Morgunblaðið - 03.12.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
TDsgr
THE OBSERVER
Eftir
Walter Schwarz
Matvœlmðstoð
fer minnkandi
SAMÞYKKTIR alþjóða mat-
vælaráðstefnunnar í Róm um
miðjan nóvember þóttu ekki
ýkja fréttnæmar á hungur-
svæðum Suður- og Suðaust-
ur-Asíu. Ekki var heldur búizt
við merkum áföngum þaðan.
Undanfarið ár hafa íbúar Ind-
lands og Bangladesh komizt
að raun um að þótt hungurs-
neyð herji, geti þeir ekki
lengur átt von á þeirri miklu
og skjótu aðstoð, sem þeir
áður voru vanir að bærist.
Þessi augljósi samdráttur i
hjálparstarfinu nær ekki ein-
ungis til opinberrar aðstoðar,
heldur einnig til aðstoðar
einkasamtaka, sem standa
fyrir almennum söfnunum.
Mismunurinn á hjálparstarf-
inu í ár og i fyrra er gifurleg-
ur.
í fyrra var ég á þurrka-
svæðunum i Maharashtra-
héraði á Indlandi. íbúarnir
liðu af matarskorti, en eng-
inn dó hungurdauða Allskon-
ar aðstoð streymdi að. Ind-
landsstjórn kostaði fjölda
hjálparbúða, svo til i hverju
þorpi, þar sem allir gátu
fengið vinnu og notað launin
til nauðsynlegustu matar-
kaupa. Allsstaðar virtust
hjálparstofnanirnar að störf-
um, við matargjafir til barna,
rekstur læknamiðstöðva, og
við dreifingu fatnaðar og
teppa. í ár er þessu allt öðru-
vísi farið. Eftir hungurdauða
tugþúsunda á undanförnum
mánuðum hafa yfirvöld á
Indlandi og i Bangladesh nú
komið á fót nokkrum al-
menningseldhúsum, og þeir
sem þangað leita geta fengið
ókeypis skammt af mjöl-
graut. En bæði í Vestur-
Bengal á Indlandi og í
Rangpur í Bangladesh eru
þessir skammtar of fáir og of
seint á ferð. Þá ber lítið á
þeirri umframaðstoð, sem
einkasamtökin héldu uppi
áður fyrr. Allsstaðar er þörfin
mest fyrir barnamat. Bitnar
það verst á ungum börnum,
sem eru of gömul til að þrif-
ast af móðurmjólkinni, en of
ung til að melta mjölgraut-
inn.
Margar ástæður eru fyrir
samdrættinum í aðstoðinni.
Um allan heim er skortur á
kornvöru, og efnahags-
kreppa er allsstaðar að gera
vart við sig. Á Vesturlöndum
gætir mikillar óánægju yfir
framkvæmd hjálparstarfsins
á neyðarsvæðunum. Á þessi
óánægja nokkurn rétt á sér.
Fólk af öllum stéttum, opin-
berir starfsmenn, verzlunar-
menn og hungraðir bændur,
kvarta yfir spillingu, aðallega
i Bangladesh. Opinber starfs-
maður í Rangpur hvíslaði því
að mér að hann væri sann-
færður um að aðeins brot af
þeim matvælum, sem send
væru frá Dacca, kæmust til
skila í héraði hans.
Trúnaðartraust Bangla-
desh náði algjöru lágmarki
fyrir nokkrum mánuðum.
Tony Hagan, fyrrum stjórn-
andi hjálparstarfs Sameinuðu
bjóðanna í Dacca, sagði í
sKýrslu um starfið að aðeins
ein dós af hverjum sjö af
barnamat og aðeins eitt teppi
af hverjum 13, sem gefin
væru til hjálpar, kæmust í
réttar hendur. Hitt, sagði
Hagan, lendir allt í höndum
svarta-markaðs braskara.
Af þessum sökum var um-
heimurinn tregur til að taka
við sér þegar Bangladesh
sendi út hjálparbeiðni vegna
mikilla flóða fyrr á þessu ári.
Grunur hafði fallið á helztu
hjálparsamtök landsins,
Rauða krossinn, þarsem yfir-
maður samtakanna —
valdamikill stjórnmálamaður
— var þekktur fyrir spillingu.
Ekkert var verið að fela
Rauða kross teppin, sem seld
voru á opnum mörkuðum.
Spillingin er ekki takmörk-
uð við hjálparstarfið. Öllu
áhrifaríkara er það mikla
smygl, sem stundað er og
hefur leitt til þess að rlflega
milljón tonn af hrísgrjóna-
uppskeru landsmanna hverfa
árlega yfir landamærin til
Indlands. Þessi miklu við-
skipti gætu aldrei þrifizt án
þegjandi samþykkis yfir-
valda.
