórnar Rithöfund- sambands Rússneska lýðveldis- Sinyavsky með son sinn. ins, til stjórnar Rifhofundasam bands Sovétríkjanna, til nokk- u.rra blaða, t.d. Pravda, Izvest- ia og Gazette, o.g til Mikhaii Alexandrovich Sholokovs, höf- undar bókarinnar „Lygn streymir Don“. Hún tekur kafla úr ræðu hans á 23. þingi Kommúnistaflokksins, þar sem hann ræðst ekki aðeins á Daniel og Sinyavsky, heldur kveðst vera taismaður rúss- neskra bókmennta, — og segir síðan: „Þú gerir það þar með fullkxMnlega lögmætt fyrir hvern rithöfund, þar á meðal mig, að leggja dóm á ummeeli, sem þú kveðst viðhafa í nafni ökkar allra.“ DómuT hennar er ákafur og harður, — retfsing hennar er ströng: „Bókmenntirnar munu leita sinna eigin hefnda, eins og þær hefna sín ævinlega á þeim, sem bregðast þeim skyldum, er þær leggja iðkendum sínum á herðar. Þær hafa dæmt þig til verstu refsingar, sem nokkur listamaður getur orðið fyrir, — til geldingar sköpunargáfu þinnar. Og hvorki viðurkenn- ingar, fé, né verðlaun, sem þér kunna að hlotnast, heima fyr- ir eða erlendis, geta bjargað þér frá þessum dómi“. Siðferðileg vandamál á borð við þau, sem sovézkir rittoöf- undar eiga við að stríða eru sem betur fer óþekkt hjá okk- ur. Við getum aðeins vænzt þess, að við svipaðar aðstæð- ur kynnum við að hafa sama hugrekki og þeir sýna. Hand- rit þeirra og frásögnin af rétt- arhöldunum, ásamt þeirn skjöl- um, sem koma þeim við, hafa öll borizt til Vesturlanda, eftir leynilegum leiðum. Hvort tveggja hefur hert siðferðis- þrek höfundanna að semja ritin og koma þeim frá sér Frú Pelti er Zamoysika er ein þeirra, sem fyrst réttu rithöfundunum hjálparhönd við slíka starf- semi Hún kynntist Sinyavsky, er hann var stúdent í Moskvu, en þá var faðir bennar flota- málafulltrúi við franska sendi- ráðið þar. Hún þekkti líka Larissu, konu Sinyavskys, og hjónin Daniel. Sinyavsky sneri sér til hennar til að biðja um hjálp við að fá verk sin gefin út erlendis, því að hann hafði þá bjargföstu trú, að útgála sé lokastig bókmenntalegrar sköpunar, — og að hann, eins og Pasternak, sem hann dáðist svo mjög að (Daniel og Siny- avsky báru kistu hans við út- förina), hefði rétt til að gefa út verk sín erlendis, ef honum tækist ekki að finna útgefanda að þeim í heimalandi sinu. „Hann leitaði á náðir hinnar fjarlægu, næstum ólhugsandi veraldar", skrifar hún í rit- gerð sinni, Sinyavsky, — mað- urinn og rithöfundurinn, „þar sem listir og bókmenntir eru metnar að eigin verðleikum, ekki með tilliti vil þess hvert stjórnmiálalegt gagn megi af þeim hafa“. Hún gat ekki neit- að honum um þessa bón. Hann setti þó eitt skilyrði fyrir út- gáfiu verka sinna á Vesturlönd- urn, — að þau yrðu alls ekki gefin út af fyrirtæki, sem væri fjandsamlegt Sovétríkjunum. Það hefur valdið ýmsum vangaveltum, hvernig frásögn- in af réttarhöldunum náði til Vesturlanda. Þegar hún barst i hendur manna þar, þurftu þeir að taka ábyrgðarmikla ákvörð- un, — hvort birta ætti frásögn- ina. Þegar þeir voru búnir að vega og meta afleiðingarnar, einkum og sér í lagi hugsanleg áhrif og líkur fyrir náðun mannanna tveggja, þá komust þeir að þeirri niðurstöðu, að frásögnin skyldi birt í þeinri trú, að hinir ákærðu og vinir þeirra mundu óska þess, að vitn isburður þeinra kœmist til eyrna sem allra flestra manna. Að skorast undan því að birta þær hugsanir Sinyavskys og Daniels, sem komu fram í vitnisburðinum fyrir réttinum, væri að svíkja hinn frjálslynda málstað þeirra. (Úr The Listener — eftir Stuart Hood).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.