Morgunblaðið - 03.12.1974, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.12.1974, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 Valur vann Snæfell 94—83 VALUR sigraói Snæfell á sunnu- dagskvöldið með 94 stigum gegn 83. Mun minni sigur en maður hefði getað reiknað með fyrir- fram, en Snæfellsliðinu virðist fara talsvert fram þessa dagana. Leikmenn liðsins eru orðnir virk- ari en áður, ekki byggist lengur allt upp í kringum Einar Sigfús- son. En það voru ekki nema f jórir leikmenn, sem skoruðu fyrir liðið í þessum leik, nokkuð sem er ekki alveg nógu gott. — Vals- liðið virðist mér mjög svipað og áður, lið, sem getur unnið hvaða lið sem er, en dettur niður þess á milli. Snæfell hafði forustuna í leikn- um framan af og komst t.d. í 13:6 og síðar í 29:19. En Valsmenn áttu góða kafla s.h. hálfleiksins og voru komnir yfir í hléinu 43:36. í byrjun s.h. komst Valur svo í 63:48, en Snæfell skoraði þá 14:2 og munurinn var kominn niður í 3 stig 65:62. En Valsmenn voru greinilega með betra úthald, og það fór að koma fyrir oftar og oftar að maður á mann vörnin, sem liðið lék allan völlinn, næði boltanum af Snæfelli á þeirra eig- in vallarhelmingi og skoraði. Hafsteinn Hafsteinsson kom talsvert mikið við sögu í þessum leik, og háði marga harða baráttu við miðherja Snæfells undir kröf- unum. Komst hann allvel frá þeim viðureignum og virðist vera að koma mikið til. Annars voru það þeir bræður Þórir og Jóhannes, sem mest bar á, en Torfi lék lítið með vegna meiðsla. Þeir f jórir, sem skoruðu öll stig Snæfells í leiknum, bera liðið uppi, en þeir Bjartmar og Davíð eru orðnir vel liðtækir. Stighæstir: Valur: Þórir 24, Hafsteinn 19, Kári Marísson 20, Jóhannes 13. Snæfell: Einar Sigfússon 27, Kristján Ágústsson 26, Sigurður Hjörleifsson 18 og Þórður Njáls- son 12. IR vann HSK Leikið á fímmtudag N.K. FIMMTUDAGSKVÖLD leika KR-ingar seinni leik sinn í Evrópubikarkeppninni í körfu- knattleik við austurriska liðið UBSC. Sem kunnugt er fengu KR- ingar hina verstu útreið f leik sfn- um í Austurrfki, töpuðu með 98 stiga mun 132—34. Ber KRingun- um saman um, að þeir hafi aldrei séð eins snjalla körfuknattleiks- menn og skipa þetta austurrfska lið, en í því eru tveir Bandarfkja- menn. Má til gamans geta þess, að lágvaxnasti maður liðsins 1,91 metrar að hæð, en sá stærsti er 2,14 metrar. Meðalhæð liðsins er 2,00 metrar, og því sjálfsagt nokk- uð til f þvf, sem KR-ingarnir sögðu, — að austurrfska liðið hefði leikið á næstu hæð fyrir ofan þá. Dómarar leiksins verða frá Hol- landi og Skotlandi og eru KRing- ar mjög óánægðir með þá ráðstöf- un, þar sem hún felur f sér mik- inn kostnaðarauka fyrir þá. iR-ingar eru enn eina ósigraða liðið í 1. deildarkeppninni. Þeir léku um helgina við HSK og sigr- uðu auðveldlega f þeirri viður- eign. Kom fyrir ekki þótt þeir Skarphéðinsmenn mættu til leiksins með Anton Bjarnason, því þrátt fyrir góðan leik hans gat IR Ieyft sér að nota „vindlana" langtímum saman. Þeir héldu alveg í við HSK, og vel það. Virðast þeir bara koma vel út þegar þeir fá tækifæri, t.d. Ásgeir Guðmundsson og Sigurbergur Bjarnason, sem báðir áttu að mörgu leyti góðan leik. Sökum yfirburða IR var þessi leikur aldrei skemmtilegur á að horfa. IR náði strax í byrjun 29:13 forustuna, en Anton, sem kom þá inn á, sá um að halda i við IR fram að hálfleik en þá var staðan 47:32 ÍR i vil. Sigur IR var svo aldrei i hættu í seinni hálfleik og lokatölur urðu 84 stig ÍR gegn 68 stigum HSK. — ÍR-liðið virðist vera í mjög góðri æfingu þessa dagana, og er leikur liðsins á allan hátt þannig, að liðið verðskuldar að vera I efsta sætinu — ennþá að minnsta kosti. Það er ekki að efa, að koma Antons Bjarnasonar i HSK-liðió á eftir að verða því mikill styrkur, þ.e.a.s. ef hann verður meira not- aður en í þessum leik. Hann sat langtimum saman á varamanna- bekk, sennilega upp undir helm- ing leiktímans. Þegar hann verð- ur kominn inn í liðið á fullu getur hann e.t.v. orðið sá neisti, sem vantar óneitanlega í liðið, og gæti bjargað því frá falli. Stighæstir hjá IR: Kristinn Jörundsson 25, Agnar Friðriksson 19, Jón Jörundsson og Ásgeir Guðmundsson 8 hvor. HSK: Anton Bjarnason 21, Birkir Þorkelsson 13, Gunnar Jóakimsson8. UMFN ÞEIR ERU erfiöir heim að sækja körfuknattleiks- mennirnir í Njarðvík, og um helgina fengu Vals- menn að kynnast þvf. Leikurinn fór nefnilega þannig, að Njarðvík sigraði með 88 stigum gegn 79, og er þetta annar leikurinn af þremur, sem liðið vinnur á heimavelli. Það sannaðist í þessum leik, að maður kemur í manns stað, því nú þegar Stefán Bjarkason var ekki upp á sitt bezta, auk þess sem hann var í villuvandræðum og varð að yfirgefa völlinn þegar skammt var liðið á síðari hálfleik, kom Gunnar Þorvarðsson, lands- liðsmaðurinn í Njarðvíkurliðinu, í staðinn með mjög góðum leik i vörn og sókn. Var Gunnar maður- inn bak við sigur UMFN öðrum ÍR-KR 34-29 EINN leikur var leikinn í m.fl. kvenna I íslandsmótinu um helgina, leikur KR og ÍR. ÍR, sem verið hefur ósigrandi I þessum flokki um árabil, fékk nú loksins verulega keppni, og máttu ÍR-ingar þakka það leik- reynslu sinni, að sigur vannst r þess- um leik. KR var nefnilega yfir nær allan leikinn og hafði fimm stiga forustu þegar þrjár min. voru til leiksloka 29:24. Og i leik, sem ekki er skorað meira en þetta, hefði þetta átt að nægja KR. En hinar keppnis- vönu ÍR stúlkur skoruðu 10 stig lokakaflann á meðan KR stúlkurnar virtust vera að hrynja vegna tauga- álags. Langmest bar á þeim Friðnýju Jóhannsdóttur og Linu Gunnars- dóttur i liði ÍR i þessum leik, og þær skoruðu 9 stig hvor. Emilia Sigurðardóttir var langbezt KR stúlknanna og skoraði 11 stig. I lið KR vantaði hina hávöxnu Guðrúnu Sigurþórsdóttur, og vant- aði hana illilega eftir að Katrín Axels- dóttir miðherji KR fékk 5. villuna. Eftir það réðu ÍR-ingar öllu undir körfunum. r I körfunni ÞEGAR menn fréttu úrslit í leik