Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
11
'#IWI!
„Ætlarðu í nám í sjómennsku?"
„Já, ég ætla í vélskólann á ísa-
firði næsta vetur.“
„Fara margir Isfirðingar til
annarra verstöðva á vetrum?"
„Það eru a.m.k. einir 12 hérna í
Keflavík.“
„Nokkrir öruggir frídagar í sjó-
mennskunni?"
„Varla, ef við erum fimm daga
úti fáum við sólarhings löndunar-
frí, en svo koma brælurnar einnig
með sina frídaga."
22 ára útgerðarmaður
og vélstjóri
Það var slangur af bátum inni í
Sandgerðishöfn og við brugðum
okkur um borð i einn þeirra, Haf-
ölduna, þar sem netatrossurnar
lágu svo fínt niðursettar á þilfarið
að það var eins og gamalgrónar
hannyrðakonur hefðu verið að
verki, en sjómennirnir vita líka
hvað það þýðir að hafa veiðar-
færin klár þegar á reynir. Hver
hlutur úm borð þarf að vera klár.
Um borð hittum við Ægi Frí-
mannsson vélstjóra og annan út-
gerðarmann bátsins. Hann, ásamt
bróður sínum Þórhalli, keypti
bátinn frá Eskifirði eftir áramót
og ætluðu þeir að leggja nétin s.I.
fimmtudag. Ægir er 22 ára
gamall, en Þórhallur 32 ára og er
hann skipstjóri. Hafaldan SU 155
á að fá nafnið Þorkell Arnason
GK 262, væntanlega. Hafaidan er
tveggja ára gamall bátur, 65 tonn,
smíðaður á Neskaupstað og
kostaði þá bræður 26 millj. kr.
„Við verðum með sex trossur í
fyrstu lögn,“ sagði Ægir, „en
erum þó ennþá aðeins 7 á. Það
vantar 1—3 í viðbót.“
„Hefur þú verið lengi á sjó?“
„Eg hef verið á sjó síðan ég var
15 ára, en í þrjú ár hef ég verið
vélstjóri. Við áttum annan bát á
undan þessum, 30 tonn að stærð.
Þetta hefur gengið sæmilega, en
það kostar mikla vinnu og er
bindandi."
Ogá bryggjunum bfðaþær oft
og tfðum, blessaðar.
„Svo höldum við hafnar til
og heilsum með gleðibrag.
Þeim lífsglöðu meyjum,
sem löngum við þreyjum
og létta okkur strangan dag.“
(Asi i Bæ).
„Hvað finnst þér erfiðast i út-
gerðinni?“
„Þetta hefur yfirleitt allt geng-
ið vel. Vandamálin hafa verið
leyst hvort sem er á verklega eða
fjárhagslega sviðinu."
„Hvað eru margir bátar hér i
Sandgerði?"
„Það eru 40—50 bátar hér i
vetur og ætli helmingur þeirra sé
ekki skráður hér.“
„Það er erfitt að manna
bátana."
„Já, það er frekar erfitt að
manna á minni bátana. Kjörin eru
ekki nógu góð miðað við það, sem
menn hafa í landi. Þetta er
svo mikil vinna á sjónum
miðað við landvinnuna. Á
sjónum er oft unnið allan
sólarhringinn miðað við fast-
an vinnutíma í landi og samt
sem áður er sama upp úr þvi að
hafa þegar til lengdar lætur.“
Ægir sagði, að þeir hefðu vana
menn, aðeins einn óvanan og öll
skipshöfnin er frá Sandgerði og
nágrenni.
Hann kvað ágætt að gera út frá
Sandgerði, en höfnin væri fremur
léleg og leiðinleg. „Þegar við átt-
um litla bátinn" sagði hann, „urð-
um við oft að vera dögum saman
um borð að gæta hans í óveðrum,
en þess þurfum við ekki eins með
þennan nýja bát.“
„Hvernig leggst vertíðin í þig?“
„Hún leggst vel i mig, en það
verður hrikalegt ástand ef það
kemur til vekfalla. Maður vonar
bara, að það verði samið áður, því
það þarf að fiskast vel á þessari
vertíð ef við eigum að geta staðið
við allar okkar skuldbindingar.
