Morgunblaðið - 03.12.1974, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.12.1974, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974 47 — Sovétgeimfar Framhald af bls. 1 fimm mánuði. Fyrir einni viku var sagt að Salyut væri á braut þar sem jarðfirð væri 293 kíló- metrar og jarðnánd 247 kiló- metrar. En I tilkynningum um sjálfa geimferðina var ekki minnzt á Salyut. Á það er lögð áherzla að Soyuz muni fylgja þeirri áætlun sem er ráðgerð á næsta ári og það gefur til kynna að Soyuz verði á annarri braut en Salyut. Vestrænir sér- fræðingar telja þar með útilokað að reynt verði að tengja Soyuz og Salyut. Ferð Soyuz 16 er þriðja mannaða geimferð Rússa á þessu ári. I ferð Soyuz 14 i júli fóru tveir menn um borð i Salyut 3. Soyuz 15 var skotið í ágúst en þeirri ferð var hætt eftir 51 klukkutíma þegar ekki tókst að tengja geimfarið við rannsóknar- stöðina vegna bilunar á stefnu- móts- og tengikerfi. Bandarískir þingmenn hafa látið í ljós ugg um öryggi i sovézk- um geimferðum en bandarískir sérfræðingar telja öllu óhætt. Hins vegar verður rækilega fylgzt með ferð Soyuz 16 í Banda- ríkjunum ekki siður en í Sovét- rikjunum. — Varnarmála- samkomulag Framhald af bls. 48 sem varnarliðið sjálft hefur með höndum á hinu umsamda Kefla- víkursvæði. Þegar farþegaflug- stöðin og starfsemi varnarliðsins hafa verið aðskilin skulu aðgerðir beggja rikisstjórna varðandi starfsemi lögregluyfirvalda og lögsögu þeirra fara eftir þeim ákvörðunum, sem báðir aðilar koma sér saman um, og skulu þær miðast við þær breyttu aðstæður, sem þá kunna að hafa skapast innan hins umsamda svæðis. 5. Eftir því sem fjárveitingar leyfa mun ríkisstjórn Banda- ríkjanna leitast við að láta í té tiltekinn búnað, sem á 10 ára tímabili muni skapa þá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, að hún full- nægi kröfum Alþjóða flugmála- stofnunarinnar (I.C.A.O.) fyrir flugrekstur samkvæmt flokkun nr. II. 6. Þetta samkomulag öðlast gildi þann dag, sem það er undir- ritað. Undirritað i Reykjavík hinn 22. október 1974. Fyrir rikisstjórn Islands (sign) Einar Ágústsson Fyrir rikisstjórn Bandaríkjanna (sign) Fredrick Irving. Bókun Eftirfarandi bókun var gerð um viðræður milli ríkisstjórana Bandarikjanna og Islands sam- kvæmt ákvæðum 7. gr. varnar- samnings þess, sem i gildi er milli landanna: A. Varnarliðið mun fækka liði sinu um 420 menn og i stað þeirra komi hæfir islenzkir starfsmenn, eftir því sem þeir verða til reiðu til slikra starfa. Varnarliðið mun annast þjálfun islenzkra starfs- manna, eftir því sem þörf krefur. B. Ríkisstjórn Bandarikjanna mun leita eftir fjárveitingum til byggingar íbúðarhúsnæðis á fjár- hagsárunum 1975, 1976 og 1977 með það endanlega markmið fyrir augum að öllum bandarískum hermönnum verði séð fyrir íbúðarhúsnæði innan takmarka varnarstöðvarinnar. Bandaríkin gera ráð fyrir að eftir að fækkað hefur verið í varnarliðinu svo sem að framan greinir, muni viðbótar- þörf ibúðarhúsnæðis innan tak- marka varnarstöðvarinnar nema um það bil 468 húsnæðiseining- um. Sem visbendingu um góðan ásetning Bandaríkjanna í þessu tilliti er í fjárlagafrumvarpi fyrir fjárhagsárið 1975 að finna beiðni um fjárveitingu vegna byggingar 200 húsnæðiseininga, vegha undirritunar þeirra orðsendinga og þess samkomulags, sem hér um ræðir. C. Rikisstjórn Bandaríkjanna mun leitast við að finna leið til þess að vinna að því i samvinnu við íslenzku ríkisstjórnina að skilja svæði þau, þar sem rekstur