Morgunblaðið - 03.12.1974, Side 29

Morgunblaðið - 03.12.1974, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 29 Inngangur. SJÁVARÚTVEGURINN sér fyrir meginhluta gjaldeyrisöflunar iandsmanna og er undirstaða hinna miklu efnahagsframfara þjóðarinnar á þessari öld. Má óhikað fullyrða, að íslendingar hafi yfirburði yfir aðrar þjóðir í fiskveiðum og frumvinnslu aflans vegna nálægðar gjöfulla fiski- miða, sérréttinda innan fiskveiði- lögsögu og við löndun og vinnslu aflans og ekki sist vegna reynslu og Harðfylgni íslenskra fiski- manna, útvegsmanna og fiskverk- enda. Þrátt fyrir nauðsyn þess að renna stoðum undir aðrar at- vinnugreinar, verður sjávarút- vegur áfram um næstu framtíð þessi grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar. Nauðsyn ber því til að hlúa að sjávarútvegi, efla og breikka grundvöll hans, svo að hann verði fær um að gegna sínu mikilvæga lykilhlutverki í þjóðar- búinu. Um það markmið er alger eining, þótt menn séu ekki á eitt sáttir með hvaða hætti því mark- miði verði best náð. Þennsla eða kreppa í sjávarút- vegi hefur mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar. Öllum íslendingum er ofarlega í huga hið mikla áfall, er þjóðarbúskapurinn varð fyrir við hrun síldveiðanna. Síldarafl- inn minnkaði úr 770 þúsund tonn- um árið 1966 i 57 þúsund tonn árið 1969 og síðan hvarf síldin. Nú hefur þorskaflinn farið minnk- andi undanfarin ár og þvi skal á það minnt, að ef svipaður afla-- brestur ætti sér stað i þorskveið- um, yrðu afleiðingarnar alvar- legri en orð fá lýst. íslendingar hafa því fengið aðvörun og engin ríkisstjórn mundi nokkurn tíma liða, að grundvallarhagsmunum þjóðarinnar sé stefnt í hættu. Ástand fiskstofnanna. Stefna íslensku ríkisstjórnar- innar í fiskveiði- og hafréttarmál- um er þessvegna mikilvægt um- ræðuefni, en ef gera á stefnu rikisstjórnarinnar i þessu tilliti skil, þá verður aðeins að líta á ástand fiskstofnanna, sem og þró- un aflamagns og veiða síðustu ár. Vísindamenn fiskveiðiþjóða, sem veiðar stunda í N-Atlantshafi eru þeirrar skoðunar, að allir stærri þorskstofnarnir séu full- nýttir og sumir jafnvel ofveiddir. A siðasta áratug hefur stórum út- hafstogurum, frysti- og verk- smiðjuskipum fjölgað, en þeir eru færir um að sækja sjó í nær hvaða veðri sem er og möguleiki þeirra á að færa sig frá einu hafsvæði til annars, þar sem heíst er veiðivon hverju sinni, hefur aukist að sama skapi. Staðreynd er, að af- köst flotans hafa aukist vegna ýmiskonar endurbóta á veiðar- færum, siglinga- og fiskleitar- tækjum.Aukin sókn í þroskstofn- ana hefur víðast hvar nær enga langvarandi aflaaukningu i för með sér heldur þvert á móti minni afla á sóknareiningu. Það er þvi ljóst að þorskafli i N- Atlantshafi verður ekki aukinn meir en orðið er. Minnkandi sókn dregur að visu aðeins úr afla- magni, en hins vegar mun afli á sóknareiningu vaxa, sem stuðlar að hagkvæmari fiskveiðum. Æski- legt er því að draga úr sókninni i þorskinn, í sumum tilvikum jafn- vel nauðsynlegt. Æskilegasta sóknin, er helmingur af núver- andi sókn, en þvert á móti má búast við að ástandið versni. Vísindamenn telja, að ekki sé að vænta síldarafla úr norsk- islenska síldarstofninum í náinni framtíð. Islensku síldarstofnarnir eru nú friðaðir í von um árangur, en þessir stofnar eru mun minni. Norðursjávarsíldarstofnarnir eru meir en fullnýttir og ekki búist við auknum afla næstu ár, þvert á móti. Hefur verið settur hámarks- aflakvóti á síldveiðar á Hjalt- lands- og Norðursjávarmiðum, sem takmarka veiðar íslendinga og má búast við enn frekari tak- mörkunum. Þorskstofnarnir við Norður-Noreg og í Barentshafi eru þegar ofveiddir. Sett var afla- hámark með samkomulagi, þeirra þriggja þjóða, sem mestra hags- muna höfðu að gæta í þessum