Það kostar t.d. um 300 þús. kr. að
þinglýsa bátnum. Það opinbera er
víða með puttana."
-á.j.
t spaklegri ró f Sandgerðishöfn. Ljósmyndir Mbl. A. J.
Nýkomnir
hljóðkútar
og púströr
í eftirtaldar bifreiÖir
Bedford vörubila hljóðkútar og pústror
Bronco hljóðkútar og púströr.
Chervolet vörubíla
Chervolet fólksblla hljóðkútar og púströr.
Dodge fólksbila hljóðkútar og púströr.
D.K.W. fólksbila hljóðkútar og púströr.
Fiat fólksbíla hljóðkútar og púströr.
Ford Amerískur fölksbila hljóðkútar og púströr.
Ford Anglia og Prefect hljóðkútar og púströr.
Ford Consul 1955—62 hljóðkútar og púströr.
Ford Consul Cortina
Ford Zephyr og Zodiac
Ford Taunus 1 2M, 1 5WI og 1 7M .... hljóðkútar og púströr.
Ford F100 sendiferðabíla 6 og 8 cyl. hljóðkútar og púströr.
Ford vörubila F500 & F600 . hljóðkútar og púströr.
Ferguson eldri gerðir
Gloria
Hillmann og Commer fólksb. og sendiferðab. hljóðkútar og púströr.
Austin Gipsy jeppi hljóðkútar og púströr.
Intemational Scaut jeppi hljóðkútar og púströr.
Rússa jeppi Gas 69
Willys jeppi hljóðkútar og púströr.
Landrover bensin og disel hljóðkútar og púströr.
Mercedes Bens fólksb. 180—190— -200—220—250 hljóðkútar
og púströr.
Mercedes Bens vörubíla
Moskwitch fólksbila
Opel Rekord og Caravan hljóðkútar og púströr.
Opel Kadett
Opel Kapitan
Rambler American og Classic hljóðkútar og púströr.
Renault R4, R8, R10
Saab 99
Scania Vabis hljóðkútar með flönsum.
Simca 1000
Skoda fólksbíla og station hljóðkútar og púströr.
Taunus Transit
Toyota fólksb. og station hljóðkútar og púströr.
Vauxhall fólksblla hljóðkútar og púströr.
Volga fólksbíla hljóðkútar og púströr.
Volvo fólksbíla hljóðkútar og púströr.
Volvo vörubíla
Mjög hagstætt verð.
Setjum pústkerfi undirbíla.
Sendum í póstkröfu um land allt.
BÍLABÚDIN FJÖÐRIN H.F.
Skeifunni 2,
simi 82944.
Knattspyrnubiálfarar
K.S.Í. hefur verið beðið um að útvega þjálfara til starfa
úti á landi á sumri komanda. Þeir sem áhuga hafa eru
beðnir að hafa samband við skrifstofu Knattspyrnu-
sambandsins, sími 84444, milli kl. 1 3 og 1 6.
Knattspyrnusamband íslands.
Oplð irá 1 - 61 dag:
Til sðlu 5 herb. ibúð
við Þverbrekku (háhýsl
Nokkrar 5 og 6 herb. íbúðir í Reykjavík og Kópavogi.
4ra herb. íbúð við Ferjuvog, kjallari.
4ra herb. íbúð við Kleppsveg.
3ja herb. íbúð við Kárastíg, Bólstaðarhlíð, Grettisgötu og
Hraunbæ.
2ja herb. íbúð við Vífilsgötu, kjallari.
2ja herb. íbúð við Njálsgötu, kjallari.
2ja herb. íbúð við Njálsgötu, ris.
Ennfremur einbýlishús og raðhús.
Fasteignasala Péturs Axels Jónssonar,
Oldugötu 8.
Sími 13324
Kvöldsimi 86683.