Morgunblaðið - 03.12.1974, Blaðsíða 48
jwgmtltfafrft
Electronic
gjöfin, sem
vermir
RONSON
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1974
Jólastemmningin er að færast yfir Austurstræti. Sett hefur verið
upp góða gamla bjallan, sem undanfarin ár hefur verið kennd við
verzlunina Raforku. Verzlunin hefur nú skipt um nafn og heitir
Raflux. Myndina tók Ól. K. M. í gær, en þetta er í 31. sinn, sem
klukkan er sett i
Landbúnaðarvörur
hækka um 10-20 %
LANDBtNAÐARVÖRUR hækka
i verði frá og með deginum i dag.
Er hækkunin á bilinu 10,7% til
19,9%, mismunandi mikil eftir
einstökum tegundum. Minnst er
hækkunin á skyri, en mest á
smjöri. Hækkunin á verðgrunni
til bænda er nokkru minni, eða
6,94%.
1 tilkynningu frá Framleiðslu-
ráói landbúnaðarins segir, að
hækkun þessi stafi að hluta af
auknum kostnaði við búrekstur-
inn og einnig vegna hækkunar á
reksturs- og dreifingarkostnaði
vörunnar. Þá komi til svokallaðar
láglaunabætur, samkvæmt
ákvæðum í nýútgefnum bráða-
birgðalögum. Sem fyrr segir
hækkar verðgrunnur til framleið
andans um 6,94% Stafar það af
margvíslegum hækkunarliðum.
Má sem dæmi nefna, að kjarn-
fóður hefur hækkað um rúmlega
18% frá þvi verðið var síðast
reiknað 1. sept s.l.,flutningskostn-
aður um 36%, rafmagn um 34%,
vextir um 10%, kostnaður við
vélar um 7% og laun bónda og
skylduliðs um 3%. Auk þess gera
láglaunabætur um 1,06 aura á
hvern lítra mjólkur og sambæri-
legt á öðrum vörum. Vinnslu- og
dreifingarkostnaður á mjólk
hækkar um 1,10 krónur á lítra,
eða 7,9%. Umbúðakostnaður 2
lítra ferna hækkar um 1,90
krónur á lítra, eða 61%.
Dreifingarkostnaður kindakjöts
hækkar um 2,40 krónur á hvert
kíló kjöts, eða4%.
Sem dæmi um hækkunina á
landbúnaðarvörunum má nefna,
að mjólk i 2 litra fernum hækkar
úr 56,70 krónur í 65,50, eða
15,5%. Rjómi i lausu máli hækkar
úr 269,20 litrinn í 303 krónur, eða
12,6%. Skyr hækkar úr 82,20
kílóið í 91 krónu, eða 10,7%.
Smjör 1. flokkur hækkar úr 386
krónum kilóið i 463 krónur, eða
19,9%. Ostur 45%'hækkar úr 395
krónum kílóið i 445 krónur, eða
12,7%. Súpukjöt hækkar úr 259
krónum i 301 krónu kílóið, eða
16,2%. Læri hækka úr 296
krónum kílóið í 341 krónu, eða
15,2% og kótelettur hækka úr 338
krónur kílóið i 388 krónur, eða
14,8%.
V arnarmálasamkomulagið
við Bandaríkin birt
SKYRSLA utanrfkisráðherra um samkomulag f varnarmálum milli
Islands og Bandaríkjanna verður á dagskrá f Sameinuðu Alþingi f dag.
Einar Ágústsson utanríkisráðherra sagði að rfkisstjórnin hefði
ákveðið að birta samkomufagið f heild, svo að enginn þyrfti að vera f
vafa um hvað f þvf stæði. Einar sagði að þar sem rætt væri um
fjárveitingar frá hendi Bandaríkjanna t.d. til þess að skilja að vett-
vang varnarliðsins og vettvang farþegaflugs á Keflavíkurflugvelli,
hefði ekki verið rætt um neinar ákveðnar f járhæðir.
