Morgunblaðið - 14.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JULl 1974
ÆT ■■
ur verinu EFTIR EINAR SIGURÐSSON
Armann Fridriksson,
skipstjóri og útgerdar-
maður, byrjaði að damla
með föður sfnum,
Friðriki Jónssyni, á „fær-
eying“ innan við 10 ára
aldur. Aimenna sjó-
mennsku hóf hann upp
úr fermingu, 14 ára, og
stundaði sfðan sjó-
mennsku f tæp 50 ár.
Hann verður skipstjóri
liðlega tvftugur og er
óslitið skipstjóri 1 35 ár
og jafnan mikill aflamað-
ur á þorsk og sfld. Hann
eignast sitt fyrsta skip 24
ára að aldri og er nú eig-
andi að tveimur stórum
sfldarskipum, Helgu I. og
Ilelgu II. Hann á 1
Reykjavík frystihús,
skreiðar- og saltfisk-
verkunarstöð. Armann
Friðriksson er með dug-
mestu og sjálfstæðustu
útgerðarmönnum þessa
lands.
Tíðarfarið
Austanátt var alla vikuna,
framan af hvasst, t.d. fyrir suður-
ströndinni, annars staðar strekk-
ingur. Eftir að kom fram yfir
miðja viku, fór að draga úr vind-
hraðanum, og var austanáttin
orðin hæg sfðari hluta vikunnar
og sjóveður ágætt fyrir allan
veiðiskap.
Aflabrögð
Afli var tregur hjá togbátum,
einkum við suðurströndina og
„austurfrá". Hins vegar hefur
komið mikið fiskihlaup út af
Reykjanesinu, nánar tiltekið
Stafnsnesinu. Þar fékk til að
mynda Járngerður 80 lestir og
kom með aflann til Keflavíkur.
Fékk hún upp f 40 lestir yfir
sólarhringinn. Fleiri bátar fengu
þarna ágætan afla eins og Brynj-
ólfur frá Þorlákshöfn, sem ekki
komst fyrir Reykjanes, því að
hann var með 12 lestir af óaðgerð-
um fiski á þilfari. Lá hann þar f
aðgerð, sem kallað er, og gat ekki
haldið áfram að toga. Mikill afli
barst til Grindavíkur, og var
unnið þar nótt með degi við mót-
töku aflans. Þar kom Jón Gunn-
laugs með 30 lestir og fleiri með
ágætan afla. Hópsnesið kom til
Grindavíkur með 40 tonn eftir 2
daga.
Aðrir togbátar voru með minni
afla eins og Keflavíkurbáturinn
Freyr með 16 lestir, Eyjabátarnir
Bjarnarey með 23 lestir, Surtsey
með 21 lest og Andvari og Sæ-
björg með 16 lestir hvor.
Afli var sæmilegur á handfæri,
þanngi komu Sjóli með 19 lestir
og Arnarbergið með 13 lestir, báð-
ir til Reykjavfkur. Reykjavíkur-
trillurnar voru að afla vel, um
5—6 lestir.
Humarinn var tregur, 500—600
kg og smár, til að mynda var ekki
nema 30% stórt hjá Eyjabátum.
Togararnir
Skipin voru á heimamiðum eins
og áður, og var afli heldur tregur.
Hjörleifur landaði í Reykjavík
217 lestum, Bjarni Benediktsson
um 193 lestum, Karlsefni um 130
lestum og Freyja 117 lestum.
Til Akraness komu Vfkingur
með um 130 lestir og Ver með um
50 lestir, fsvélar þurftu ein-
hverrar lagfæringar við.
Engey seldi í vikunni f Þýzka-
landi um 244 lestir af fiski fyrir
9,3 millj. króna, tæpar 40 krónur
kg.
Hvað er til ráða?
Margir velta því nú fyrir sér,
hvaða efnahagsráðstafanir verði
gerðar, þegar tekizt hefur að
mynda nýja rfkistjórn.
Það er viðbúið, að hverjir svo
sem við taka, þá verði tillögurnar
í eitthvað svipuðum anda og efna-
hagsfrumvarp það, er forsætisráð-
herrann lagði fyrir þingið, áður
en það var rofið, og studdar voru
af öllum stjórnarflokkunum,
nema hvað þær hljóta að verða
víðtækari.
Að því er varðar sjávarútveginn
er trúlegt, að kaupbindingin verði
áfram, en vfsitalan var tekin úr
sambandi til 31. ágúst og víðtækar
niðurgreiðslur hafnar.
