Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 3 Talsmenn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks: Draga úr ásökunum í garð siálfstæðismanna ^ a >■■■ - -m • Arvar“ cppir1 F'vrstll víð- — vegna Ármannsfellsmálsins BERSÝNILEGT er, að tals- menn minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur og málgögn þeirra eru að byrja að draga úr staðhæfingum um, að tengsl hafi verið á milli lóðaút- hlutunar til Ármannsfells og framlags byggingarfélagsins til byggingarsjóðs Sjálfstæðis- hússins. Á þetta einkum við um talsmenn Alþýðuflokksins pg Framsóknarflokksins og mál- gögn þeirra. I Tímanum hinn 19. septemb- er sl. birtist viðtal við Kristján Benediktsson, borgarráðsmann Framsóknarflokksins. Undir mynd af honum birtist texti, sem ekki er fyllilega Ijóst, hvort hafður er eftir Kristjáni eða líta ber á sem staðhæfingu Tímans, en annað hvort er. Textinn er svohljóðandi: „Ekki nokkur vafi á þvf, að beint sam- band er milli greiðslu Ár- mannsfells hf. f húsbyggingar- sjóðinn og úthlutunar á svæð- inu, en þvf miður er þetta ekki eina málið af þessu tagi, þau eru fleiri.“ Hér er þvi fullyrt, annað hvort af talsmanni Fram- sóknarflokksins eða málgagni, að beint samband hafi verið á milli. 1 Tímanum sl. föstudag birt- ist hins vegar viðtal við Kristján Benediktsson á for- síðu í tilefni af greinargerð borgarstjóra. 1 viðtali þessu virðist Kristján Benediktsson ekki jafn viss og ofangreind tilvitnun bendir til, um að sam- band hafi verið á milli er hann segir: „Sé ekkert samband milli lóðaúthlutunarinnar og peninganna, er þarna um mjög óheppilega tilviljun að ræða fyrir SjáIfstæðisflokkinn.“ í grein undir dulnefni á bak- síðu Alþýðublaðsins hinn 23. september sl. er því ákveðið slegið föstu, að samband hafi verið á milli fjárframlags og lóðaúthlutunar er höfundurinn ,,#rvar“ segir: „Fyrstu við- brögðin við afhjúpunum Al- þýðublaðsins um mútuþægni byggingarnefndar Sjálfstæðis- hússins... “ I viðtali við sjónvarpið sl. miðvikudag, sagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins hins vegar: „Ég vil þó ekkert fuliyrða um á þessu stigi, hvort samband sé á milli fjárframlags Ármanns- fells til Sjálfstæðishússins og ióðarúthlutunar til félagsins." Alþýðublaðið s-egir f forystu- grein í fyrradag: „Alþýðublað- ið ætlar að svo komnu ekki að fella neinn dóm um það, hvort tengsl séu á milli fjárgjafar Armannsfells hf. til Sjálf- stæðisflokksins og lóðaúthlut- unarinnar til fyrirtækisins.“ Og enn segir Alþýðublaðið í forystugrein i gær: „Alþýðu- blaðið fær ekki séð að unnt verði að sanna áþreifanlega, að bein tengsl hafi verið þarna á milli, þar eð aðilar málsins neita þvf staðfastlega.“ Karlakór Reykjavíkur í söngför til Bandaríkjanna og Kanada — Heldur tvenna hljómleika í Háskólabíói NÆSTKOMANDI miðvikudag, 1. október, heldur Karlakór Reykja- víkur f söngför til Vesturheims og kemur fram á allmörgum hljóm- leikum f Kanada og Bandarfkjun- Kórinn fer með þotu frá Air Viking, sem tekur 150 manns og er hún fullskipuð farþegum. Flog- ið verður beint til Winnipeg, þar sem fram fer f vikunni menning- armálaráðstefna á vegum stofn- unarinnar Island — Kanada, en f sambandi við ráðstefnuna verða jafnframt listsýningar og hljóm- leikar. Ráðstefna þessi er