Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
Árni Hinriksson
forstjóri—Kveöja
i.
Nokkur kveðjuorð langar mig
til að senda þegar kvaddur er
Arni Hinriksson framkvæmda-
stjóri Laugarásbíós, sem lézt
skyndilega að morgni hins 18.
sept. s.l. úti í London.
Hann var við skyldustörf, sem
voru að velja myndir til sýningar
fyrir Laugarásbfó, sem ekki er
vandalaust, svo mikil uppeldis-
áhrif sem það hefur fyrir ungling-
ana.
Við vorum þarna nokkrir Is-
lendingar á sömu hæð. Sum okkar
í skemmtiferð en aðrir við skyldu-
störf. Og við sem ekkí þekktum
aðstæður mjög vel bjuggumst við
+
Dóttir mín, systir okkar og fóstur-
systir
GUÐRÚN LENAHAN
(fædd Jónsdóttir)
lést á sjúkrahúsi í Arizona 8 júní
1975
Eggertína Sigurðardóttir,
Sigrún Jónsdóttir,
Ólafía Kr. Jónsdóttir,
Þorsteinn S. Jónsson,
Pétur Einarsson.
að hægt væri að blanda saman
skyldustörfum og skemmtun. Þó
átti þessi hópur saman gleði-
stundir. En hvernig ferðin endar
er ekki ávallt á okkar valdi. Þegar
heim var haldið vantaði eitt lff í
hópinn.
Þetta kom sem reiðarslag yfir
okkur öll. Sorgin þrýsti okkur
saman og við urðum sem ein fjöl-
skylda á erlendri grund. Okkur
fannst sem hefðum við misst
bróður. Kynni þurfa ekki að vera
löng til að þú finnir hvern mann
þau hafa að geyma.
Mestur var þó missirinn hjá
konu hans Helgu Henrýsdóttur
sem sá á bak manni sinum á bezta
aldri og börnunum 6 og aldraðri
móður.
Þó Helgu hefði verið kunnugt
um að heilsa manns hennar var í
hættu og hún latt hann til ferðar-
innar tók hún þvi sem að höndum
bar með þeirri stillingu og festu
sem mæðrum er oft gefið á örlaga-
stund — vitandi það að merkið
stendur þó maðurinn falli. —
Enda var hún ekki ein. Móðir
hennar stóð henni við hlið, frú
Kristín, ekkja Henry Hálfdánar-
sonar, fyrrverandi forstjóra
Slysavarnafélags íslands, og hafði
hún einnig misst mann sinn svip-
lega 3 árum áður. Einnig var vin-
ur hans, Pétur Sigurðsson alþing-
ismaður, með í för og létti af
Helgu öllu sem hann gat.
Yfir fagurlega búnum líkbörum
manns síns þakkaði hún honum
hamingjuríkt samlíf þeirra og
barnanna, sem voru hennar
fyrsta huggun er frá leið.
Enda hafði Arni ótvírætt hvatt
tengdamóður sína til fararinnar
og gert margvíslegar ráðstafanir
heimili sfnu og starfi til handa.
Kannski grunaði hann að þessi
ferð mundi hans síðasta.
Megi umhyggja hans og gæzka
verða þeim styrkur og stoð.
Guðs blessun fylgi honum yfir
landamærin, sem við öll verðum
að stíga yfir.
Björg Thoroddsen.
+
Útför móður minnar og systur
UNNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Stigahllð 4,
ferframfrá Fossvogskirkju, mánudaginn 29. sept. kl. 3e.h.
Magnús Kolbeinsson,
Sigríður Magnúsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KARLG.PÁLSSON
Grettisgötu 48b,
lézt I Landakotsspítala 26 september
Jóna Guðjónsdóttir,
Ólafur G. Karlsson, Guðrún A. Árnadóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA PÉTURSDÓTTIR,
frá Sólvöllum, Rauðarárstíg 34,
andaðist á Landspítalanum 25. sept. Fyrír hönd systkina minna og
annarra vandamanna,
Þóra Magnúsdóttir.
+
Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
ERLENDAR SIGURÐSSONAR,
skipstjóra,
Hverfisgötu 98,
fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 30. september kl. 3. e.h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans er bent
á Slysavarnafélag íslands.
Fyrír hönd aðstandenda.
Guðrún Hálfdánardóttir.
Jón Þórarinsson, lyfsali
HIÐ fyrsta sem mér flaug í hug
við andlátsfregn vinar míns, Jóns
Þórarinssonar lyfsala, var fyrsta
erindið í einu kvæði afa hans,
Hannesar Hafstein, svohljóðandi:
Strikum yfir stóru orðin,
standa við þau minni reynum,
skjöllum ekki skrílsins vammir,
skiljum sjálfir, hvað við meinum.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég fór að þrasa við gamlan vin minn um smámuni, og sfðan
talár hann ekki við mig. Mér lfður ilfa út af þessu og vil bæta
úr þvf og biðjast afsökunar á mfnum þætti deilunnar. Haldið
þér, að við getum aftur orðið vinir?
