Morgunblaðið - 10.02.1974, Síða 13

Morgunblaðið - 10.02.1974, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 13 mitt þess konar persóna, sem auð- velt er að segja frá, svo í minni festist. Þáttur er þarna af Torfa í Ólafsdal og annar af Sigurði búnaðarmálastjóra sem báðir voru meðal áhugasömustu nýjunga- manna í islenskum landbúnaði, hvor á sinni öldinni. Til samræm- is við það þykir mér vanta þarna einhvern hinna miklu forvigis- manna í sjávarútvegi á sama tíma (auk Markúsar Bjarnasonar, skólastjóra Stýrimannaskólans, sem getið er i sérstökum þætti), Pétur Thorsteinsson, Geir Zoega eða Thor Jensen, svo dæmi séu nefnd. Allir voru þeir að sínu leyti eins áhrifamiklir í islenskri atvinnusögu og til að mynda Torfi í Ölafsdal og Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri að báðum þeim ágætu mönnum ólöstuðum, eða Tryggva Gunnarssyni, sem óneitanlega markaði minnisstæð spor i sögu islensks athafnalífs fyrir og um aldamótin, en um hann er lika þáttur í bókinni. En hér er auðvitað um sams konar athugasemd að ræða og gera má við hvert einasta rit af þessu tagi, væri spurt, hver víkja skyldi fyrir þeim, sem vantar, tæki málið að vandast. Oft hefur verið bent á, þegar rætt hefur verið um íslenskar barna-og ungíingabókmenntir, að þær séu einhæfar; einskorðist við samning og þýðing sagna, meðan bækur vanti um öll önnur áhuga- svið ungs fólk. Er það að nokkru leyti afsakanlegt. Það lögmál gild- ir víðar en hér, að ekki tjóir að gefa ut bök, nema líkur séu til, að hún seljist. Þvi verður — þegar hér er gefin út bók ætluð börnum eða unglingum — að treysta á Framhald á bls. 45 LJOÐ UM AST OG SAGA UM DJÖFLA Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Hrafn Gunnlaugsson: Ástarljóð. Helgafell 1973. — Hrafn Gunnlaugsson: Djöflarn- ir. Almenna bókafélagið 1973. L] A síðastliðnu ári komu út tvær bækur eftir Hrafn Gunnlaugsson, ljóðabókin Ástarljóð og skáldsag- an Djöflarnir. Hrafn Gunnlaugs- son er lesendum Morgunblaðsins að góðu kunnur fyrir Stokkhólms- pistla sína og aðdáendur Matt- hildar eru honum þakklátir fyrir fjörlega útvarpsþætti. Leikrit eft- ir Hrafn hefur verið leikið í sjón- varpi og þegar þetta er ritað er verið að flytja sögu hansumMorð bréf Margeirs K. Laxdals að nokkru i formi útvarpsleikrits. Af þessu má ráða, að Hrafn Gunn- laugsson er einn þeirra ungu manna, sem líklegir eru til að láta að sér kveða í framtiðinni. Það er einkenni ljóða Hrafns Gunnlaugssonar, að hann reynir ekki að dyljast bak við þau, sveipa sig einhverjum annarlegum hjúpi. Ilann er opinskár, ekkert hræddur við að vera hann sjálfur. 1 fyrsta kafla Ástarljóða, 1 skóla, eru nokkur ástarljóð, játningar skólasveins, sem með hispursleysi sínu vekja tiltrú lesandans. Fyrsta ljóð bókarinnar nefnist Að roðna og er svona í látleysi sinu og innileik: ég ætla að yrka ljóð um þessa stelpu um hár hennar eins og laufið <tg augun sem fuðra af þrá um veikleika hennar um líkama hennar um viðkvæmni okkar um allt sem varðar hana og mig og þennan fordómafulla heim því þegar ég hef lokið við þetta 1 jóð þá sýni ég henni það og bið hana að sofa hjá mér I ljóðinu Sláttur og sút kynn- umst við ungum ma'nni, sem