farþegaflugs og starfsemi varnar- liðsins fer fram. Rikisstjórn Bandaríkjanna mun taka þátt í byggingu nýrrar farþegaflug- stöðvar eftir því sem fjárveit- ingar heimila og varnarliðs- rekstur krefst. I þessu sambandi var rætt um að Bandarikin kosti lagningu aðkeyrslubrauta fyrir flugvélar, byggingu flugvéla- stæða, lagningu vega, þar með tal- inn nýr bilvegur, svo og endurnýj- un á kerfi þvi, sem flytur elds- neyti að flugvélum. D. Ríkisstjórn Bandaríkjanna samþykkir að athuga möguleika á þvi að festa kaup á heitu vatni til afnota fyrir varnarliðið, svo fremi að slík þjónusta verði látin í té af hálfu islenzku rikisstjórnarinnar á Reykjanessvæðinu. E. Báðar ríkisstjórnirnar munu athuga leiðir til þess að efla sam- vinnu milli varnarliðsins, annars vegar, og islenzku landhelgisgæzl- unnar, almannavarna og flug- málastjórnarinnar, hins vegar. F. Viðræður um framkvæmd þeirra samkomulagsatriða, sem nefnd eru hér að framan, munu fara fram milli sendiherra Banda- ríkjanna og yfirmanns varnarliðs- ins, annars vegar, og utanríkisráð- herra islands og tilnefnds full- trúa hans, hins vegar. Undirritað í Reykjavík af til- nefndum fulltrúum samnings- aðila hinn 22. október 1974. — Tyrkir Framhald af bls. 1 Grikkir mundu berjast inn- byrðis ef til hardaga kæmi. Glafkos Klerides, starfandi forseti Kýpur, sagði þegar hann kom til Nikósíu i kvöld að hann væri ánægður með viðræður sfnar f Aþenu við Makarios og grfsku stjórnina og kvaðst telja „góða mögu- leika“ á þvf að takast mætti að leysa Kýpurmálið. 1 viðræðunum var mörkuð sameiginleg stefna til lausnar Kýpurdeilunni og Klerides kvaðst hafa fengið umboð til þess að hefja alvarlegar samningaviðræður við Kýpur- Tyrki. Klerides kvaðst halda áfram viðræðunum sjálfur þótt Makarios kæmi aftur. 1 Ankara er talið að Tyrkir séu ánægðir með að I viðræð- um Kleridesar og Rauf Denktash, foringja Kýpur- Tyrkja, hafi tekizt að leysa ýmis mannleg vandamál og þeir hafi vonað að þeim tækizt einnig að leysa pólitfsk mál þótt nú hafi verið ákveðið að hætta viðræðunum ef Makarios snýr aftur. Vegna væntanlegrar heim- komu Makariosar, lfklega á föstudag, hefur tyrkneska her- liðið á Kýpur verið f viðbragðs- stöðu sfðan á föstudaginn. Her- inn útilokar ekki þann mögu- leika að grfskir skæruliðar á Kýpur noti tækifærið til að gera árásir. — Belgíski - markaðurinn Framhald af bls. 48 kæld eru nú i 10% tolli, fara í 4% um áramót, en tollurinn hyrfi siðan 1977. Sömu afurðir, salt- aðar, þurrkaðar eða reyktar eru nú í 11% tolli, sem færi i 4,4% um áramót, en þurrkast siðan út í júli 1977. Lýsi er nú i 0 til 6% tolli, sem yrði um áramót 2,4%, en félli niður 1977. Hert feiti og olíur úr fiski og sjávarspendýrum eru nú í 17 til 20% tolli, sem færi i 8% toll. um áramótin, en yrði toll- frjáls um mitt ár 1977. Kavíar og kaviareftirlíkingar eru nú i 30% tolli, sem fara myndi i 12% um áramót, en þurrkaðist út um mitt ár 1977. Krabbadýr og lindýr (rækjur, humar, hörpudiskur) tilreidd fryst eða niðursoðin eru nú i 20% tolli, sem lækkaði í 8% um áramót, en þurrkaðist út á sama tima og tollar á áðurnefnd- um afurðum. Aðrar niðursuðu- vörur, þó ekki sjólax, eru nú í 20% tolli, sem lækka myndi um áramót í 14% og fara niður i 10% hinn 1. júli 1977. Fiskmjöl ber nú 2% toll, sem lækka myndi um áramótin í 0,8% en þurrkast út I júli 1977. Fiskflök þakin brauð- mylsnu eða fitu eru nú í 15%, en lækkuðu um áramót i 9%, en tollurinn yrði enginn i júli 1977. Isfiskur og