Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 24
INNGANGSORÐ Buckminster Fuller er Leonardo da Vinci okkar tíma. Hann er listamaður, stærðfræðingur, uppfinningamaður, hugsuður. Eins og Leonardo er hann ekki síður samtímamaður þeirra, sem eiga eftir að lifa á jörðinni en okkar sem nú lifum. Hann sér inn i framtíðina og heimssýn hans er byggð á traustum grunni, þ.e. nýjustu niðurstöðum í vfs- indum, og þá ekki sízt stærðfræði, stjörnufræði og heimsmyndarfræði, ef svo mætti að orði kveða. Leonardo var ekki einasta einn mesti listamaður sem lifað hefur, heldur gerði hann ótal teikningar af hugmyndum sínum. Sumar þeirra urðu ekki að veru- leika fyrr en mörgum öldum siðar. Allan tímann sem við Buckminster Fuller töluðum saman var hann síteikn- andi til að skýra hugmyndir sinar um allífið og altilveru, staérðfræðiformúlur, uppfinningar'og heimsmynd. Sem sagt: jafnframt þvi, sem hann talaði teiknaði hann hugmyndir sínar eins og Leonardo. Hinn síðarnefndi hugsaði sér flugvélar og ýmiss konar fyrirbæri sem við höfum nú daglega fyrir augum. Buckminster Fuller gerði fyrir hálfri öld uppdrátt að baðkérum, sem nú loks eru að komast í notkun. Hann hefur hugsað mikið um flugvélar, geimför; teiknað þríhjóla straumlinubíl, ólíkan öllum öðrum bif- reiðum sem við þekkjum og á vafalaust eftir að setja svip sinn á mannlífið ein- hvern tíma i framtíðinni, báta o.sv.frv. Hann segir að tæknin í flugi sé komin langtum lengra en t.a.m. tækni og hönnun bílsins, enda skiljanlegt þar sem loftför verði að vera fullkomin til að koma í veg fyrir stórslys, en hver sem er geti ekið bíl án þess að nauðsynlegt sé að leggja í hann alla tækniþekkingu sam- tímans. Hann hefur gert uppdrætti að fljótandi brimbrjótum sem nú eru i reynslu og eiga áreiðanlega eftir að koma við sögu Islands, ekki síður en annarra landa. Nú er unnið að þvi að gera þá svo fullkomna, að þeir vinni orku úr sjávarföllunum samtimis því sem þeir verja hafnir. Hann gerði á sínum tíma áætlun um milljarðaborg á jörðinni, hefur komið fram með tillögu um að setja hvolfþak yfir Manhattan, og hanna fljótandi borgir sem liggja eins og skip fyrir akkerum, Baltimore hefur haft áhuga á að byggja fyrstu1 fljótandi borgina á sjó og bandaríski flotinn hefur staðfest útreikninga og uppdrætti Buck- minster Fullers, en kostnaðaráætlun er mun minni en þegar byggt er á landi. Hann er einnig með ráðagerðir um að senda burðarvirki i borgarhvolf með eld- flaugum. Það yrði sfðan formað með því að láta það snúast um sjálft sig í geimn- um og myndaði hálfkúluborg sem yrði allt að þrir kílómetrar í þvermál. Hann hefur einnig teiknað fljótandi kúlulaga loftborgir úr álstöngum, um V/í km í þvermál. Borgin mundi svifa með eftirfarandi hætti: álgrindin er hjúpuð með glæru efni sem hleypir sólargeislunum í gegnum sig. Sólargeisl- arnir fara í gegnum grindina, endurkast- ast frá andstæðum innra fleti hennar og vegna þess að þetta er kúla endurkastast sömu geislarnir allir að einum brenni- depli í miðju kúlunnar, en þar yrði þá mörg hundruð gráða hiti. Frá þessum hitagjafa hitnar loftið inni i kúlunni, en vegna stærðar hennar getur þetta loft, sem dreifist um alla kúluna, lyft henni frá jörðu. Til þess að þetta sé unnt má kúlan ekki vera minni en VA km í þver- mál. í slíkri kúlu gætu 5000 manns haft aðsetur. Þetta fyrirbrigði kallar hann niunda himin. Þarna getur m.a. verið lausn þess, hvernig maðurinn færi að því að lifa af isöld. Buckminster Fuller hefur einnig hugs- að um krabbamein og orsakir þess og sett starfsemi og gerð krabbameinsfrum- unnar í samband við alheimslögmálin, sem hér verða skýrð á eftir. Hann hefur einnig hugsað mikið um orku vindsins og gert uppdrætti að vind- myllum sem reynzt hafa árangursrikar. XX Allar hafa þessar hugmyndir Buck- minster Fullers miðað að því að gera manninum kleifara en ella að lifa ham- ingjusömu lífi á jörðinni. Hann kallar sjálfan sig venjulegan mann (og má ekki heyra annað), ópólitískan þó að hann sé að eigin sögn einstaklingshyggjumaður að því leyti að hann trúir á mátt hugs- unar einstaklingsins og ekki síður þessa sjaldgæfu hugljómun, sem er forsenda allrar meiri háttar reynslu og mikilla uppgötvana í sögu mannsins. Hann að- hyllist engin sérstök trúarbrögð heldur eru alheimslögmálin forsenda