Morgunblaðið - 10.02.1974, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 10.02.1974, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 47 — Eins og mér sýnist Framhald af bls. 25 skemmtileg dægradvöl að bera saman framkomu sovéskra stjórn- málamanna á opinberum vett- vangi og svo starfsbræðra þeirra bandarískra Þeir eru að vísu ekki eins ólíkir og dagur og nótt, en þeir eru að minnstakosti eins ólík- ir og fremur tilgerðarleg ópera og dálítið kjánalegur söngleikur. Bandarísku stjórnmálamennirnir kyssa aldrei hver annan: þeir leggjast nær einungis á börn. Und- ir kosningar er ekkert barn óhult fyrir þeim ef sjónvarpsvél er ná- lægt: þeir hremma þau nánast úr fangi mæðranna til þess að hella yfir þau hráblautum kossum. Nixon hefur áreiðanlega kysst fleiri börn um dagana en allar ömmur á íslandi samanlagt, en hann hefur líka staðið í þessum slag flestum mönnum lengur þar vesturfrá eða með mestum bægslagangi er óhætt að segja. Upp á slðkastið hefur hann samt eins og tekið sér hvíld frá þessari iðju; hann hefur haft öðrum hnöppum að hneppa eins og menn vita kannski. Ég hef ekki séð hann í humátt á eftir óvita síðan tölu- vert fyrir jól. Þá tókst honum að klófesta reifabarn vestur í Kali- forníu og smella á það kossi og veifaði síðan höndunum sigri hrós- andi framan í sjónvarpsvélarnar eins og hann hefði verið að rota Muhamed Ali. En síðan ekki sög- una meir. Bandarískir stjórnmálamenn þrýsta líka eins margar lúkur og þeir orka og geta þegar þeir eru í atkvæðahug. Ennfremur þeytast þeir um göturnar í krómuðum kádiljákum og baða út öllum öng- um. Ennfremur brosa þeir stund- um svo vikum skiptir ef á þarf að halda, eins og nefprúðu trúðarnir I hringleikahúsunum sem brosið er málað á með andlitsklístri. Loks flytja þeir óskaplega harðskeyttar ræður þar sem þeir segja að allt sé að fara til fjandans (ef þeir eru ekki í stjórn) eða að allt sé í himnalagi (ef þeir eru í stjórn). En það eru þeir að vísu ekki einir um. Starfsbræður þeirra í Sovét eiga langtum náðugri daga. Sovéskir stjórnmálamenn kreista ekki lúk- ur, flaðra ekki upp um fólk, standa ekki upp á endann i opnum bílum í misjöfnu veðri, veifandi eins og vindmillur í ofsaroki. Mest að þeir láti hengja af sér smámynd þar sem hún er ekki fyrir — svosem átta hundruð fermetra ferlíki sem er skrúfað framan á þinghöll- ina. Það má segja að sovéskur stjórnmálamaður hafi aðeins eitt vígorð: „Annaðhvort kýstu mig, heillakallinn, eða þú þarft bara ekki framar að vera að standa í svoleiðis veseni." Líklega erum við íslendingar stálheppnir með stjórnmálamenn- ina okkar. Þeir ausa að vísu úr sér skömmunum undir kosningar og verða því orðljótari sem nær dreg- ur kjördegi, en þeir skyggja hvorki á sólina með myndum af sjálfum sér eins og þeir rússnesku né allt að því slíta þeir af manni lúkurnar með ekkisin káfinu eins og þeir bandarísku. Ég kýs landann. Sæmdur fálkaorðu Ösló 8. febrúar — NTB FORSETI íslands hefur sæmt séra Egil Lehmann, sóknarprest í Fana, hinni íslenzku Fálkaorðu fyrir mikið starf í fjölda ára i þágu samstarfs og gagnkvæms skilnings og samúðar milli is- lendinga og Norðmanna. Lehman er m.a. einn af höfundum ,,ís- lenzk-norskrar orðabókar“. — Beint útvarp Framhald af bls. 1 Innbrotsmaðurinn þreif i stúlk- ma, sem hrópaði móðursjúk í íljóðnemann: „Ég er með byssu dð bakið.“ Flötusnúðurinn las síðan yfir- ýsinguna þar sem sagði, að ^rakkar væru á góðri leið með að 'lata lýðræðisréttindum sinum og Ið franska stjórnin bæri ábyrgð- na vegna gaullistastefnu sinnar. Félagsstarf Sjálfstœðisflokksins VIÐTALSTIMAR Á AKRANESI Alþingismennirnir Jón Árnason og Friðjón Þórðarson verða til viðtals í Sjálfstæðishúsinu við Heiðarbraut á Akranesi, sunnu- daginn 10. febrúar 1 974 kl. 81—1 0 sídegis. HELLA HELLA Félagsmálanámskeið verður haldið í Hellubíói sunnudaginn 10. febrúarog hefstkl. 