Morgunblaðið - 03.12.1974, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
Brezkur þing-
maður gagnrýndi
ræðu Schmidts
London, 1. des. Reuter
BREZKUR verkamannaflokks-
þingmaður John Ryman sagði á
fundi í kjördæmi sínu í morgun
að ræða Helmut Schmidts,
kanslara Vestur-Þýzkalands, á
þingi brezka Verkamannaflokks-
ins, hefði verið óskammfeilni og
sagði þingmaðurinn að sér byði í
grun að á bak við væri makk til að
hafa áhrif á þjóðaratkvæðið um
Efnahagsbandalagið á næsta ári,
en stjórn Verkamannaflokksins
hefur það nú til íhugunar að efna
til þess.
Ræða Helmut Schmidts sem að
er vikið fékk miklar og góðar
undirtektir á þinginu, að sögn
Reuterfréttastofunnar, þrátt fyrir
að vinstrisinnaðir Verkamanna-
flokksmenn hefðu hótað að ganga
út eða láta andúð sina í ljós með
öðrum hætti. Ber ýmsum saman
um að kanslarinn hafi verið hóf-
samur og gætinn f orðum er hann
hvatti til einingar Evrópuþjóða.
Schmidt er nú kominn til
Briissel og sagði þar að viðræður
hans við Harold Wilson, forsætis-
ráðherra Breta, hefðu sýnt að
Ekki löndunar-
lKuin í Bredíindi
Helmut Schmidts
framsókn væri möguleg fyrir
EBE, sem ætti við ýmsan vanda
að etja. Schmidt ræddi við Tinde-
mans, forsætisráðherra Belga, og
sagði honum frá fundi sinum og
Wilsons og tók Tindemans í sama
streng um að útlitið væri ekki
eins slæmt fyrir EBE að loknum
viðræðunum.
Hörmuleg flug-
slys um helgina
97 manns létust í Bandaríkjunum
Hull 1. des.
Einkaskeyti til Mbl. frá Mikc
Smart.
FORMAÐUR Samtaka brezkra
togaraeigenda, Bill Suddeby,
sagði f dag í Hull, að ólíklegt væri
að Bretar myndu setja löndunar-
bann á íslenzka togara i brezkum
höfnum. Skýrði hann frá þessu
eftir að beiðni hafði komið frá
þýzku sjómannasamtökunum, um
að löndunarbann yrði sett á Is-
lendinga i öllum höfnum Efna-
hagsbandalagsins.
Suddeby kvaðst tala fyrir
sjálfan sig eingöngu og sagði að
málið kynni að koma til umræðu á
mánaðarlegum fundi samtakanna
á fimmtudaginn. En hann rifjaði
upp að þegar málið horfði við á
annan veg hefðu Þjóðverjar leyft
islenzkum skipum löndun, þegar
Bretar hefðu innleitt löndunar-
bann.
I sama streng tók formaður
samtaka fiskkaupmanna í Grims-
by. Allmargir íslenzkir togarar
landa afla sínum i Grimsby og
enda þótt fiskmagnið nú sé ekki
mjög mikið, gæti það sem hægast
aukizt á komandi ári. Vegna
þeirra erfióleika sem brezki
togaraflotinn striðir við, vegna
hækkaðs eldsneytisverðs, eykst
mikilvægi landana íslenzkra
skipa verulega og iöndunarbann
myndi geta skaðað Bretland
mjög verulega.
New York, Upperuille,
Virginíu 2. des. Reuter.
BJÖRGUNARSVEITIR unnu við
erfið skilyrði að því í allan dag að
leita jarðneskra leifa 93ja manna,
sem fórust með Boeing 727 flug-
vél frá TWA, er hún rakst í gær-
morgun á fjallshlfð í grennd við
Upperuille í Virginíu. Með henni
voru 86 farþegar og sjö manna
áhöfn og er talið víst, að enginn
hafi komizt lffs af.
Tólf stundum síðar hrapaði
önnur Boeing 727-vél, sem var frá
Northwest Airlines, og var hún í
leiguflugi til Buffalo að ná þar i
knattspyrnulið. Þriggja manna
áhöfn var með vélinni og létust
þeir allir. Skömmu áður hafði
flugstjórinn kallað um loftskeyta-
stöðina að hann hefði misst vald á
vélinni og hún væri að hrapa.
