Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 • Um 800 milljónir Kfnverja eru nú hægt og treglega að gera sér ljóst, að þeir tveir menn, sem hafa verið fremstu leiðtogar þeirra undanfarna hálfa öld, — gegnum byltingu, borgarastríð og full- veldi — eru ekki ódauðlegir. Nokkrum sinnum síðustu vikur hafa þeir séð á sjónvarpsskermum sfnum Maó Tse-tung, formann, nú 81 árs og veiklulegan útlits, og þó að Chou forsætisráðherra, sem er 77 ára að aldri, virðist vera jafn frfsklegur og andlega hress og áður, hefur hans opinbera heimili frá því f júlf verið sjúkradhús. • Stjórn rfkisins frá degi til dags er nú þegar komin f hendur fyrsta varaforsætisráðherrans, Teng Hsiao-ping, 71 árs að aldri, sem einnig hefur tekið við ýmsum störfum Chous, eins og að hitta erlenda leiðtoga á flugvellinum og stýra veizfum þeim til heiðurs. Teng gegnir einnig mikilvægri stöðu yfirmanns herráðsins, en herinn telur þrjár milljónir manna. Þá er hann einn af fimm varaformönnum kommúnistaflokksins. Teng gegnir þvf forystu f þremur helztu valdgreinum Kfna, — rfkisstjórn, her og flokki. Ennfremur er talið að Teng hafi tekið við því hlutverki Chous, forsætisráðherra, að bera ábyrgð á kjarnorku sprengjuhnappnum, sem að eins má þrýsta á þegar eld flaugar sem stefnt er til Kina eru komnar f loftið. Siðan i „menningarbyltingunni" sem hófst fyrir áratug hefur enginn nema Maó formaður og Chou tekið meiri háttar ákvarðanir. Reyndar er ekki lagt út i neinar aðgerðir í minni háttar vanda- málum í verksmiðjum eða kommúnu jafnt sem mikilvæg- um þjóðmálum nema með fjöldasamþykki. Teng er f forsæti fyrir æðstu valdastofnuninni, — fasta- nefnd stjórnmálaráðs flokks- ins, sem í eru nú aðeins þrfr virkir nefndarmenn, Chang Chun-chiao, 64 ára að aldri, sem var forystumaður fyrir „menn- ingarbyltingunni" og er frá Shanghai, Yeh Chien-ying, 76 ára, varnarmálaráóherra og dyggur stuðningsmaður Chous forsætisráðherra, og loks hinn ungi Wang Hung-wen, 38 ára að aldri, sem, eins og Chang, komst til frama í Shanghai sem róttæklingur í „menningarbylt- ingunni.“ „Faðir Rauða hersins", Chu Teh, 89 ára að aldri, mætir að- eins á brýna fundi, og við hátíð- legar athafnir. Sama er að segja um Kang Sheng, fyrrum yfir- mann öryggismála, sem er 71 árs og heilsulaus, en Li Teh- seng var hins vegar látinn hætta sem félagi i þessari „innri stjórn" skömmu eftir að hann var útnefndur yfirmaður hinnar mikilvægu herdeildar í Manchuriu í desember 1973. Þrátt fyrir ólfkar skoðanir þessara fjögurra virku meðlima fastanefndarinnar í „menning- arbyltingunni", eru þeir nú al- gjörlega einhuga um að Kína skuli fylgja þeirri pólitísku línu sem Maó formaður hefur lagt og þeir munu halda áfram við- námi gegn „sovézkri endur- skoðunarstefnu". Enginn veit styrk „endurskoðunarsinna" innan hersins og flokksins, en eftir óendanlegum straumi and- sovézks áróðurs sem kemur frá opinberum heimildum í Peking að dæma, er Ijóst að yfirvöld þar óttast aó enn séu margir embættismenn ríkis og hers sem leynilega fylgja