1 0 árdeg- is. Leiðbeinandi verður Jón Magnússon, lögfræðingur. Farið verður i undirbúning, gerð og flutning ræðu Fundasköp og Allir velkomnir. Frekari upplýsingar veitir Hilmar Jónasson, simar 5940 eða 5868 s.u.s. HUGINN HUGINN Huginn félag ungra Sjálfstæðismanna Garð» og Bessastaðahreppi boðar til almenns fundar þriðjudaginn 12. febrúar kl, 8.30 i Gagn- fræðaskóla Garðahrepps Dagskrá 1. Garðar Sigurðsson sveitarstjóri Er hægt að fiýta hitaveituframkvæmdunum? Á að byggja fjölbýlishús i hreppnum? 2. Sveinn Torfi Sveinsson verkfærðingur Á Hafnarfjarðavegurinn að slita hreppinn í tvennt? 3. Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur ræðir skipulag i þéttbýli og skýrir með myndum. 4. Ólafur G. Einarsson alþingismaður og oddviti mætir á fundinn Stjórnin. kriggia kvðlda spiiakeppni Miðvikudaginn 13. febr, kl. 8.30,' hefja Sjálfstæðisfélögin í Reykjavik, þriggja kvölda spilakeppni, að Hótel Sögu, Súlnasal Ávarp Geir Hallgr.s. form. Sjálfst.f Heildarvinningur Utanlandsferð til Mallorka með ferðaskristofunni Úrval,7 glæsilegir kvöldvinningar. Skemmtiatriði Jörundur Húsið opnað kl. 20.00 Aðgöngumiðar afhentir að Laufásvegi 46, (Galtafelli) simi. 15411. Tryggið ykkur miða i tíma. Skemmtinefndin. MOSFELLSHREPPUR Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfsson og Félag ungra sjálfstæðis- manna halda fund að Hlégarði miðvikud. 1 3. febr. kl. 21 Rætt verður um sveitastjórnarkosningar að vori og tekin ákvörðun um framboð Stjórnirnar. Reykianeskjðrdæmi Þau Sjálfstæðisfélög, sem enn eiga eftir að senda stjórn Kjör- dæmisráðs skýrslu, eru beðin um að senda þær nú þegar til formanns kjördæmisráðs, Jóhanns Petersen, Tjarnarbraut 7, Hafnarfirði. ReykjaneskjöPdæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjör- dæmi, verður haldinn i félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, laugar daginn 23. febrúar kl. 1 0 f.h. Dagskrá auglýst siðar. Stjórn kjördæmisráðs. hvot, félag sjáifstæðlskvenna heldur fund í Átthagasal Hótel Sögu, mánudaginn 11. febrúar kl. 20 30. Fundarefni: Fóstureyðingafrumvarpið Frummælendur: Guðrún Erlendsdóttir, hæstarréttarlögmaður og Jón Þ. Hallgrímsson, læknir Sjálfstæðiskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Akurneslngar Akurneslngap Þór, félag ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, heldur almennan fund, miðviku- dagipn 13 febrúar kl 8 30 í Sjálfstæðis- húsinu, Heiðabraut 20. Saga og stefna Sjálfstæðisflokksms Dhusson, formaður Sambam Allir velkomnir. Ungt fólk sérstaklega hvatt til að mæta. Frummælandi Friðrik Zóphusson, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna Stjórnin. TIL LEIGU 150—160 fermetra skrifstofuhæð við vestanverða mið- borgina til leigu. Upplýsingar veitir: RagnarTómasson, hdl. Austurstræti 1 7. Til sölu 4ra mánaða Chevrolet Blazer, árg. '73. Er 8 cyl. með power stýri og power bremsum. Bíll í toppklassa. Er alklæddur með stereo cassettu segulbandi og útvarpi. Er á breiðum krómfelgum. Til sýnis og sölu að Löngubrekku 1 2, Kópavogi. Sími 41 882. Knattspyrnudðmaranámskelð hefst mánudaginn 1 1. febrúar kl. 20, i Valsheimilinu. Stjórn K. D.R. Takmark okkar er, og heitir, Ollu framar vllji blnn 9» M Oss það gleði alltaf veitir, ef þú kemur hingað inn. HAFÞÓRSBÚÐ, Langholtsvegi 49, simar: 34976 — 32353. HtorgMnlhtaÍiiÍi óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar i sima 35408 AUSTURBÆR: Bergstaðastræti, Sjafnargata, Freyjugata 28 — 49, Ingólfsstræti, IVIiðtún, Laugavegur frá 34—80, Hverfisgata 63—1 25. VESTURBÆR: Seltjarnarnes: (Miðbraut), Garðastræti Lynghagi, Lambastaðahverfi, UTHVERFI: Álfheimarfrá 43, Barðavogur, Karfavogur, Smálönd, Hólahverfi Heiðargerði KÓPAVOGUR Blaðburðarfólk óskast: í austurbæ Upplýsingar í síma 40748.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.