Morgunblaðið - 07.11.1967, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.11.1967, Qupperneq 32
32 MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967 Stórfelld uppbygging rússneska verzlunar- og fiskiflotans s.l. áratug stóra verksmiðjuskipinu af Zakharovgerð hleypt af stokk unum í Leningrad. >að er 530 fet að lengd og 12.600 tonn. Vorið 1963 höfðu þrjú slík skip til viðbótar bætzt í flot- ann. Rússar létu byggja í Pól- landi 11 skip af Seveirodvinsk- gerð, en þau eru 17.140 tonn að stærð, og ætluð sem móð- urskip fyrir síldveiðiflotann. Þá má geta þess, að í árs- lok 1962 áttu Rússar 3 verk- smiðjuskip (fyrir niður- suðu), hvert 12.875 tonn. Þá hafa þeiir látið smíða 5 risa- stór hvalmóðurskip, sem hvert hefur 17 hvalveiðibáta. Eitt nýjasta þessara skipa er „Sovetskaia Ukrainia", sem er 32 þúsund tonn. Þá eru Rússar að láta smíða nokkur 44 þúsund tonna verk smiðjuskip, sem munu hafa 14 veiðibáta hvert. í skýrslu bandaríska sjó- Leggur bandaríska sjó- mannasamibandið til, að Bandaríkjastjórn grípi til Alexander Ishkov RÚSSNESKIR kommúnistar geta af fáu verið jafn stoltir á hálfrar aldar afmæli bylt- ingarinnar og hinni stórstígu uppbyggingu verzlunar- og fiskiflotans. Að vísu eru Rúss ar ekki ennþá sjálfum sér nógir um fiskmeti, en verði uppbygging fiskiflotans jafn hröð og síðastliðinn áratug munu ekki líða ýkja mörg ár þar til þeir geta hafið útflutn- ing sjávarafurða. Hin mikla uppbygging rússneska fiskveiðiflotans hófst á árunuim upp úr 1950 og hefur að mestu farið fram undir handloiðslu Alexand- ers Ishkov, sjávarútvegsmála- ráðherra, sem gegnt hefur því embætti um langt árabiL fslendingar hafa fylgzt með því, hversu öflugur floti sá er orðinn, sem Rússar gera út til síldveiða í Norðurhöfum. Hafa Rússar lært mikið af Norðmönnum og íslending- um á sviði síldveiða og taka nú upp síldveiðar í hringnót og notkun kraftblakkar í æ ríkara rmæli. Eru Rússar ófeimnir við að færa sér í nyt reynslu annarra og hafa þeir m. a. sézt kvikmynda síldveiðar íslenzku og norsku skipanna. Sovétrikin hafa varið óhemju fjárfúlgum síðastlið- inn áratug til uppbyggingar fiskiflotans og Rússar stefna nú að því að ná algerum yfir- burðum á hafinu fyrir árið 1975. í því skyni er hinu risavaxna rússneska ríkis- bákni beitt. Á þetta jafnt við verzlunarfiotann og fiskveiði flotann. Rússum er fullljóst, að haf- ið býðúr upp á risavaxna möguleika til fæðuöflunar og að þar má vinna hvers kyns málma og önnur efni. Þess vegna eru flest rússnesk far- og fiskiskip útbúin til hafrannsókna. Jafnframt eru þau útbúin til njósna . Bandaríska sjómannasam- bandið hefur miklar áhyggj- ur af því, að bandarísk yfir- völd hafa horft framhjá þess- ari þróun og að Bandaríkin hafa dregizt langt aftuir úr Rússum. Hefur sambandið samið skýrslu um þessi mál og sent Bandaríkjastjórn og þingi. í þessari skýrslu má m.a. sjá, að Rússar eru taldir verja yfir 320 milljónum dollara á ári til uppbyggingar fiskiflot- ans eins. Hins vegar nýtur bandaríski fiskiflotinn nær engrar aðstoðar hins opin- bera, flest skipin eru gömul og úr sér gengin og allt of lítil. Aðeins 1.6% fiskiskip- anna var yfir 200 tonn árið 1964. í skýrslu bandaríska sjó- mannasambandsins er þessar upplýsingar að finna um rússneska flotann: í árslok 1963 var rússneski flotinn sá þriðji stærsti í heimi, miðað við fjölda skipa, næst á eftir flota Norðmanna og Japana. Á árunum frá 1955 til 1966 voru yfir 100 stórir, nýtízku- legir skuttogarar byggðir fyr- ir rússneska fiskiflotann. Þess ir stóru togarar eru um 180 fet að lengd og um 3000 tonn. Sovétstjórnin hefur látið smíða 65 skip af gerðinni „Tropik“ í Austur-Þýzkalandi og eru þau 260 fet að lengd og 2.400 tonn. Rússar hafa gert samninga við Japani