Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
45
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar I sima 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
• Vill fá frið
í vinnunni
Einn örþreyttur skrifar:
„Velvakandi.
Nú er svo komið að ég sé mig
knúinn til að skrifa þér, þó ekki
væri til annars en að fá útrás.
Þannig er mál með vexti að ég
starfa á fjölmennum vinnustað,
þar sem jafnan koma margir að-
komumenn á degi hverjum. Þeir,
sem erindi eiga, eru að sjálfsögðu
velkomnir, enda eru þeir vanir að
pilla sig þegar þeir hafa afgreitt
sin mál. Sá hópur er þó langtum
stærri, sem virðist líta á vinnu-
stað þennan sem einhvers konar
tómstundaklúbb eða félags-
heimili og telja sér greinilega
bera skyldu til að „droppa inn“ ef
þeir eiga leið framhjá. Vinnustað-
urinn er í miðbænum þannig að
þeir, sem eiga leið framhjá, eru
býsna margir, því er nú fjandans
verr.
I dag varð ég fyrir þvi, að
hvorki meira né minna en fimm
manns vitjuðu míri þar sem ég var
i verkefnum upp yfir haus. Þar af
voru tveir góðglaðir. Mér telst til
að samanlagt hafi þetta fólk tafið
mig í a.m.k. tvær og hálfa klukku-
stund. Þess ber að geta að ég
þekki allt þetta fólk persónulega
og er svo vel við það, að ég á bágt
með að reka það á dyr eða flæma
það frá mér með öðrum hætti ef
það álpast inn til mín. Ég er líka
svo óheppinn að vera ekki undir
verndarvæng verkstjóra, sem
fylgist með því að ég haldi mér að
verki, heldur er mér ætlað að
starfa sjálfstætt og skila mfnu
verki, hvað sem á dynur. Það tel
ég síður en svo eftir mér — þrái
raunar mjög að drífa verkefnin
af, svo að ég komist heim til mín,
en flesta daga kemst ég ekki heim
fyrr en löngu eftir að eiginlegum
A'innudegi lýkur af þeim orsökum,
sem ég hefi þegar sagt frá.
Nú er mér spurn: Hvers vegna í
ósköpunum stendur á því, að
sumt fólk hefur sífellt tíma til að
flandra um og tefja fyrir öðrum?
% S/maplágan
Þá á ég eftir að segja frá öllum
þeim, sem hringja daglega, án
þess að eiga nokkurt erindi annað
en að spyrja: Hvernig liggur á þér
og hvað segirðu f fréttum?
Af framansögðu gæti virzt svo
sem ég teldi mig vera haldinn
óstjórnlegri sjálfsánægju og full-
vissu um persónulegar vinsældir,
en þetta uppáþrengjandi snakk-
fólk þyrpist þó áreiðanlega ekki
að mér til að votta mér aðdáun
sína og hollustu. Það lítur á mig
— og raunar marga starfsfélaga
mína — sem einhverja einka-
Þung þögn mætti orðum hans.
Svo fóru hinir ýmsu aðilar að
sýna viðbrögð. Gibbon hallaði sér
fram í stólnum og hver taug
virtist þanin, sviti brauzt út á
andliti Hagens, Brahmhjónin
færðu sig nær hvort öðru. Frá
siöppum munni Kronebergs
komu einhver óskiljanleg hljóð
og kona hans starði kvfðafull og
titrandi á hann.
Hagen varð fyrstur til að taka
til máls.
— Hvaða röfl er þetta! sagði
hann. — Auðvitað ætlaði hún að
snúa aftur. 1 þrjú ár hafði hún
unnið eins og þræil til að skapa
sér tækifæri. Það var hið eina
sem hana skipti nokkru máli f lffi
sínu. Og loksins var hún farin að
eygja takmarkið. Hvers vegna
hefði hún þá skyndilega átt að
snúa baki við þvf öllu?
— Vegna þess að hún hafði
fengið nýja fyllingu f lífi sfnu, og
var henni meira virði en frægð og
peningar, svaraði David.
— Marietta! Hafði hún fundið
eítthvað annað? Svo virtist sem
augu Hagens væru að springa út
úr litiu andlitinu. Ilann sneri sér
spyrjandi að Kroneberg.
skemmtikrafta sína. Það hugsar
aldrei út í annað en það hvernig
það geti drepið sinn eigin tíma,
sem virðist vera ótrúlega rúmur.
Ég tel þessar hugleiðingar eiga
erindi í dálka Velvakanda m.a.
vegna þess, að ég hef heyrt marga
kvarta undan því sama, þannig að
þetta tilfelli virðist síður en svo
vera undantekning.
Ég vil ráðleggja hinum hvim-
Ieiðu rápurum að bregða sér í
kvikmyndahús, skoðunarferðir í
Þjóðminjasafnið, á málverka-
sýningar, eða hlusta á útvarpið, sé
það virkilega svo, að þeir hafi
engu þarfara að sinna. Alla vega
finnst mér það ekki ósanngjörn
krafa, að önnum kafið fólk fái að
sinna sínum störfum í friði.
Einn örþreyttur."
0 Veiðiréttur í
Þingvallavatni
Guðmundur Ólafsson, Skála-
brekku, Þingvallasveit, skrifar:
„Fyrir nokkru barst mér í
hendur dagblaðið Vísir frá 26.
júlí síðastliðnum. I þessu blaði er
viðtal við formann Veiðilundar,
sem er félag leigutaka sumarbú-
staðalóða í Miðfellslandi við Þing-
vallavatn, með yfirskriftinni:
„Hverjir mega veiða í Þingvalla-
vatni, stangveiðimenn eða þeir
sem leggja netin?“ Þar sem mér
finnst gæta nokkurs ókunnug-
leika i þessari grein hjá formanni
Veiðilundar langar mig til að
svara þessu nokkrum orðum. Frá
fornu fari hefur Þingvallavatn og
hlunnindi þess fylgt lögbýlunum,
sem lönd áttu að vatninu, og hver
jörð átt veiðirétt út í mitt vatn á
móti næstu jörð. Ég veit ekki bet-
ur en að þessi regla sé enn í gildi
og bændur, sem við vatnið búa,
hafi alltaf byggt og byggi raunar
enn afkomu sina að nokkru leyti á
veiði úr vatninu.