Auðvitað er hægt að koma á sáttum, ef báðir
aðilar eru einlægir og vilja raunverulega semja
frið. Samt er erfitt að endurheimta djúpa vináttu,
eftir að árekstur hefur orðið. Kunningsskapur
ristir ekki eins djúpt, og auðveldara er að endur-
nýja hann, þó að upp úr hafi slitnað. Biblían segir
okkur, að okkur beri að fyrirgefa án alls fyrir-
vara, jafnvel sjötíu sinnum sjö, hafi einhver gert
á okkar hlut og biður fyrirgefningar. En þér
segið, að vinur yðar fyrrverandi vilji ekki leyfa
yður að viðurkenna yðar þátt í deilunni og vilji
ekki tala við yður. Þér ættuð I fyrsta lagi að hugsa
hlýtt til hans. Því næst skuluð þér tala vel um
hann. Verið ekki áleitinn, en bíðið í vinsemd og
þolinmæði. Reynið að sýna honum góðan hug
yðar, og forðizt allt stærilæti. Ef yður tekst að
bindast einlægum vináttuböndum við hann að
nýju, munu hin nýju tengsl breiða yfir allt hið
gamla. Ég er þess fulíviss, að vinarsambandið
verður enn nánara en áður, þegar tímar líða.
Biðjið nú fyrir þessu máli. Guð mun hjálpa yður.
Ég þakka Jóni Þórarinssyni og
allri hans ætt allan mér veittan
trúnaö. Guö Ieggi sína mildu hönd
á syrgjendur.
Bjarni Kr. Björnsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
íminningu Unnar
H. Magnúsdóttur
Unnur H. Magnúsdóttir lézt hér
f bæ hinn 21. september s.I.
Viö störfuðum saman hjá
Steypustöðinni hf í áratug. Á því
tímabili áttum vió náið og
ánægjulegt samstarf. Unnur var
bókhaldari fyrirtækisins og hliö-
arfyrirtækja þess. Með auknum
umsvifum jókst starf hennar stöð-
ugt, en samt komst hún alltaf yfir
verkefnið einhvern veginn. En ég
veit, að hún fór oft með verkefnin
með sér heim til þess að klára þau
þegar svo stóð á, fremur en að
kvarta yfir álaginu eða láta vinnu-
tímann skammta afköstin. Ég
held að slík afstaða gagnvart
Eiginmaður minn. +
JÓN DIÐRIK HANNESSON,
fyrrverandi múrari.
Barmahlíð 52,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 30. september kl.
1 30. e.h.
Jónína M. Jónsdóttir.
+
EINAR GUÐNASON
bifreiðastjóri,
Reykjavikurvegi 22, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 30.
september kl. 2e.h Blómafbeðin
Benedikt Guðnason,
Sigurður M. Jóhannsson.
Laufey Guðnadóttir,
+
Bróðir okkar,
FRIÐJÓN ÞORLÁKSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 29 september kl
10.30 árdegis.
Sigrlður Þorláksdóttir,
Sólborg Þorláksdóttir.
+
Fóstri minn,
TORFI HERMANNSSON,
trésmiður,
Flókagötu 3,
verður jarðsunginn I Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. september kl.
10 30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast
hans^ er bent á Minningarsjóð Reglunnar, Bókabúð Æskunnar, Lauga-
vegi 56
Halldór Tjörvi Einarsson.
vinnunni sé orðin næsta fátfð
meðal fólks, sem hjá öðrum vinn-
ur.
Unnur var með afbrigðum ná-
kvæm og samvizkusöm. Hún gafst
aldrei upp fyrr en allt stemmdi
upp á síðasta eyri. Undraði mig
oft þrautseigja hennar og fyrir-
varð mig um leið fyrir eigin óþol-
inmæði. Dagfarslega var hún létt
í lund og skemmtileg i umgengni
og viðræðu. Alltaf var hún reiðu-
búin að sjá björtu hliðarnar á
hlutunum og kíma góðlátlega að
mannlífinu. Unnur hélt um púls-
inn á fyrirtækinu, gladdist og
hryggðist með því. Ég held að það
séu einu skiptin sem mér fannst
hún daprast, þegar hún sá af töl-
unum, að ekki gengi reksturinn
sem bezt þá stundina. Hún var
vakandi í starfinu og ekkert fór
framhjá henni. Árvekni hennar
sparaði oft miklar fjárhæðir.
Hún var fljót að taka til hönd-
unum ef hún sá eitthvað sem bet-
ur mátt fara, hvort sem það var að
þvo upp eða ræsta til á skrifstof-
unni, þó utan hennar venjulega
verkahrings væri. Leyndi þá
myndarskapurinn sér ekki.
Starfsorka hennar, eða „energíið“
ens og hún kallaði það stundum
var með afbrigðum.
Um síðustu jól veiktist Unnur
af þeim sjúkdómi, sem hún hafði
áður kennt, en vonir höfðu staðið
til að komizt hefði verið fyrir. Þá
sagði hún við mig, að sér fyndist
hún vera „energílaus" í fyrsta
sinn á ævinni. Við vonuðum öll að
hún fengi það aftur hið fyrsta. Oft
taldi hún sig vera að hressast og
vildi þá óðar fara að vinna sem
fyrst, nú siðast fyrir örskömmu
síðan. En þær vonir urðu að engu.
Syni hennar og nánustu ætt-
ingjum færi ég samúðarkveðjur
frá okkur samstarfsfólkinu og við
þökkum Unni fyrir samferðina og
ógleymanleg kynni.
Halldór Jónsson verkfr.