Morgunblaðið - 03.12.1974, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
Hversvegna
— ekki
eftir
ÓLA TYNES
PLO?
Lófatakið sem barst á móti
Yasir Arafat, leiðtoga Frelsissam-
taka palestínuaraba, þegar hann
gekk inn í salarkynni Allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna, er lík-
lega óhugnanlegasta hljóð sem
Gyðingar hafa heyrt siðan fall-
byssudrunur Yom Kippur striðs-
ins bárust þeim til eyrna í október
í fyrra. Mörgum þeirra hefur
eflaust fundist að nú væri verið
að reka smiðshöggið á pólitíska
einangrun þeirra. Þeir börðust af
öllum mætti gegn þvi að PLO
fengi að senda fulitrúa til Sþ en
sú barátta varð ekki annað en enn
eitt tapið fyrir þá á hinum póli-
tíska vígvelli. A vigvöllum eyði-
merkurinnar stenzt þeim enginn
snúninginn en í pólitíkinni hafa
þeir farið mjög halloka allt síðast-
liðið ár og aðalástæðan er nokkuð
augljós. Fannst enda mörgum
sem þeir sæju olíubrák í fótspor-
um Arafats þegar hann gekk bros-
andi inn á allsherjarþingið og
meðtók fagnaðarlæti samkund-
unnar.
Áreiðanlegar heimildir hjá Sþ
herma að allt bendi til að Frelsis-
samtökunum (PLO) verði veitt
full diplomatisk viðurkenning
sem áheyrnarþjóð í aðalstöðvum
Sþ. Margir eru og þeirrar skoðun-
ar að áður en yfir lýkur verði isra-
elar að beygja sig og setjast að
samningum með fulltrúum PLO,
en hingað til hafa þeir harðneitað
að viðurkenna samtökin sem
samningsaðila.
HVERSVEGNA
EKRI?
Og hversvegna geta þeir ekki
samið við PLO? Hvað á þessi
þrjóska að þýða, ef þetta gæti nú
leitt til friðar?
Á því hálfa ári sem ég hef verið
i israel held ég að ég hafi kynnst
ísraelunum nokkuð vel. Ég gekk
með þeim til vinnu á ökrunum,
ferðaðist með þeim, skemmti mér
með„þeim og reifst við þá um allt
mHíi himins og jarðar. Ég held að
strið sé það allra síðasta sem þeir
óska eftir.
Fyrir Yom Kippur stríðið er
ekki ólíklegt að það hafi verið
meirihluti fyrir þvi i tsrael að
skila aftur nær öllum herteknu
svæðunum ef það gæti leitt til
þess að gerður yrði nokkurn veg-
inn öruggur friðarsamningur.
Hvorki fyrir né eftir Yom Kippur
stríðið hef ég getað fengið
nokkurn ísraela til að viðurkenna
að hann hataði andstæðing sinn,
hinn almenna borgara í Araba-
ríkjunum. Snerist talið hinsvegar
að skæruliðasamtökunum, frelsis-
fylkingunum svonefndu, varð
annað uppi á teningnum.
hermannaklossum einum fata, en
svitinn rann í lækjum niðureftir
okkur.
Eftir siðustu tenginguna
settumst við niður og reyndum að
fá skugga af traktornum. Gingy
hallaði sér upp að öðru afturhjól-
inu strauk af sér svitann og horfði
útyfir auðnina:
— Það þarf nú vitleysingja til
að berjast fyrir þessu landi,
muldraði hann.
— Og hver hefur sagt að þið
væruð ekki vitleysingar? Látið
Hussein hafa þetta aftur og lifið
svo í friði. Látið Sadat hafa Sinai
og Assad hafa Golan og þá þurf-
um við ekki að vera að þvælast
um með þessar bölvaðar vatns-
leiðslúr.
Það voru brosviprur f ófriðu,
freknóttu andlitinu, en hann
svaraði samt alvarlega.
