Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
„Orkugjafi
málara er
lífiö í
kringum
Pétur FriSrik fyrir framan nokkrar hraunmynda sinna ásamt Katrínu dóttur sinni og Sólveigu konu sinni.
Ljósmyndir Mbl. RAX.
„Litir og form
íslenzkrar
náttúru er
okkar klassik”
Pótur Friðrik listmálari heldur um þessar mund-
ir sýningu á verkum sfnum í Kjarvalsstöðum og
sýnir þar um 90 myndir. Mikil aðsókn hefur verið
að sýningu Péturs Friðriks, og hafa á fjórða þúsund
gestir séð hana og milli 30 og 40 málverk hafa selzt.
Við röbbuðum við Pétur Friðrik um myndir hans og
helztu hræringar í myndlistinni. Sýningin verður
opin í Kjarvalsstöðum til 5. okt.
„Þessar myndir eru málaðar í
hraununum hér í kring,“ sagði
Pétur Friðrik í rabbi okkar,
„þær eru víða að, á leiðinni til
Krísuvíkur, við Kleifárvatn, frá
Þingvöllum, Hafnarfirði,
Reykjavík, Keflavik og
Heiðmörk. Yfirleitt eru þetta
myndir frá síðustu tveimur ár-
um, en þó eru nokkrar eldri
málaðar í Suður-Þýzkalandi og í
Bandaríkjunum.
„Hvað finnst þér um hrær-
ingar í íslenzkri myndlist i
dag?“
„Mér finnst sumt af því sem
reynt er að telja nýjungar í
islenzkri myndlist vera orðið
gamaldags þegar það kemur
fram á sjónarsviðið hér
heima, enda hefur flest af
þessu verið gert erlendis
og er þvier því gamalt innflutt.
Megnið af því er áhrif frá
einhverjum útlendum stefnum
sem eru jafnvel að líða undir
lok í útlöndum vegna þess að
þær eru aðeins tízkufyrirbrigði.
Annars er stefnan ekki aðal-
atriðið, heldur að myndin sé vel
gerð, vel unnin og gott málverk.
Margir hinna ungu stráka hafa
hamrað á því undanfarin ár að
landslagsmálverkið sé útdautt,
en þeir sem mest hömruðu á
því fyrir 15—20 árum eru jafn-
vel farnir að mála landslag,
portret og figurativar myndir,
en fyrrum mátti fólk ekki koma
fyrir í myndum, engar per-
sónur, aðeins litir í formum.
Þetta afturhvarf bendir til að
lífið i kring um okkur sé orku-
gjafi fyrir málara og að hjá því
sé ekki hægt að sneiða ef menn
ætla að taka á þessu í alvöru. Þó
finnst mér eiginlega ekkert
hafa komið fram á seinni árum,
sem hefur tekið fram Ásgrími,
Kjarval og Jóni Stefánssyni. Að
mínu mati hafa engir náð því
sem þeir voru-búnir að ná,
nema þá helzt Scheving og
Snorri Arinbjarnar."
„Áhugi fólks á myndlist?"
„Mér finnst áhugi fólks hafa
aukizt mjög á seinni árum,
hann hefur alltaf verið mikill,
en er lfklega hvergi í heiminum
Rabbað við
Pétur Friðrik
um málverk
og listhrœringar
eins mikill almennt og hjá Is-
lendingum."
„Hvað finnst þér um deilu
FlM við Kjarvalsstaði?“
„Það er margt sem kemur
upp í listaheiminum, en ég held
að málarar eigi ekki að dæma
hver annan, það er fyrst og
fremst timinn, sem flokkar það
niður með árunum hvað lifir af
í listinni ef svo má segja.
Sagan hefur sýnt okkur að
það er líka hægt að gera menn
heimsfræga ef aðstaðan er fyrir
hendi, en eftir einhverja ára-
tugi og jafnvel miklu styttri
tíma eru þessir sömu menn
gleymdir í listasögunni. Það er
fullt af svona á þessum vett-
yangi. Erlendis eru t.d. sýn-
ingarsalir sem hafa hreinlega
auglýst ákveðna. málara upp,
spilað á fólk sem snobbar fyrir
þessu af því að það heldur að
það sé fínt. Dæmi eru um að
þessir málarar, heimsfrægu,
sem ég er að tala um, hafa
málað kolsvartar myndir með
venjulegri húsamálningu og
málningarrúllu, en áhorfendur
hafa ekki getað haldið vatni af
hrifningu yfir þessari stórkost-
legu list. Á hinu þekkta TATE-
gallery í London sá ég mynd
eftir þekktan mann, það var
auður málarastrigi með einni
hnifristu og þetta var
innrammað í gullramma. Það er
mikið snobb í kring um þetta,
en ekki býst ég við að þessir
menn verði viðurkenndir til
lengdar. Hins vegar hefur
maður Iíka séð frábær abstrakt
málverk, en það er bara svo oft
í þessum bransa að málverkið
virðist ekki skipta málij heldur
alls kyns furðuleg uppátæki
málarans og skringilegheit og
það er hreint ótrúlegt hvað
kemst inn í þekkt söfn erlendis.
Framhald á bls. 37