Illskuveður, hvassviðri og rign-
ing, var á báðum þeim stöðum
sem slys þessi urðu. Talsmaður
TWA sagði, að slysið í gær væri
þaó mesta I farþegaflugi á
Washingtonsvæðinu. Vélin var á
leið frá Indianapolis og Colombus
i Ohio og þegar vélin átti eftir um
60 km ófarna til Dullesflugvallar
við Washington og var tekin að
lækka flugið, hrapaði hún skyndi-
lega og þeyttist brak úr henni um
geysilega víðáttumikið svæði.
Hluti vélarinnar lenti á mikil-
vægri stjórnarbyggingu, þar sem
leynd er hin mesta yfir störfum,
en ekki er vitað til að slys hafi
orðið á fólki þar og um skemmdir
á byggingunni hefur ekkert verið
sagt.
Björgunarmenn sem komu
fyrstir á slysstaðinn sögðu, að að-
koman hefði verið ægilegri en orð
fengju lýst og menn hefðu gert
sér grein yfir því strax, að enginn
hefði getað komizt lifs af.
Rannsóknir á hugsanlegum or-
sökum beggja slysanna eru
hafnar.
s
FRETTIR
Þaraskortur
í Bretlandi
London 2. des. Reuter.
SKORTUR á þara ógnar nú
ýmsum iðngreinum I Bret-
landi, að þvf er iðnfyrirtækið
Alginate skýrði' frá i dag og
þar var tekið fram að ráðagerð-
ir væru uppi um að flytja inn
til landsins þara frá Islandi.
Enda þótt milljónir tonna af
þara séu í sjónum umhverfis
Bretland hefur ekki tekizt að
safna og vinna nándar nógu
mikið magn til að fullnægja
þörfinni.
Safinn sem er pressaður úr
þaranum er m.a. notað í bjór
til að froðumyndun verði,
hann er notaður f ís og ýmiss
konar mauk.
Spjöll og árásir Breta á Þingeyri:
Krafizt sundur-
liðaðrar skýrslu
Útgerðarfélagið sýnir framúrskar-
andi ösvtfni, segir kaupfélagsstjórinn
Grimsby, 1. des.
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
UTGERÐARFYRIRTÆKI brezka
togarans Chrystai Palace hefur
farið fram á sundurliðaða skýrslu
vegna kröfu um 1.125 sterlings-
punda skaðabóta sem fjórir sjó-
menn af togaranum munu hafa
valdið þegar Chrystal Palace kom
til Þingeyrar í Dýrafirði til að
sækja kost.
Sjómennirnir fjórir eiga að
koma fyrir aganefnd í Grimsby á
morgun og verða sakaðir um aó
brjótast inn í kaupfélagið á
staðnum, svo og fyrir áflog við
lslendinga sem höfðu meðal
annars þær afleiðingar aó tveir
Islendingar fengu glóðarauga.
Don Lister, framkvæmdastjóri
útgerðarfélags togarans, sagði í
dag: „Við mælum ekki bót því
sem mennirnir gerðu, en eitt þús-
und sterlingspunda skaðabætur
fyrir tvö glóðaraugu virðist ekki
ná neinni átt“.
George Mussel, skipstjóri
Chrystal Palac sagði. „Vitanlega
var rangt það sem mennirnir fjór-
ir gerðu, en sú staðreynd stendur
óhögguð, að þeir unnu engar
skemmdir á verzlumnni og Is-
lendingar hafa stórýkt kostnað-
Mbl. sneri sér til Páls Andreas-
sonar, kaupfélagsstjóra á Þing-
eyri, til að heyra hans hlið á
málinu. Páil sagði að sér fyndist
þetta framúrskarandi ósvífin
framkoma af hálfu útgerðar-
félagsins. Um málið hefði hann
það að segja að mennirnir hefðu
brotizt inn í kaupfélagið þann 13.
nóvember og rifið þar og tætt og
voru búnir að setja í töskur
varning fyrir 2—300 þúsund
krónur, þegar menn urðu varir
við ferðir þeirra. Réðust sjó-
mennirnir með hnífum gegn
mönnunum þremur, sem komu
að, og sagði Páll það mesta mildi
að þarna hefði ekki gerzt voða-
legir atburðir.