Moskvulfn- unni. Enginn vafi leikur á því að tilraun sú til valdaráns sem gerð var af Lin Piao heitnum, fyrrum varnarmálaráðherra, sem einnig var valinn eftirmað- ur Maós, átti mikinn stuðning meðal hundruða yfirmanna og hermanna sem þjálfaðir höfðu verið af Sovétmönnum. Sfðan hafa þessi öfl haldið kyrru fyrir til þess að gefa ekki höggstað á sér í herferðinni í fyrra gegn hinum forna spekingi Konfúsí- usi og Lin Piao. En diplómatar frá Austur-Evrópulöndum í Peking stæra sig £&því að sam- skipti Kínverja og Sovétmanna muni fara hraðbatnandi eftir lát Maós. Þó að engar líkur séu á þvf að snúið verði aftur til kapítalisma í Kína í einhverju formi, notar stjórnin gamla landsherrann ennþá sem grýlu númer eitt, — eftir M. Hollingworth Daily Telegraph Chou — enn hress, en býr ásjúkrahúsi. Teng — með valdaftök á flestum sviðum. Wang — unglingurinn meðal valdamannanna. <ii.l - , ' * ■ >■ í- > í ^ x ^ 5 J * r ^ ■* ~2P * * |i: | mm | * *«■ Iky 4ij L11 *: mm » * w ef til vill til að komast á snoðir um grunlausa „endurskoðunar- sinnaða Rússavini". Sú herferð til að varna ein- ræði öreiganna, sem hafin var eftir fjórða þjóðarþingið i janú- ar s.l., er gerð undir forystu allra leiðtoganna. Aúk þess sem henni er ætlað að hafa ofan af fyrir „obba þjóðarinnar" og halda honum stjórnmálaiega virkum eftir vinnudag, á hún sér tvenns konar tilgang. I fyrsta lagi að auka framleiðsl- una f landbúnaði og iðnaði, og f öðru lagi að ryðja brautina fyr- ir frekari þróun frá sósfalisma til virkilegs kommúnisma. 1 mörgum landbúnaðar- kommúnum er þegar mikil til- hneiging í átt til afnáms einka- landsvæðis, en það hefur verið helzti ásteytingarsteinn milli hinna hægfara og róttæku frá því fyrir „menningarbyltingu." I kommúnum nálægt stórborg- um er fjölskyldum með einka- landsvæði leyft að selja fram- leiðslu sína á mörkuðum. I iðnaði hefur átta stiga launakerfið orðið fyrir gagn- rýni 'frá róttækum öflum og ungu fólki. Verksmiðjuveggir, einkum f hinum nýja iðnaði í Sian, Wuhan, Cheng Chou og Loyang eru þaktir veggspjöld- um þar sem krafizt er „allsherj- arlauna“ og úthlutun húsnæðis og annarra hlunninda á grund- velli „þarfa hvers og eins“, en ekki samkvæmt getu og hæfi- leikum. En þróunin f átt til virkilegs kommúnisma mun ekki verða þrautalaus með tilliti til þeirrar heildaráætlunar ríkisins sem Chou forsætisráðherra til- kynnti á fjórða þjóðarþinginu um að breyta Kína í nútímalegt iðnaðarríki snemma á níunda áratug aldarinnar. Því að þrátt fyrir opinbera andstöðu innan flokksins gegn „gróðavon ein- staklinga", og þrátt fyrir trú- mennsku þeirra milljóna smá- bænda sem eru a.m.k. 80% þjóðarinnar við vinnu sfna, þá er eftirvinna ekki alltaf litin óhýru auga af verksmiðjufólki, sem vinnur án aukagreiðslna. I Peking neita hins vegar bíl- stjórar og aðrir að vinna nema þeir fái tvöfalt kaup 1. maf eða á vorhátíðinni. Ríkið styður þessar kröfur. Þetta er það sem efnahags- sérfræðingar og þaulreyndir skriffinnar stjórnvalda í Pek- ing miða við þegar þeir leggja sfðustu hönd á fimmtu