Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 31
— Páll ísólfsson Framhald af bls. 19 þá má ekki gleyma því, sem hann gerði fyrir kirkjusönginn i land- inu. Þegar dr. Páll sat við orgelið í Dómkirkjunni, hvort heldur það var á venjulegum helgidögum eða stórhátíðum og ekki síður við sér- stakar athafnir, var jafnan mikill hátiðablær yfir tónlist hans. Það er ótal margt, sem nú rifjast upp, þegar hugsað er um samstarfið við dr. Pál, meðan hann var dómorganisti. Söngfólk og prestar litu upp til hans, þótti gott að starfa með honum, njóta leiðbeininga hans, hlýju og vel- Vildar. Þar sem jólahátlðin er ekki lángt undan, langar mig til, þesá að rifja upp lítið atvik frá samstarfi okkar, .er skeði um jólin, skömmu eftir að ég kom að Dómkirkjunni. Það var við messu á II. jóladag, ég hafði nýlokið jólaprédikun minni, þegar raf- magnið fór allt i einu af kirkjunni, og eftir var að skíra barn og ljúka messunni. Var nú skjótt brugðið við á söngpalli og maður sendur upp til þess að „troða“ orgelið, eins og kallað var. Skirnarsálmurinn var sunginn og barnið var skirt við kertaljós og hátíðasöngurinn sunginn. Þegar sunginn var sálmurinn: „Heims um ból“ i messulok, og komið var þar í sálminum, þar sem stendur: „himneskt ljós lýsir ský“, kom rafmagnið og birtan ljómaði í kirkjunni, og tónaflóð orgelsins úr höndum dr. Páls fyllti kirkjuna. Ljósadýrðin og tónaflóðið gerði stundina ógleymanlega. Það fór ekki á milli mála, að á hátiða og alvörustundum setti orgelleikur dr. Páls sérstakan blæ á þær athafnir, er fóru fram í Dómkirkjunni. Það var sama, hvort þjóðkunnir menn voru þar kvaddir eða umkomulitlir ein- staklingar voru þar til grafar bornir. Oft lék hann saknaðarlag, ótilkvaddur, þegar umkomulitlir smælingjar áttu í hlut. Dr. Páll var óvenjulega ljúfur og heillandi samstarfsmaður, manna skemmtilegastur heim að sækja, frábærlega gestrisinn, viðkvæmur og hjartahlýr og al- varlega hugsandi. Fyrir nokkrum árum var ég staddur á heimili dr. Páls og frú Sigrúnar. Það var á afmælisdegi hans, 12. okt. Þá söfnuðust til hans vinir og vandamenn, þvi að hann vildi gjarnan hafa vini sína hjá sér við hátíðleg tækifæri, me'ðal þeirra var Stefano Islandi, óperusöngvari. Þarna voru tveir frábærir tónlistarmenn, dr. Páll var að mestu hættur að leika á pianoið sitt og Stefano hættur að syngja. En nú settist dr. Páll við pianoið og Stefano söng og við- staddir tóku undir. Lögin voru sálmalögin: „Víst ertu Jesú kóngur klár“, sem dr. Páll hafði fært í nýjan búning. Hinn sálmur- inn var: „Þín miskunn ó, Guð“ Þarí erþetta vers: „Já, dásöm er náð þín og dag sérhvern ný, ó, Drottinn í skaut þitt vér flýjum. Vér hræðast ei þurfum í hælinu því, er hörmunga dimmir af skýjum. Þungbær sjúkdómur lamaði smám saman starfsþrek þessa andans manns, svo að lokum mátti hann sig hvergi hræra. En nú eru fjötrarnir fallnir og andi hans er hafinn yfir allt hið jarðneska og hverfula. Þar sem hann fær að reyna blessun Guðs eilifu fyrirheita. Frá Dóm- kirkjunni fylgir dr. Páli kærleiks- ríkur hugur þakklætis og virðing- ar. Oskar J. Þorláksson. Fyrir u.