Morgunblaðið - 03.12.1974, Side 12

Morgunblaðið - 03.12.1974, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 Hrakfallabálkur og heiðursmaður HAFSTEINN Sigurbjarnarson er áður kunnur fjölmörgum íslenzk- um lesendum. Fyrir um það bil hálfum öðrum áratug skrifaði hann á furðulega stuttum tíma skáldsögur, sem heita Kjördóttir- inn á Bjarnarlæk, Draumurinn og örlagastundin, sem er tvö bindi. Þessar bækur gaf út Bókaforlag Odds Björnssonar og mun ekki hafa á þeim tapað. Þær seldust vel og hlutu vinsældir margra, sem lesa sér til skemmtunar. Þeg- ar þær voru að koma út, var Haf- steinn að komast á sjötugsaldur- inn, en nú er hann kominn fast að áttræðu og sendir nú frá sér bókarkorn, sem 444 þéttletraðar blaðsíður, og ég las allt þetta mikla mál af áhuga og ánægju. Hafsteinn hefur ekki staðið i öðrum þjóðkunnum stórræðum en þeim, sem að ofan greinir, en vissulega er það dagsatt, sem hann segir um sjálfan sig á blað- siðu 409 í ævisögu sinni: „Ég hef alla tíð verið óvæginn við sjálfan mig, svo að stundum hefur gengið brjálæði næst.“ Mér datt i hug, þegar ég var kominn nokkuð áleiðis í bókinni, kerlingin fjórdrepna, en eftir því sem ég las lengur, hætti ég að hugsa til þeirrar aikunnu konu, því að margsinnis hefur Hafsteinn lifað það af, sem hefði •irepið hvern venjulegan mann að ífsvilja, herkju og seiglu, enda ;agði við hann heiðursmaðurinn Sigurður Pálmason, kaupmaður á Hvammstanga: „Það er stór íurða, að þú skulir ekki vera dauður, og það fyrir löngu.“ Yfirleitt er frásögn Hafsteins lipur og á eðlilegu máli, og í henni hef ég rekist á nokkur mjög athyglisverð orð, sem ég hef ekki heyrt eða séð áður. En við og við kemur fyrir brotalöm á máli i frá sögninni, en engin, sem ekki Ævisaga Hafsteins Sigurbiarnarsonar skráð af honum sjálfum hefði verið hægur vandi að laga, við yfirlestur á handriti. Ég læt nægja að taka tvö dæmi: „I svona málum ætti ekki að nægja, þótt allir hreppsnefndarmennirnir væru samankomnir og sammála, að gera út um svona mál.“ Og: „Hann keyrði bil, er við áttum í félagi og fór frá, þegar til féll einhver atvinna, sem var stopul." Hafsteinn er fæddur árið 1895 á Vigdísarstöðum i Línakradal I Vestur-Húnavatnssýslu. Þá bjuggu þau þar, foreldrar hans, Sigurbjörn Hannesson og Ragn- heiður Stefánsdóttir. Þau voru bláfátæk, höfðu byrjað búskap með litlu og eignuðust þrjú börn á fjórum árum, Hafstein og tvær telpur. Hafsteinn segir: „í'rá því fyrsta ég man eftir mér, hef ég látið vinnu sitja fyrir skemmtun- um.“ Hann var heldur ekki nema á sjötta árinu, þegar hann réðst í torfristu með búrhnif sem torfljá og systur sínar til aðstoðar. Þá hófst hans langi hrakfallabálkur. Honum segist þannig frá: „Við þutum af stað. Það var nýafstaðin rigning og skreipt í spori, og steyptist ég á hausinn meó þeim afleiðingum, að ég hlaut skurð til beins frá hársrótum að nef- broddi um augnakrók, og sést örið enn eftir 70 ár... Ég var blindur lengi og varð að liggja i rúminu." Þegar hér var komið, hafði fað- ir hans orðið fyrir svo alvarlegu slysi, að hann gat ekkert unnið, var seinast svo kvikkvalinn, að hann gat ekki varizt hljóðum. Þá er hann lézt, hafði