— Það myndi ekki nægja. Jafn-
vel þótt við gætum náð nokkuð
tryggum friðarsamningum við
leiðtoga Arabaríkjanna þá verða
það Arafat og hans hyski sem yrði
hér allsráðandi (vesturbakka
Jórdan). Við gætum kannski sam-
ið við Hussein, en aldrei við
skæruliðana. Ég get skilið og jafn-
vel virt jórdani og egypta þegar
við berjumst við þá. En ekki
skæruliðana. Þeir eru morðingjar
en ekki hermenn.
KONUR OG BÖRN
MYRT
Og þarna liggur hundurinn
grafinn, hvað ísraela snertir. Það
er tiltölulega skammt siðan PLO
(Palestine Liberation Organ-
ization) fór að ganga undir því
nafni. Samtökin voru áður bezt
þekkt undir nafninu A1 Fatah.
Þau hafa beitt sér fyrir misk-
unnarlausum morðum og hryðju-
verkum í ísrael um margra ára
skeið. Skólabílar, fullir af börn-
um, hafa verið sprengdir i loft
upp með eldflaugum. Eldflaugum
og fallbyssum hefur verið beitt
gegn samyrkjubúum og alltaf er
ráðist á garðinn þar sem hann er
lægstur.
Skæruliðarnir sækjast ekki
eftir átökum við israelska her-
menn. Þeir ráðast fram þar sem
varnir eru litlar eða engar og
myrða alla sem fyrir verða. Nú
allt í einu er sagt að þessir menn
séu orðnir diplomatar og það er
klappað fyrir þeim í Sameinuðu
þjóðunum.
ARAFAT
FORDÆMIR
MORÐINGJAR,
EKKl HERMENN
Gingy er einn bezti vinur minn
þarna niðurfrá. Gingy þýðir rauð-
kollur og hann ber nafn með
rentu. Við vorum að leggja vatns-
leiðslur i Negeveyðimörkinni,
skammt frá jórdönsku landa-
mærunum. Hitinn var um 40 stig
svo við vorum I stuttbuxum og
ar af blóði saklausra fórnardýra
frá fyrri árum og sífelldar morð-
árásir samherja hans gera að
verkum að israelum finnst þeir
ekki geta gengið til samninga við
þessa menn.
EKKERTLÁT
HJÁ SKÆRULIÐUM
Eftir Yom Kippur stríðið var
um skeið meiri von um frið í
Miðausturlöndum en nokkru
sinni fyrr. Leiðtogar Arabaríkj-
anna, sérstaklega Anwar Sadat,
forseti Egyptalands virtist vera
einlæglega umhugað um að koma
á varanlegum friði.
viljandi eða að yfirlögðu ráði, þvi
Israelsku hermennirnir hafa
strangar skipanir um að gera það
sem þeir geta til að hindra að
saklausir þurfi að gjalda hryðju-
verka frelsishreyfinganna.
ÓBILGJARNIR
Eins og ég sagði áðan fékk ég
ekki israela til að viðurkenna að
þeir hötuðu andstæðinga sina. En
framkoma þeirra er hinsvegar
stundum á þá leið að það kemur
berlega f ljós að þeim er að
minnsta kosti ekki vel við þá.
Þegar ég fór upp í Golanhæðir f
júní sfðastliðnum átti eiginlega að
vera komið þar vopnahlé. Það var
þó ekki að sjá á þeim hermönnum
sem þar voru að þeir hefðu frétt
af þvf. Ég var þarna f algeru
óleyfi, hafði ferðast á puttanum
framhjá eftirlitsstöðvunum sem
áttu að loka leiðinni að hæðunum.
Með vissu millibili hóf stór-
skotalið israela ofsalega skothrið
yfir til Sýrlands, liklega leiðbeint
af flugvél sem sveimaói um í tölu-
verðri hæð. Sýrlendingar virtust
hinsvegar gera lltið til að svara
skothrfðinni.
Ég komst til Quaneitra um
kvöldið og þar var ekki fagurt um
að litast, þar voru ekki nema 3—4
hús uppistandandi f allri borginni
og í þeim bjuggu nú ísraelskir
hermenn. Skriðdrekunum þeirra
var „parkerað" fyrir utan.