þ.b. hálfu ári var ákveð- ið að 23. nóv. síðdegis skyldi frumflutt I Dómkirkjunni í Gautaborg tónsmið fyrir orgel, verk sem tileinkað var dr. Páli Isólfssyni. Þennan sama eftirmið- dag, sem verkið er frumflutt, er Páll að kveðja þennan heim. Páll spurði mig oftsinnis um verkið meðan ég var að æfa það og gladdist yfir því að ég varð æ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 31 fjölda einstakra laga, einkum 1 hann að þvi, að þeim unga miðli sönglaga, sem mörg voru óprentT væri forðað frá því að verða fá- uð. tslensk tónlist og tónlistariðk- fengilegt „melodiradio" — með un tóku stakkaskiptum á starfsár- þeirri afsiðun, sem þvi fylgir — um Páls, og einkum jókst þekking þótt slikt hefði áreiðanlega verið og almenningsáhugi á tónlistinni „hagkvæmara" og „ódýrara“. og sffellt var Páll þar fræðandi og Sem skólastjóri Tónlistarskólans hvetjandi. Erlendur tónlistarmað- í Reykjavik lagði hann enn ur sagði einu sinni, að dr. Páll áþreifanlegri grundvöll undir væri einn af fimm bestu organ- bætta tónmennt í landinu, annað leikurum heimsins. Hann hélt hvort sjálfur eða með mannvali. lengi sambandi við ýmsa orgel- Þótt Páll væri þannig þriggja snillinga úti I löndum og aðra manna maki í embættum, var erlenda listamenn og heimili hans hann einnig eldtungan i félags- var f jölsótt. Glaðvært og gestrisið. málum. Gamlar fundargerðar- Hann var áhugamaður og fróð- bækur i samtökum tónlistar- leiksmaður um heimspeki og .per- manna geyma ófáar athugasemdir sónusögu og bókamaður. Hann hai>s- rödd brennandi hugsjóna, hafði einkum mætur á Þegar fundir ætla að verða hvers-. Schopenhauer og æina sameigin-. dagsþrasi að bráð. I tónskáldskap lega eftirlætisbók okkar nefni ég: ’ var hann tryggur þeirri hefð, aem viðræður Eckermans við Goethe. hann kynntist svo náið og starfaði Dr. Páll tsóífsson var einn . r urigur. Þetta var rótgróin og- þeirra manna semhófu merki nýs öflug tónlistarhefð Mið-Evrópu. tónlistartimabils I landinu. Sr. Hann var samt ekki þröngsýnn. Matthías kvað svo um tónlistina: Við, sem yngri vorum og höfðum að fyllra er þitt orð — en funa- lausari rætur, og honum ósam- tunga — æðsta óðs — alira mála, fengum hlýlegar og upp- skálda. Þeirri tónlist þjónaði Páll örvandi kveðjur frá honum, þegár Isólfsson ævinlega í auðmýkt og nýsmíðar okkar höfðu fengið sér- af myndugleika. lega háðuglega á baukinn i blöð- Vilhjálmur Þ. Gfslason. um. Dr. Páll var óumdeilanlega mikilmenni, allt þar til yfir lauk. Löngu eftir að líkami hans hafði bilast, settumst við saman i nefnd til að velja og fjalla um Við stöndum i þakkarskuld við nýjan viðbæti við sálmasöngbók- dr. Pál Isólfsson. Ekki aðeins við, ina. Eðlilegt hefði verið, að seta sem nutum kennslu hans og upp- hans i nefndinni væri eingöngu örvunar beint, heldur og allur táknræn eins og komið var — en „þjóðkórinn". Hann færði okkur svo mikið var sálarþrek hans, að heim æðri tónlist, ekki dægur- hvorki hann né frú Sigrún tóku flugnagerið úr öðrum löndum, annað i mál en að hýsa fundina. heldur þann arf tónmennta, sem Þótt fundir væru langir og þreyt- Vesturlönd eiga dýrmætastan. andi, gaf hann engum eftir, þekk- Orgeltónleikar hans i Dómkirkj- ing hans og ábendingar á lög, stíl, unni í Reykjavík voru í engu við- hljómaval og raddfærslu, voru urkenndu hlutfalli við smæð og alltaf