Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 19 Isinki? Willy Brandt, fyrrverandi kansfari Vestur-Þýzkalands: „Það rennur engin gullöld upp með Helsinkifundinum. Plógför in í Evrópu verða ekki sléttuð og múrar verða ekki brotnir niður. Herir, gráir fyrir járnum, munu eftir sem áður standa augliti til auglitis. Togstreita mismunandi þjóðfélagsskipunar og gerólíks gildismats heldur áfram . .. Þó gæti hugsazt, að öryggismálaráð- stefnan verði upphaf og hvati að meiri samvinnu ... Kalda strfðið var ekki svo unaðslegt, að nokk- ur eftirsjá sé að því.“ Michel Jobert, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Frakklands: „Það er aldrei til ills að tala um öryggi, og það er betra að tala um öryggi en stríð. Frá árinu 1954 hefur þessi ráðstefna verið tak- mark sovézkra ráðamanna og leiðtoga f Austur-Evrópu, bæði með tilliti til utanrfkis- og innan- ríkismála. Hefði ráðstefnan ekki verið haldin, hefði það skoðazt sem mistök þeirra, þannig að ráð- stefnan ber því fyrst og fremst vitni, að þeir hafa náð góðum árangri. Nú heyrir Helsinkifund- urinn fortíðinni til. Þeir vildu ná mynd af Evrópu eins og hún var fyrir 30 árum. En myndin sýnir allt annað en menningarlega vit- und Evrópu. Það er miklu meira samband milli fólksins en milli ríkjanna. Rfkin standa fólkinu langt að baki.“ Robert Conquest, brezkur sov- étfræðingur: „Það andrúmsloft, sem nú rfk- ir, er slæmt. Tillit hefur ekki verið tekið til vilja almennings og alið er á kenningunni um að „þetta séu ágætis skinn“. Þetta isleysi okkar sem þjóðar liggur í atvinnuleysi og verðbólgu — ekki í hræðslu við kjarnorku- styrjöld. Samt sem áður hafa Bretar alltaf staðið sig ágætlega í þessum heimsmálum. Við erum sérfræðingar í þeim, enda þótt við séum ekkert heimsveldi á þvi sviði. Mér finnst Harold Wilson hafa verið Bretlandi til sóma í Helsinki. Hann er glúrinn ná- ungi, og ég hugsa að honum hafi þótt barnaleikur að fást við Brezhnev og kompaní samanbor- ið við verkalýðshreyfinguna okk- Margaret Thatcher, leiðtogi brezka ihaldsflokksins: „Vitaskuld viljum við reyna að gera heiminn þannig, að sam- skipti okkar við Sovétríkin bygg- ist á friði og trausti. En sé heim- urinn ekki þannig — sem hann er augljóslega ekki — þá er að- eins það að segja það, að aðeins það að látast að heimurinn sé bannig — jafn heimskulegt og það er hættulegt. Staðreyndirnar blasa við, — sú staðreynd að á þessum áratug slökunarstefnu hefur herveldi Sovétríkjanna eflzt, er enn að eflast og engin merki eru sjáan- leg um samdrátt að því leyti. Þegar rakinn er ferill samninga við Sovétríkin má draga af þann lærdóm, að ef látið er að vilja þeirra án þess að krefjast ein- hvers í staðinn, þá líta þeir ekki á það sem endurgjaldsverðan greiða, heldur veikleika, sem sjálfsagt sé að hagnýta. Orðaflaumur frá leiðtogafundi hefur enga þýðingu, nema í kjöl- farið komi aðgerðir, sem bera bess vott, að rótgróið hugarfar Sovétleiðtoganna hafi raunveru- lega breytzt.“ SÍÐAST INNRITUN ARDAGUR um nú veitast erfiðara en áður að koma sér upp leppstjórnum. En það gerir bara andskotann ekk- ert til því að þeir eru hvort sem er með hersveitir sínar allsstað- ar, svo að það þarf ekkert að kalla í þá. Þegar maður les yfir- lýsinguna, þá kemur f ijós, að hún er ekkert annað en afrit af mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna og ekkert fram yfir það. Eina málið, sem ríkis- stjórnir skilja, er valdapólitík. Finnland hefur fengið huggu- lega diplómatíska viðurkenningu og Kekkonen hefur fengið skemmtilega afmælisgjöf. Að öðru leyti hefur þetta ekki bætt hag Finnlands neitt, ekki með þennan nágranna. Við