Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 22,00 kr. eintakið.
Mikill kengur er kom-
inn í viðskipti okkar
við Sovétríkin og taka þeir
erfiðleikar til allra helztu
útflutningsafurða okkar,
sem seldar hafa verið þang-
að á undanförnum árum.
Nýlega eru komnir heim
frá Moskvu samninga-
menn, sem reyndu að
semja við Sovétmenn um
sölu á frystum fiski þang-
að. Á sl. ári keyptu Sovét-
ríkin um 16 þúsund lestir
af frystum fiski. í samn-
ingaviðræðunum nú kom í
ljós, að Sovétmenn höfðu
vissulega áhuga á að kaupa
af okkur frystan fisk en
hins vegar voru þeir ekki
reiðubúnir til að greiða
eðlilegt verð fyrir fiskinn
heldur buðu verð, sem er
langt fyrir neðan heims-
markaðsverð. Þess vegna
varð ekki af samningum og
eru nú taldar litlar horfur
á sölu freðfisks til Sovét-
rfkjanna í ár.
Þetia er því miður ekki
eina tilvikið um erfiðleika
á sölum til Sovétríkjanna.
Fulltrúar frá Sölustofnun
lagmetisiðju hafa verið í
Moskvu til þess að reyna að
selja þar lagmeti en það er
sama sagan og með freð-
fiskinn, að Sovétmenn vilja
ekki greiða það verð fyrir
lagmetið, sem íslenzkir
framleiðendur þurfa að fá.
Þess vegna hafa samningar
ekki tekizt. Þá hefur Sam-
band ísl. samvinnufélaga
unnið að því að fá nýja
samninga um sölu á ullar-
vörum til Sovétríkjanna,
en sagan endurtekur sig.
Rússar eru tilbúnir til að
kaupa en verðið, sem þeir
bjóða, er svo lágt, að varan
yrði framleidd með stór-
felldu tapi.
En það er ekki aðeins í
útflutningi okkar til Sovét-
ríkjanna, sem erfiðleikarn-
ir koma fram. Verulegar
vanefndir hafa orðið af
hálfu Sovétmanna á af-
greiðslu olíu til íslands, en
sem kunnugt er, höfum við
keypt nær alla olíu frá
Sovétríkjunum um langt
árgbil. Vegna afgreiðslu-
svika hafa íslenzku olíu-
félögin orðið að kaupa tals-
vert magn af olíu frá
Vesturlöndum.
Nú vaknar sú spurning
hvað valdi þessum keng i
viðskiptum okkar við
Sovétríkin. Á því virðist
nærtæk skýring: Um þess-
ar mundir standa yfir mikl-
ar umræður hér á landi um
framtíðarskipan varnar-
málanna. Augljóst er, að
Sovétrfkin eiga hér ríkra
hagsmuna að gæta og að
það yrði þeim í hag, ef
varnarliðið hyrfi frá fs-
landi og Keflavíkurstöð-
inni yrði lokað. Ástæða er
til að ætla, að með framan-
greindum aðgerðum geri
Sovétríkin tilraun til að
beita íslendinga viðskipta-
legum þvingunum í því
skyni að fá vilja sínum
framgengt í varnarmál-
unum. Það er augljóst t.d.,
að það magn, sem við kaup-
um af olíu frá Sovétríkj-
unum, er svo lítið, að
óhugsandi er, að þeir eigi í
nokkrum erfiðleikum með
að afgreiða það hingað. Frá
Bandaríkjunum berast
fregnir um, að Sovétríkin
hóti að setja Island í olíu-
bann, í sambandi við varn-
armálin. Engin staðfesting
hefur fengizt á þeirri frétt
og hún hefur verið borin til
baka af íslenzkum stjórn-
völdum. Sh'kar fréttir fást
heldur aldrei staðfestar af
stjórnvöldum.