Einnig er líklegt, að gengið
verði látið halda áfram að „síga“,
ef ekki verður tekin stökk-
breyting, sem gæti verið nauðsyn-
leg vegna útflutningsfram-
leiðslunnar, því að gengislækkun
án hliðarráðstafana nær ekki til-
gangi sínum, þá þyrfti hún að
vera svo mikil, að hún kæmi ekki
til greina. Þvf það er nú svo, að
flestar þarfir útvegsins breytast i
hlutfalli við breytt gengi.
En fyrsta verkefnið verður auð-
vitað að gera sér grein fyrir, hvað
sjávariitvegurinn þarf til þess að
vera rekinn hallalaus.
Að rétta við sjávarútveginn
hlýtur að kosta geysilegt átaka,
jafnilla og hann er kominn af
markaðshruni, minnkandi afla og
gífurlegum aukatilkostnaði. Það
er engin furða, þótt vandamálin
séu erfið viðfangs, þegar allt
þetta kemur f eitt.
Það hefur áður verið talað um
lífsvenjubreytingu, þegar kreppt
hefur að af þessum sökum, og
hætt er við, að hjá henni verði
ekki komizt einnig að þessu
sinni. Þvf miður er ekki hægt að
benda á neina töfraleið, þar sem
allir geti haldið sfnu, þegar rétta
á við útflutningsatvinnuvegina,
og ekki nóg með það, heldur rfkis-
sjóð, ýmsar rfkis- og bæjarstofn-
anir og ríkisfyrirtæki. En hvort
þetta verður allt gert samtfmis, er
annað mál, svo mikið átak sem
það er.
Það hefur áður verið minnst á
vfsitölubindinguna, sem auðvitað
er mjög mikilvæg fyrir fiskiðnað-
inn. Og fyrir útgerðina væri
mikilvægt, ef að nýju yrði tekinn
hluti af aflaverðmætinu óskiptu,
eins og gert var á kreppuárunum
1967 og 1968 og þá var 17%.
Skiptagrundvöllurinn á tslandi
virðist orðinn svo skakkur, að það
er ekki hægt að gera út með hon-
um hallalaust, eins og hann er nú.
Hér á landi hefur skipshöfnin um
helminginn af aflaverðmætinu,
en til að mynda í Færeyjum hefur
hún um einn þriðja hluta. Meira
að segja hálfopinber nefnd hefur
nýlega lagt til, að tekið verði 20%
af óskiptu á togurunum handa
útgerðinni.
En það er mjög mikilvægt, að
nægilegt og gott vinnuafl fáist til
vinnu í sjávarútveginum, þessari
grein, sem aflar um y* hluta af
gjaldeyri þjóðarinnar. Þess vegna
þyrfti að hækka skattafrádrátt
sjómanna á móti til þess að sætta
þá betur við slfka ráðstöfun, ef
farin yrði.
Einnig þyrfti með tilliti til
mikilvægis sjávarútvegsins og
hversu einatt gengur illa að fá
nóg vinnuafl til þess að koma
aflanum undan, að hafa eftir- og
næturvinnu þess fólks, sem vinn-
ur í fiskiðnaðinum og oft leggur
nótt við dag, skattfrjálsa. Vinna
þessa fólks á enga hliðstæðu í
þjóðfélaginu, svo að það þyrfti
ekki að skapa neitt fordæmi. Með
hinum aukna skipakosti og endur-
bótum í frystiiðnaðinum þyrfti
sjávarútvegurinn á meira að-
streymi að halda af vinnuafli
þjóðarinnar, en nú er hann aðeins
fjórði í röðinni um atvinnuskipt-
inguna með aðeins 14% af vinnu-
aflinu en er þó eins og áður segir
langsamlega mikilvægasti þáttur-
inn f gjaldeyrisöfluninni.
Hér skal á það bent, að það er
engin björgun fyrir sjávarút-
veginn tilfærsla milli einstakra
greina hans, eins og þegar olfu-
sjóðurinn var tekinn af loðnu-
aflanum. Það var f vetur búið að
hlaða 17% útflutningsgjöldum á
loðnuafurðirnar, sem er 34% af
loðnuverðmætinu upp úr sjó, en
var fyrir nokkru aðeins 3%.