hann verið svo lengi veikur að heimilið hafði orð ið að þiggja af sveit. Faðirinn var ekki fyrr komin í gröfina, en odd- vitinn kom í heimsókn. Þegar Leiftur 1974. þetta gerðist, var Hafsteinn réttra sex ára og eldri systirin átta. Odd- vitinn var vingjarnlegur, sagði húsfreyju, að nóg hey hefði hún handa skepnum sinum fram yfir sumarmál. Svo væri þá ákveðið uppboð á eignum hennar með komandi sumri og heimilið leyst upp, og börnunum komið fyrir, og leyfilegt væri henni að halda eftir einni hirzlu, rúmfötum i eitt rúm og einni skepnu, sem hún mætti velja sjálf. Móðirin svaraði — og var málrómurinn lítið eitt tor- kennilegur: „Það hefur ekki farið fram hjá mér, að ég hef neyðzt til að þiggja af sveit, og er ég undir það búin, að allt sé af mér tekið annað en börnin. Þau á ég sjálf, og þeim sleppi ég ekki.“ Vitaskuld varó oddvitinn, mektarmaður tvöfaldur í roðinu, því að hreppstjóri var hann lika, forviða og þjarkaði lengi við kon- una til þess að koma fyrir hana vitinu, en árangurslaust. Haf- steinn spurði grátandi, þegar sá tvígildi var farinn, hvort þessi maður ætlaði að taka systkinin. Hún svaraði: „Ég ætla að reyna að hafa þig hjá mér, en þú verður að vera góður drengur og duglegur að hjálpa mér.“ Hann hét þvi, og svo segir í sögunni: „Þetta loforð kom oft í hug mér síðar.“ Móðirin kom svo telpunum fyr- ir á góðum heimilum, en hafði Hafstein með sér. Og sannlega tókst þessari gáfuðu, frábærlega viljaföstu hagleikskonu, sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna að vinna fyrir börnunum, og Haf- steinn reyndist fljótlega henni likur að vinnusemi, framtaki og dugnaði svo, að hann varð henni brátt enginn baggi, heldur gat áður en hann fermdist, hjálpað henni um fé, og tveim dögum eftir fermingu hans, þegar þessi mikla heiðurskona og móðir var Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN nýkomin vestan af Isafirói, þar sem hún hafði kostað upp á sig gervitönnum, fór hún ásamt syni sinum að hitta oddvitann, þann hinn sama og leyfði henni náðar- samlegast að halda eftir einum rúmfötum, einni hirzlu og einni skepnu eftir frjálsu vali, og nú greiddi hún honum hina gömlu sveitarskuld að fullu. Hlið við hlið og sitt í hvoru lagi börðust þau Hafsteonn og móðir hana að því marki, sem enginn hugði þau mundu ná — og var þar aldrei neitt fálm eða ráðaleysi og ekki hörmuð meinleg óhöpp. Bar- átta þeirra er jafndæmigerð upp á allt lífsstarf Hafsteins og fyrsta stórslysið sem henti hann, var upp á þau fjölmörgu áföll, sem hann hefur hlotið, þessi maður, sem sársá eftir stritvinnunni, til dæmis uppskipun á vörum úr skipum, þegar svo var komið á efri árum hans, að hann hafði öðru að sinna, var orðinn heldur betur liðtækur og áhugasamur skólanefndarformaður og hrepps- nefndarmaður í Höfðakaupstað, skáldsagnahöfundur og kaupmað- ur, sem enginn minni en Sigurður prófessor Nordal útvegaði verzlunarleyfi. Þá hafði Haf- steinn, auk alls annars, komið upp ásamt sinni myndar- og gæða- konu, sjö dætrum, sem allar eru vel giftar — og margar hendur voru nú á lofti til aðstoðar, ef einhvers þurfti með, en raunar hefur Hafsteinn alltaf verið