Fyrir nokkrum vikum
fóru hér fram viðræður
milli íslendinga og Pól-
verja um kaup á loðnu-
mjöli. Þessar viðræður
þóttu hinar furðulegustu
af hálfu Pólverja en i þeim
viðræðum endurtók sig
sama sagan og í viðræðum
við Sovétríkin. Pólverjar
buðu svo lágt verð, að
samningar náðust ekki,
enda tilboð þeirra langt
undir heimsmarkaðsverði
og vitað, að þeir keyptu
loðnumjöl um svipað leyti í
Noregi fyrir miklu hærra
verð. Þvi hefur verið hald-
ið fram, að Sovétríkin hafi
haft áhrif á Pólverja í
þessu efni. Um það verður
ekkert fullyrt og það fæst
aldrei staðfest. En það er
einkennileg tilviljun, svo
að ekki sé meira sagt, að
slíkir erfiðleikar skuli nú
koma upp í viðskiptum
okkar við hin sósíalísku
lönd.
Viðskiptalegar þvinganir
eru alþekkt ráð stórvelda í
viðureign við smáríki. Eng-
inn vafi leikur á því, að
talsverðir erfiðleikar geta
skapazt í atvinnulífi okkar
vegna afstöðu Sovétmanna
og Pólverja. En afstaða
þeirra, í viðskiptasamning-
um nú ætti að sannfæra
okkur um, að ekki megum
við gerast of háðir þessum
ríkjum í viðskiptum. Nú er-
um við mjög háðir Sovét-
ríkjunum um olfuviðskipti.
Við vitum ekkert hvort við
getum fengið keypta næga
olíu á Vesturlöndum í
þeirri olíukreppu, sem þar
rfkir nú, ef Sovétríkin
setja á okkur verulega
þumalskrúfu. í því sam-
bandi er vert að vekja at-
hygli á þingsályktunartil-
lögu, sem tveir af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, þeir Matthías Á.
Mathiesen og Geir Hall-
grímsson hafa flutt um at-
hugun á olíukaupum frá
Noregi. Norðmenn auka
stöðugt olíuframleiðslu
sína og ljóst er, að eftir
nokkur ár geta þeir annað
eftirspurn frá Norðurlönd-
unum öllum. Sú reynsla,
sem við höfum haft af við-
skiptum við Sovétríkin síð-
ustu vikur gefur vissulega
tilefni til, að þessi tillaga
um olfukaup frá Norð-
mönnum verði tekin til al-
varlegrar athugunar.
VIÐSKIPTALEGAR
ÞVINGANIR?
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 9. febr.
Einar Baldvin
látinn
Einn virtasti liisfrædinfiur
lundsins, Einar Baldvin
Gufimundsson, er látinn. Ilann
var sómi stéttar sinnar, vinsæll
inaðui', en hlédræf'ur. farsæll í
störfum ojí haföi til ad hera þaö,
sem hezt er í fari Kóðs liifí-
fræðiníís, rökvísi, fióðvíld og sátt-
fýsi. Hann var því einn af
oddvitum stéttar sinnar. Til hans
var oft leitail, þegar greiöa þurfti
úr erfiðum ágreiningsefnuin,
enda var hann læróur vel og átti
að haki sér mikla reynslu.
Þó aó Einar Baldvin Guðmunds-
son væri heldur afskiptalítill um
annarra hagi. var hann skoðana-
fastur og ákveðinn, ef á reyndi.
Vegna mannkosta hans var sótzt
eftir honum í vandasöm störf, en
ekki verður það rifjað upp hér.
Aftur á móti er ástæða til að geta
þess, að Einar Baldvin
Guðmundsson var stjórnarfor-
maður Eimskipafélags Islands
undanfarna tvo áratugi og óx
hann mjög af því starfi. Undir
forystu hans og samstarfsmanna
hans hefur Eimskipafélagið eflzt
jafnt og þétt á undariförnum ár-
um og má segja. að þau hafi verið
mestu framfaraár í sögu þessa
merka félags. En stofnun þess og
starfsemi er liður í sjálfstæðishar-
áttu íslenzku þjóðarinnar, eins og
kunnugt er. Ahugi Einars Bald-
vins á vexti og viðgangi Eimskipa-
félagsins leyndi sérekki, enda fór
hann ekki dult með umhyggju
sína fyrir félaginu. Velferð þess
var honum gleðiauki, og er
ástæða til að óska félaginu, nú við
fráfall hans, að áfram verði hald-
ið á þeirri hráut, sem hann og
forystumenn þe'ss hafa markað,
landi og þjóð til heilla og far-
sældar.