ákveðnar, markvissar. Þótt fátækt umhverfisins, þeir hefðu sjálfir starfsdagar hans séu nú á sómt sér jafn vel i sérhverri enda, munum við njóta þeirra milljónaborg. Sem tónlistarráðu- lengi þakklátum huga. nautur Ríkisútvarpsins stuðlaði Þorkell Sigurbjörnsson Lagafrumvarp: Tekjuskattshlunn- indi bátasjómanna sannfærðari. Sú tónlist, sem í dag er kölluð „nútima-tónlist" féll ekki inn í verkahring Páls að flytja. En úr stólnum sinum á Víðimel 55 hlustaði Páll mikið á þessa tegund tónlistar og þrátt fyrtr að hann væri ekki ætíð sam- mála þeim aðferðum sem hafðar voru i frammi heyrði ég aldrei fordóma frá hans munni, til þess var hann of vitur, og betur væri að svo væri sem víðast, að þeir sem við stýrið standa áttuðu sig á þvi að tilveran hvorki byrjaði með fæðingu þeirra né endar þegar þeir kveðja. „Kinder, schaff was neues“ sagði Wagner. Stöðvun á sér engin stað, breyting er án hvíldar, hvort augnablikið er betra eða verra en það sem var ér kannski einskis að.dæma. Veg- visar verða þó á leið manna, vitar sem forða mönnum frá algjörri villu í ævintýri lifsins og Páll Isólfsson var, er og verður einn þessara vita. Líf Páls sjálfs var reyndar stórt ævintýri. Hann var dáður af landslýð og virtur langt út yfir þá sjóa sem hann lofsöng í sumum tónverkum sinum. \ Páll var stjarna á martnfundum og þegar hann sat við orgelið töfruðu trillurnar og skalarnir glitruðu og erfitt á ég að hugsa mér Pál í eilifðinni öðruvísi en þar einnig sem stjörnu. Ekki skal hér rakinn organleik- araferill Páls tsólfssonar, það hefur verið gert annars staðar, er og all-flestum svo ferskur í minni. Ekki skal heldur talið upp það persónulega þakklæti sem ég skulda honum sem kennara, þolanda og vini. Þau áhrif búa í mér og öðrum nemendum hans og verða e.t.v. mótuð í orð síðar. Ekki skal Páll heldur tregaður, hann hlaut að lúta tannhjóli tim- ans sem aðrir. Heldur skal hér þakkað fyrir langa ævi og þær gjafir sem hann veitti þjóð einni fámennri norður í Ishafi. Líf og dauði halda áfram göngu sinni hlið við hlið, verk verða áfram frumflutt, lifa eða deyja eða kannski gera þau hvort tveggja og konsertinn mikli held- ur áfram báðum megingrafar. Ég kveð Pál með þakklæti til þeirra forlaga sem leiddu mig til hans eftir heldur kaldranalega ferð suður yfir heiði að hausti til fyrir allmörgum árum. Ragnar Björnsson. Dr. Páll Isólfsson er og verður sterkur í minningu þeirra, sem komust í nána snertingu við töfra persónu hans og listar, en hvort tveggja bar frá. Mörgum fer svo, að þá minnast þeir hans, þegar þeir njóta dýrustu smíða orgeltón- listar. Hann lauk upp þeim ríka heimi fyrir ófáum. Þegar ég kom úr sveitinni til Reykjavíkur fyrir löngu, hittist svo á, að ég sá hann fyrstan þeirra manna í höfuðborginni, sem ég hafði heyrt talað um með aðdáun. Hann var þá nýlega kominn heim frá námi. Orðstír hans hafði borizt austur í fásinnið, þar sem margir höfðu ekki haft kynni af öðrum hljóðfærum en harmóníku og munnhörpu. Pípuorgel til- heyrðu heimi ævintýranna og ekki síður þeir menn, sem léku á slik furðuverk, bæði með höndum og fótum. Ég lenti við þá götu, þar sem Páll bjó þá. Því fékk ég svo fljótt að sjá hann. Það var að þakka Helga Lárussyni, að