Ég svaf í einum húsarústunum
um nóttina og vaknaði við miklar
en fjarlægar sprengingar
morguninn eftir. Og það var á
Yasir Arafat. Diplomat með blóðugar hendur.
Þó að mér hætti mjög til að lfta
á þessi mál frá sjónarmiði ísraela
verð ég að viðurkenna að það er
ekki alveg hægt að setja alla
skæruliða undir sama hatt, eins
og þeir gera. Það verður að viður-
kennast að Arafat hefur um
þó nokkurt skeið unnið að því að
breyta samtökum sfnum úr því að
vera hreinn bófahópur í þá
„diplomata" sem þeir eru orðnir,
hvaða álit sem menn svo hafa á
þeirri ákvörðun Sþ.
Flugránin, morðin á skólabörn-
unum f Maalot og á fbúum Kiryat
Shmona, voru ekki að hans frum-
kvæði og hann hefur jafnvel for-
dæmt ýmsar meiriháttar öfgar
samherja sinna. Nú er það að vísu
rétt að batnandi manni er bezt að
lifa. En hendur Arafats eru rauð-
ísraelar glöddust mjög yfir
þessu. Þeir höfðu háð blóðugt
stríð við Arabaríkin en það hafði
verið á vfgvelli, hermaður gegn
hermanni. Þeir voru reiðubúnir
að gleyma og fyrirgefa ef hinir
vildu það. En hjá skæruliðunum
var hugarfarið annað. Hinar
ýmsu deildir frelsissamtakanna
juku hryðjuverk sín fremur en
hitt.
I april á þessu ári ruddust út-
sendarar þeirra inn í þorpið Kiry-
at Shmona, sem er skammt frá
landamærum Libanons. Þar
myrtu þeir óbreytta borgara unn-
vörpum. I maí komu þeir til
Maalot, náðu þar skóla á sitt vald
og myrtu tuttugu skólabörn. Fjöl-
mörg fleiri hryðjuverk mætti
nefna þótt þessi hafi verið um-
fangsmest. Þetta geta ísraelar
ekki fyrirgefið. Þeir líta á þessa
menn sem morðingja og finnst
óhugsandi að setjast að samninga-
borði með morðingjum.
Eins og kunnugt er hafa fsra-
elar ekki tekið þessum árásum
þegjandi og hljóðalaust. Þeir hafa
gert heiftarlegar hefndarárásir
og f þeim hafa einnig fallið konur
og börn. En þau eru ekki vegin
leiðinni til baka sem ég sá til
verkfræðingasveita israelska
hersins.
SVIÐIN JÖRÐ
Það hafði verið um það samið
að sýrlendingar fengju aftur
Quaneitra og nokkurt belti f
grennd við borgina og þar voru
verkfræðingasveitirnar að „störf-
um“. Þær eyðulögðu bókstaflega
allt sem þær gátu. Hálfhrunin hús
voru sprengd f loft upp svo óger-
legt yrði að gera við þau. Engi og
akrar voru brenndir og gróður-
eyðingarefnum úðað yfir. Avaxta-
garðar sem hafði áreiðanlega
tekið áratugi að rækta upp voru
eyðilagðir. Grfðarstórir skriðdrek-
ar með ýtublöð framan á sér
ruddu trjánum um koll. Langar
raðir af appelsínu- og banana-
trjám féllu fyrir ýtublöðunum og
svo óku skriðdrekarnir fram og
aftur yfir þau og muldu þau og
brutu. Hatur? Það var allavega
ekki mikla sáttfýsi að sjá i þessu
verki.
En fer þá svo að ísraelar verði
að bæla niður hatur sitt á Frelsis-
samtökum palestínuaraba og
ganga til samninga við þau? Mér
þykir það satt að segja fremur
ólíklegt. Það er augljóst að það
verður gífurlegur pólitískur
þrýstingur á þeim, en það er bara
ekki alltaf rétta aðferðin þegar
ísraelar eiga í hlut.
