Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 1
34. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974. Prentsmiðja Morgunblaðsins Rætt um eftirmann Pompidous Paris,9. febrúar — AP. MIKLAR umræður hafa spunnizt í Frakklandi um hver verði hugs- anlegur eftirmaSur George Pompidous forseta, en veikindi forsetans hafa enn á ný valdið bollaleggingum um, að hann verði að láta af embætti áður en kjörtímabil hans rennur út árið 1967. Raunar segja sumir frétta- skýrendur, að sjálfskipaðir póli- tfskir krónprinsar notfæri sér nú vægt inflúensutilfelli forsetans til þess að auka sigurlíkur sjálfra sín í næstu kosningum. Serge Maffert hjá blaðinu France Soir, sem styður Pompi- dou, nefnir Jacques Servan- Schreiber leiðtoga róttæka flokks- ins og útgefanda L'Expres, Val- ery GiscardD’Estaing efnahags- málaráðherra, Jacques Chabán Delmas fyrrum forsætisráðherra, Francois Mitterand leiðtoga sósíalista og Edgar Faure forseta þingsips sem tilvonandi fram- bjóðendur í forsetakosningum. Segir Maffert, að bjástur þeirra nú beri merki kosningaskjálfta, sem ekkert eigi þó skylt við inflú- ensuhita. Engu að síður viður- kennir hann, að heilsa Pompidous sé mikilvægur þáttur i frönsku stjórnmálalífi um þessar mundir. Heath forsætisráðherra var hylltur af stuðningsmönnum við bústaðinn í Downing-stræti, þegar hann ákvað að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Danmörk: Ekki kosningar en umdeild lausn Kaupmannahöfn 9. febrúar. Frá fréttaritara Mbl. Jörgen Harboe: NOKKUÐ ljóst er, að efnahags- vandi Danmerkur muni ekki i bráð leiða til kosninga i landinu, eftir að minnihlutastjórn Poul Hartlings náði samkomulagi við Jafnaðarmannaflokkinn um stefnuna í þeim efnum. Helztu úrræðu stjórnarinnar voru íviln- anir til handa atvinnuvegunum, skvldusparnaður, skattapólitískar ráðstafanir og samdráttur opin- berra útgjalda. Nú þegar er þjóð- þingið búið að samþykkja tillög- una um stuðning \ið atvinnulífið, og hinar tillögurnar verða sjálf- sagt samþykktar líka fyrir tilstilli einhverra hinna tíu þingflokka. Þrjár umræður þarf til að hver tillaga verði að lögum. En þrátt fvrir þetta hafa þessar tillögur þegar verið harðlega gagnrýndar af hagfræðingum og fulltrúum at vinnu veganna. A föstudagskvöld gengu danska vinnuveitendasambandið, iðnaðarráðið og félag stórkaup- manna á fund ríkisstjórnarinnar og lýstu þeirri skoðun, að efna- hagstillögurnar væru ófullnægj- andi. Tveir fyrrnefndu aðilarnir lögðu til að tillögurnar yrðu dregnar'til baka og viðræður hæfust um drög og nýjum. ,,Við óttumst, að tillögurnar muni ekki duga til að hefta sivaxandi atvinnuleysi, sérstaklega með tíl- liti til haustsins," segir i yfirlýs- ingu samtakanna. Og Jörgen Gelting, prófessor í hagfræði, sagði í útvarpsviðtali í gær: „Tillögurnar munu hafa mjög lítil áhrif. Þetta samkomu- lag um efnahagsaðgerðir mun koma svo til eingöngu niður á fólki i efri tekjuflokkum." „Hann kallaði samkomulagið útþynn- ingu á upphaflegum efnahagstil- lögum ríkisstjórnarinnar. Portisch sigraði Palma de Majorca, 9. febr. AP. LAJOS Portisch frá Ungverja- landi vann 10. einvígisskákina við Tigran Petrosian frá Sovétríkjun- um. Petrosian hefur unnið tvær skákir, en öllum öðrum skákum í einviginu hefur lyktað með jafn- tefii. Petrosian þarf aðeins að vinna eina skák til þess að sigra. Neyðarástand vofir nú yfir í Bretlandi London, 9. febrúar, NTB. AP. HÖRÐ orðaskipti Edward Heaths forsætisráðherra og Ilarold Wil- sons leiðtoga stjórnarandstöð- unnar hafa markað upphaf harðr ar kosningabaráttu í Bretlandi. Jafnframt gætir vaxandi svart- sýni um ástand og horfur í efna- hagsmáiunum cg sagt er, að neyðarástand blasi við. Heath og Wilson sökuðu hvor annan um að eiga sökina á því ástandi, sem nú rikir. Heathgagn- rýndi Wilson fyrir að hafa ekki tekið undir áskorun stjórnarinnar til námamanna um að fresta verk- fallinu fram yfir kosningarnar 28. febrúar. Wilson sakaði