heilfrystur fiskur (þorskur, ýsa, ufsi) er nú i 15% tolli, sem lækka myndi í 6% 1. janúar 1975 og fara siðan í 3,7% um þar næstu áramót eða 1. janúar 1976. Isaður og heilfrystur karfi er nú i 8%, en myndi lækka í 4% um áramótin og fara i 2% um áramótin 1976. Enginn tollur er nú á hvalkjöti í Bretlandi, en um áramótin kæmi á það 4% tollur, um áramótin þarnæstu 6% og 10% 1. júli 1977. Fryst fiskflök, þar með talin sildarflök, eru nú tollfrjáls i Bret- landi, en fá á sig 6% toll um áramótin, 9% um þar næstu ára- mót og 15% 1. júli 1977. Lifur, hrogn, svil, ný, fryst eða kæld eru nú tollfrjáls, en færu í 4% um áramót og 6% um þar næstu ára- mót og hafna í 10% 1977. Þessi sama afurð, söltuð, þurrkuð eða reykt er einnig tollfrjáls nú, en færi um áramót í 4,4% toll og um þarnæstu áramót í 6,6%, en hafna í 11% tolli 1977. Lýsi er ekki tollskylt i Bretlandi nú, en um áramót kæmi á það 2,4% tollur, sem hækkar um þar næstu ára- mót í 3,6% og hafnar á árinu 1977 i 6% tolli. Hert feiti og olíur úr fiski og sjávarspendýrum eru nú tollfrjáls, en tollurinn yrði 8% um áramótin, 12% um hin ára- mótin og 20% hinn 1. júlí 1977. Kaviar og kavíareftirlíkingar í Bretlandi bera ekki toll nú, en um áramótin kemur á þessar afurðir 12% tollur, sem hækkar um hin áramótin í 18% og hafna þær í júlí 1977 í 30% tolli. Krabbadýr og lindýr (rækjur, humar, hörpu- diskur) tilreidd, fryst eða niður- soðin bera nú engan toll i Bret- landi, en hækka i 8% um ára- mótin, fara I 12% um hin ára- mótin og hafna í 20% tolli 1977. Aðrar niðursuðuvörur, þó ekki sjólax, bera nú engan toll, en fá á sig 8% toll um áramótin, 12% um hin áramótin og hafna í 20% í júli 1977. Við framkvæmd bókunar nr. 6 verður tollur i Bretlandi á þessum niðursuðuvörum 1. júli 1977 10%, en sama tollfrelsi á öðrum sjávarafurðum eins og í EFTA 1973. Fiskmjöl er nú toll- frjálst i Bretlandi, en fer í 0,8% toll um áramót, 1,2% um hin ára- mótin og hafnar i 2% tolli 1977. Fiskflök þakin brauðmylsnu eða fitu eru nú tollfrjáls, fara i 6% toll um áramót og 9% um hin áramótin. Hafna þau i 15% tolli 1. júlí 1977. Isfiskur og heilfrystur fiskur (þorskur, ýsa, ufsi) eru nú í 10% tolli i Bretlandi, hækka í 12% toll um áramót, i 13% um áramótin 1975 til 1976 og fara 1. janúar 1976 í 15% toll. Ef bókun nr. 6 kemur til framkvæmda verður tollur á ísfiski og heilfrystum fiski i Bretlandi 1. janúar 1975 5% og lækkar siðan í 3,7% hinn 1. janúar 1976. Isaður og heilfrystur karfi er nú í 10% tolli Bret- landi. Tollurinn helzt síðan óbreytturþartil 1. janúar 1976, er hann lækkar í 8%. Komi bókun nr. 6 til framkvæmda verður tollur af isuðum og heilfrystum karfa í Bretlandi 1. janúar 1975 4%, en lækkar i 2% hinn 1. janúar 1976. /r — Israel Framhald af bls. 4 þá að tryggja friðinn? Kannski Sameinuðu þjóðirnar? Eftir að hafa 1967 dregið til baka „friðargæzlu“sveitir sinar að kröfu Nassers! Enn einn smánarblettur í sögu S.Þ. Isra- elsmenn vita, að þeir geta engum treyst nema sjálfum sér. Massada skal aldrei aftur falla. Allt bendir nú til þess að nýtt strið með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum sé yfirvofandi. Fari svo illa, munu Israelsmenn berjast og verjast til síðasta manns. Hins vegar er það mín bjargfasta trú og vissa eftir dvölina i Israel, að þetta fjöl- gáfaða og vitra fólk á þann eiginleika, sem svo fáum er gef- inn: að geta rétt sáttfúsa hönd þeim sem mest hafa misgjört henni. Sjálevad i Svíþjóð, 22. nóv. 1974. Sigurveig