Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 7 Sr. BOLLI GÚSTAFSSON i Laufási: HINN kunni, danski nóbelshöf- undur, Jóhannes V. Jensen, reit mikið skáldverk, er hann nefndi „Den lange rejse“ — Langleiðir. Þar rekur hann þró- unarsögu mannkynsins I skáld- söguformi. Hér á landi er kunn- astur sá hluti verksins, sem ber heitið Jökulinn. Haft er eftir höfundinum, að hann hafi vilj- að skrifa sköpunarsögu mann- kynsins að nýjum hætti til að andmæla sköpunarsögu I. Mósebókar. Hér liggur kenning Darwins, „Um uppruna tegund- anna“, til grundvallar. Hún er færð f listrænan búning, eða eins og íslenzkur þýðandi bók- arinnar, Sverrir Kristjánsson, orðar það: „Jökullinn er hin heiðna, vísindalega sköpunar- saga mannkynsins." En nú ber þess að gæta, að háþróuðum visindum ofanverðrar 20. aldar hefur eigi reynzt kleift að sanna þá kenningu Charles Darwins, að maðurinn sé af öp- um kominn. Afleiðing þeirra hugmynda, er fram komu hjá honum og fleiri vísindamönn- um, og sem Johannes V. Jensen setur fram af skáldlegum inn- blæstri, hefur því miður orðið sú, að fjöldi manna er sviptur fótfestu. Ráðvilltir hafa þeir læitað í ýmsar áttir til að höndla heilbrigða lífsstefnu, en forðast þá hreinu trú, sem veitt hefur gengnum kynslóðum kjark til þess að lifa og bjartastar vonir, ekki síst þeim, sem áttu mestu andstreymi að mæta. Þá leið dæma þeir óraunhæfa og hald- lausa, likja henni við ópíum. Johannes V. Jensén leggur áherzlu á það, að kuldi ísaldar- innar hafi gert mönnum tvo kosti, að halda undan, elta hit- ann og lifa skynlausri tilveru dýranna eða sækja gegn kuld- anum, glfma við hann, feta sig áfram á torleiðinu frá dýri til manns. Það eru gamalkunn sannindi, að áreynsla er öllum nauðsynleg, hvort heldur er lfk- amleg eða andleg. Ef maðurinn vanrækir hugsunina og skortir allan metnað eða löngun til að nema og hugleiða, þá stendur hann skynlausri skepnunni lítt framar. Johannes V. Jensen hefði aldrei orðið frábær rithöf- undur, þrátt fyrir góðar gáfur, án þeirrar nauðsynlegu and- legu áreynslu. Unnt er að gjöra þessa umræddu sögu hans að jákvæðri líkingu í kristinni hugvekju, þvi hún getur hæg- lega endurspeglað líf þess manns, sem gengur við hliðina á Kristi. Hver sá, sem það hefur gjört og gjörir ennþá, hann heyr daglegt stríð sem þeir, er leituðu á kalda norðurslóð brott úr paradís frumskógarins. Hann verður að feta sig áfram torleiðina, ekki frá dýri til manns, heldur frá dauða til lífs. Jökullinn blasir við fjölmörg- um, sem vilja i sannleika vera lærisveinar Krists og kulda- strokur fyrirlitningar og andúð- ar standa oft af hjarnbreiðum hans. Án reynslu öðlast enginn lifandi, kristna trú og enginn „Við hliðina á Kristi” varðveitir þá trú lifandi nema reyni á hann f daganna rás. Hrikaleg og sannfærandi er frá- sögn skáldsins af aðförum Drengs, er hann glímir við þá þraut að kveikja eld með þvi að höggva tinnu. Fyrsta tilraun hans til þess að ná valdi á þessu lýsandi, vermandi afli. Hann skortir hvorki þrek né þolin- mæði. Dögum, vikum og mán- uðum saman vann hann að til- raunum sínum með tröllslegum tilburðum og gafst aldrei upp, enda þótt ættmenni hans væru farin að álfta hann vitskertan. Og svo keniur heillandi lýsing af fögnuðinum, hinni taumlitlu gleði, er eldsteinninn rétti var fundinn og steinaldarfólkið gat i fyrsta sinn séð við flöktandi eldsbjarmann, hversu umhorfs var í niðurgröfnum heimkynnum þess. Þarna