Morgunblaðið - 02.07.1974, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1974
13 nýir
13 nýir þingmenn taka sæti á
næsta alþingi tslendinga. Sumir
þeirra hafa áður setið sem vara-
menn, er eru nú ýmist kjörnir
kjördæmakosningu eða hljóta
uppbótarþingsæti. Hér fylgja með
myndir af hinum 13 nýkjörnu
þingmönnum.
□ Guðmundur H. Garðars-
son alþingismaður er við-
skiptafræðingur að mennt.
Hann er 45 ára gamall, for-
maður Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur og I for-
svari fyrir verkalýðs-
hreyfinguna. Guðmund-
ur er blaðafulltrúi SH.
Hann er 8. þingmaður
sjálfstæðismanna í Rvík.
□ Sighvatur Björgvinsson
alþingismaður er ritstjóri
Alþýðublaðsins. Hann er
fæddur 23. L 1942. Hann er
þingmaður Alþýðuflokks-
ins í Vestf jarðakjördæmi.
□ Gunnlaugur Finnsson
alþingismaður er bóndi og
kennari að Hvilft í Flat-
eyrarhreppi. Hann er
fæddur 11.5. 1928. Gunn-
laugur er 2. þingm. Fram-
sóknarflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi.
□ Sigurlaug Bjarnadótt-
ir alþingismaður er fædd
4.7. 1926. Hún er mennta-
skólakennari og lét af
störfum sem borgarfulltrúi
sjálfstæðismanna í Reykja-
vík við síðustu kosningar.
Sigurlaug er nú þriðji
þingmaður sjálfstæðis-
manna í Vestfjarðakjör-
dæmi.
alþingismenn
□ Albert Guðmundsson
alþingismaður er 7. þing-
maður sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Hann er
fæddur 5. okt. 1923, hefur
samvinnuskólamenntun,
er stórkaupmaður, borgar-
fulltrúi í Reykjavík og
ræðismaður Frakklands
m.a.
□ Halldór Ásgrfmsson al-
þingismaður og lektor er
fæddur 8.9. 1947. Hann er
þriðji þingmaður Fram-
sóknarflokksins í Austur-
landskjördæmi.
□ Stefán Jónsson al-
þingismaður og kennari er
fæddur 9.5. 1923. Hann
hefur setið á alþingi sem
varamaður, en er nú þing
maður Alþýðubandalags-
ins i Norðurlandskjördæmi
eystra.
□ Axel Jónsson alþingis-
maður og bæjarfulltrúi í
Kópavogi er fæddur 8. júní
1922. Hann hefur setið áð-
ur á alþingi, en er nú 4.
þingmaður sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjör-
dæmi.
□ Jón Helgason alþingis-
maður og bóndi í Seglbúð
um í Kirkjubæjarhreppi er
fæddur 4.10. 1931. Hann er
2. þingmaður Framsóknar-
flokksins í Suðurlandskjör-
dæmi.
□ Tómas Árnason al-
þingismaður og fram-
kvæmdastjóri er fæddur
21.7. 1923. Hann er nú 2.
þingmaður Framsóknar-
flokksins í Austurlands-
kjördæmi.
□ Eyjólfur Konráð
Jónsson alþingismaður er
ritstjóri Mörgunblaðsins.
Hann er lögfræðingur að
mennt, fæddur 13.6. 1928
og hefur áður setið á
alþingi sem varamaður.
Eyjólfur er 2. þingmaður
sjálfstæðismanna í Norður-
landskjördæmi vestra.
□ Páll Pétursson alþingis-
maður og bóndi á Höllu-
stöðum í Austur-Húna-
vatnssýslu er 2. þingmaður
Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi
vestra. Hann er fæddur 17.
3.1937.
□ Þórarinn Sigurjónsson
alþingismaður er bústjóri
að Laugardælum í Hraun-
gerðishreppi. Hann er
fæddur 26.7. 1923. Þórar-
inn er 1. þingmaður Fram-
sóknarflokksins í Suður-
landskjördæmi.