Morgunblaðið - 10.02.1974, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974
TÍZKAN
SÍKKAR
TÍZKUSÝNINGAR hafa
verið hjá ýmsum helztu
tízkufyrirtækjum í
París, Rómaborg og víð-
ar og kom þá ,í ljós, að
flest fyrirtækin hafa
fært pilsfaldinn niður,
og er sfddin sögð ósköp
áþekk því, sem var upp
úr stríðslokum. Aftur á
móti eru fötin sögð
þægilegri og vandaðri
en fatnaður var þá, svo
sem eðlilegt er.
I París virðist tízku-
sýning Diors hafa vakið
hvað mesta athygli en
þar er aðalstjórnandi
Marc Bohan. Ekki hefur
kveðið mikið að Diorföt-
um á allra síðustu árum,
en þess meira verið
hampað klæðnaði frá
Courreges og Saint
Laurent. Nú segja sér-
fróðir menn, að Dior
hafi slegið í gegn að
nýju. Sú tilraun tízku-
hússins að síkka pilsin
að mun mæltist ágæt-
lega fyrir. Blússur eru
víðari og hafa léttari
svip og yfirleitt eru föt-
in hvergi látin þrengja
að lfkamanum.
Stúlkurnar til hægri sýna hér kjóla frá italska fyrirtækinu Biki og er hugmyndin innblásin af itölskum
þjóðbúningum. Til vinstri er kvöldklæðnaður úr gráu krepefni, pliseruð slá úr sama efni og perlufesti notuð
með. Hárgreiðslan er, eins og sjá má, svipuð og var upp úr striðslokum. Frá franska tizkuhúsinu Jules-Francois
Grahay.
Siðbuxur fyrir kvenfólk eru jafnvinsælar eins og hér má sjá. Barðastór og mikill hattur og ullarjakki. hvítur og
svartur. Til hægri buxnadragt úr jersey-efni og Ijós blússa innanundir.
Slæður og höfuðklútar eru aftur i
tízku eins og sjá má á þessari
mynd.
Og perlufestar, langar, stuttar
með litlum eða stórum perlum
(auðvitað gerviperlum) má nota
við hvað sem er.
I Rómaborg hafa
tízkufrömuðir farið enn
lengra aftur í tímann og
bera föt margra svipmót
þeirrar tízku, sem var
allsráðandi í kringum
1934. Meiri litadýrð er
þó í fatnaðinum en þá
var og hann er sömu-
leiðis smekklegar teikn-
aður, að margra dómi.
Hjá ýmsum ítölskum
tízkufyrirtækjum bar og
mikið á fatnaði úr tau-
þrykki með austurlenzk-
um fyrirmyndum, og
blómamynztrum og
þótti gestum þetta all-
nýstárlegt margt.
Tvískiptur kjóll: ekki úr einlitu
efni eins og var fyrir 30 árum,
heldur er nú lagt allt kapp á að
hafa efnin skrautleg og litfögur.
Frá Balestra i Rómaborg: Svokallaður strandklæðnaður i sterkum litum,
pilsin i appelsínugulum og dumbrauðum lit, langir treflar, sem bundnir eru
um höfuð og síðan yfir brjóstin. Mörgum þótti þessi klæðnaður skemmti-
legur, en efuðust um, að hann myndi ná almennri útbreiðslu.
Frá Dior: Barðastór hattur, viðar
ermar, festin ómissandi og siddin
er komin vel niður á kálfa.