Hann sagði að sundurliðunar-
krafa hefði ekki borizt, en ekki
myndi standa á þeim að gera
grein fyrir kröfunum. Hann hefði
hvatt mennina til að gera skaða-
bótakröfu fyrir þá persónulega og
einnig væri gerð krafa vegna
skemmda á verzluninni. Sagði
hann að sér fyndist ástæðulaust
að menn legðu sig í lífshættu til
að bjarga þvi að varningi væri
stolið, éf það ætti síðan að láta
óátalið.
Bretar náðu
„Sea King”
þyrlunni
BREZKIR sjóliðar hafa unnið
kapphlaup við sovézka togara-
sjómenn á alþjóðasiglingaleið
um að bjarga þyrlu sem sökk og
var með innanborðs nýjasta
tækjabúnað úr brezkum kafbát-
um að því er talsmaður brezka
flotans hefur skýrt frá.
Leitin hófst, þegar þyrlan
hrapaði og sökk á 200 feta dýpi
úti fyrir Portland þann 19.
nóvember og miðunarstöð hans
var enn í gangi.
Vegna mikils illviðris á
þessum slóðum var ekki hægt
að hefja björgunaraðgerðir að
bragði, en fyrir fáeinum dögum
tókst björgunarskipinu
Reclaim að draga þyrluna upp á
yfirborðið.
Talsmaður flotans sagói að
Brezka þyrlan „Sea King“ eftir að henni hafði verið náð upp og siglt
með hana heimleiðis.
meðan á björgunaraðgerðum
stóð og meðan þær voru í undir-
búningi, hefðu sovézkir togarar
á þessu svæði sýnt mikinn
áhuga á málinu og komið mjög
nálægt þessu svæði.
Frönsku verkalýðssamböndin stappa stálinu í félaga sína:
Nýtt allsherjar-
verkfall boðað
París 29. nóv.—reuter
TVÖ helztu verkalýðssambönd
Frakklands hvöttu í dag til nýs
allsherjarverkfalls í landinu 12.
desember næstkomandi, — ann-
ars allsherjarverkfallsins á
minna en mánuði. 1 yfirlýsingu
sambandanna eru verkamenn
hvattir til að efna til verkfalla,
funda og mótmælaaðgerða
þennan dag til að þrýsta á rlkis-
stjórn Valery Giscard d’Estaings
forseta og fá fram tryggingu gegn
atvinnuleysi, sem nú ágerist með
hverjum deginum. Taia atvinnu-
lausra í Frakklandi er nú hærri
en nokkru sinni frá siðari heims-
styrjöldinni, og í októberlok var
talan orðin 630.000. Sfðan hefur
ástandið enn versnað eftir að bif-
reiðaverksmiðjur landsins sem
nú berjast i bökkum lýstu yfir
fjöldauppsögnum.
Þessi nýja áskorun um alls-
herjarverkfall kemur fram þegar
þau verkföll sem verið hafa
undanfarið virðast vera að fjara
út, þ.á m. hið 7 vikna gamla verk-
fall póstmanna. Póstmenn voru að
tínast til vinnu sinnar í dag án
þess að hafa tekizt að fá rikis-
stjórnina til að láta undan kaup-
kröfum þeirra. Er gert ráð fyrir
að póstútburður komist í gang
eftir helgina. Með þessari nýju
áskorun virðast því verkalýðs-
samböndin vera að stappa stálinu
f félagsmenn sina.
SonurRommels
borgarstjóri
Stuttgart Vestur-Þýzkalandi,
1. des. Reuter.
MANFRED Rommel, einka-
sonur Erwins Rommels, Lers-
höfðingja f sfðari heims-
styrjöldinni, er frægur varð
sérstaklega úr strfðinu f
Afrfku, var í dag kjörinn
borgarstjóri f Stuttgart. Hann
var frambjóðandi kristilegra
demókrata og var kjörinn f al-
mennum kosningum. Stuttgart
sem er höfuðborgin f Baden-
Wuertemberg er eina borgin í
Vestur-Þýzkalandi sem hefur
þann háttinn á að borgarar
kjósi sinn borgarstjóra f bein-
um kosningum.
Rommel tekur við af Arnold
Klett sem lézt f ágúst sl. Hann
hafði verið borgarstjóri í 28 ár.