MASSADA
KOMPLEXINN
Það er kannski of mikið að
segja að þeir séu haldnir
ofsóknarbrjálæði en það er þá
eitthvað sem jaðrar við það. í
rauninni væri ekkert skrítið þótt
þeir væru haldnir ofsóknarbrjál-
æði, þegar litið er á sögu þeirra.
Og það hættir þeim til að gera
anzi mikið.
Það má ekki mikið láta á móti
þeim til þess að söngurinn upp-
hefjist: „Þarna sjáið þið. I raun-
inni er öllum sama um Gyðinga,
við getum engum treyst nema
sjálfum okkur.“ Hitler er mjög
oft blandað inn í málið þegar
svona stendur á.
Mig minnir að það hafi verið
Alsop, bandaríski dálkahöfundur-
inn, sem fyrst talaði um „Mássada
komplex" fsraela.
Massada er mikið fjallavirki
sem Herodes byggði á sínum tíma
við Dauðahafið. 1 uppreisninni
miklu gegn Rómarveldi var það
sfðasta vígi Gyðinga. Þar voru 960
uppreisnarmenn til varnar og
þeir héldu víginu gegn hersveit-
um rómverja í þrjú ár eftir að
uppreisnin hafði verið bæld niður
að öðru leyti. Þeir frömdu svo
sjálfsmorð fremur en falla i hend-
ur rómverjum og verða þrælar
þeirra.
„Massada mun ekki falla
aftur,“ segja gyðingar í dag og
eiga þá við Israelsríki. Og eins og
verjendur Massada urðu að
standa einir, telja þeir að þegar á
hólminn sé komið fyrir alvöru
geti þeir engum treyst nema sjálf-
um sér.
SÞ BÆTIR EKKI
ÍJR SKAK
Því miður gerast stundum þeir
atburðir á pólitíska sviðinu sem
hægt er að túlka á þann veg á lff
gyðinga séu álitin minna virði en
Unnarra. Skýrasta dæmið um
þetta er samþykkt Sameinuðu
þjóðanna eftir árásina á Kiryat
Shmona. Mig minnir að þar hafi
átján óbreyttir borgarar verið
myrtir á heimilum sínum, meiri-
hlutinn konur og börn. Hryðju-
verkamennirnir höfðu komið frá
Libanon og fsraelar gerðu harka-
legar hefndarárásir. Þeir gerðu
bæði loftárásir og sendu her-
flokka tii þorpa sem þeir grunuðu
um að hýsa skæruliða.
Moshe Dayan sem ekki er að
jafnaði stórorður lýsti því yfir
opinberlega að ef stjórn Libanon
tryggði ekki að skæruliðarnir
færu ekki yfir landamærin,
myndi stjórn tsraels gera það. Ef
fbúar Kiryat Shmona fengju ekki
að búa f friði, myndi ísraelsher
leggja suðurhluta Libanons í rúst.
Líbanon bar málið undir
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Þar var samþykkt að fordæma
tsrael fyrir að rjúfa landamæra-
helgi Lfbanons. Fulltrúi Banda-
rikjanna reyndi að koma að í sam-
þykktinni að jafnframt yrði for-
dæmd árásin á Kiryat Shmona, en
það var fellt. ísraelar urðu að
vonum æfir.
Blöðin notuðu stærstu fyrir-
sagnir sinar þegar skýrt var frá
samþykktinni. Og niðurstaðan var
samhljóma: Þegar á hólminn er
komið skiptir það engan hvort
Gyðingar halda lifi. Nema aðra
Gyðinga.
x x x x x
ísraelar vantreysta því Sam-
einuðu þjóðunum og þessi síðasta
ákvörðun samtakanna, varðandi
Frelsisfylkingu Palestfnuaraba,
hefur ekki gert þeim léttara f
skapi. Það er þvf alveg eins lík-
legt að þeir dragi sig nú inn í skel
sfna, bfti á jaxlinn og loki eyr-
unum fyrir öllum fyrirbænum um
að koma út og semja.