veiðum, en samkomulag þetta fór út um þúfur vegna mikilla veiða annarra þjóða, sem ekki voru aðilar að samkomulaginu. Þar sem norðmenn hafa í hyggju að loka fyrir togveiðum á stórum veiðisvæðum við Norður-Noreg mjög bráðlega, má búast við auk- inni ásókn á íslandsmið. Settir hafa verið veiðikvótar við Labrador og Nýfundnaland, svo ekki er búist við auknum afla á þeim svæðum. Grænlenski þrosk- stofninn hefur minnkað síðustu ár, svo að draga mun verulega úr þorskgöngum þaðan. Líklegt má telja, að settir verði aflakvótar á flatfisk og þorskfiska- og makríl- stofna I Norðursjó. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum Hafrannsóknar- stofnunarinnar, hefur sóknin í íslenska þorskinn aldrei verið meiri en nú. Þrátt fyrir útfærslu landhelginnar i 50 sjómílur virð- ist sókn útlendinga lítið hafa fiskur, sem á það til að ráfa milli fjarlægra hafsvæða. Fiskifræð- ingar eru þess vegna ekki á eitt sáttir, hvort lita beri á ufsann i NA-Atlantshafi sem einn stofn með mörg hringningarsvæði, eða fleiri meira og minna sjálfstæða stofna. Rannsóknir á ufsastofnin- um hér við land benda eindregið til þess að stofninn sé nú skyn- samlega nýttur. Þar sem stofn- stærð ufsans kann að breytast vegna gangna til og frá landinu geta aflahorfurnar breyst til beggja vona. Við óbreytt ástand stofnsins má reikna með að ufsa- afli islendinga næsta ár verði ein- hvers staðar á bilinu 60—70 þús. smálestir. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum, reikna sérfræð- ingar Hafrannsóknastofnunarinn- ar með mikilli loðnugengd á næstu vertíð, þannig að sá þáttur málsins ætti ekki að hamla góðri loðnuvertíð á næsta vetri. Um aðra stofna skal sagt i stuttu máli, að ekki er reiknað hins vegar 51 þús. lestum meiri en á sama tíma í fyrra, eða 132 þús. lestir í októberlok á móti 81 þús. lestum á sama tíma i fyrra. Árið 1972 var togaraaflinn u.þb. 63 þús. lestir eða tæplega helm- ingur af afla togaranna fyrstu tíu mánuði ársins í ár. Skipting þorskafla bátaflotans eftir veiðarfærum hefur ekki breyst mikið á undanförnum árum. Aðalbreytingin er sú að árin 1972 og 1973 hefur netaafl- inn verið hlutfallslega meiri en næstu fjögur árin á undan eða u.þ.b. 47% á móti 37—40% af þorskafla bátaflotans. Hins vegar hefur botnvörpuaflinn minnkað eða úr 27—32% á árunum 1968—1971 niður í 24% árið 1972 og 20% árið 1973 af þorskafla bátaflotans. Veióar, sem háðar eru leyf- um sjávarútvegsráðuneyt- isins og togveiðar. Þær veiðar, sem nú eru háðar leyfum ráðuneytisins samkvæmt Matthías Bjarnason sjávarútvegsráherra. Rœða Matthíasar Bjarnasonar sjámrútvegs- ráðherra á aðal- ,, fundi LIÚ minnkað og sókn íslendinga hefur aukist talsvert með stækkandi skipastól. Engu að siður hefur þorskaflinn minnkað úr 474.000 lestum árið 1970 í 379.000 lestir árið 1973. Þessum minnkandi afla veldur einkum tvennt. 1) Þeir árgangur, sem veiðin byggist á eru flestir undir meðal- lagi. 2) Vegna minnkandi stofn- stærðar við Grænland hefur dreg- ið verulega úr þorskgöngum það- an. Þá má og nefna, að sóknarþung- inn á öllum miðum er svo mikill, að meira er veitt af smáþorski, en sem nemur eðlilegri grisjun stofnsins og fæst þvi ekki lengur hámarksnýting út úr stofninum. Hefur þetta ástand nú ríkt um nokkurra ára skeið og f'er versn- andi. Nýliðin vetrarvertíð SV-lands var mjög lök, eins og búist hafði verið við. Allt bendir til þess, að sú næsta verði síst skárri. Með þeirri sóknaraukningu, sem orðið hefur undanfarin ár, reiknar Haf- rannsóknarstofnunin með, að heildarþorskaflinn á Islandsmið- um í ár verði tæpar 370 þús. lest- ir, en árið 1975 lækki aflinn í rúmar 350 þús. lestir. Árabilið 1970—1973 hefur heildarýsuaflinn á Islandsmiðum numið að meðaltali tæpum 44.000 lestum á ári. Á þessu tímabili komst aflinn