endurspeglast Ieit kynslóð- anna að ljósinu og einmitt hinu æðra ljósi, sem frá er greint í fyrsta kafla Jóhannes- arguðspjalls. Sú leit hefur frá öndverðu reynzt þeim torsótt og við kunnum skil á sögu ein- staklinga, þar sem greint er frá þessari þrotlausu leit, í sorg og gleði, oft varðaðri vonbrigðum, en þegar settu marki var náð ljómar fögnuður sigursins, sig- urs í Kristi. Sígild er stórbrotin lýsing heilags Ágústínusar f Játningum af hrikalegri reynslu hans á langri jökul- göngu efasemda og villukenn- inga. Kristinn maður finnur glöggt, að hann er ekki einn á þessari för og því stenzt hann hverja raun, ef leitarþrá hans verður ekki kæfð. Þar er eyðan mikla i boðskap danska ritsnill- ingsins, þegar hann heldur því fram, að fyrir eigin mátt hafi mannkynið unnið sigur á um- hverfi sínu og sigrazt um leið á sjálfu sér, breytzt, færzt til full- komnunar. Þessi hroki og sjálfsblekking eru ein höfuðor- sök þeirrar upplausnar, sem hefur gætt og gætir enn í aukn- um mæli í siðmenntuðum heimi þeirra augljósu vonbrigða og uppgjafar, er birtist í ýmsum ömurlegum myndum og ekki síður f velferðarþjóðfélögum. Þar eru fjölmargir, sem er inn- anbrjósts líkt og forfeðrum okkar fyrir nær 1000 árum, þegar Æsir og Vanir, ruddaleg skurðgoð og blótsiðir tóku að blikna og glata helgi sinni við dagsbrún þess nýja siðar, er þeir höfðu óljósar spurnir af. — I Rímblöðum Hannesar Pét- urssonar er að finna lítið ljóð sem mér virðist leiða glöggt í Ijós þetta viðhorf þeirrar kyn- slóðar, sem sér skurðgoð efnis- hyggjunnar og trúarlegs stefnuleysis riða til falls. Skáld- ið kemur að Saurbæ á Hval- f jarðarströnd og gengur að leiði séra Hallgríms Péturssonar: „Með hik mitt og efa, hálfvolgu skoðun hugsjónaslitur, óljósu boðun kem ég til þín, að lágu leiði. Hér lyftist önd þín , í vonbjart heiði. Þú namst þau orð sem englarnir sungu. Þú ortir á máli sem brann á tur.gu. Óttinn fangstaðar á þér missti. Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi." Hverju sætir að skáldið gerir þessa játningu? Skáld, sem fyr- ir einum áratug orti: „Handan við lífið bíður ekkert, ekkert. Eggjárn dauðans sker sundur grannan kveik augna minna. I myrkrinu tvnist ée.“ Áratug síðar blasir ný sýn við skáldinu á heilögum stað, opinberun sígildra sanninda: „Óttinn fangstaður á þér missti . Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi." An samfylgdar Jesú Krists finnur maðurinn um síðir al- gjöran vanmátt sinn, þegar á hann reynir fyrir alvöru, en hins vegar í trausti og trú á Hann, Jesúm Krist, þá þreytir hann göngu sína yfir hjarnið f átt til sumardala eilffðarinnar, brýzt ugglaus gegn stormum og sterkviðri, því hann veit að son- ur Guðs lífgar með anda sínum, að í samfélagi við Hann öðlast hann hlutdeild í eilffu lffi. „Því eins og faðirinn uppvekur dauða og lffgar þá, þannig Iffg- ar og sonurinn þá, sem hann vill. “ — Glerullarhólkar 3/8” kr. 135/ pr.m. 1/2” kr. 152/ pr.m. 3/4” kr. 173/ pr.m. 1” kr. 188/ pr.m. 11/2” kr. 205/ pr.m. H. Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4 Sími 38300 Nð ER m UTSÖLU MARKAÐURINN í NÝJU HÚSNÆÐl Afi LAUGAVEGI 66 l sama huslvlð hllðina á verzlun okKar Otrúlegt vöruúrval á frábærlega góðu iii | | Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali Q Föt með vesti Pils og kjólar ] Bolir Stakir kvenjakkar | | UFO0flauelisbuxur ú er hægt að gera reyfarakaup Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.