sjálf- bjarga, jafnvel þá er hann hefur orðið að staulast á hækjum og við staf og önnur höndin verið orðin honum óhæg til þjónustu. Hér skal ekki talið það, sem Hafsteinn hefur tekið sér fyrir hendur, svo margt og margvislegt sem það er. En vist er um það, að í þessari sögu gefur hann glögga hugmynd um lífsbaráttu og lífsað- stöðu alþýðu manna í Hijlnaþingi, og ennfremur bregður hann upp lifandi myndum frá kreppuárun- um í Reykjavik, síldarvinnu á Siglufirði, dvöl á Landspítalanum og þá ekki síður því, sem hann varð að þola á Rauðakrossspitala í Noregi, raunar sér til mikilla bóta. Margt er það sem gæti virzt í fljótu bragði ótrúlegt í frásögnum hans og lýsingum, en hann skilst þannig við það, að lesandinn finn- ur eða sér, að þarna er ekki farið með fleipur. Hafsteinn er og mjög glöggur á menn, og eru margar skemmtilegar og sérstæðar mann- lýsingar í sögu hans. Þar eð hann hlífir ekki sjálfum sér, heldur segir frómt frá mistökum sínum og stundum kostulegum fyrirtekt- um, til dæmis kvonbænum, sem honum var nærfellt orðið hált á og verða að teljast kímilegar, leggur lesandinn trúnað á skýrar lýsingar hans á öðrum. Eru þær langflestar að einhverju leyti jákvæðar, svo að ekki eru þeir menn öfundsverðir, sem verða fyrir nokkru aðkasti frá hans hendi. Ég læt hér staðar numið en spái því, að þessi bók verði langlífari en margar þær, sem teljast munu gerðar af meiri leikni og list og betur hafa verið fágaðar að sumu leyti. Hún er sönn og sannmann- leg — og þess mun hún lengi njóta. Guðmundur Gíslason Hagalín, Mér hlýnaði við lesturinn □ Einar Guðmundsson frá Hergilsey. Q Blærinn í laufi — Skáldsaga. Q Bókaútgáfan Örn og Örlyg- ur1974.Q Höfundur þessarar bókar er ungur bóndi, er býr á nýbýli, sem hann hefur byggt úr landi hins gamla prestsseturs, Brjánslækjar á Barðaströnd. 1 hittiðfyrra gáfu örn og Örlygur út skáldsögu eftir hann, sem heitir Meðan jörðin grær. Hún er í gömlu frásagnar- formi og „fer vel“, en hvort tveggja þetta þykir flestum þeim, sem um bækur rita á landi hér, órækt merki þess, að skáldsaga sé ómerkileg og eigi ekkert erindi til íslenzkra lesenda. En mér er þannig farið, að ef jákvæður endir skáldsögu er í samræmi við atburðarás og gerð þeirra per- sóna, sem eru þar burðarásinn, þá virðist mér það síður en svo ókost- ur, að henni lykti á jákvæðan hátt, enda hældi ég sögu Einars, þó að ég teldi hana ekki lýtalausa og benti á það, sem mér þótti miður fara. Hin nýjá skáldsaga hans endar einnig jákvætt, en auðsæ er fram- förin í gerð hennar og mann- lýsingum. Hún er og rituð á hreinu og eðlilegu máli, stíllinn ekki áberandi persónulegur hvað þá fáranlegur eða torræður, stundum í honum rómantisk við- kvæmni og fegurðarnautn, en alls ekki tilfinningavæmni. Og viðtöl eru flest eðlilegri en ætla mætti hjá tiltölulega lítt þjálfuðum rit- höfundi. Þau lýsa og yfirleitt allvel sögufólkinu, um leið og þau orka á framvindu sögunnar, án þess að það, sem höfundurinn vill koma á framfæri, verki sem ergj- andi áróður, enda er honum hag- ræði að því, að hann lætur eina af þeim persónum, sem hann teflir fram, segja söguna, og svo getur hann þá lagt honum