hugsunar hans. Og vegna þess að með stærðfræði- legum útreikningum er hægt að komast að ákveðnum niðurstöðum eða stað- reyndum mætti vel ætla að reikningslist- I fðtspor in sé að hans dómi æðst allra trúar- bragða, a.m.k. að hann telji að með henni einni geti maðurinn aflað sér þeirrar þekkingar um sjálfan sig og alheiminn sem er takmark hans. Fullviss er hann um það, að við eigum eftir að uppgötva ýmis alheimslögmál sem gjörbreyta heimsmynd okkar og lifi mannsins á jörðinni og utan hennar. Þegar ungt fólk i Bandarlkjunum bað hann um að fara með þá bæn, sem næst stendur hjarta hans, skrifaði hann hana niður eins og XX Ljósmynd: Brynjólfur. seglr BUCHMINSTER FULLER, snliiingurlnn, sem fðr næslum bvl framhið íslendlngum Buckminster Fuller er heimsfrægur fyrir hvolfþakið sitt eða kúluna og að sjálfsögðu töluðum við mest um það, en þó varð hann að skýra forsendur hennar, því að hann hefur löngun til að fólk skilji sig, en misskilji ekki, enda þótt hann fjalli um tölur og hugmyndir af stærðargráðu langt fyrir ofan skilning hvers venjulegs manns. Á sama hátt og hann varð fyrstur til að tala um „geim- farið jörð“, sem snýst umhverfis orku- birgðastöðina sól, talar hann um hús sem Ijóð. Honum er heldur illa við að tala um guð, svo stærðfræðilega sinnaður sem hann er. En hann segir í þessari bæn: Faðir vor, sem jafnvel ert í oss ... XX Buckminster Fuiler er einn merkasti brautryðjandi húsagerðarlistar á þessari öld, kannski sá merkasti. Sagt hef- ur verið að með honum hafi þessi listgrein i fyrsta skipti eignast hönn- uð sem fylgir fast i fótspor Einsteins úti í geiminn. Hann er óumdeil- anlegur brautryðjandi og meistari í þessari grein, og hann er skáld eins og Michaelangelo. Hann setur ekki- aðeins bæn sina i ljóðrænt form, held- ur hefur hann einnig ort merkilegt atomljóð sem hann kallar Ethies. Það fjallar um hugmyndir hans og er ekki sfzt óður til æskunnar og framtíðarinnar, sem hann trúir á, þvi að hann er sízt af öllu úrtölumaður. En hann segir að mannkynið sé nú i e.k. lokaprófi og framtiðin blasi við i allri sinni dýrd, ef við stöndumst þetta próf. Rómarsamþykktin sem virðist einna helzt hafa fjallað um það að maðurinn sé að syngja sitt síðasta og standi andspæn- is heimsendi (ekki í fyrsta skipti!), er andstæð hugmyndum hans og stórbrot- inni framtíðarsýn: mannkynið eigi þvert á móti óendanlega merkilegt ævin- týri fyrir höndum, bæði á þessari jörð og annars staðar í tilverunni, og mögu- leikar þess séu ekki sizt bundnir þeirri óhemjuorku sem hvarvetna er geymd um alla vetrarbrautina: galdurinn sé ekki sízt sá, að leysa hana úr læðingi, beizla hana, nota hana eins og hvítar særingar öllu mannkyni til hagsbóta í framtíðinni; vindinn er hægt að beizla án þess nokkurn tima gangi á neinar birgðir og vatnið getur þjónað mannkyn- inu á margvíslegan hátt, orkan er alls staðar og óþrjótandi; 86% af öllum málmum hverfa aftur inn í hringrás náttúrunnar, en rotna ekki eins og göm- ul jarðarber, hefur hann sagt. Og mengun er óþarfur fylgikvilli tækni- og iðnaðarmenningar: mengunina eigi að virkja eins og hverja aðra orku. Orkumassi sólarinnar er svo mikill og yfirborðið í raun og veru svo lítið að hún heldur hita sínum og orku á hagkvæm- astan hátt, „sólin hefur nú þegar varað í tíu milljarða ára og verður áfram i marga áramilljarða til viðbótar,“ og kenning hans er sú, að eftir því sem stærðarhringur kúlunnar er meiri, því betur sé hún fallin til að varðveita orku. „Þetta lögmál sýnir okkur hvers vegna alheimurinn geymir orkubirgðir sínar i svo ríkum mæli í stórstjörnum, en sumar þeirra eru tíu milljón sinnum stærri en sólin og milli þeirra allra eru fjarlægðir sem einungis er hægt að mæla í ljós- árum.“^ Sumir vilja halda því fram að Buck- minster Fuller hafi með kenningum sínum um samverkandi orku (Synergy) fundið alheimslögmál. Kjarni kenningar hans er sá að ef orkugjafi verði fyrir utanaðkomandi áhrifum, breytist eigin- leikar hans. Dæmi: Sambandið króm- nikkel, stál er keðja sem er næstum því níu sinnum sterkari en veikasti hlekk- urinn Maðurinn er byrjaður að br jðta skurnið og lella nýs umhverfls EINSTEINS inn í nýja verdld „Buckminster Fuller, vinur alheimsins, boðberi hamingju, bjargvættur," — Esra Pound

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.