ég hafði fengið hugboð um, að Island átti tónlistarsnilling, ungan orgel- meistara. Mér þótti hann tilkomu- mikill að sjá. Síðan fékk ég að heyra hann. En fjarskinn var mikill milli mín og hans lengi. Svo fékk ég að kynnast honum. Og hann varð meiri í allri raun en I bernskum draumi og tilsýndar. Bæði vald hans á listinni, sál hans í tónatúlkun, og maðurinn Páll. Aldrei hef ég gleymt þeirri messu, sem ég átti fyrsta með honum. Ég var gestkomandi i Reykjavík og messaði í Dómkirkj- unni af einhverjum ástæðum. Eg hafði valið sálm með lagi, sem hafði ekki verið sungið þar i kirkjunni svo menn myndu. Páll fékkst ekki um það. Hann lét kórinn syngja einraddað, kenndi laglínuna fyrirvaralaust, og orgelið fylgdi textanum af því næmi, sem varð mér stórkostleg uppgötvun. Þetta var annars hversdagsleg guðsþjónusta. En upp frá því vissi ég það og fékk marga reynslu af því seinna, að listamanninum Páli var engin stund í helgu húsi hversdagsleg. Jafnvel við hús- kveðjur í þröngum hibýlum með lítið harmoníum að tæki, lagði hann sjálfan sig i hlutverk sitt. Dr. Páll átti ómetanlegan þátt í öllum stórum hátiðum kirkju og þjóðar um áratugi. tslenzka kirkj- an þakkar þá gjöf, sem hann var henni og hún mun enn njóta, þótt hann sé horfinn. Og þökk og sam- úð umvefur frú Sigrúnu, dagsins björtu dis í rökkvi kvöldsins, og börnin öll með skylduliði. ,, Hann er úr augsýn á Þeirri götu, sem við göngum um stund. Að lokinni langri samfylgd er aðdáun óblandin og persónuleg þökk heil og djúp. Sigurbjörn Einarsson. Eitt sinn fyrir mörgum árum gekk Páll tsólfsson götur Kaup- mannahafnar I fylgd með ungu og nú þekktu, íslenzku tónskáldi. Tók hann þá skyndilega að velta því fyrir sér hvort upphafstónn- inn í hinni alþekktu Toccötu í d-moll eftir J.S. Bach ætti að byrja með pralltrillu eða mordent, en það hefir löngum verið deilumál meðal Bachsér- fræðinga, þó flestir organistar noti mordent. Þetta varð tilefni tveggja tima umræðna, sem snertu notkun skreytitóna í barokmúsík og þá einkum orgel- músík. Þessi saga kom mér í hug er ég fyrir nokkru las grein eftir einn lærisvein og raunar eftir- mann Páls þar sem hann dáist að leikni Páls í að spila fallega trill- ur, en af þeim var nóg I tónlist gömlu meistaranna, t.d. Buxte- hudes. Þjóðverjar eru annálaðir fyrir smámunasemi og ná- kvæmni, hvort sem er í músik eða á öðrum sviðum, það er t.d. all- ólíkt hvernig þjóðverjar og eng- lendingar túlka Bachorgelmúsik. Páll var þýzk-menntaður organ- isti, þó hann seinna stundaði einnig nám i Frakklandi. Allur hans orgelleikur ber líka vott um sérlega nákvæmni og vöndun i túlkun. Við þurfum ekki annað en hlusta á þær fáu hljómplötur, sem út hafa verið gefnar með orgel- leik hans til að sannfærast um að höfuðstyrkur hans var einmitt hárnákvæm útfærsla á smámun- unum, en það gefur verkinu þann heildarsvip að aldrei gleymist. Ég var 11 ára og það voru jólin 1930 þegar ég fyrst heyrði leik Páls í gegnum útvarp frá Fríkirkjunni i Reykjavík. Ég féll í stafi og upp- frá þeim degi hefir nafnið Páll tsólfsson verið umvafið helgi- ljóma hins sanna listamanns i mínum huga. Hann hefir verið og mun verða Islenzkum organ- leikurum sannkallað leiðarljós um ókomna