lægst í 39.000 lestir árið 1972 og hafði þá ekki orðið eins lítill síóan árið 1946. Aðal- orsök þessarar aflarýrnunar má rekja til lélegs klaks nær óslitió í meira en áratug. Siðan árið 1958 hefur klak aðeins hreppnast all- þokkalega. Það verður þvi ekki um neina verulega breytingu á ýsuaflanum að ræða í náinni framtíð. Með núverandi sókn ger- ir Hafrannsóknastofnunin ráð fyrir að heildarýsuaflinn árið 1975 verði um 46.000 tonn. Ufsaaflinn hefur verið með allra mesta móti undanfarín ár. Fer þar saman vænir árgangar og aukin sókn. Þá hefur hlutur islendinga í heildaraflanum farið sifellt vaxandi. Ufsinn er flökku- með verulegum breytingum á þeim. Starfsemi Hafrannsókna- stofnunarinnar. Á árinu 1974 störfuðu á Haf- rannsóknastofnuninni 19 sér- fræóingar á hinum ýmsu sviðum hafrannsókna. Annað starfslið var 30 manns. Auk þess störfuðu 37 manns á hinum fjóru rann- sóknaskipum stofnunarinnar, þannig að heildarfjöldi starfs- manna á árinu var 86 manns. Starfsemi stofnunarinnar var með liku sniði og undanfarin ár, enda er nauðsynlegt að gagna- söfnun og úrvinnsla sé i ákveðn- um skorðum, til þess að saman- burður milli einstakra ára eða timabila sé raunhæfur. I byrjun ársins var lögð fram áætlun til þriggja ára varðandi haf- og fiskirannsóknir, fiskileit og veiðitilraunir á vegum stofn- unarinnar og var hún send rikis- stjórn, alþingismönnum öllum svo og til umsagnar forráðamanna fiskveiða og útgerðar. Þá má geta þess að nýlega var opnað útibú Hafrannsóknastofn- unarinnar á Húsavík og er ætlun- in að næsta útibú stofnunarinnar verði á Hornafirði og verður það vonandi opnað á næsta ári. Sérfræðingar stofnunarinnar sátu ýmsa fundi erlendis, sem fjölluðu um alþjóólega stjórnun fiskveiða, fiskfriðunarmál, afla- takmarkanir og almennar haf- rannsóknir. Þróun aflamagns. Þorskafli íslendinga á einu ári hefur mestur orðið 474 þús. lestir árið 1970. Síðan þá hefur hann stöðugt farið minnkandi. 1971 nam hann 421 þús. lestir, 399 þús. lestir 1972 og í fyrra var hann 379 þús. lestir eða 20% minni en árið 1970! Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands var þorskafli bátaflotans 38 þúsundum lestum minni í lok október í ár (226 þús. lestir) en á sama tíma í fyrra (264 þús. lestir). Afli togaranna var sérstökum leyfisbréfum útgefn- um á sérstakan bát, eru: Rækjuveiðar, Humarveiðar, Skelfiskveiðar, Spærlingsveiðar, Loðnuveiðar í flotvörpu, Kolmunnaveiðar, Dragnóta- veiðar, Veiðar með þorsk- eðaýsu- nót, Hvalveiðar. Veiðileyfi til ofangreindra veiða eru öll bundin ýmsum skil- yrðum, sem eru breytileg frá einu svæði til annars. Lúta þau skilyrði m.a. aó gerð og notkun veiðar- færa, veiðisvæðum, veiðitimum, aflasamsetningu og lágmarks- stærð. Um hinar leyfisbundnu veiðar er það að segja, að þær hafa yfir- leitt gengið vel fyrir sig og árekstra-lítið. Þannig gengu t.d. loðnuveiðar í flotvörpu ágætlega á siðustu loðnuvertíð og án þess að tilárekstrakæmimilli þeirra báta, er notuðu hringnót, og hinna, sem notuðu flotvörpu. Þá hafa spærlingsveiðar gengið vel nú i sumar og hefur af eftirlits- manni ráðuneytisins verið fylgst mjög vel með því að spærlings- veiðileyfi hafi ekki verið notuð til annars en veiða á hreinum spærl- ingi. Humarveiðar gengu ekki vei á síðustu vertíð eins og menn muna og sé ég ekki ástæðu til þess að rekja það frekar né þær tak- markanir sem ráðuneytið hefur þurfti að gera á sókn i þessar veiðar. Þegar minnst er á sóknartak- markanir fer ekki hjá því að upp í hugann komi skelfisk- og einkum þá rækjuveiðar. Eins og menn vita hefur sókn smábáta í þessar veiðar verið svo mikil á undan- förnum árum, að um alllangt skeið hefur þótt nauðsynlegt að binda veiðileyfi við ákveðin svæði eóa firði. Það er óþarft að lýsa nánar þeim reglum, sem um þetta