Islandsmeistara KR gegn meisturunum frá Austurrlki varð mörgum skiljanlega illa við. Hvað er um að vera? sögðu margir, er þetta geta ísl. körfu- knattleiksmanna á alþjóðavett- vangi í dag? Og var nema von að spurningar vöknuðu. Því er hinsvegar til að svara, að leikir ísl. félagsliða við félagslið í Evrópu gefa ekki rétta mynd af stöðu okkar gagn- vart þeim þjóðum nema að mjög takmörkuðu leyti. Það eru mörg ár sfðan það varð opinbert leyndarmál, að körfu- knattleikur f flestum löndum Evrópu er byggður upp á því að fá körfuknattleiksmenn frá öðrum löndum, (aðallega Bandaríkjunum) og fyrir þeirra tilstilli aðallega nær íþróttin vinsældum í viðkom- andi landi. Þetta er sfðan viður- kennd aðferð við að afla körfu- knattleiknum vinsælda, því þeir leikmenn frá Banda- ríkjunum, sem gefa kost á sér til keppni f Evrópu, eru geysi- lega snjallir, og svo auk þess að leika sjálfir, þá taka þeir að sér þjálfun yngri leikmanna fé- lagsliðanna. £g, sem þessar línur rita, hefði sjálfur f haust getað útvegað þeim félags- liðum hérlendis, sem áhuga hefðu haft og tækifæri, leik- menn frá Bandaríkjunum, sem hér vildu setjast að til lengri eða skemmri tíma, og sumir þeirra vildu taka að sér þjálfun yngri flokka. Var mikið talað um f þessu sambandi að komast f samband við lið, sem færu f Evrópukeppni. Þegar ég tjáði umræddum aðiljum, að slfkt væri ekki samkvæmt þeim lögum, sem fþróttir færu eftir hérlendis, varð undrunin rnikil. „Borgið þið leikmönnum liðanna virkilega ekki einu sinni vinnutap?" var spurt með undrunarhreim. — Sannleikur málsins er hinsvegar sá f dag, og ég hef séð talsvert af körfuknattleik f Evrópu undanfarin ár og þekki allvel til vfða, að ég kem ekki fyrir mig f svipinn nema 3 löndum f Evrópu þar sem ekki er horft framhjá ströngustu áhugamannaregium til upp- gangs körfuknattleik. Það er f Noregi, Irlandi og á Islandi. — Á Irlandi er það hinsvegar þannig, að stórfyrirtæki styðja við bakið á íþróttunum með auglýsingum og telja sér hag að. — Fyrir u.þ.b. 10 árum lékum við unglingalandsleik við England. Við unnum þann leik auðveldlega, og enskir viðurkenndu, að við stæðum þeim mun framar f fþróttinni. En hvað hefur gerzt síðan? Við hjökkum f sama farinu á meðan þeir í Englandi flytja inn körfuknattleiksmenn frá Bandarfkjunum og deila þeim á félagsliðin. Þeir ganga svo langt að gefa þeim við komuna til Englands „1. stk. vegabréf" svo þeir geti notað krafta þeirra f landsliði sfnu. — Því fer fjarri, að ég mæli með slíku, og við gátum stoltir sagt við Englendinga f haust þegar við töpuðum fyrir þeim, að við hefðum f raun og veru tapað fyrir U.S.A. og það væri engin skömm að þvf. Fleiri dæmi gæti ég nefnt hér, en þess gerist ekki þörf, okkar vandamál er nefnilega ekki hvað þessi eða hin þjóðin gerir til eflingar körfuknatt leiknum í heimalandi sfnu. Framhald á bls. 27. Hafsteinn Hafsteinsson og Einar Sigfússon f baráttu undir körf- unni, en Jóhannes Magnússon