tíma og sanna þar með, að jafnvel pralltrilla eða mordent geta skipt sköpum þegar á allt er litið. Steingrimur Matthias Sigfússon Nú er ekki annað eftir en að kveðja Pál ísólfsson og þakka honum nærri hálfrar aldar kynni og samstarf. Fróðari menn en ég, leikmaðurinn, minnast margvís- legrar forustu hans í tónlistarmál- um, hvort sem hann kom fram sem tönskáld, organleikari eða skipulagsmaður um félagsmál eða glaður samkvæmismaður. Sein- ustu samstarfsfundir okkar voru heima hjá honurn i dómnefnd um óperu fyrir Þjóðleikhúsið, þar sem ég sat innanum hálærða músikmenn og hafði það verkefni að fara yfir texta verksins, skoða bragarhætti þess og skáldskap. Nú hafði dr. Páll lengi þurft að þola þá raun að vera verklaus að mestu í dagsins önn, en gat þó fylgst með mönnum og málum. Frú Sigrún kona hans hefur verið mikil hetja í þeim átökum við lifið og margir vinir Páls urðu honum þar miklir drengir I raun. Þegar dr. Páll varð 75 ára og ég flutti um hann dálitið útvarpser- indi, taldist okkur svo til að hann hefði spilað við 2000 guðsþjón- usturog 2500 jarðarfarir og setið kringum 2000 fundi og lauslega taldi ég, eftir þvi sem skrár ent- ust, á þriðja hundrað blaðagrein- ar, um 30 nótnaútgáfur, auk Guðlaugur Gíslason (S) og Pétur Sigurðsson (S) hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á undanþágu- ákvæðum tekjuskattslaga. Leggja þeir til að aftan við 10. gr. lag- anna (1. nr. 68/1971), sem fjallar um tekjur undanþegnar tekju- skatti, bætist nýr stafliður, svo- hljóðandi: „Tekjur sjómanna af bolfiskveiðum á bátaflotanum. Greinargerð með frumvarpinu er svohljóðandi. Frá fyrstu tíð hefur verið talið eðlilegt og sjálfsagt að sjómenn Pétur Sigurðsson alþingismaður. bæru meira úr býtum fyrir vinnu sina en almennt gerist hjá þeim sem í landi vinna, enda í flestum tilfellum um áhættusamari vinnu að ræða og lengri og óreglulegri vinnutíma. Nú er svo komið, að með hverju árinu sem iíður reynist erfiðara að fá menn til starfa á þeim hluta bátaflotans, sem bolfiskveiðar stundar. Byggist þetta fyrst og fremst á þvi, að tekjumöguleikar þar eru orðnir mun minni en á hinum nýrri og stærri skipum og í mörgum tilfellum einnig mun minni en við ýmis hægari og áhættuminni störf í landi. Hefur þetta leitt til samdráttar í útgerð hinna smærri báta, enda hefur heildarþorskfiskafli bátaflotans farið minnkandi ár frá ári nú að undanförnu eins og skýrslur Fiskifélags lslands bera með sér. Þegar þess er gætt, að enn þá er það svo, að afli hinna smærri báta, sem stunda bolfiskveiðar, er í allmörgum sjávarplássum undir- staðan undir atvinnulífi byggðar- lagsins, er ekki nema eðlilegt að Alþingi grípi til þeirra ráða, sem fyrir hendi kunna að vera til úr- bóta i þessum efnum, og telja flm., að samþykkt frv. þess, sem hér er flutt, miði í þá átt. Á það skal að lokum bent, að í skýrslum Fiskifélags Islands er Guðlaugur Gislason alþingis- maður. að finna hefðbundna reglu hvað um sé að ræða, þegar talað er um bolfisk- eða þorskfiskveiðar báta- flotans, og gæti það að sjálfsögðu orðið leiðbeinandi um, hvaða tekj- ur um er að ræða, sem undan- þegnar yrðu tekjuskatti, ef frv. yrði samþykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.