hóflega í munn þá ádeilu og þann boðskap, sem sagan á að flytja. Þeim, sem þekkir eitthvað til hinna meira en hálfeyddu sveita milli Barðastrandar og Reykhóla- hrepps, verður það fljótlega ljóst við lestur þessarar bókar, að þær hefur höfundurinn haft i huga, þegar hann valdi sér viðfangsefni og sögusvið. Sagan gerist fyrst og fremst á stórbýli, sem heitir Hrollaugsfjörður. Þar eru þrír búendur, og heita bæirnir Vestur- bær, Norðurbær og Austurbær. Á þeim bæjum eru þrír unglingar, Hrefna, dóttir hjónanna í Vestur- bæ, Hallur, sonur Konráðs bónda í Norðurbæ, og Hrólfur Stefáns- son, sem söguna segir. Hann er elzta barn hjónanna í Austurbæ. Þetta eru aðalpersónurnar í sög- unni. Úr Hrollaugsfirði er yfir lágan háls að fara ofan í Selfjörð. Þar eru tveir bæir. Dóttir Cesíls bónda á öðru þeirra býla heitir Asta. Hana má telja til áhrifa- valda sögunnar, því að hún kveik- ir í þeim báðum, Hrófli og Halli og er andstæða Hrefnu, sem höfundur lýsir af auðsærri samúð, en þó fullu raunsæi. Þá ber og að nefna Sigurð gamla járnsmið, tengdaföður Konráðs bónda i Norðurbæ og afa Halls. Sigurður hefur á léttasta skeiði misst annan fótinn og fengið um siðir tréfót í staðinn, og er svo gamli maðurinn gjarnan kallaður Sigurður eða Siggi á hnaliinum. Hann er að upplagi greindur, og það áfall, sem hann varð fyrir, hefur aukið honum glöggskyggni og raunsæi, en ekki vakið hjá honum slíka beiskju, að hún villi um fyrir honum. Fólkið í Hrollaugsfirði lifir bæði á sjósókn og landbúnaði, og er hjá hinum þremur búendum samstaða um sjósóknina. Sama er að segja um fólkið i Selfirði. Höfundurinn lýsir vel athafnalif- inu jafnt á sjó og landi, og i þeim lýsingum koma fram sum ein- kenni þess fólks, sem við sögu kemur. Sagan gerist á um það bil einum áratug, hefst á að gizka um það bil, sem ógnaralda heims- styrjaldarinnar síðari er að skella yfir. Trillubátur er enn eina vel- knúna tækið í Hrollaugsfirði og nágrenni, en i sögulokin er vél- væðing landbúnaðarins tekin að þokast út á þennan veraldarhala, samtímis því, sem það aukna los á búsetu í sveitum landsins, sem fylgdi áhrifum styrjaldar og her- setu á atvinnulíf og þjóðfélags- hætti, lætur svo mikið til sín taka beint og óbeint, að byggðin eyðist til fulls í Selfirði og aðeins Hrólfur og Hrefna búa í Hroll- augsfirði, en þau eru ákveðin i að erja þar jörð og koma þar upp börnum sínum við ilman af björk og lyngi og gróandi grösum — og saltan eiminn frá hinum brúngljáu skerjum, töngum og lónum. Það var svo af því, sem áður hefur farið á milli Hrólfs og Sigga gamla á hnallinum næsta eðlilegt, að gamli maðurinn kjósi frekar að verða eftir hjá þeim Hrefnu en fylgja á flóttanum dóttur sinni og tengdasyni. Eitt sinn sagði Siggi gamli við Hrólf, þegar honum virtist hann heillast af hinni flöktandi Astu í Selfirði, en lítt kunna að meta þokkafullt andlit hinnar raunar fagureygu og fórnfúsu Hrefnu í Vesturbæn- um: „Hygg þú að, hvor eldurinn muni heitari og langvinnari, sá, sem kveiktur í þurru limi, eða hinn, sem lagður er í eikarstokk- inn. Þér myndi trúlega vera hollt að hugleiða þetta drengur minn, eins og kónginum forðum, þótt i annarri mynd væri.