Jóhannesdóttir. -Eldeyjar-Hjalti Framhald af bls. 3 hana til annars en eintóms gamans. Þetta er sönn og skýr mannlýsing, sem um leið bregður upp mynd af aldarfari og umbrot- um á örlagariku tímabili I sögu þjóðarinnar. Ég er ekki í vaf a um, að Saga Eldeyjar-Hjalta muni jafnan verða talin með beztu ævi- sögum, sem ritaðar hafa verið á islenzka tungu." Eldeyjar-Hjalti, sem einnig var ýmist nefndur Hjalti skipstjóri eða Hjalti konsúll, var sérstæður maður og minnisstæður, sem vakti hlýhug og traust allra, sem honum kynntust. En um leið var hann maður mikilla og mislyndra örlaga, og hvoru tveggja ber saga hans trútt vitni. Það má því full- yrða, að hann muni ekki gleymast í bráð, hvorki þeim, er honum voru samtiða eða þeim hinum, sem eiga fyrir sér að kynnast hon- um af hinni ágætu ævisögu hans. — Snyrtiaðstaða Framhald af bls. 17 jafnframt unnið að athugun á að reisa fullkomið snyrtíhús á staðnum. Voru gerðar athuganir á málinu, stöðin teiknuð og henni ákveðinn staður. Var það verk unnið á Ferðaskrifstofu ríkisins, samgönguráðuneytinu og Ferða- málaráói. Kvað formaður Ferða- málaráðs skilning á þvi að komið yrði upp við Gullfoss varanlegu snyrtihúsi, svipuðu og er á Laugarvatni. Enn bannarþó fjár- skortur framkvæmdir þó nauðsyn sé mikil og þjóðarsmán, ef ekki verður úr bætt. Ræða Matthíasar Framhald af bls. 34 hækkað úr 10% i 15% af aflaand- virði. Þá hafa nú þegar verið greiddar 102 millj. kr. til skuttogara og 20 millj. kr. til þeirra skipa, sem stunduðu veiðar i Norðursjó, vegna aukins olíukostnaðar. Utreikningar sýna, að átimabil- inu frá 1. janúar og fram að gengisbreytingu hækka erlendar skuldir um 1.170 millj. kr. og við gengisbreytinguna um 1.520 millj. kr. eða samtala á þessu tímabili um 2.690 millj. kr., en samningsbundnar skuldir erlend- is vegna fiskiskipa námu eftir gengisbreytingu um 9.000 millj. kr. Sjávarútvegsráðuneytið mun leggja fyrir sjávarútvegsnefnd Nd. Alþingis, að hluta gengis- munarsjóðs verði ráðstafað til að bæta þetta gengistap og yrði framkvæmdin væntanlega í stór- um dráttum þessi: Stofnaður verði sérstakurreikn ingur fyrir hvert skip hjá Stofn- fjársjóði fiskiskipa, sem skuldar erlent lán. Þeirri fjárhæð, sem ávisað verður á þennan reikning verður skipt i þrjá jafna hluta til að aðstoða viðkomandi útgerðir við að standa í skilum með afborg- anir og vexti við Fiskveiðasjóð, Rikisábyrgðasjóð og Byggðasjóð næstu þrjú árin. Verði inneign á þessum reikningi þegar viðkom- andi skip hefur greitt sina árlegu afborgun eða tvær sex mánaða afborganir, skal greiða mismun- inn út af reikningum til útgerðar- innar. I þeim tilvikum, þegar útgerðir hafa samið um smíði erlendis fyr- ir 29. ágúst s.l., en ekki greitt að fullu þau 20% kaupverðsins, sem greiða skal á smíðatimanum, skulu gengisbætur vegna þessa hluta kaupverðsins greiddar strax út ef útgerðin hefur nú þegar staðið skil á fjárhæðinni eða hluta hennar, annars um leið og við- komandi yfirfærsla á sér stað. Að undanförnu hefur ráðuneyt- ið verið að kanna á hvern hátt það gæti beitt sér fyrir bráðabirgða- fyrirgreiðslu úr gengishagnaðar- sjóði til þeirra útgerðaraðila, sem verst eru settir. Ljóst er að slík fyrirgreiðsla verður að vera í lánsformi, uns aflað hefur verið lagaheimildar til að veita óaftur- kræf framlög. Sjávarútvegsráðuneytið mun í næstu viku hafa samráð við sjávarútvegsnefnd Neðri deildar sem nú hefur til afgreiðslu frum- varp um ráðst’afanir í sjávarút- vegi um að verja 250 