Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DÉSEMBER 1974
17
Snyrtiaðstaða
Valhallar
fyrir almenning
I SKÝRSLU formanns Feröa-
málaráðs fyrir sl. ár kom fram, að
við athugun, sem gerð var á
snyrtiaðstöðu á ferðamannastöð-
um almennt, kom í ljós, að snyrti-
aðstaða, sem byggð var við Hótel
Valhöll á Þingvöllum, er eign
ríkisins og opin öllum gestum,
sem þar koma. Eru því öll tvímæli
úr sögunni um eignarheimild á
snyrtiaðstöðunni i Valhöll, enda
eignaraðild ríkisins þinglesin,
ásamt kvöð um almenn afnot
snyrtiaðstöðunnar.
Það kom einnig fram, að komiö
var upp snyrtiaðstöðu við Gull-
foss, sem kostaði 800 þús. kr.. en
Framhald á bls. 47.
^ Kenwood Chef
HEKLA hf.
Laugavegi 170-172.
Sími 21240 og 11687.
Katrfn H. Árnadóttir.
Gömul saga
Einu sinni var maður, sem gaf konunni
sinni hrærivél. Það var venjuleg hrærivél.
Alla tíð síðan hrærði konan skyr þrisvar
í viku og kökudeig fyrir jólin og páskana.
Það var það eina, sem hrærivélin kunni.
Eða var það kannski konan, sem kunni
ekki á hrærivélina?
Enginn hefur nokkru sinni fundið svar
við þeirri spurningu.
N/saga
Hjón nokkur keyptu sér hrærivél í fyrra,
það var Kenwood Chef. Vélin hrærði skyr
og deig, þeytti rjóma við hátíðleg tækifæri
og hnoðaði deig í brauð, þegar vel lá á
konunni. Hjónin höfðu heyrt að svona vél
gæti gert allt mögulegt og fóru að athuga
málið. Það reyndist rétt. Smám saman
fengu hjónin sér ýmis hjálpartæki með
vélinni sinni. Og nú er svo komið að þau
láta hana skræla kartöflur og rófur, rífa
og sneiða gulrætur, rófur, agúrkur, lauka,
hvítkál og epli, hakka kjöt og fisk, pressa
ávaxtasafa úr appelsínum, greipaldinum
og sítrónum og mala kaffibaunir. Seinna
ætla þau að fá sér myljara og dósahníf og
kannski fieira. Maturinn á heimilinu er
orðinn bæði betri og fjölbreyttari en áður
var. Hann er líka ódýrari því hráefnið nýtist
til hlítar, krakkarnir borða meira en áður
af grænmeti og ávöxtum. Þeim finnst svo
sniðugt að sjá hvað þessi undravél getur
gert. En það ótrúlegasta er samt, að svona
vél með stálskál, þeytara, hnoðara og
hrærara kostar ekki nema kr. 24.275.—
Þetta er sagan um Kenwood Chef.
Guðmundur Daníelsson lesa úr
óútkominni skáldsögu eftir sig.
Pétur Sigurðsson safnvörður
byggða- og listasafns tjáði mér að
á sama tíma yrðu opnar sýningar
á hinum snilldarlegu tréskurðar-
myndum, sem V-lslendingurinn
Halldór Einarsson frá Brandshús-
um gaf safninu fyrir nokkrum
árum, og einnig verður opin
sýning á verkum þeim, sem
Bjarnveig Bjarnadóttir og synir
hennar gáfu Arnessýslu, en
meðal þeirra eru mörg verk eftir
Ásgreím Jónsson.
Tómas.
STURLAUGUR
JÓNSSON
& CO.
Vesturgötu 1 6,
Sími 13280.
Batik-, tréskurðar- og mál-
verkasýningar á Selfossi
SJÓ- OG LENSI-
DÆLUR
Selfossi 29. nóvember.
KATRÍN H. Árnadóttir opnaði
sýningu á batikmyndum í Safna-
húsinu á Selfossi s.l. laugardag. Á
sýningunni verða 28 ný verk og
nokkur eldri. Þetta er fyrsta sölu-
sýningin, sem haldin er f þessum
sýningarsal, sem tekinn var I
notkun s.l. sumar.
Fréttamaður Morgunblaðsins
hitti Katrinu aó máli, þar sem
hún var að koma verkunum fyrir
með aðstoð eiginmanns síns,
Stefáns Halldórssonar. Hún sagði,
að þetta væri þriðja einkasýning-
in, sem hún héldi, hinar tvær
hefðu verið i Bogasal Þjóðminja-
safnsins. Hún kvaðst hafa iðkað
batiklist í 12 ár, numið hana
fyrst í Handíða- og myndlistar-
skólanum, en síðan stundað fram-
haldsnám i Danmörku. Það væri
sér góð reynsla að halda svona
sýningu, því þá fengi hún heildar-
sýn yfir verkin. Hún kvaðst aðal-
lega velja sér myndefni úr ís-
lenzku landslagi, þjóðsögum og
þjóðháttum, þá hefði hún fengið
þá hugmynd að sýna á Selfossi,
vegna þess að sem unglingur
hefði hún dvalið í sveit í Villinga-
holtshreppnum, og þá tekið ást-
fóstri við héraðið. Salurinn i
safnahúsinu á Selfossi væri
einnig mjög hentugur fyrir svona
sýningu, og einn sá bezti, sem hún
hefði séð til þeirra hluta.
Þá sagði Katrín að á sunnudag-
inn 1. desember hefði kvartett frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
komið i heimsókn og leikið stofu-
tónlist í sýningarsalnum. Þetta
væru þó ekki eiginlegir tónleikar,
því að fólk hefði komið og farið
eftir atvikum, á meðan
kvartettinn lék, og þætti sér mjög
skemmtilegt að geta á þennan
hátt tengt saman þessar tvær list-
greinar.
Sýningin verður opin um
helgar frá kl. 14.00—22.00, en frá
kl. 16.00—22.00 virka daga til 8.
desember.
A fimmtudagskvöldið mun svo