“ Svo sem nokkuð marka má af þvi, sem ég sagði um hæfileika höfundar til að birta gerð persóna sinna i viðtölum og þá um leið einstökum tilsvörum, þykir mér hann hafa til að bera allmikla mannþekkingu og hæfileika til að láta sögufólkið lýsa sér sjálft. Hve ráðsnjall hann er, þegar hann vill skiljast svo við bernskufélaga og siðan keppinaut sögumannsins i meyjarmálum, að enginn þurfi að efa gerð hans og innræti, sýnir bezta það tiltæki hans að láta Hall gleyma ósigrum sínum og yfirlýst- um fjandskap, þegar hann hefur misst fjóra verulega verðmæta tófuyrðlinga úr haldi og leitar auðmjúkur á náðir Hrólfs um hjálp til að finna þá og fanga. Þá vil ég ekki láta þess ógetið, hve ljóst hinar fáorðu náttúru- lýsingar í þessari bók sýna fegurðarskyn höfundarins, svo sem það kemur fram í hugleiðing- um sögumannsins, og gerir það mun skiljanlegra en ella hefði orðið, tryggð hans við átthagana og gróðraröflin, sem hann á aó vinna með. Siggi gamli segir og við Hall, dótturson sinn það, sem höfundur mundi trúlega vilja mæla við ýmsa þá, sem flúið hafa úr þessum fjörðum: ,,Jæja, farðu þá í rass og rófu, en ég skil ekki, við hvern andskot- ann þið eruð hrædd. Hér hefur fólk búið I þúsund ár, og engar sögur eru til um, að nokkur hafi soltið í hel, ekki hérna; þvert á móti flykktist fólkið hingað að leita sér lífsbjargar, um það eru til margar sögur, og þá var lífs- björgin ekki einskis metin. Þegar hann bjó hérna hann Ámundi sterki, komu hingað eitt hörku- vorið mægður tvær innan úr sýslu, bóndinn var handlama og gat ekki farið til róðra, svo hann varð að vera heima og gæta bús og barna, en sendi konu sína og dótt- ur, það var eina úrræðió. Já, það var svo sem ekki margra kosta völ, en það var nóg sem dugði, heimilinu var borgið það árið. Hann sagði líka bóndinn, þegar þær komu heim í slátarbyrjun með skreiðina: „Mikil blessuð björg er þetta, og ekki hefur hann svikið ykkur lifrarbroddurinn,“ og klappaði framan á konu sína. Nú, nú, þegar það varð uppvíst, að fleira kom til en lifrin, þá varð hann svo sem ekki uppnæmur, æi, nei, ekki aldeilis karl minn. Dótt- urina, sem fæddist með næstu góu, lét hann skira Lifsbjörg, en það er að segja af dótturinni, sem í verið fór, að hún giftist for- manninum á bátnum, sem hún reri á hérna úr firðinum, og það var hún langamma þín, kempan.“ Ég leyfi mér það svo að bæta hér nokkru við af hugsunum Hrólfs, sem vissulega fær að kenna á ýmsu miður þægilegu, fyrstu búskaparárin, þegar hann fer í kaupstaðinn fyrir jólin: „Straumurinn liggur suður, þangað sem fólk þarf minna að hugsa, og það er tekið á móti þessu fólki tveim höndum, því það kann að vinna verk sem eru ekki samboðin vel menntuðu fólki. Það kann að veiða fisk og verka fisk og moka snjó og mold og möl og aka hjólbörum." (Leturbreyting min. G. G. H.) Það er dagsatt, að mér hlýnaði við lestur þessarar bókar ein- yrkjans á nýbýlinu í landi Brjáns- lækjar á Barðaströnd, næsta býli við tóftirnar, sem taldar eru leifar vetrarsetubúða þess manns, sem gaf landinu okkar heitið Island. Guðmundur Gislason Hagalín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.