síðasti hluti hátíðahalda Vestur-íslendina í til- efni 100 ára afmælis byggðar þeirra í Kanada. Karlakór Reykjavfkur kemur fram á fyrsta degi ráðstefnunnar, en megintilgangur ferðar kórsins er að taka þátt f aldarafmælishá- tíðahöldunum. Fyrstu hljómleik- arnir eru haldnir f einu af stærstu hljómleikahúsum Winni- peg - borgar og er nær uppselt á þá. Kórinn hefur tvívegis áður heimsótt byggðir Vestur- Framhald á bls. 47. um. Nú um helgina lýkur sýningu Rigge Gorm Holten f Bogasal Þjóðminja- safnsins. Aðsókn hefur verið með ágætum, enda eru myndir listakon- unnar nýstárlegar. Litagleði hennar er mikil en súrrealisminn er rfkjandi f myndunum. Nokkrar mynda hennar hafa selzt. Sýningin er opin til kl. 22 f kvöld. Omonia í dag lSLANDSMEISTARAR Akur- nesinga f knattspyrnu og liðið Omonia frá Kýpur mætast f Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum í dag klukkan 15. Þetta er sem kunn- ugt er seinni leikur þessara liða, en sá fyrri fór fram á Kýpur fyrir viku sfðan og lauk með sigri Kýpurliðsins 2:1. Eru sigurlfkur Akurnesinga taldir miklir f dag og þar með mögu- leikinn fvrir liðið að komast í 2. umferð keppninnar. Það hefur aðeins einu fsienzku liði tekizt áður, Val. Hins vegar hefur fs- Ienzkt lið aldrei unnið leik á heimavelli sfnum f Evrópu- keppni. Þegar leikið var á Kýpur á sunnudaginn var hitinn 33 stig og dró það mátt úr Akurnes- ingum. Aftur á móti voru Kýpurbúarnir í essinu sinu við þessar aðstæður, en kulda eins og hefur verið hér á landi und- anfarið eru þeir alls óvanir. Akurnesingar hafa lagt kapp á miðasölu fyrir leikinn í dag enda kostnaður vegna þátttöku í keppninni mikill. Til dæmis tóku eiginkonur leikmanna sig saman og gengu i hvert einasta hús á Akranesi á föstudags- kvöld og buðu miða til sölu. Bar það góðan árangur. Meðfylgjandi myndir eru frá leiknum á Kýpur. Á efri mynd- inni sést litill Kýpurdrengur af- henda Jóni Alfreðssyni fyrir- liða Akurnesinga blómvönd, en Jón skoraði eina mark liðs síns i leiknum. A hinni myndinni sést hvar menntamálaráð- herrann á Kýpur heilsar upp á leikmenn Akurnesinga og aftan við hann er forseti Knattspyrnusambands Kýpur. Akumesingar mœta KýpurUðinu Allir fara í ferð með ÚTSÝN London Ódýrar vikuferðir: 7erð með vikugistingu og morgunverði VerSfrá kr. 38.000 - Októþer. 5 , 12.. 18. Sýningar í Kaupmannahöfn Costa Elektronik '75 Del Sol 1 0— 1 6 okt. TORREMOLINOS Scandinavian Sport BENALMADENA article & Clothing fair 1 2.— 1 4 okt. Lengið sumarið Verð: Laus sæti 5 okt gisting og morgunverður frá kr. 38.300 — 2, 3 eða 4 vikur Glasgow Helgarferðir Verð með gistingu og morgunverði frá kr. 24.840 — Október 10 og 24. Nóvember 7. og 21. KAIMARÍEYJAFERÐIR 1975 — 1976 30. okt. 1975 3 vikur 5. febr 1976 3 vikur 20. nóv. 1975 3 vikur 12. feb 1976 3 vikur 4 des 1975 2 vikur 26. feb 1976 2 vikur 1 1 des. 1975 19 dagar 4 mar 1976 3 vikur 1 8. des 1975 3 vikur 1 1. mar. 1976 3 vikur 29. des 1 975 1 8 dagar 25. mar. 1976 3 vikur 8 jan. 1 976 3 vikur 1 apr. 1976 3 vikur 1 5 jan 1976 3 vikur 1 5 apr. 1976 ' 2 vikur 29 jan 1976 2 vikur 22. apr. 1976 3 vikur Verð o o 00 CT> co k.' AUSTURLÓND Jólaferð til Bangkok Brottför 1 9. desember 7 dagar Bangkok 7 dagar Pattaya 2 dagar Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.