Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGyR 28, SEPTEMBER 1975 Tónlistarkvöld M.H. no. SPILVERK l'JllhAMA fslenzk tónlistarkvöld eða aðrar kvöldsamkomur byggðar upp í kringum tónlist virðast undanfarin ár nær eingöngu koma frá fram- haldsskólum höf uðborgarinnar s.s. menntaskólunum. í þeim efn- um verður Menntaskólinn við Hamrahlið að teljast fremstur, enda húsakynni skólans mjög góð fyrir slika starfsemi, ef hugað sé að húsplássi. Hljóð er svo aftur á móti likt og i öðrum samkomu- sölum borgarinnar vægast sagt lé- legt. Þetta fyrsta tónlistarkvöld M.H. þennan veturinn skiptist i tvo hluta. Sá hinn fyrri byggði á fram- lagi nemenda til tónlistarinnar. Þrjár ungar stúlkur fluttu sitthvert verkið fyrir einleikspianó. Fyrst kom inn á sviðið Ingibjörg Lofts- dóttir, sem lék verk eftir Debussy. Siðan lék Steinunn Birna Ragnars- dóttir rómönsu eftir Sibelius. Þessum fyrri hluta lauk svo með etiðu eftir Chopin fluttri af Hrafnhildi Steinarsdóttur. Leikur hennar var áberandi beztur hvað fimi og öryggi snertir. Hrafnhildur var t.d. sú eina, sem lék án nótna. Virtist hún sem sagt greinilega miða efnisval sitt við flutnings- getu. Verkin voru annars tiltölu- lega létt og skemmtileg nema verk Hrafnhildar, etíða Chopins, var aII tilbreytingarlaust og fullt endurtekninga. Að loknu um það bili 20 mínútna prógrammi klassískrar tónlistar kom 10 minútna hlé, sem varð svo 20—30 minútur. Framhald þeirrar samkomu er átti sér stað í upphafi tónleikahalds- ins. Tók nú við Spilverk þjóðanna búið i klæði eftirvæntingarfulls augnabliks. Hafið upp úr meðal- mennsku áhugamannsins, sem segja má að stúlkurnar þrjár hafi skipað i upphafi tónleikanna, sama hlutverk og Spilverkið gerði meðan meðlimir þess voru nemar við M.H. fyrir nokkrum árum. Spilverk þjóðanna verður i dag að teljast eini flokkur islenzkra tón- listarmanna, er byggir afkomu sina eingöngu á tónleikahaldi og hljómplötuútgáfu. Lítill sem enginn kostnaður á tækjaflutningi er án efa sá grundvöllur, er Spil- verkið starfar á. Einnig verður að telja hinn nokkuð svo sérstæða og upprunalega stil, er þeir Egill, Val- geir og Sigurður hafa níð að skapa með sér, stuðla að áður- nefndum starfsgrundvelli fyrit Spilverkið. Hinn upprunalegi tón stíll Spilverksins sem örugglega 1. engan sinn lika á meðal íslenzkrz áhrifagjarnra tónlistarmanna hef ur sannað að vissu marki grund völl fyrir tónleikahaldi hér á landi. Sá fjöldi, sem komst á tónleika- kvöld. M.H. siðastliðinn þriðjudag ásamt þeim tugum eða jafnvel nokkrum hundruðum manna er þaðan urðu frá að hverfa vegna húsfyllis eru talandi tákn þessa. Spilverkið hefur augljóslega gert sér grein fyrir þeirri stað- reynd, að það er í upphafi verk tónlistarmannanna sjálfra að byggja upp grundvöll tónleika- halds en ekki fólksins sem kemur til með að hlýða á þá. Spilverkið hóf tónleikana með lagi i islenzkum þjóðlegum stil og þar af leiðandi sungið á islenzku. Segja má að þessi hressilega byrjun upphafslags hafi i mörgu minnt mig á upphaf miðlags gamals sjónvarpsþáttar með Spil- verkinu, þ.e. all þjóðleg byrjun. Næst tók við hið skemmtilega lag Sigurðar bjólu, Lazy Dazy. Konsertinn leið svo áfram með rólegum og liflegum sveiflum, sem enduðu svo með lagi Sigurðar bjólu. All Hands on Deck. Þetta lag hefur Jakob Magnússon nýlega gefið út á litilli plötu eins og kunnugt er. Flutningur Spil- verksins á þessu lagi sannar samt sem áður greinilega hvar eða öllu heldur hvernig á að lifa. Hljóm- leikunum lauk svo með uppklappi tvivegis, og svo söng dýranna i Týról. Lagavalið byggir Spilverkið annars vegar á a11 auðmeltum og líflegum lögum, hins vegar er hinn hluti þess róleg og oft á tíðum a11 tormelt lög, a.m.k. við fyrstu áheyrn. Rólegi kaflinn fannst mér að mörgu leyti spila of stórt hlut- verk á tónleikunum i Hamrahliðar- skólanum (s.s. langur kafli á und- an lcelandic Cowboy). Þetta hafði all slævandi áhrif á athygli fólks- ins I salnum og gerði þvi erfiðara um vik að taka þátt i tónleikahald- inu. Vil ég jafnframt lýsa söknuði minum yfir vöntun lagsins Plant no Trees in The Garden i laga- prógramminu að þessu sinni. Raddsetning, og söngur þeirra Spilverksmanna hefur að mestu ieyti skapað og myndað þann tón- listarstil, er fram hefur komið hjá þeim. Samæfðari og nátengdari söngur en nokkru sinni áður spilaði þar af leiðandi stórt hlut- verk þetta kvöld. Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú), sem nú virðist vera orðinn fastur meðlimur i Spilverk- inu, hefur undanfarið aukið veru- lega á fjölbreytni raddsetningar þess með all jassaðri söngrödd sinni. Einsöngskaflar hennar voru aftur á móti ekki eins sterkir, þó ekki sé hægt að setja út á þá að neinu marki. Leiðinlegast þótti mér hve Sigurður bjóla kom veikt út jafnt i söng sem hljóðfæraleik. Vekur þetta spurningu hjá manni hvort rafmagnað kerfi að ein- hverju marki sé ekki nauðsynlegt á þetta stórum konsert. Einnig skal hér i framhaldi geta þess. að minnkandi notkun slagverkshljóð- færa minnkar tónlistarlega fjöl- breytni Spilverksins og gerir tón- list þeirra flatari eða einhæfari. Svo litillega sé vikið að hinum hluta tónleikaprógramms Spil- verksins, er Spilverkið byggir tón- leikahald sitt á, þ.e. sviðsfram- komunnj og öllu þvi tali og sér- stöku töktum sem henni fylgja, finnst mér hún oft á tiðum fara út i algerar öfgar og tók þessi hluti konsertsins F M.H. t.d. allt of langan tima. Samt sem áður skapar sviðsframkoma þeirra oft á tiðum ákveðna stemningu. En hinn óþroskaði íslenzki áheyrandi er oft á tíðum bein afleiðing fábreytilegs tónleikahalds, og tek- ur því ekki við henni. Áhorfendur virðast ekki skynja þá staðreynd að þeir eru ákveðinn hluti stemn- ingarinnar. Þetta var einmitt dæmigert fyrir þetta tónlistarkvöld. Áheyrendur tóku eingöngu við þvi sem að þeim var rétt en létu ekkert I staðinn. Að lokum vil ég lýsa þvi yfir að sjaldan hef ég séð Spilverkið öruggara i framkomu og lausara við allt taugastríð. mmt ROKKTÉ - TRIJ ÁS ROKKTÓNLIST annarsvegar og trúmál eöa andleg efni hins- vegar voru lengi talin með öllu ósamræmanleg vegna þess hve efnishyggja og jaröbundið líf er stór þáttur í öllu því umhverfi er rokktónlist kemur úr, en þetta sama umhverfi varð svo einnig til þess að vekja trúar- áhuga hjá rokkstjörnum. Fyrstu yfirborðseinkennin komu fram rétt fyrir 1960, er Little Richard tilkynnti að hann væri orðinn þreyttur á stjörnudýrkuninni og vildi losa sig við allan auð sinn og snúa sér að því að syngja gospel- sálma, kristninni til dýrðar, og í byrjun sjötta áratugarins lýsti Cliff Richard því yfir að hann viidi skipta á ferli sfnum sem tónlistarmaður og klausturlífi. Reyndin varð sú að báðir stefna enn að markmiðum sínum, þ.e. eru enn í tónlistarlífinu. En sumarið 1967 urðu ýmsar mikil- vægar breytingar í rokktónlist- inni. Meðal annars myndaðist flower power-stefnan eða — menningin. Flower power- stefnan byggðist m.a. á neyzlu eiturlyfja, opinskáum tjáning- um, afturhvarfi til náttúrunnar með flökkulífi og stór þáttur í henni var af andlegum og trúarlegum toga spunninn. The Beatles, The Beach Boys, Dono- van o.fl. fóru til Indlands og gerðust lærisveinar Yogi Ma- harishi Mahesh, og báru með sér til baka til Evrópu og Bandaríkjana austurlenzk hljóðfæri og tónlistaráhrif. Segja ,má að 1967 og 1968 hafi dultrú og andleg efni verið hluti af rokktónlistinni. En þessí stefna dofnaði fljótt því margir tóku að sakna fyrra líf- ernis. Það var svo árið 1970, með tilkomu rokkóperunnar „Tommy“ frá The Who, „Jesus Christ Superstar" eftir Tim Rice og Lloyd Webber, „All Things Must Pass“ eftir George Harrison, að það upphófst hin svonefnda „Júsú-bylgja,“ sem dró til sín mikinn fjölda manna i mörgum löndum. Allstaðar var óperan Jesus Christ Super- star setti á svið og síðan mynduðust ýmsar hliðstæður því glöggir kaupsýslumenn sáu sér fljótt leik á borði til að ná í peninga. Hópar af „Jesú- börnum“ mynduðust og hrifu ótrúlegustu menn með sér. George Harrison söng „My Sweet Lord“, José Feliciano söng „Come To Me Jesus", The Doobie Brothers sungu „Jesus is Just Allright" o.s.frv. En bylgjuna lægði um leið og fólk fékk leið á þeim lögum og söngleikjum sem komu henni af stað og sýnir það hversu innantóm hún var. Island slapp þó að mestu við fyrirbærið. Af árangri þessara hreyfinga sem urðu 1967 og 1968 og „Jesú-bylgjunni“ gátu rokk- hljómsveitir og listamenn seinni tima þó ýmsan lærdóm dregið, því með sífelldri fjölg- un manna, er rokktónlist leika, og aukinni samkeppni í grein- inni verður æ erfiðara fyrir ein- staka menn að skapa sér sér- stöðu og séreinkenni til að vekja athygli fjöldans. Hafa því ýmsir þeirra séð sér leik á borði og tekið að sýna trúarlegar hlið- ar á sér og framleiðslu sinni. Árin 1973 og 1974 komu m.a. út fjórar plötur með trúarlegu efni, er mikla athygli vöktu. Qirbs Sanfana Mahavishnu John McLaughlin LOVE DEVOTION

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.