Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 Miðdegisverður hjá galdrakarli bíl og hefði ég ekki gripið í frakka- kragann hans og togað hann að eyjunni held ég að bíllinn hefði keyrt á hann, því það var rigning og gatan sleip, svo að bíllinn rann þegar bílstjórinn steig á bremsuna. Litli maðurinn var mjög þakklátur en svo hræddur að ég tók undir höndina á honum og hjálpaði honum yfir götuna og fylgdi honum heim, því hann bjó i þessu nágrenni. Ég vil ekki segja þér hvar, því þá ferðu kannski og ónáðar hann og ef hann yrði reiður, gæti það orðið mjög óþægilegt fyrir þig. Hann gæti sjálfsagt látið annað eyrað á þér verða eins stórt og kálblað, eða látið hárið á þér verða grænt eða sett hægri fótinn yfir á vinstri fótlegginn eða eitthvað þess háttar. Þá færi fólk að hlæja að þér og uppnefna Þig. „Ég þoli ekki umferð nútímans,“ sagði hann. ,,Ég er dauðhræddur við strætis- vagnana. Ef vinnan mín væri ekki hér í London, kysi ég heldur að búa á lítilli eyju, þar sem ekki væru vegir, eða uppi á fjallsbrún eða álíka stöðum“. Litli maðurinn fullyrti að ég hefði bjargað lífi hans og hann lagði fast að mér að koma og borða miðdegisverð hjá sér einhvern daginn. Ég lofaði að koma næsta miðvikudag. Ég tók ekki eftir neinu sérstöku í fari hans fyrir utan það að hann var með frekar stór eyru og sérkennilegan lítinn hárbrúsk. Ég man, að ég hugsaði að ef ég hefði slíkan hárbrúsk mundi ég raka hann af. Hann sagðist heita Leakey og byggi uppi á annarri hæð. Jæja, næsta miðvikudag fór ég til hans. Ég gekk inn í venjulegt hús og bankaði á ósköp venjulegar dyr, og litla forstofan var líka ósköp venjuleg. En þegar ég kom inn sá ég einkennilegustu stofu sem ég hef nokkurn tímann séð. í staðinn fyrir veggfóður voru veggirnir klæddir efni, sem var allt útsaumað myndum af fólki og dýrum. Ein myndin var af tveimur mönnum að byggja hús og önnur af manni með boga og hund, sem elti héra. Ég veit að þetta var útsaumur, því ég kom við þetta, en það hlýtur að hafa verið einkennilegur saumur, því myndirnar voru stöðugt að breytast. Á meðan maður horfði á þær breyttust þær ekki, en ef maður Ieit undan og horfði síðan aftuí á þær þá höfðu þær breytzt. Undir kvöldið voru mennirnir búnir að bæta einni hæð við húsið, veiðimaðurinn hafði skotið fugl með boganum sínum, og hundurinn hans veitt tvo héra. Húsgögnin voru líka skrýtin. Þarna var bókaskápur, sem var búinn til úr ein- hverju sem líktist gleri og þar voru stærstu bækur, sem ég hef séð, engin þeirra minni en hálfur metri á lengd og bundnar inn í leður. Yfir bókahillunum voru lokaðir skápar. Stólarnir voru fallega útskornir með háu baki, og þar voru tvö borð. Annað var úr kopar og á því stóð gríðarstór kristalshnöttur. Hitt borðið var efnismikið tréborð um það bil þrír metrar á lengd, rúmlega einn metri á breidd og sextíu sentimetra hátt og það voru skornar út holur til að koma hnjánum fyrir. Allskonar furðulegir hlutir héngu niður úr loftinu. í fyrstu DRÁTTHAGI BLÝANTURINN VRP MORödfv- KAVFINÚ Maður minn, voruð þér ekki í Hann Siggi er að koma! — Ekki Lundúnum f gær? rlfast á meðan! Þakka! — Ég þarf ekki tað taka Er það ekki skýringin: að við konu yðar sem gfsl. — Þetta er lifum á steinöld — er þú segir alveg nög! að ég sé með steinhjarta. Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 58 yður ekki? sagði hann og glotti stórum. — Sannarlega, hvæsti David. Hvers vegna bregstu annars svona við? hugsaði hann með sér um leið. Ég hef komið auga á hinn rétta enda. Svo sá hann tvö tóm vínglös á sófaborði og leit illilega til Diönu. — Hvað vakir eiginlega fyrír yður? — Takið þessu rólega, Link. Þessi unga stúlka er bara að yfir- heyra mig smávegis! Hún trúir því nefntlega statt og stöðugt að ég hafi verið faðir að ófæddu barni Mariettu Shaw. Hvernig Ifzt yður á? — Þér viðurkennið sjálfsagt hvað sem er, ef það gæti orðið til að auglýsa yðar saurugu mynd, breytti David út úr sér. 16. kafli Útför Mariettu Shaw var I fyllsta samræmi við það sem móðir hennar hafði óskað eftir og stjúpfaðir hennar hafði óttast. Felix og David Link hafði verið tilkynnt að óskað hefði verið cftir sérstöku lögregluliði til að hafa hemil á harmiþrungnum aðdá- endum, en cngu að sfður voru þeir mjög undrandi, þegar þcir sáu mannhafið sem beið fyrir utan kirkjuna á Park Avenue. Veður var kalt og nöturlegt, en það aftraði ekki aðdáendum hinn- ar látnu frá þvf að flykkjast á staðinn svo skipti mörgum þús- undum. Fjöldinn sem var f meiri- hluta, kvenfólk ruddist fram æp- andi og gargandi til að reyna að koma auga á hinar mörgu frægu stjörnur sem hröðuðu sér úr bif- rciðunum og inn f kirkjuna. Inni f kirkjunni rfkti drunga- legt sorgarandrúmsloft sem aðeins var rofið af stöðugum myndatökum blaða- og sjónvarps- manna. Fremstu bekkir voru frá- teknir fyrir þá sem staðið höfðu næstir hinni látnu. Link lét augun hvarfla yfir bekkjarað- irnar — þarna voru allir sem hefðu vakið grunsemdir með þvf að koma ekki til útfararinnar. Að sorgarathöfn þessari lokinni myndu þessir aðilar verða fluttir til fbúðar hinnar látnu. Link átti ekki von á þvf að neinn myndi neita að koma þangað. tbúðin hafði verið rudd og beið nú tilbúin næsta leigjanda. Sett hafði verið teppi á gólfið við arin- inn til að leyna blóðblettunum og skrúfað hafði verið frá hitanum. En þó var loftið f stofunni kulda- legt og lamandi og meira að segja Dianc Qualn, sem hafði virzt hin glaðværasta við komuna, hryllti sig ósjálfrátt f herðunum. Roland Gibbon var f.vrstur á vettvang. Hann sýndi öll merki forvitni, kannski einum um of, eins og hann teldi síg þurfa að leggja á það áherzlu, að hann hefði aldrei stigið fæti sfnum hér áður. Ekkert fór framhjá spyrj- andi augum hans, ekki hcldur teppið við arinfnn. Hann fölnaði sýnilega þegar hann skynjaði það, en flýtti sér að brosa kumpánlega til Diönu. Sfðan valdi hann sér bezta stólinn og lét fara vel um sig. Næstur var YViIliam Hagen. Hann var klæddur í svört jakka- föt eins og við átti. Ilann reyndi svo mjög að horfa ekki f kringum sig f fbúðinni að minnstu munaði að honum yrði fótaskortur, þegar hann fékk sér sæti. Callic og Eugene Brahm voru stillileg og engin merki vanlfð- unar var á þeim að sjá, en þau stóðu þétt saman. Paul Watts var einn sfns liðs, þvf að móðirln hafði fengið taugaáfall eftir jarðarförina og ncitaði að yfir- gefa heimili sitt. Þau sfðustu sem komu voru Jarius Kroneberg og kona hans. Hann virtist hafa jafnað sig veru- lega sfðan þeir sáust sfðast hugs- aði David með sér, en samt var hann reikull f spori og margt bcnti til að hann myndi ekki framar ná fullu valdi á hreyf- ingum sfnum. Aftur á móti var glampinn aftur f augum hans, hvasst, frckjulcgt blik. Kona hans, grámuskuleg og Iftilmótleg f sjón lét fara Iftið fyrir sér og svo virtist sem hann skcytti engu um nærveru hennar. Hann hvarflaði augum rétt sem snöggvast að arn- inum og augnaráð konu hans veik ekki af honum svo mikið sem sekúndubrot. Menn hcilsuðust kurteislega en ekki beinlfnis hlýlega. Allir virt- ust á verði, órólegir, tortryggnir vegna návistar hinna. Eftir að hafa litið sem snöggv- ast á Felix og á lögrcglumennina sem við dyrnar stóðu, gekk David að arninum og sneri sér að við- stöddum. — 1 upphafi máls mfns, sagði hann, ætla ég að gcra öllum grein fyrir þeirri staðreynd að skömmu fyrir dauða sinn hafði Marietta Shaw skipt um skoðun varðandi endurför sfna til Hollywood. Hún hafði ákveðið það fyrir fullt og allt að fara ekki aftur til kvik- myndaborgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.