um smíði fimm túnfisksverksmiðjuskipa, — hvert 5 þúsund tonn að stærð. Samið var við danska skipasmíðastöð um smíði fjög urra 2.600 tonna frystiskipa, sem eru systurskip tveggja annarra, sem þessi sama skipa smíðastöð hleypti af stokkun- um í maí 1962. Samkvæmt brezkum blaðafregnum hafa Rússar einnig samið um smíði slíkra skipa í Hollandi. Rússar gerðu samninga við Vestur-Þjóðverja um smíði átta 17 þúsund tonna verk- smiðjuskipa, sem eiga að kosta 250 milljónir dollara. Skip þessi áttu að byggjast í Kiel og afhendast árin 1965 og 1966. Verksmiðjuskipið Vladi- vostok var einnig smíðað í Kiel og var því hleypt af stokkunum í nóvember 1961. Það kostaði 16 milljónir doll- ara og má nota jáfnt til hval- veiða og fiskveiða á djúpmið- um. Armað slíkt skip átti að afhendast árið 1962. Þá hafa Rússar gert samn- ing við Svía um smíði tiu stórra frystiskipa, sem eiga að vera móðurskip fyrir rússneska togara. Hvert þess- ara skipa er 8 þúsund tonn. Árið 1961 var fyrsta risa- að Rússar hafa tvöfaldað fisk aflann á sl. 15 árum og hafi aflaaukningin verið um 350 þúsund tonn að jafnaði á ári frá 1959. Það ár hafi Rússar stefnt að því að ársaflinn nærni 5.6 milljónum tonna ár- ið 1965 og hefðu þeir farið fram úr því marki. í skýrslunni er þess getið, að á sama tíma hafi Banda- rikin orðið að flytja inn um víðtækra ráðstafana til að efla bandaríska verzlunar- og fiski flotann, því að annars muni Rússar bera þá ofurliði á haf- inu. Sjávarútvegsmálaráðherra Rússa, Alexander Ishkov, kom til fslands í opmbera heim- sókn í aprílmánuði síðastliðn- um, en sem fyrr segir hefur hann manna mest staðið fyr- ir hinni stórstígu uppbygg- 50% af þeim sjávarafurðum, sem landið þarfnaðist, m.a. frá Sovétríkjunum og öðrum J árnt j aldslöndum. I skýrslunni er gerður sam anbuirður á fiskafla Sovétríkj anna og Bandaríkjanna um nokkurt árabil, og er þar byggt á skýrslum Sameinuðu þjóðanna. Samanburðurinn er svohljóðandi: Ar 1948 1956 1959 1961 1963 1964 Sovétríkin 1.485.000 2.616.000 2.756.000 3.250.000 3.977.000 4.476.000 Bandaríkin 2.416.600 2.989.400 2.890.800 2.931.900 2.776.700 2.638.000 Rússar hafa sett sér það takmark, að ársaflinn verði Drðinn 8.5 milljónir tonna ár- ið 1970, eða þrisvar sinnum meiri en ársafli Bandaríkja- manna árið 1964 og meiri en afli Japana og Perúmanna. í skýrslu bandaríska sjó- mannasambandsins er lögð á það áherzla, að með hinni miklu fæðuöflun úr sjónum muni Sovétríkin geta reynzt Bandaríkjunum hættulegur keppinautur í hinum vanþró- uðu löndum,- þar sem hungur sé ríkjandi. Er bent á að fiski mjöl verði æ mikilvægara til manneldis og það megi auð- veldlega nota í framtíðinni til að bæta upp aðrar fæðuteg- undir. ingu á verzlunar- og fiski- flota lands síns. Á blaðamannafundi í Reykjavík lagði Ishkov áherzlu á samvinnu þjóða um verndun fiskstofna. Skýrði hann frá því, að Rússar væru nú að brjóta blað í sögu fisk- veiðanna. Sovétríkin væru nú að hefja fiskirækt í stórum stíl og leggðu á hana mikla áiherzLu. Hefðu Rússar gert áætlan- ir um byggingu risastórra fiskræktarstöðva á rnæstu fimm árum. Jafnframt hefðu þeir lagt mikla á'herzlu á rannsóknir á því, hvernig nýta megi bezt aðrar auð'Und- ir hafsins. mannasamtoandsins er skýrt frá því, að árið 1940 hafi Rússar átt 36 þúsund fisk- veiðiskip af öllum gerðum, en þau hafi verið orðin 75 þús- und talsins árið 1962 og búizt sé við að þeim fjölgi um 15 þúsund ti'l viðbótar fram til ársins 1970. Segir í skýrslunni, að hið efnahagslega umsátur á haf- inu um Bandaríkin, sem hafi hafizt með eflingu rússneska fiskveiðflotans, verði fuy- komnað þegar Rússar hafi framkvæmt áætlanir um efl- ingu verzlunarflotans. í skýrslunni kemur í Ijós,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.