vitum um græðgi austursins í tækniþekk- ingu Vesturlanda. Vesturlönd verða að halda yfirburðum sín- um á tæknisviðinu. Það er bezta vörnin gegn fleiri styrjöldum." Georg Ball, fyrrv. aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna: „Eins og hvert skólabarn ætti að vita, þótt of fá geri það, þá lét Potemkin prins hrófla upp bráðabirgðaþorpum meðfram bökkum Dnjepr áður en Katrín mikla sigldi niður eftir fljótinu með erlenda erindreka til að sýna þeim veldi og viðgang „rúss- nesku mömmu". Að mörgu leyti var Appollos- Soyus-leikritið jafn fullkomin blekking, en að þessu sinni var það Ameríka, sem lék hlutverk Potemkins og hengdi upp leik- tjöldin. Við kostuðum uppfærsl- una, það var Apollo-geimfarið, sem gerði stefnumótið mögulegt, tengdist Soyuzi og hélt síðan haldið geimförunum tveimur á réttri braut, meðan amerísk fjar- skiptatæki voru 1 gangi í báðum. Enda þótt tækniþróun okkar hafi þarna verið ómissandi þá tókum við þátt í að gefa umheiminum þá mynd, að þarna hafi verið um að ræða árangur tveggja þjóða að jöfnu. Með táknrænu handtaki var sfðan gefið í skyn, að Rússar væru vinveittir samstarfsmenn okkar i þágu mannkynsins. Allt var þetta gert í nafni „dét- ente“ sem er fremur orðið þrá- hyggja en stefna. Auðvitað getur Bandaríkjaforseti ekki verið að eyða tíma sínum í að bjóða til sín Alexander Solzhenytsin, sem er óþægilega opinskár um málefni Sovétríkjanna, þegar hann er að fara til Helsinki til að faðma Brezhnev og halda hátíðlega Ör- yggismálaráðstefnu Evröpu. Og hvað þetta er nú allt saman hug- ljúft fyrir Sovét-leiðtogana, sem eru búnir að stefna að þessari ráðstefnu í tuttugu ár! Að hafa leiðtoga 35 ríkja sötrandi kampa- vfn til dýrðar árangri ráðstefn- unnar frammi fyrir myndavélum sjónvarpsstöðva um víða veröld er sigur Brezhnevs en ósigur Vesturlanda. En hver er hin raunverulegi Framhald á bls. 47. DMISSIfðLI SIVRIDSSODDR m niðurstöðuna? virðist fyrst og fremst byggjast á viljaleysi til að gera sér grein fyrir djúpstæðum sovézkum skapgerðareinkennum. Tökum til dæmis „grein þrjú“, þar sem fjallað er um mannleg samskipti, upplýsingar og menningu. Þessi grein er full af loforðum, en þar er ekki að finna eitt einasta á- kvæði um að Rússar efni þessi loforð. Helmingur rússneskrar menningar er enn neðanjarðar, eða þá á Vesturlöndum, sbr. Solzhenitsyn. „Mannréttinda“- loforðin eru ekki jafnvirði papp- frsins, sem þau eru rituð á og við höfum engum teljandi árangri náð á sviði afvopnunar.“ Martin O’NeiIl, bókari f Lond- on: „Ég hef nú bara ekkert verið á spá í þetta, en það sama held ég að hægt sé að segja um langflesta f þessu landi. Ég er hræddur um, að við höfum nóg af vandamálum hér innanlands þó að við förum ekki að gera okkur rellu út af þvf, sem gerist í Helsinki. örygg- Jörn Donner, finnskur kvik- myndastjóri og rithöfundur.: „Árangur leiðtogafundarins er sá, að nú geta Sovétríkin ekki ráðizt inn í 500 lönd, án þess að samþykki þeirra komi til. Það er allt og sumt. Að vfsu mun Rúss- Miehel Jobert Innritun daglega frá kl 10—1 2 og 1 — 7. REYKJAVÍK Brautarholt 4 símar 20345 og 24959 Breiðholt. Kennt verður I nýju húsnæði að Drafnarfelli 4 slmi 74444. KÓPAVOGUR Félagsheimilið sími 84829. HAFNARFJÖRÐUR Góðtemplarahúsið simi 84829. SELTJARNARNES Félagsheimilið slmi 84829. KEFLAVÍK Tjarnarlundur slmi 1690kl. 5 —7. UNGLINGAR Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem Hustler, Bump (Boom), Kung Fu, El Bimbo, Brazilian Carneval, Harlem og margir fleiri. SÍÐASTI INNRITUNARDAGUR ER Á MÁNUDAG 29. SEPT i Margaret Thatcher George Ball

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.