Aðspurður sagði Einar um það atriði samkomulagsins, sem birt er í
sérstakri bókun, sem þvf fylgir undir liðnum E, en þar segir, að athuga
skuli leiðir til samvinnu varnarliðsins annars vegar og landhelgisgæzl-
unnar, almannavarna og flugmálastjórnarinnar hins vegar, að þar
væri aðeins rætt um nánari samvinnu á sviði björgunarmála, m.a. með
þvf að tslendingar tækju ríkari
varnarliðið hefur látið Islendingum
Hér fer á eftir texti samkomu-
lagsins, en þess skal getið að
honum fylgja tvö bréf, fyrst frá
Frederick Irving sendiherra til
Einars Agústssonar og aftur bréf
frá Einari til Irvings. I báðum
bréfunum er þessi málsgrein,
samhljóða í báðum:
„Ríkisstjórnir okkar eru sam-
mála um að núverandi ástand
heimsmála svo og öryggismála Is-
lands og þeirra ríkja, sem aðild
eiga að Atlantshafsbandalaginu,
sé þannig háttað, að enn sé þörf
fyrir þá aðstöðu, sem varnarliðið
á íslandi hefur notið samkvæmt
ákvæðum samningsins, á þann
hátt sem báðir aðilar geta sætt sig
við“.“
Texti samkomulagsins er svo-
hljóðandi:
Samkotnulag
Ríkisstjórnir Bandankjanna og
íslands hafa gert með sér eftir-
farandi samkomulag varðandi
áframhaldandi nýtingu á aðstöðu
varnarliðsins á Islandi samkvæmt
ákvæðum varnarsamningsins frá
5. maí 1951:
1. Bandaríkin munu leitast við
að fækka liðsmönnum varnarliðs-
ins á þann hátt, sem ríkisstjórn-
irnar báðar hafa komið sér saman
um.
2. Ríkisstjórnirnar eru sammála
um að innan hæfilegs tíma muni
íslenzkir starfsmenn, er þá hafi
öðlast til þess nægilega starfs-
hæfni og þjálfun, taka við tiltekn-
þátt í þvf björgunarstarfi, sem
f té.
um störfum á vegum varnarliðs-
ins, sem bandarískir starfsmenn
gegna nú. Hins vegar munu
Bandarikin ekki leitast við að
ráða til starfa eða halda í vinnu
fleiri bandarískum eða íslenzkum
starfsmönnum en aðstæður rétt-
læta, og kunna þvi að breyta
fjölda starfsmanna og skipulagi
starfsgreina á vegum varnarliðs-
ins innan ákvæða 3. og 4. gr.
varnarsamningsins frá 1951.
3. Bandaríkin munu leitast við
að byggja íbúðarhúsnæði innan
hins umsamda svæðis, er nægi til
að hýsa þær fjölskyldur varnar-
liðsmanna, sem rétt eiga á slíku
húsnæði. Þessar byggingarfram-
kvæmdir skulu háðar nauðsyn-
legum fjárveitingum, svo og þvi
hvort nauðsynlegt efni og íslenzkt
vinnuafl er fyrir hendi. A meðan
ekki hefur verið iokið við bygg-
ingu þessa íbúðarhúsnæðis, skal
bandarískum hernaðaryfir-
völdum heimilt að annast milli-
göngu fyrir hönd þeirra starfs-
manna, er búa utan hins um-
samda svæðis með það fyrir aug-
um að tryggja hæfilegt húsnæði,
sanngjarna húsaleigu og hæfilega
leiguskilmála.
4. Eftir því sem fjárveitingar
leyfa munu Bandaríkin leitast við
að gera þær ráðstafanir, sem báð-
ir aðilar koma sér saman um, til
að skilja að á raunhæfan hátt
starfrækslu farþegaflugstöðvar-
innar og rekstur þann og aðstöðu,
Framhald á bls. 47.
Grunnkaups-
hækkun tilbœnda
greiddniður
VEGNA auglýsingar um
nýtt búvöruverð sneri
Morgunblaðið sér f gær tif
Geirs Hallgrfmssonar for-
sætisráðherra og spurði
hann hvort rfkisstjórnin
hygðist greiða þessa verð-
hækkun niður.
Forsætisráðherra svaraði
því til, að um þriggja mán-
aða skeið yrði sá þáttur þess-
arar verðhækkunar er lyti
3% grunnkaupshækkun til
bænda, greiddur niður. Geir
sagði, að þessi niðurgreiðsla
kæmi öll fram í mjólkur-
verðinu 2,30 kr. pr. lítra, en
kvað að öðru leyti ekki um
auknar niðurgreiðslur að
ræða.
