Morgunblaðið - 14.07.1974, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 14. JULI1974
Dropastein-
ar, Eldborg
í BláfjöUum,
Melrakkaey,
Surts-
ey og
Éldey
friö-
lýst
konar akstur utan vegar á hinu
friðlýsta svæði bannaður.
2. Skylt er vegfarendum að
sýna varúð, svo ekki spillist gróð-
ur eða aðrar minjar á hinu frið-
lýsta svæði í umhverfi eldstöðvar-
innar.
3. Jarðrask allt og mannvirkja-
gerð á hinu friðlýsta svæði er háð
leyfi Náttúruverndarráðs.
4. Ekki má fara með hesta um
svæðið utan vegar og stranglega
er bannað að beita þeim innan
þess.
Um viðurlög vegna brota á regl-
um þessum fer eftir ákvæðum
náttúruverndarlaga.
Felld eru úr gildi eldri ákvæði
um friðun svæðisins.
Ráðuneytið er samþykkt frið-
lýsingunni og birtist hún hér með
skírskotun til 32. og 33. gr. laga
nr. 47/1971 um náttúruvernd, og
tekur friðlýsingin gildi við birt-
ingu þessarar auglýsingar í
Stjórnartíðindum.
□ Friðlýsing
Surtseyjar.
Samkvæmt heimild 24. gr. laga
nr. 47/1971 um náttúurvernd,
hefur Náttúruverndarráð ákveðið
fyrir sitt leyti að lýsa Surtsey
friðland.
Um friðlandið gilda þessar regl-
ur:
1. Óheimilt er að fara í eyna
nema með leyfi Surtseyjarfélags-
ins, sem hefur umsjón með vls-
indarannsóknum þar, og hefur
Náttúruverndarráð falið félaginu
umsjón með eynni.
2. Bannað er að raska nokkru i
eynni. Leyfi Náttúruverndarráðs
þarf til að reisa þar varanleg
mannvirki.
3. Bannað er að flytja í eyna
lifandi dýr, plöntur, fræ eða
plöntuhluta.
4. Bannað er að skilja eftir
hvers konar úrgang f eynni og við
hana.
5. Skot eru bönnuð nær eynni
en í 2ja km fjarlægð.
Um viðlög vegna brota á reglum
þessum fer eftir ákvæðum
náttúruverndarlaga.
Felld eru úr gildi eldri ákvæði
um friðun eyjarinnar.
Ráðuneytið er samþykkt frið-
lýsingunni og birtist hún hér með
með skírskotun til 32. og 33. gr.
laga nr. 47/1971 um náttúru-
vernd, og tekur friðlýsingin gildi
við birtingu þessarar auglýsingar
f Stjórnartíðindum.
Menntamálaráðuneytið hef-
ur samkvæmt tillögu frá Nátt-
úruverndarráði ákveðið fjðr-
ar friðlýsingar. Dropasteinar
í hellum landsins eru nú frið-
lýstir, Eldborg hjá Drottn-
ingu f Bláfjöllum, Melrakka-
ey á Grundarfirði, Surtsey og
Eldey. Frá þessu er skýrt í
Stjðrnartíðindum, sem nýlega
eru komin út og þar stendur,
að friðlýsingin hafi átt sér
stað 3. aprfl sfðastliðinn.
□ Friðlýsing
dropastema.
Samkvæmt heimild í 23. gr. laga
nr. 47/1971 um náttúruvernd hef-
ur Náttúruverndarráð ákveðið,
fyrir sitt leyti, að lýsa dropasteina
í hellum landsins náttúruvætti.
Tekur friðlýsing þessi til allra
hellna landsins.
Til dropasteinsmyndana teljast
bæði dropasteinsdrönglar, sem
hanga niður úr hellisþökum og
niður með hellisveggjum, svo og
dropasteinskerti, sem standa á
hellisgólfum og syllum hellis-
veggja.
Bannað er að brjóta eða
skemma á annan hátt umræddar
dropasteinsmyndanir.
Um viðurlög vegna brota á
reglum þessum fer eftir ákvæðum
náttúruverndarlaga.
Felld eru úr gildi eldri ákvæði
um vernd dropasteina.
Ráðuneytið er samþykkt frið-
lýsingunni og birtist hún hér með
með skírskotun til 32. og 33. gr.
laga nr 47/1971 um náttúruvernd,
og tekur friðlýsingin gildi við
birtingu þessarar auglýsingar f
Stjórnartíðindum.
Friðlýsing
Eldborgar
f Bláfjöllum.
Samkvæmt heimild í 22. gr. laga
nr. 47/1971 um náttúruvernd,
hefur Náttúruverndarráð ákveðið
fyrir sitt leyti að lýsa Eldborg í
Bláfjöllum náttúruvætti.
Mörk hins friðlýsta svæðis eru
þessi:
Að austan ræður (1) Bláfjalla-
vegur eins og hann er nú. Að
sunnan (2) hugsuð lfna skemmst
200 m frá rótum Eldborgar frá
vegi að suðurenda Drottningar,
(3) með hábrún hennar að norð-
urenda hennar og (4) þaðan til
austurs að vegi, 200 m frá rótum
hið næsta.
Um svæðið gilda eftirfarandi
reglur:
1. Óheimilt er að ganga um hlfðar
og barma gfgsins utan merktra
gönguslóða. Ennfremur er hvers
□ Friðlýsing
Melrakkaeyjar.
Samkvæmt heimild í 24. gr. laga
nr. 47/1971 um náttúruvernd,
hefur Náttúruverndarráð ákveðið
fyrir sitt leyti að lýsa Melrakkaey
á Grundarfirði friðland.
Um friðlandið gilda þessar regl-
ur:
1. Bannað er að fara í eyna án
leyfis Náttúuruverndarráðs eða
umboðsmanns þess.
2. Skot eru bönnuð nær eynni
en í 2ja km fjarlægð og netalagnir
V, km frá stórstraumsfjörumáli.
3. Náttúruverndarráði er
heimilt að leyfa nytjar æðarvarps
og annarra hlunninda.
Um viðurlög vegna brota á regl-
um þessum fer eftir ákvæðum
náttúruverndarlaga.
Felld eru úr gildi eldri ákvæði
um friðun eyjarinnar.
Ráðuneytið er samþykkt frið-
lýsingunni og birtist hún hér með
með skírskotun til 32. og 33. gr.
laga nr. 47/1971 um náttúru-
vernd, og tekur friðlýsingin gildi
við birtingu þessarar auglýsingar
í Stjórnartíðindum.
□ Friðlýsing
Eldeyjar.
Samkvæmt heimild i 24. gr. laga
nr. 47/1971 um náttúruvernd,
hefur Náttúruverndarráð ákveðið
fyrir sitt leyti að lýsa Eldey úti af
Reykjanesi friðland.
Um friðlandið gilda þessar regl-
ur:
1. Bannað er að fara f eyna án
leyfis Náttúurverndarráðs.
2. Skot eru bönnuð nær eynni
en i 2ja km fjarlægð.
3. Bannað er að hafa eyna að
skotmarki, hvort heldur er af
landi, sjó eða úr lofti.
Um viðurlög vegna brota á regl-
um þessum fer eftir ákvæðum
náttúruverndarlaga.
Felld eru úr gildi eldri ákvæði
um friðun eyjarinnar.
Ráðuneytið er samþykkt frið-
lýsingunni og birtist hún hér með
með skírskotun til 32. 33. gr. laga
nr. 47/1971 um náttúruvernd, og
tekur friðlýsingin gildi við birt-
ingu þessarar auglýsingar f
Stjórnartíðindum.