er „alltaf jafn sjálfumglaður. /I hag- stæðum jakka og burstuðum skóm / með slangur af bröndur- Hrafn G unnlaugsson. um upp á vasann". Það, sem kem- ur honum í opna skjöldu, er stúlka á götunni. Hann verður „allt í einu álappalegur njóli" og kinkar .Jlóttalega kolli", flýtir Söngvar frá Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON Einsöngur: Margit Tuure- Laurila. Píanóleikari: Meri Louhos. []Um aldamótin voru flestir nýir söngvar, sungnir hér á landi norr- ænir að uppruna. Svo mjög voru þessir söngvar í meirihluta, að tsl. tónlistarmönnum þótti sumum ástæða til að sporna við fótum, svo sérkenni ísl. tónlistar yrðu ekki þurkuð út, af hinni svoköll- uðu dönsk-þýzku rómantík. Þau sér siðan „niður asnalega göt- una". Lýsing götunnar er I sama anda og upphafslina ljóðsins: „Heimskir góna búðargluggarnir út i sumarið". I Janúar er því lýst, hvernig „mjöllin hrynur / eins og flasa yfir axlir húsanna". Övænt- ar líkingar, nútimalegt orðfæri setja svip sinn á þessi ljóð. Það eru ekki einungis ástarljóðin, sem bera því vitni. Þörf skáldsins fyr- 'r að sýna hlutina eins og þeir eru, afklæða þá prjáli sínu er ákaflega sterk og upprunaleg. Þótt skáldinu takist misjafnlega að orða hugsanir sínar, skila heil- legu ljóði, er ferskleiki ljóðanna mikils virði. Auðvelt er að benda á klaufalegt orðalag, ýmislegt, sem vel hefði mátt lagfæra. En þegar á allt er litið njóta ljóðin þess, hve æskuleg þau eru. Skáld, semyrkirjafn athyglisverð ljóðog Að roðna, Páskar, Matsölustaður í Stokkhólmi, Brot, Baudelaire og Flugan, er ekki óráðið lengur. Af slíkú skáldi má nokkurs vænta. 1 löngum ljóðum eins og Formála og Gdansk hættir Hrafni til að verða skrafhreifinn um of. Eins og fleiri þarf hann að vara sig á Framhald á bls. 45 Finnlandi lög norræn, sem náðu að festa rætur hér á landi, voru aðallega einfaldari tónsmíðar, þ.e. ættjarðarlög og réði þýðing texta miklu um rótfestu þeirra. Eins duglegir og tónlistarmenn og skáld voru við útbreiðslu norrænnar tónlistar, um og eftir aldamótin, hefur samtíð okkar verið löt og hefur samtíð okkar verið löt og reyndar verið fremur fáskiptin um norræna tónlist yfirleitt. Ein- hverju valda erfiðleikar varðandi útgáfu nótnabóka nú til dags, sem að þvf er bezt verður séð, ef miðað er við fjölda útgefinna nótna- bóka, hefur ekki verið vandamál áður fyrr. Finnlandsvinafélagið Suomi ætti að athuga og þá í samvinnu við önnur norræn vina- Framhald á bls. 45 Sumardagar í Stóradal Bókmenntir eftir SIG. HAUK GUÐJÓNSSON Hugrún: Sumardagar í Stóra- dal. Myndir: Gísli Rúnar Jóns- son. Útgefandi: Bókamiðstöð- in. Prentverk Kópavogs. □ Fyrir nokkrum árum var sag- an lesin í útvarpið, börnum, og henni tekið það vel, að t.þ.a. verða við óskum vina hennar er hún hér birt. Sögusviðið er sumar i sveit. 