Belgíski markaðurinn getur
ekki komið í stað hins þýzka
TOLLABREYTINGAR hefðu átt
að verða f löndum Efnahags-
bandafagsins um áramót, ef bók-
un nr. 6 um tollfrfðindi Islend-
inga kæmi til framkvæmda, en
allt útit er nú fyrir að svo verði
ekki, þar sem ekki hefur náðst
samkomulag við Vestur-Þjóð-
verja f landhelgismálinu. I Bret-
landi og Danmörku verða breyt-
ingar á tollum Islendinga, ef
bókunin kemur ekki til fram-
Fullveldissamkomunni lauk
með þjóðsöng Sovétríkjanna
FULLVELDISSAMKOMU
stúdenta við Háskóla lslands f
Háskólabfói sl. sunnudag, 1.
desember, lauk með því að við-
staddir voru látnir rfsa á fætur og
syngja þjóðsöng Sovétríkjanna
(Internationalen). Forseti Is-
lands var ekki viðstaddur sam-
komuna eins og venja hefur ver-
ið.
Vinstri stúdentar við Háskóla
tslands stjórnuðu samkomunni.
Aðalræðu dagsins flutti Þor-
steinn Jónsson frá Hamri og
fjallaði hún um lsland, þjóðsög-
una og veruleikann eins og það
var kallað. Samkomunni var út-
\ arpað.
Á fundinum var dreift fregn-
miðum frá Samtökum herstöðva-
andstæðinga og lesið var upp
ávarp^rá þeim, þar sem sagt var
að um það leyti væri verið að
sleppa fimm félögum úr samtök-
unum úr fangelsi bandarikjahers
á Keflavíkurflugvelli. Aðdrag-
andi málsins er sá, að fimm her-
stöðvaandstæðingar voru gerðir
út af örkinni og áttu þeir að draga
niður fána Atlantshafsbandalags-
ins á Keflavíkurflugvelli og draga
að húni rauðan fána herstöðva-
andstæðinga. Þegar til átti að
taka var fáni Atlantshafsbanda-
lagsins hins vegar ekki við hún,
og gátu herstöðvaandstæðing-
arnir fimm því ekki dregið hann
niður. 1 dreifibréfinu og ávarpinu
sem lesið var I útvarpið sagði á
hinn bóginn að þeir hefðu dregið
fánann niður og hafið upp fána
herstöðvaandstæðinga.
Þá var i dreifibréfinu og ávarp-
inu sagt, að félögunum fimm
hefði verið sleppt úr haldi. Sann-
leikur málsins er hins vegar sá, að
þeir voru aldrei teknir höndum,
heldur aðeins fjarlægðir af vallar-
svæðinu, en áður voru nöfn
þeirratekin niður.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
sagði I viðtali við Mbl. f gær, að
hann hefði orðið var við talsverð
óánægjuviðbrögð með það að dag-
skráin 1. desember skyldi hafa
verið útvarpað.
kvæmda og hækka þar tollar, en á
mörgum fisktegundum er þar nú
enginn tollur.
Vegna þess, að ekki hefur náðst
samkomulag við Þjóðverja hafa
menn velt þvf fyrir sér, hvort þeir
geri kröfu um það innan EBE að
löndin setji á löndunarbann.
Talið er ólfklegt, þótt slfk krafa
yrði lögð fram, að önnur Efna-
hagsbandalagslönd ljái henni
eyra, en Þjóðverjum yrði þó f lófa
lagið, ef þeir vildu gera lslend-
ingum aflt til bölvunar að stöðva
fiskflutninga á íslenzkum fiski
við landamæri Belgfu og Þýzka-
lands. Markaðurinn f Belgfu er
það Iftill, að hann getur engan
veginn komið f stað hins þýzka.
Morgunblaðið hefur aflað sér
upplýsinga um það, hvað núver-
andi tollur er á hinum ýmsu
sjávarafurðum, hvað hann yrði
nú 1. janúar, ef bókun 6 kæmi til
framkvæmda og hvað hann yrði 1.
júlí 1977. Hvalkjöt er nú í 10%
tolli, en færi í 4% toll um áramót
og tollurinn hyrfi algjörlega í júlí
1977. Fryst fiskflök, þar með talin
síldarflök eru nú í 15% tolli, færu
í 6% toll um áramótin, en hann
hyrfi síðan algjörlega í júlí 1977.
Lifur, hrogn og svil, ný, fryst eða
Framhald á bls. 47.