Stofnun Eimskipafélags Islands
•var hugsjónamál allrar þjóðar-
innar. Einars Baidvins
Guðmundssonar verður ekki bet-
iu' minnzt en á þann hátt að gera
miklar kröfur til félagsins, jafn-
framt því sem hlúð verði að starf-
semi þess og því gert kleift að
sinna mikilvægu hlutverki sínu í
heilhrigðri og frjálsri samkeppni.
Einar Baldvin Guðmundsson
var góður Morgunhlaðsmaður,
eins og kallað er. Hann vildi veg
blaðsins sem mestan, en var jafn-
framt kröfuharður og aðhalds-
sainur, kunni að greina hismi frá
kjarna og gladdist yfir því efni,
sem hann taldi tnáli.skipta og eiga
erindi við almenning. Hann var
hollráður lögfræðingur stjórn-
endum hlaðsins og fyrir starf
hans í þágu þess er honum nú
þakkað að leiðarlokum.
Merkilegt
afmæli
Ekki alls fyrir löngu hélt elzta
daghlað heims, Berlingske
Tidende, upp á 225 ára afmæli
sitt. Þetta danska stórblað er ís-
lendingum að góðu kunnugt, þó
að ekki hafi ávallt farið saman
hugsjónir íslendinga og afstaða
hlaðsins. En Berlingur er virt
hlað vfða um slóðir, enda hefur
því verið stjórnað af mætum
mönnum, framsýnum athafna-
mönnum og góðum biaðamönn-
um. Terkel M. Terkelsen hefur
um langt árahil verið ritstjóri
Berlingatíðinda, íslandsvinur
ágætur, hefur oft komið til lands-
ins og skrifað margar merkar
greinar í blað sitt um land okkar
og þjóð. Hann hefur nú Iátið af
störfum, en er stjörnarformaður
útgáfustjórnar hlaðsins. Nýir
menn, ungir og dugandi, hafa
tekið við ritstjórn |x>ss og er þess
að vænta, að það haldi velli í
skefjalausri haráttu við alls kyns
yfirhorðsleg æsingablöð, sem
gefin eru út í Danmörku eins og
öðrum löndum. Góð, réttsýn, opin,
en skoðanaföst dagblöð eru
hyrningarsteinar frelsis og Ivð-
ræðis í hverju landi. Af hlöðunum
má marka eðli lýðræðis í við-
komandi landi, og er Berlingur
góður fulltrúi og hrjóstvörn ein-
stakli ngsfrelsis og lýðræðis i Dan-
mörku. Illutverk þess hefur því
verið mikið og enginn vafi á því,
að áhríf þess hafa horft til heilla,
enda þ<>tt hlaðið hafi ekki ávallt
sýnt íslendingum þann skilning,
sem þeir hafa ætlazt til og er
skemmst að minnast þess, að
heldur var það okkur þungt f
skauti i handritamálinu. En það
er liðin saga og ástæðulaust að
rifja hana upp á þessu merka
afmæli blaðsins. Hins má geta, að
í tilefni af afmæli Berlingatiðinda
hefur útgáfust jórnm gefið út
merka hók um hlaðamennsku,
Avisen mellem fortid og fremtid.
I riti þessu eru margar athyglis-
verðar greinar, þ.á m. eftir Terkel
M. Terkelsen, sem á augsýnilega
erfitt með að segja alveg skilið við
hlaðamannínn í hrjósti sínu,enda
er það reynsla þeirra, sem lengi
hafastarfað að blaðamennsku.
Bylting hins
þögla meirihluta
I þessu afmælisriti Berlingatíð-
inda er m.a. grein eftir ritstjóra
Sunnudagshlaðs þess, Henning
Fonsmark, sem hefur á undan-
förnum árum verið einn helzti
merkisheri hókmennta og menn-
ingar i opinberu lífi Dana þrátt
fyrir ungan aldur. Grein hans
fjallar um menningarpólitík eftir-
Auglýsing í ein
stríðsáranna og er hin fróðlegasta
fyrir margra hluta sakir. Einkum
vekur hún athygli vegna þess,
hvernig Fonsmark færir rök að
þvf, að vinstri menn i Danmörku