12 ára snáði úr borginni, Maggi, hefir vistazt í Stóra- dal, hittir þar jafnaldra sinn, Munda, og systkini hans Jonna og Asu. Maggi stendur fyrir framan margar gátur í sveitinni og meðán þekking hans er ekki takt- stíg við þekkingu systkinanna í Stóradal, kallar slikt á storkun til athafna, er börnin hefðu varla látið sér annars detta í hug. 1 fyrstu telur lesandinn Magga hálfgerðan pjakk, en síðar leiðir höfundurinn tilþess skilnings, að Maggi er aðeins litill strákur sem hrjeddur er við að vera álitinn smár. Hræddastur þó við álit krakkanna i Stóradal. Hann leitar því að sönnunargögnum i brjósti sér, svo að þau sjái, hver kappi hann er. Höfundi þykir vænt um strák- inn, því lætur hann fífldjarfa leiki (hellisklifið og svaml- ið í ánni) enda á far- sælan hátt, gæðir uppátæk- in yl kímninnar. Höfundur reyn- ir líka að fræða um gamla trú þjóðarinnar (fjársjóðurinn i hólnum og kaflinn „Brekkusnígill rektu út horn"), þanmg að um leið og þú lest, kynnist þú þeirri arfleifð, er þú ert sþrottinn úr. Ilöfundur kann vel að segja frá, hefir vald á máli og glöggt auga fyrir aðalatriðum í þráðinn. Þetta er því skemmtileg bók, bo'k, sem greinir frá sigri góðleikans í orrustu við hroka og pjakkshátt. Myndir eru ekki að minum smekk, stundum er ósamræmi milli texta höfundar og þeirra (bls. 51 og mynd á siðu 52). Próförk er illa lesin, villur of margaf. Það er óafsakanlegt hve hroðvirknir margir prófarka- lesararnir eru. Dæmi: Á bls. 43 er verið að ræða um 4 börn og þar stendur: „Þeir hentu sér í eina kös niður í djúpan skorning, og ríghéldu hvort utan um annað." Prentun þokkaleg en prent- svertan ójöfn. Þrátt fyrir þetta eiguleg bók, ungum holl lesning. Nordmannslaget Nordmannslaget Námskelð I norsku Námskeið í norsku verður haldið í Norræna húsinu, ef næg þátttaka fæst, og hefst þ. 18. febr. n k. Kennari verður norski sendikennarinn frk. Ingeborg Donali. Allar nánari upplýsingar veittar hjá frú Else Aass, sími 25096. Stjórnin. 43000 er númerið á vinningsmiða fyrir Simca bifreið í jólahapp- drætti voru. Miðinn var seldur í nóvember úr happ- drættisbílnum í Bankastræti. Eigandi þessa miða er beðinn að framvísa honum strax í skrifstofu félagsins og taka jafnframt á móti vinningnum. Happdrætti Krabbameinsfélagsins. TIL SÖLU simi 10-2-2-0 4ra herbergja íbúð á 3. hæð við Holtsgötu í fjórbýlishúsi. íbúðin er rúmgóð og í góðu standi. Hún selst með góðum kjörum og er laus til íbúðar. Sér hiti. Rishæð í Hlíðahverfi, þrjú herbergi og eldhús með svölum. Sér hiti. Góð íbúð. íbúðir af flestum stærðum. Okkur vantar í sölu eignir af öllum gerðum. Sölustjóri Kristín Káradóttir. Sími 10-2-20. Kvöldsími 25907. Kaupendaþjónustan— Þingholtsstræti 15. JÁRNSMIÐIR Óskum eftir að ráða nokkra járnsmiði. Vélsmidja ORMS & VÍGLUNDARsf. LÁGMÚLA 9 SÍMI 86199 REYKJAVIK Nauöungaruppboð 2 og síðasta uppboð á Njarðvíkurbraut 1 1, Innri-Njarð- vík, eign Reynis Arnar Leóssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 1 4. febrúar 1 974 kl. 1 4.00. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu, Alfreð Gíslason. I I ® Notaðir bílar til söl u < LA*a- -*OVi V.W. 1200 '64, '68, '69. V W. 1 300 '66, '67, '70, '71, '72, '73. V.W. 1302 '71, '72. V.W. 1303 '73. V.W. fastback '66, '71, '72. V.W. variant '69, '70, '72. V.W. sendiferðabíll '69, '71 V.W. micro bus '71. Landrover benzin '62, '66 Landrover diesel '62, '63, '65, '71. Hillman station '67. Cortina '70. Moskvich '70. Austin Mini '73. Fiat 1 27 '74. Ekinn 2000 HEKLA hf laugavegi 170—172 — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.