fimm- áraáætlunina, sem hefst í janú- ar á næsta ári, og mun ásamt hinni metnaðarmeiri tíu- áraáætlun sem ætlað er að breyta Kína í nútímalegt iðnað- arríki, ákveða framleiðslutak- mörk næsta árs. I öllum tilvik- um eru hinar upphaflegu áætl- anir, sem koma frá Peking, ræddar og gagnrýndar í ein- stökum héruðum, hreppum, kommúnum og verksmiðju- deildum. Athugasemdir verka- fólksins eru teknar til athugun- ar í ráðuneytum í Peking áður en lokatakmörk eru tilkynnt fyrir olíuvinnslusvæði, skipa- smfðastöðvar, verksmiðjur og kommúnur. Þó að verðlag innanlands á nauðsynjafatnaði og mat sé ná- kvæmlega það sama og var fyr- ir 20 árum hefur samdráttur efnahagslffsins í heiminum að undanförnu haft alvarleg áhrif á útflutning Kinverja. Reyndar voru Kínverjar í fyrra með óhagstæðan viðskiptajöfnuð sem nam 550 milljón sterlings- pundum, en það er ákaflega alvarlegt fyrir ríki sem neitar að taka lán eða greiðslufrest á grundvelli sjálfsbjargarstolts. Þess vegna reyna Kínverjar nú að róa öllum árum að þvf að framleiða hráolíu sem þeir geta selt til Japans. Hingað til hefur bensfniðnaðurinn og eldri iðn- aðarstofnanir ekki orðið illa úti vegna óánægjuöldu þeirrar sem valdið hefur alvarlegum sam- drætti f járn- og stálframleiðslu og kemur niður á starfsemi járnbrautanna um vor og árla sumars. Teng Hsiao-ping hefur viður- kennt að fréttir um deilur milli andstæðra stjórnmálahópa og óánægju séu ekki tilhæfulaus- ar. Reyndar hefur borið á aukn- um deilum milli þessara hópa sem snerust hver gegn öðrum í ,,menningarbyltingunni“. Deil- urnar eru venjulega milli rót- tækra og hægfara, — vinstri og hægri —, innan kommúnista- flokksins, en stundum eru þær milli flokksbrota sem berjast til valda á ákveðnum stað án þess að um hugmyndafræðilegt ósamkomulag sé að ræða. Deiíur milli stjórnmálahópa og launadeilur hafa komið upp á yfirborðið í mörgum iðnaðar- borgum á veggspjöldum sem hin nýja stjórnarskrá leyfir að Iímd séu á veggi. Þessi spjöld þjóna prýðisvel útrásarhlut- verki og enginn vafi er á þvf að ,,yfirmaður“ byltingarnefndar- innar fær fljótt að vita um mis- tök og afglöp sfn. Margir með- limir byltingarnefndarinnar birta reyndar opinberlega gagnrýni á sjálfa sig, en það segir sína sögu að fáir ef nokkr- ir valdamenn innan hers, sveit- ar eða verksmiðju hafa misst stöðu sína vegna kvartana á undirrituðum veggspjöldum. Hinir eldri embættismenn rikis og flokks sem sneru aftur til að hjálpa hernum við að end- urreisa stjórnina í lok „menn- ingarbyltingarinnar“ eru enn við völd þrátt fyrir þá yfirlýs- ingu sem Chou hefur gefið út hvað eftir annað að „þúsundnr eftirmanna", ungir, miðaldra og aldraðir, væri i þjálfun til að taka við af núverandi valda- mönnum á öllum valdstigum. En „gamlingjarnir“ hafa reynsluna, og ekki er búizt við neinni skyndilegri upplausn eða stjórnmálakreppu þegar Maó formaður „fer á fund guða sinna“, eins og hann orðar það sjálfur. Hundruð milljóna manna munu syrgja er þau reyna að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.