Svona er ráðizt á eitt, ef það
stendur upp úr, þótt það kunni
svo að vera verst statt, áður en við
er litið, eins og nú er með loðnuna
og afurðir hennar. Það er eins og
Ólafur Thors sagði einhverju
sinni á erfiðleikatímum: Þarf nú
endilega að setja frystihúsin lfka
á hausin. Loðnan er kannski
stærsta vandamál sjávarútvegsins
í dag af því að verðfallið á afurð-
unum hefur verið þar mest. En
því miður getur ástandið átt eftir
að versna stórum enn hjá mörg-
um greinum sjávarútvegsins.
Misnotkun á
gæðum hafsins.
Norðmönnum var úthlutað
heimild til sfldveiða í Norðursjón-
um 120.000 lestum yfir árið, það
er fjórum sinnum meira en Is-
lendingar mega veiða, sem er
30.000 lestir. En það sárgrætilega
er, að Norðmenn ætla sér að
bræða 70.000 lestir af þessu og
vinna aðeins 50.000 lestir til
manneldis. öll sfld Islendinga er
ætluð til manneldis.
200 norsk skip taka þátt í þess-
um veiðum — þau fslenzku eru
60.
Þorskur er á öllu hafsvæðinu
frá Cape Cod — þorskhöfða — við
austurströnd Bandaríkjanna um
Grænland, Island og alla leið til
norður Noregs.
Þrátt fyrir hið stóra svæði, sem
þorskurinn finnst á, eru got-
stöðvar hans tiltölulega litlar.
Þorskurinn er mjög frjósamur
fiskur, hrygna gýtur kannski 2—3
milljónum eggja á ári, og hafa
fundist á vorin mörg þúsund egg
á einum fermetra. Eggin fljóta
svo með straumnum við yfir-
borðið til uppvaxtarstöðvanna.
Þegar þorskurinn er kynþroska,
leitar hann á gotstöðvarnar. 1
Norðursjónum, þar sem sjórinn
er tiltölulega hlýr, getur hann
gotið, þegar hann er 2—4 ára, en
á norðlægari slóðum ekki fyrr en
hann er 7—9 ára.
Enda þótt frjósemi þorsksins sé
mikil, er nú jafnvel hætta á, að
honum verði útrýmt, og er sér-
staklega mikilvægt, að Is-
lendingar gæti þess vel að drepa
ekki hin uppvaxandi seyði með
rækju- og humartrollum.
Brezki fsfisk-
markaðurinn.
Brezki ísfiskmarkaðurinn hefur
verið heldur slakur í vor og eng-
inn skortur á fiski og ekki mikil
eftirspurn. Óvenjumikið hefur
hlaðizt upp af frosnum fiski í
Bretlandi. Það er ekki útlit fyrir
miklar breytingar til batnaðar í
þessum mánuði.
Nú eru síöustu sætin í Utsýnarferöum
sumarsins á þrotum:
Þægilegt þotuflug Kvöldflug lengir sumarleyfið. Útsýnarþjónusta
tryggir ánægjuiega ferð. Fyrsta flokks gæði —• sama lága verðið.
rCOSTA DEL SOL.
TRVGGASTI SÓLSTAÐUR
ÁLFUNNAR
BEZTU GISTISTAOIRNIR
1 5. júll — Uppwlt
17 júll — 2 »»ti I«u8
24 júll — 6 s»ti laus
29. júll — 10 sa«ti l«u»
29. júll — 10 snti laus
31. júll — Uppsalt
12. ágúst — Uppsalt
14. ágúst — Uppselt
21. ágúst — Uppselt
26. ágúst — Uppselt
28. ágúst — Uppselt
4 sept. — Uppselt
FE RÐ ASK RIFSTO FAN
AUSTURSTRÆTI 17
SllMI 26611 — 20100
10 Itnur,
Einkaumboð á
íslandi
TJÆREBORG
AMERICAN
EXPRESS.
STÆRSTA
OG
VANDAÐASTA
FERÐAÚRVALIÐ
Kaupmannahöfn
London
Rinarlönd
Austurriki
Gardavatn
Grikkland
Rhodos
Costa Brava
Mallorca
ITALIA
HEILLAR
GULLNA STRÖNDIN
STAÐUR SEM
SLÆR í GEGN
31.mai —uppselt
15. júnf' — uppselt
2. júli — uppselt
16. júli — uppselt
30. júlí — uppselt
13. ágúst — uppselt
27. ágúst — uppselt
10. sept. —uppselt