Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 Portúgal: „Þessi stjórn er fyrsta skref any Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Jose Pinheiro de Azevedo flotafor- ingi og forsætisráðherra nýrrar stjórnar i Portúgal er sagður maður harðskeyttur og lengi hefur sögum farið að þvl að hann hneigðist til vinstri I stjórnmálaskoðunum Hann er fimmtiu og átta ára að aldri. Það tók Azevedo drjúgan tíma að bræða stjórn sína saman áður en hún reyndist starfhæf og þarf það ekki að koma neinum á óvart sem reynt hefur að fylgjast með ruglingslegri framvindu mála í landinu. Augljóst var strax og Azevedo tók að sér að veita forystu nýrri stjórn að verkið yrði ekki auðvelt. En hálfur sigur var unnin þegar sósialistar og alþýðu- demókratar sættu sig við hann I forsætisráðherraembætti þrátt fyrir þann vinstrilit sem á honum hafði löngum verið Og þær vikur sem stjórnarmyndunarþrasið stóð yfir sýndi hann klókindi og hyggindi, svo að hver þrautreyndur pólitikus hefði getað verið hreykinn af Azevedo tók þá afstöðu þegar hann hafði fallist á að freista þess að koma saman starfhæfri stjórn að detta ekki í þá gryfju að tengjast einum flokki framar öðrum. En sá hafði verið mikill Ijóður á ráði fyrir- rennara hans, Goncalves Hann fór ekki I launkofa með að hann hneigð- ist til vinstri en á hinn bóginn hafði það heldur ekki farið á milli mála að honum var umhugað um framþróun byltingarinnar á mun hófsamari hátt en Goncalves hafði hugsað sér Þvi gátu fulltrúar þeirra sem við sögu komu sætt sig við hann Sósíalistar litu svo á að hann væri nægilega hlutlaus og hófsamur til að þeír gætu byrjað viðræður með það fyrir augum að fara á ný inn i stjórn; sama máli gegndi um alþýðudemó- krata og þann hóp innan MFA — hreyfingar hersins — undir forystu Melo Antunes, fyrrverandi utanrlkis- ráðherra en sá hópur hafði reynt að vinna gegn áhrifum kommúnista og var mikil óánægja meðal þeirra með Goncalves og afstöðu hans Sér- kennilegast kann að virðast að kommúnistaflokkurinn skyldi tiltölu- lega vandræðalaust sætta sig við Azevedo En vegna þess mikla stuðnings sem sýnt var að Azevedo nyti innan hersins til að taka að sér starf forsætisráðherra og vegna þess að fátt eða ekkert hafði komið fram sem veikt gæti trú kommúnista á þvi að hann gætti fyllsta hófs, féllust þeir á samningayiðræður. Azevedo hafði til dæmis lýst stuðningi við þær þjóðnýtingar sem gerðar höfðu verið, svo og yfirráð Portúgala yfir erlendum fjárfestingarfyrirtækjum og landbúnaðaráætlun landsins Azevedo er fæddur í Angola. Hann gekk í flotann árið 1934 og hann hefur farið á þjálfunarnám- skeið i Bretlandi og viðar. Hann er Upprisa f Portúgal. Mario Soares, formaður portúgalskra sósialista sést hérfyrir miðju, en hjá honum standa þeir Azevedo forsætisráðherra og Emidio Guerreiro, leið- togi alþýðudemókrata, og virðist fara vel á með þeim á þeirri stundu sem myndin var tekin. sagður minna greindur en fráfarandi forsætisráðherra, en traustari og gæfulegri maður um flest ALLIR ALLSHUGAR FEGNIR AÐ GONCALVES FÓR í símtali sem ég átti við vinafólk mitt i Lissabon I fyrradag var auð- heyrt að mikill léttir er flestum þar að hafa losnað við Goncalves sem forsætisráðherra. Eru verulegar von- ir bundnar við nýju stjórnina og blða menn óþreyjufullir eftir að hún birti afgerandi áætlanir um efnahagsmál landsins, sem lengi hafa verið látin sitja á hakanum og hefur sigið jafnt og þétt á ógæfuhliðina Gagnrýni hefur komið fram á að sumir ráðherranna séu i röngum ráðherraembættum og er þar sér- staklega vikið að Salgado Zenha ráðherra sósialista Hann er nú fjár- málaráðherra og þykir sumum sem það hefði verið vitið meira að hann hefði á ný tekið við dómsmálum landsins, en þau hafði Zenha á sinni könnu þar til i sumar er sósialistar fóru úr stjórninni og