Á þá að gefa Bangladesh
upp á bátinn sem botnlausa
hít fyrir alþjóðahjálp? Nei,
alls ekki. Mujibur Rahman,
fursta og forsætisráðherra, er
fullkunnugt um þetta vanda-
mál. Hann hefur þegar gert
ráðstafanir til að vinna bug á
því, og fleiri ráðstafanir eru á
döfinni. Rauði krossinn í
Bangladesh er loks orðinn
virkur, og virðist yfirmaður
samtakanna hafa tekið að-
vörunum. Hernum hefur ver-
ið fyrirskipað að beita sér
gegn smygli og matvæla-
söfnun einstaklinga. Einnig
bendir allt til þess að Mujib
ætli sér að auka mjög völd
sín. Má segja að það séu
slæmar fréttir fyrir lýðræðis-
kenninguna, en það dregur
úr áhrifum þeirra stjórnmála-
manna og þingmanna, sem
notað hafa völd sín í þágu
spillingaraflanna.
Varðandi smyglið þá ber
að benda á að landamæri
Bangladesh eru allt of löng til
að unnt sé að gæta þeirra
sem skyldi. [ borgarastyrjöld-
inni 1971 reyndist her
Pakistans ókleift að hindra
ferðir skæruliðasveita yfir
landamærin. Eina svarið við
smyglinu er efnahagsaðgerð-
ir, en ekki stjórnmálaaðgerð-
ir. Það verður að auka mat-
vælaræktunina í Bangladesh
og fella gengið svo hagnað-
urinn af smyglinu verði
minni.
7
Bólstrun Tek bólstruð húsgönþ, i klæðn- ingu. Fast verðtilboð, ef óskað er. Bólstv. Bjarna G uðmundssonar, Laugarnesvegi 52, sími 32023. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27 Simi 25891.
Iðnaðarhusnæði óskast til leigu ca. 1 00 fm. helst i austurbæ eða austurbæ Kópa- vogs, þarf að vera jarðhæð. Tilboð sendist Mbl. merkt Iðnaðarhús- næði 4645. Bókhaldsþjónusta Viðskiptaskrifstofan, Austurstræti 10, 5. h. Sími 1 3995.
Er vaskurinn stílfaður? Tek stiflur úr handlaugum, baðkör- um, eldhúsvöskum og niðurföll- um. • Baldur Kristiansen pipulagningameistari. Simi 19131. Grindavík Til sölu nýlegt einbýlishús 137 fm, ásamt bilskúr. Skipti á 110—120 fm íbúð i Reykjavik eða Kópavogi æskileg. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Keflavik, simar 1 263 og 2890.
íbúð óskast óska eftir 4ra—5 herb. ibúð í Hafnarfirði til leigu fyrir barnlaus bandarísk hjón. Uppl. i sima 52808. Garðahreppur — Kópavogur Get bætt við mig klæðningum á bólstruðum húsgögnum fyrir jól. Bólstrun Sveins Halldórssonar, Skógarlundi 1 T, Gh. s. 43905. Geymið auglýsinguna.
Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin h.f., simi 33603. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., simi 33603.
Sandgerði Til sölu einbýlishús og góðar hæð- ir i tvibýlishúsi. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, sími 92-3222. Eignarlóð — Mosfellssveit 1 200 fm eignarlóð á einum feg- ursta stað sveitarinnar undir ein- býlishús til sölu. Lysthafendur vinsamlegast sendið tilboð til Mbl. merkt: Glæsilegt útsýni 4648.
Keflavik Til sölu vandað parhús, 5 svefn- herb. og stofa. Bilskúr fylgir. Laus fljótlega Fasteignasalan Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik, símar 1 263 og 2890. ^ÞEIR RUHR viflsmPTin seri RUCLVSRI JT JflorguuMaímtu
Rowenfa.
Klukkur
(EU 02).
Ganga fyrir rafhlöðu.
Ljós á skifu kviknar
þegar tekið er á henni.
___________________/
Hemlavarahlutir
í bifreiðir
Eigum fyrirliggjandi hemlaklossa fyrir diska-
hemla á flestar gerðir bifreiða. Svo sem:
amerískar, enskar, þýzkar, sænskar, ítalskar,
japanskar, rússneskar (Lada), ásamt ýmsum
öðrum varahlutum í helmakerfi.
Sérgrein okkar er hemlaþjónusta.
Stilling h. f .,
Skeifan 11,
sími 31340 og 82 740.