Heath um að reyna að skella allri skuldinni á námaverkamenn og sagði, að stjórnarstefnan hefði brugðizt. Stjórnmálamenn i Bretlandi fyrirhuga mikil ræðuhöld í næstu viku og jafnframt er ljóst, að erfiðleikarnir í efnahagsmál- unum munu aukast næstu daga. Þriggja daga vinnuvikan heldur áfram, járnbrautamenn halda áfram verkfallsaðgerðum og á miðnætti í kvöld leggst vinna námamanna niðurmeð öllu. Námamenn bjuggu sig undir allsherjarverkfall sitt í dag. Segja má, að verkfallið hafi byrjað í dag, þar sem þeir vinna ekki á laugardögum, en á miðnætti átti það að koma til framkvæmda. Fyrirsjáanlegt er, að verkfallið Beint útvarp frá martröð plötusnúðs París, 9. febrúar. NTB. HUNDRUÐ þúsunda útvarps- hlustenda fylgdust f nótt með beinni útsendingu á því, er vopn- aður maður hafði í hótunum við plötusnúð Utvarps Luxemborgar í Parfs. Maðurinn neyddi plötu- snúðinn til þess að lesa yfirlýs- ingu með harðri gagnrýni á frönsku st jórnina. Eftir fjögurra tíma þóf gafst maðurinn upp fyrir lögreglu, sem hafði umkringt byggingu útvarps- stöðvarinnar rétt hjá Champs Elysees. Maðurinn kom hlaupandi inn i mun strax hafa víðtæk áhrif og talið er að minnka verðí stálfram- leiðslu þegar í stað um 30%. Þúsundum verkamanna verður sagt upp og allir landsmenn munu finna fyrir áhrifum verkfallsins. Áskorun Heaths til námamanna um að fresta verkfallinu fram yfir kosningar var felld i stjórn félags þeirra með 20 atkvæðum gegn sex. Joe Gormley formaður félagsins kvaðst sjálfur hafa greitt atkvæði með því, að verk- fallinu yrði frestað. Heath forsætisráðherra og tals- menn iðnaðarins hafa margoft sagt, að alger vinnustöðvun í námunum mundi hafa hörmu- legar afleiðingar fyrir iðnaðinn í Bretlandi. Sagt er, að stálframleiðslan stöðvist alveg eftir sex vikur, milljónir missi atvinnuna og hundruð fyrirtækja verði gjald- þrota. Um 70% raforku Breta koma frá orkuverum, sem eru knúin með kolum. bygginguna um miðnætti og veif- aði skammbyssu og hand- sprengju. Hann tók kvenritara i gíslingu, en sleppti honum eftir hálftima og lokaði sig síðan inni i upptökusal með plötusnúð, sem var í miðri beinni útsendingu. Plötusnúðurinn hélt, að maður- inn væri að grínast, þegar hann krafðist þess, að hann læsi póli- tíska yfirlýsingu en skipti um skoðun, þegar hann skaut kúlu rétt fram hjá höfði hans. Auk plötusnúðsins var starfsstúlka og tæknimaður í upptökusalnum. Framhald á bls. 47 Enoeh Powell Powell, Crossman og Sandys ekki í kiöri London, 9. febrúar. AP. ENOCH Powell, Richard Cross- mann og Duncan Sandvs verða meðal margra kunnra brezkra þingmanna, sem verða ekki í framboði í þingkosningunum síðar 1 þessum mánuði. Þeir munu þó ekki allir hætta stjórnmálaafskiptum, til dæmis ekki Powell, sem er enn talinn koma til greina sem forsætis- ráðherra síðar. Powell kveðst ekki vilja taka þátt í kosninga- baráttu undir forystu Edwards Heaths, sem hann hefur gagn- rýnt í fjögur ár. Alls hætta 57 þingmenn þing- mennsku, en ýmsir þeirra verða aðlaðir og halda áfram stjórnmálaafskiptum i lávarða- dei ldinni. Sandys, sem nú dregur sig í hlé, var tengdasonur Sir Win- stons Churchills. Sem nýlendu- ráðherra samdi hann um sjálf- stæði margra nýlendna i Afríku á árunum eftir 1960. Um skeið kom hann til greina sem eftir- maðurHarold Macmillans. Crossman hefur verið einn kunnasti menntamaðurinn í forystuliði Verkamannaflokkg- ins. Hann átti sæti i stjórn Harold Wilsons 1964—70 og var ritstjóri tímaritsins New States- man. Ernest Marples dregur. sig einnig i hlé. Hann var sam- gönguráðherra 1959—64 og stóð fyrir þjóðvegaáætlun, sem var mjög umdeild og leiddi til baráttu fyrir því, að hann segði af sér. Colin („MadMitch") Mitchell ofurstu, sem barðist i Aden, lætur nú af þingmennsku, þar sem hann hefur sigrað í baráttu sinni fyrir því, að herdeíld hans. The Argyll and Suther- land Highlanders, verði ekki lögð niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.