Ég held að það liggi nokkuð
ljóst fyrir hverjir mega veiða f
Þingvallavatni, sportmenn eða
bændur, sem á lögbýlunum búa.
Það mun láta nærri að tala sumar-
bústaða við vatnið sé nú um 550,
þar af eru 300 i Miðfellslandi. Þar
fylgja tvær stangir hverjum
bústað, eftir því sem greinar-
höfundur upplýsir. Nú er vatna-
svæði Þingvallavatns skipt niður i
100 einingar og fjórar stangir
mega vera á einingu, 400 stangir
alls, en Miðfellslandi éinu fylgja
600 stangir. Ég er hræddur um að
þessi útreikningur Veiðilundar-
manna og annarra hliðstæðra
félaga við vatnið komi ekki vel
heim við reglur veiðifélagsins.
Það eru margir bústaðir við
vatnið, sem standa á vatnsbakkan-
um. Nú eru uppi raddir um það
hjá þeim, sem bakkann hafa, að
vatn fylgi bakka og þeir megi
veiða frá sinu landi, þegar þeim
sýnist, án þess að kaupa veiði-
leyfi. Þeir telja sig geta bannað
öðrum að veiða þar og girt beggja
vegna lóðarinnar niður að vatn-
inu. Slíkt held ég að geti ekki átt
sér nokkra stoð í lögum. Þar sem
veiðifélag er, hlýtur að vera frjáls
umferð eftir vatnsbakkanum, og í
lögum segir, að ekki megi girða
fram á vatnsbakka. Mig grunar,
að þeir sumarbústaðamenn, sem
girt hafa fram á vatnsbakkann
hafi ekki spurt um neitt leyfi og
bændur látið það afskiptalaust.
formaður Veiðilundar talar um
hefð, sem skapazt hefur við vatn-
ið og var virt að vettugi við stofn-
un veiðifélagsins. Þar segir einn-
ig að félagið Veiðilundur hafi
skrifað landbúnaðarráðherra
bréf, þar sem bornar eru brigður
á stofnun veiðifélagsins og talið
ólöglega til stofnfundarins boðað,
þar sem stofnendum hafi borið
skylda til að boða formenn Veiði-
lundar, Stekkjarlundar, annarra
hliðstæðra félaga og allra þeirra,
sem veiðirétt hafa í vatninu. En
það er ekki minnzt á svar frá
ráðherranum, sem þó hefði verið
fróðlegt að sjá.
Veiðifélag Þingvallavatns og
vatnasvæði þess var stofnað sam-
kvæmt landslögum og var fulltrúi
veiðimálastjórna á fundinum.
Rétt til að stofná veiðifélag höfðu
bændur á lögbýlum og eigendur
eyðijarða kringum vatnið. Við
stofnun veiðifélagsins féllu úr
‘‘gildi öll leyfi og samningar, sém
áður giltu í sambandi við veiði í
Þingvallavatni. Eftir stofnun
veiðifélagsins ber öllum, sem
veiði stunda í vatninu, að fara
eftir lögum þess og reglum.
Það er ekki rétt eins og stendur
í viðtalinu, að gera megi ráð fyrir
200 netjum eða sem samsvarar 8
km netjalengju i vatniriu í einu
hvern dag. 1 fyrsta lagi vegna
þess að þjóðgarðinum fylgja 18
veiðieiningar og þar er netjaveiði
ekki leyfð, í öðrú lagi hafa eigend-
ur eyðijarða engin eða sárafá net.
Ef bændur leigja út stangaveiði,
ber þeim að taka upp net sem því
svarar samkvæmt reglum veiði-
félagsins.
15. september 1975,
Guðmann Ólafsson
Skálabrekku,
Þingvallasveit."
HOGNI HREKKVISI
PHILIPS
30% meira Ijós
á vinnuflötinn
sami
orkukastnaóur
PhilipsArgenta’
SuperLux
keiluperan meó
óvjójaftianlega birtughigganuni
HarðviSarkrossviður
(4,6,9,1 2mm.)
Mótakrossviður plasthúðaður
(12,15,1 8mm)
Combi-krossviður (greni, birki)
(3,4,6y2.9,12 mm) •
Sérlega hagstætt verð
HF.
Klapparstíg 1. Skeifan 19.
Simar 18430 — 85244.
pessi nus er hægt aö fá innréttuð sem skrif-
stofur, kaffistofur, svefnhús, klósetthús og
fleira. Með tjökkunum utan á húsunum er hægt
að lyfta þeim í ca 3 metra hæð.
Verðin eru mjög hagstæð, t.d. hús sem er 12
fet x 8 fet x 8 fet ca kr. 500.000.—
Hægt er að fá húsin afgreidd með mjög stuttum
fyrirvara.
GÍSLIJÓNSSON & CO HF.,
SUNDABORG
KLETTAGÖRÐUM 11. Simi 86644.
B3P SIG&A V/GGA £ iiLVtVAU
VE/, tú 4
w: 4?
9V£R)0
MAR'bTu
SKÍR9
£L\VA 7
W j, V4R
SRÍR9 ElNf> OQ
MRXom?
W SROLOVÍ
1ALN OM EKT-
wm ANM/VÖ