siðan alþýðu- demókratar til að sýna andstöðu við vaxandi áhrif kommúnista Einsýnt þykir fólki að með þessari stjórnarmyndun hafi áhrif komm- únista verið mjög verulega skert miðað við þá þróun sem hafði orðið i landinu mánuðina á undan „Þetta er fyrsta skrefið til alvöru lýðræðis í Portúgal", segir fólk I Lissabon. „Það er Ijós punktur sem gefur fyrir- heit, að alþýðudemókratar og sósialistar skyldu standa fast á þvi að fara ekki I rikisstjórn sem skipuð væri að meirihluta kommúniskum öflum. Það var og sigur fyrir lýðræðisöflin að Azevedo skyldi viðurkenna þetta sjónarmið " Aftur á móti hafa fylgismenn kommúnista nú uppi mikil mótmæli viða Á fimmtudag héldu hermenn útifund í Lissabon þar sem þeir mótmæltu handtöku tveggja félaga þeirra sem höfðu verið staðnir að því að dreifa rógsbréfi um núverandi stjórn. Mótmæli hermannanna höfðu hins vegar þau áhrif að ákveðið var að sleppa hermönnun- um og hefur sú linkind mælzt ákaf- lega illa fyrir I röðum margra. Er ekki ósennilegt að þetta mál kunni að draga einhvern dilk á eftir sér. Eftir Ingva Hrafn Jónsson Hafa grisjað Meðalfellsvatn um 40—50 þús, fiska en varla sér högg á Gfsli Ellertsson bóndi á Meðalfelli og Kristinn Morth- ens þeytast eftir spegilsléttu vatninu út að gildrunni. „FRÁ ÞVl að við hófum grisjunaraðgerðir f Með- alfellsvatni haustið 1972 höfum við tekið úr því 40—50 þúsund fiska, að- allega bleikjur, en það sér varla högg á vatni og við höfum enn ekki náð þeim árangri að bleikjan stækki,“ segir Jón Krist- jánsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun í samtali við þáttinn. „Ástæðan fyrir grisjuninni er eins og oft áður hefur komið fram, að stofninn í vatninu er alltof stór miðað við fæðu- framboð og því nær fiskur- inn ekki að vaxa neitt að ráði. T.d. er bleikjan í Með- alfellsvatni yfirleitt aðeins um 22 cm löng og vegur um 100 g. Nú höfum við byrjað tilraun- ir með nýja veiðitækni í vatn- inu, sem er einskonar föst veiðivél. Þéttriðið net er strengt frá landi út í gildru, likt og álagildru en stærri. Netið virkar eins og veggur og er sil- ungurinn kemur að því syndir hann með því unz að gildruop- inu kemur og hann syndir inn í hana. Þetta hefur gefist mjög vel það sem af er og við erum búnir að fá um 5000 fiska á einni viku. Það er mikið vinnu- hagræði að þessari aðferð, það tekur ekki nema um hálfa klst. að vitja um hana og losa fisk- inn. Fram til þessa höfum við notað venjuleg fyrirdráttarnet við grisjunina en sú aðferð er ákaflega' tímafrek og hefur auk þess ekki gefið nógu góðan ár- angur. Það er erfitt að segja fyrir um hversu mikinn fisk við þurfum að taka úr vatninu til þess að koma á jafnvægi með stofninum og fæðuframboði, en ég er að láta mér detta í hug 20—30 þúsund fiska. Með þvi móti ættum við að geta náð fiskinum upp í 30—35 cm og 200—300 g og þannig gert hann að miklu betri og verðmætari matarfiski. Við gerðum grisjun- artilraunir í Djúpavatni á Jón Kristjánsson fiski- fræðingur. Reykjanesi og hafa þær borið mjög góðan árangur. Fiskurinn þar náði almennt um 24 cm stærð og 100 g þunga á fjórum árum, en eftir grisjunina náði hann að vaxa í 30 cm og 250 g á þremur árum. Aðspurður sagðist Jón vonast til að grisjunin nú i Með- alfellsvatni bæri tilætlaðan ár- angur þannig að takast mætti að koma upp góðri matar- bleikju i vatninu. Jón sagði að svipað ástand væri viða í íslenzkum stöðu- vötnum en þó væri offjölgunin á misjafnlega háu stigi. Ymsar rannsóknir hefðu verið gerðar á þessu stigi og með skipuleg- um aðgerðum væri væntanlega hægt að stækka almennt silung- inn i vötnunum og gera hann að betri matarfiski og eftirsóknar- verðari bráð fyrir veiðimenn. Fiskinum mokað um borð. Um 1000 fiskar fengust úr gildrunni þennan dag. Ljósmyndir Sv. Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.