hafa gilt, enda mun öllum í fersku minni fjaðrafok það sem varð út af rækjuveiðum á Húnaflóa nú i haust. Þær deilur og reynsla sú, sem fengist hefur, á öðrum slík- um svæðum svo sem í lsafjarðar- djúpi sýna okkur, að þær reglur sem gilt hafa um veitingu rækju- og skelfiskleyfa, hafa hvorki dug- að til að hægt væri að hafa höml- ur á of mikilli sókn né of mikilli fjárfestingu í landi. Vegna þessa hefur nú verið lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um sam- ræmda vinnslu sjávarafla og veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir því að sjávarútvegsráðu- neytið geti sett almennar og svæðisbundnar reglur, er stuðli að samræmingu milli veiðiheim- ilda samkvæmt sérstökum rækju- og skelfiskveiðum og vinnslugetu þessara greina fiskiðnaðarins m.a. með skiptingu afla milli vinnslustöðva. Allir útgerðar- menn þekkja lögin sem sett voru fyrir tæplega einu ári um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginni. Ekki er von til þess að allir séu á eitt sáttir um ágæti þessara laga eða þeirra veiðiheimilda sem þau veita oghafaráðuneytinuá þeim tíma, sem þau hafa verið í gildi, borist ýmsar áskoranir um rýmk- un á þelm heimildum, sem þar eru veittar eða þá um setningu enn frekari friðunarsvæða. I þessu sambandi vil ég taka það fram, að samkvæmt þessum lög- um er ráðherra ekki heimilt að rýmka nokkuð þær togveiðiheim- ildir, erílögunumgreiniren hins vegar getur hann takmarkað enn meir þær togveiðiheimildir, sem þar eru ákveðnar t.d. með setn- ingu reglugerða um sérstök línu- og netasvæði og um sérstök friðunarsvæði. Um þessi lög er annars það að segja, að skv. 18. gr. þeirra skal sjávarútvegsráðu neytið láta endurskoða þau fyrir 31. desember 1975. Nú er að hefj- ast í ráðuneytinu undirbúningur að þessari endurskoðun og er þess vegna ekki enn hægt að skýra frá því hvernig henni verður hagað, en svo mikið er þó víst að hún mun fara fram í víðtæku sam- starfi við útgerðarmenn og sjó- menn. Verður ykkur útgerðar- mönnum og fleirum aðilum gef- inn kostur á því að gera tillögur um breytingar á lögunum og síð- an er ætlunin að um þessar tillög- ur verði fjallað i sértakri nefnd, þar sem m.a. skuli eiga sæti full- trúar sjómanna og útvegsmanna. Ég hef hug á því að ákvörðun um aðgerðir til endurskoðunar lag- anna verði tekin fyrir næstkom- andi áramót og að stefnt verði að því, að frumvarp til breytinga á lögunum liggi fyrir Alþingi i þingbyrjun haustið 1975. Starfsemi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. I Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins starf nú að jafnaði 34—40 manns þar af 13 háskólamenntað- ir sérfræðingar. Drjúgur hluti af starfsemi stofnunarinnar er enn sem fyrr nauðsynlegar efnagrein- ingar og gerlarannsóknir á út- flutningsafurðum. Af stærri viðfangsefnum má nefna tilraunir sem verið er að gera með nýtingu ýmissa auka- afurða fiskiðnaðar t.d. fiskinnyfla og benda fyrstu niðurstöður til þess að vinna megi mjög verðmæt efni úr slógi. Þessu skyldar eru tilraunir með þróun markaðsvöru úr ýmsum minna þekktum fisk- tegundum, sem hugsanlega gætu orðið þýðingarmiklir nytjafiskar í framtíðinni. Áformað er að útibú frá Rann- sóknastofnuninni taki til starfa á Isafirði i byrjun næsta árs, i sam- ræmi við ályktun Alþingis frá fyrra ári um stofnun slíkra útibúa í öllum landsfjórðungum. Með útibúunum er vonast til þess að bæta megi stórlega hverskonar rannsóknaþjónustu við fiskiðnað- inn á þessum svæðum og er þegar komin góð reynsla af þess háttar starfsemi í Vestmannaéyjum þar sem fiskvinnslufyrirtækin á staðnum reka i sameiningu rann- sóknastofu sem stjórnað er af ein- um sérfræðingi Rannsóknastofn- unar fiskiónaðarins. Franihald á bls. 34

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.