fylgist með framvindu mála. lagði fremur. Annars lék UMFN liðið þennan leik mjög vel þegar litið er á heildina, gagnstætt því, sem var hjá Val. Torfi Magnússon lék ekki þennan leik með Val vegna meiðsla, og virtist það koma illa við liðið. En lið með annað eins mannaval og Valur ætti þó ekki að setja mikið niður þótt einn leikmann vanti, og það þótt um góðan leikmann eins og Torfa sé að ræða. En að mínu mati var það bara sterkara liðið, sem sigraði í þessari viðureign. Leikurinn var mjög jafn í byrjun, UMFN komst í 6:2 en Valsmenn jöfnuðu, síðan komst UMFN yfir aftur 14:9 en Valur minnkaði muninn í 13:14. Upp úr þessu fóru Njarðvíkingarnir að síga framúr, og höfðu 9 stiga for- ustu í háifleik 43:34. Byrjunin í s.h. var einnig mjög góð hjá UMFN, þvi á fyrstu 6 mín. hálfleiksins náðu þeir 18 stiga forustu 62:46. En upp úr þessu fór að síga á ógæfuhliðina fyrir UMFN, leikmenn liðsins fóru að tínast af velli með 5 villur, fyrst Stefán Bjarkason, siðan Sigurður Hafsteinsson, þá Einar Guð- mundsson en þessir þrír eru allir Val í byrjunarliði UMFN. Svo þegar sá fjórði fékk reisupassann um miðjan hálfleikinn virtist útlitið svart hjá liðinu. En þeir Gunnar Þorvarðsson og Haukur Guð- mundsson voru mjög góðir loka- kaflann og sáu um að hala sigur- inn í land. Valsmenn náðu að minnka muninn i 8 stig fjórum min. fyrir leikslok, 72:80, en lokatölur urðu 11 stiga sigur Njarðvikur 88:79 og þeir fögnuðu mikið i lokin. A eitt atriði væri ekki úr vegi að minnast hér, en það er fram- koma sumra áhorfenda í Njarð- vik. Flestir þeirra yngri virðast haga sér allvel, en sumir hinna eldri eru vægast sagt mjög dóna- legir gagnvart aðkomuliðinu og sérstaklega dómurum. Það er allt lagi að áhorfendur láti í ljós álit sitt á dómurum leikjanna, en dónaskapur hinna eldri þegar þeir gera það er slæm fyrirmynd. Stigahæstir: UMFN: Gunnar 27, Brynjar Sigmundsson 18, EinarGuðmundsson 14. Valur: Þórir Magnússon 24, Kári Marísson 15, Jóhannes Magnússon 13. STAÐAN f R 5 5 0 423:373 10 Kolbeinn Pálsson KR 18:12 = 67% KR 4 3 1 384:320 6 Jón Jörundsson f R 16:11 = 63% Armann 5 3 2 398:372 6 Jón Sigurðsson Ármanni 23:14 = 61% UMFN 5 3 2 397:389 6 Sfmon Olafsson Ármanni 30:18 = 60% Valur 6 3 3 520:505 6 fs 4 2 2 295:289 4 BROTTVlSUN AF VELLI <5 VILLUR). Snæfell 6 1 5 389:469 2 HSK 0 HSK 5 0 5 332:421 0 fR 1 fs 1 ÞEIR, SEM IIAFA SKORAO YFIR 100 STIG: Snæfell 5 Einar Sigfússon Snæf., 119 Ármann 7 Kristján Ágústsson Snæf., 118 Valur 8 Þórir Magnússon Val 114 KR 8 . Stefán Bjarkason UMFN 112 UMFN 9 # Kristinn Jörundsson IR 111 Kári Marfsson Val 108 VILLUR DÆMDAR A LIÐIN: Jón Sigurðsson Ármanni 108 fs 72 Agnar Friðriksson f R 101 IISK 92 fR 94 BEZT VÍTASKOTANVTINC (15 SKOTEDA KR 109 FLEIRI TEKIN): Snæfell 113 Ingi Stefánsson ÍS 20:15 = 75% UMFN 122 Kristinn Jörundsson ÍR 30:21 = 70% Ármann 139 Stefán Bjarkason UMFN 18:12 = 67% Valur 147

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.