millj. króna af gengishagnaði til bátaflotans, og mun Aflatryggingasjóði væntanlega verða falið að inna greiðslurnar af hendi, þannig að þær renni eftir aðstæðum beint til lánadrottna viðkomandi út- gerðaraðila, en þá eru einkum haft í huga mannakaup og ýmsir þjónustuaðilar eins og t.d. skipa- viðgerðarstöðvar og vélaverk- stæði. I aðalatriðum má segja að stefnt sé að því að bæturnar verði miðaðar við lágmarksafla pr. út- haldsdag eftir stærðarflokkun og veiðiaðferðum á s.l. vertið. Þá er og gert ráð fyrir að tekið verði tillit til einstakra óhappa við ákvörðun bóta. Þaó hefði verið æskilegt að greiða einhverjar bætur pr. úthaldsdag, en hér er um að ræða bráðabirgðafyrir- greiðslu til þeirra sem verst eru settir. Ekki er gert ráð fyrir að bætur verði nú greiddar til báta innan við 20 lestir. Að sjálfsögðu verða þeir, sem vilja njóta bóta, að skila þeim reikningum og öðrum upplýsingum, sem bankarnir óskuðu eftir, hafi þeim ekki verið skilað. Það verður að segjast eins og er, að mjög erfitt er að setja reglur um tilhögun bótagreiðslna, og þá fyrst og fremst vegna þess hve takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi, en það stafar af því að útvegsmenn hafa ekki skilað þeim skýrslum til Aflatrygginga- sjóðs, sem þeim lögum samkvæmt ber að skila. Þannig varð að ákveða bótagreiðslur miðað við vetrarvertíð vegna þess hve mikið vantar af skýrslum fyrir sumar- úthald, en umrædd fyrirgreiðsla þolir enga bið. Til fróðleiks má upplýsa að samkvæmt aflaskýrslum voru alls gerðir út 477 bátar á s.l. vetrar- vertið, en aðeins 348 hafa skilað skýrslum. Þegar úthluta á bótum eins og hér hafa verið ræddar, verður ekki hjá því komist að ýmsir verði óánægðir, en menn verða að hafa i huga að aðgerðirnar eru miðaðar við þá sem verst eru settir. Ég hef þegar flutt langt mál og eytt dýrmætum tima þessa fundar. Það eru mörg mál önnur, sem ég hefði viljað gera að um- ræðuefni og sömuleiðis hefði ég kosið að ræða mun itarlegar mörg þau mál, sem ég hefi minnst á, og þá alveg sérstaklega rekstrar- vandamál útvegsins og markaðs- horfur. Þá hefði ég gjarnan kosið að ræða um framhald Hafréttar- ráðstefnunnar og viðhorf okkar Islendinga til mála þar. En þess gefst kostur við önnur tækifæri, þó siðar verði. Sjávarútvegurinn hefur verið stundaður á Islandi frá upphafi Islandsbyggðar, eða i 1100 ár. Það hafa skipst á skin og skúrir í þessari atvinnugrein, eins og í lífi þjóðarinnar. Sjávarútvegur, land- búnaður og lifssaga þessarar þjóðar er samofin. Sjávarútvegur- inn mun á ókomnum árum verða burðarás efnahagslegs sjálfstæðis þessarar þjóðar, en hvað sem liður kröfum um hærri laun og trygga rekstrarstöðu atvinnu- tækjanna, þá megum við ekki missa sjónar á því, að búa vel að því fólki, sem vinnur þessi störf, bæði á sjó og landi. Við megum einskis láta ófreistað til að auka öryggi við vinnu og koma í veg fyrir hin tiöu slys, og berjast gegn öllu því, sem getur skaðað heilsu, og koma í veg fyrir atvinnusjúk- dóma. Við eigum að stuðla að trú hvers annars á gildi einstaklings- ins og lífshamingju okkar allra. Þjóð, sem er hamingjusöm og sátt við sjálfa sig getur ávallt treyst því aö eiga trausta atvinnuvegi eins og islenskur sjávarútvegur þarf og á að vera. Ég óska ykkur öllum alls vel- farnaðar i starfi ykkar og lifi og vona að heill og hamingja megi fylgja ykkur og öllum sjómönnum og þeim öðrum, sem við islenskan sjávarútveg vinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.