Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
11
VETRARSTARF Bridgefélags
Kópavogs er nú hafið. I tví-
menningskeppni, sem var eitt
kvöld, voru eftirtalin pör efst:
A — riðill: Stig:
Sigurður — Jón 130
Ármann — Sverrir 128
Grfmur — Guðmundur 114
Páll — Sigurður 114
Meðalskor: 108 stig.
B — riðill: Stig:
Kári — Guðmundur 140
Björn — Jóhann 123
Skúli — Kristinn 119
Meðalskor: llOstig.
Fimmtudaginn 2. október
hefst fjögra kvölda tvímenn-
ingskeppni, og eru félagar
beðnir um að tilkynna þátttöku
slna sem allra fyrst til for-
manns félagsins Kristins A.
Gústavssonar I síma 53101 eftir
kl. 8 e.h. Spilað verður eins og
áður I Þinghól, og hefst spila-
mennska kl. 20 stundvíslega.
XXXX
Að tveimur umferðum lokn-
um I meistaratvímenning
Bridgefélags Reykjavfkur er
staðan þessi:
Einar Þorfinnsson — Páll
Bergsson 387
Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur
Pálsson 380
Hjalti Elfasson — örn Arnþórs-
son 378
Daníel Gunnarsson — Stein-
berg Rfkharðsson 373
Guðmundur Pétursson — Karl
Sigurhjartarson 372
Halla Bergþórsdðttir — Kristj-
ana Steingrímsd. 370.
Ólafur H. Ólafsson — Jón G.
Jónsson 357
Guðlaugur R. Jóhannsson —
Asmundur Pálsson 354
Jakob Armannsson — Páll
Hjaltason 354
Sigurður Sverrisson — Sig-
tryggur Sigurðsson 351
Næsta umferð verður spiluð
n.k. miðvikudagskvöld f Domus
Medica kl. 20. Alls eru spilaðar
sex umferðir.
XXXX
Frá Taf 1- og bridgeklúbbnum.
Eftir tvær umferðir af fimm f
tvímenningskeppninni er staða
efstu pará þessi:
Björn Kristjánsson
Þórður Elfasson 401
Bragi Jónsson
Dagbjartur Grímsson 395
Helgi Einarsson
Sigurjón Tryggvason 374
Auðunn Guðmundsson
Sigtryggur Sigurðsson 362
Inga Hoffmann
Ólavfa Jónsdóttir 362
Hilmár Ölafsson
Ingólfur Böðvarsson 361
Árni Pálsson
Guðmundfa Pálsdóttir 355
Bragi Björnsson
Guðmundur Aronsson 344
Ólafur Lárusson
Ríkharður Sigfússon 342
Hannes Ingibergsson
Jónfna Halldórsdóttir 342
Ragnar Óskarsson
Sigurður Ámundason 341
Friðrik Karlsson
Kári Sigurjónsson 339
Gisli Víglundsson
Þórarinn Árnason 334
Bernharður Guðmundsson
Júlfus Guðmundsson 325
Næsta umverð verður spiluð
á fimmtudaginn kemur f Dom-
us Medica og hefst kl. 20.
XXXX
Frð bridgedeild Barðstrend-
ingafélagsins.
Vetrarstarfsemi félagsins
hefst á morgun, mánudag. Spil-
að er f Domus Medica og hefst
spilamennskan klukkan 20
stundvíslega.
Allir eru velkomnir.
A.G.R.
Hitaveituboranir
við Þorlákshöfn:
Erfiðleikar
hafa verið við
að fóðra holuna
Þorlákshöfn, 26. september —
HITAVEITUFRAMKVÆMDIR
hér hafa gengið heldur seint.
Stóri borinn, Jötunn, hefur verið
hér við boranir sfðan 30. maí f vor
og hefur gengið einstaklega erfið-
lega með holuna. Eitthvert vatn
mun þó vera fyrir hendi og nægur
hiti.
Síðan menn komu úr sumarfrfi
í ágústlok hefur stanzlaust verið
unnið að því að þétta holuna, með
það fyrir augum að þrýsti-
sprengja hana út, en ævinlega
hefur hún gefið sig og hrunið
saman. Nú er verið að fóðra hol-
una með steinsteypu fyrir 300
metra járnfóðringu, því að hrun-
svæðið er á bilinu milli 300 og 700
metra dýptar. Þá er ætlunin að
fara með borkrónuna aftur niður
og hreinsa holuna og síðan verður
reynt að þrýstidæla á 1.300 metra
dýpi.
Menn eru nú orðnir dálftið
áhyggjufullir, vegna þess hve
erfiðlega þetta hefur gengið til
þessa, en vonina eigum við hér
enn um góðan árangur.
— Ragnheiður.
Vetur gengur
snemma í garð:
Heiðar á NA-
landi lokast
vegna snjóa
VETUR virðist ætla að ganga
snemma í garð á Norðausturlandi,
því að í gær snjóaði þar drjúgan
og var slydda allt niður á láglendi.
Margar heiðar á þessum slóðum
urðu ófærar f gær, þó var fært um
Fjarðarheiði og Oddsskarð í gær,
en þar var mikil hálka, svo sem
víðar, jafnvel á láglendi.
Þessar heiðar lokuðust f gær:
Vaðlaheiði, Fljótsheiði, Mývatns-
og Möðrudalsöræfi, Vopna-
fjarðarheiði, Axarfjarðarheiði og
trúlega einnig Hólssandur. Þá var
Vatnsskarð einnig lokað í gær, en
það er leiðin milli Héraðs og
Borgarfjarðar eystri. Breiðdals-
heiði var f gær aðeins fær jeppum
og stórum bílum.
Á Vestfjörðum var víða hálka á
heiðum f gær, en að öðru leyti, en
sem hér að framan greinir, var
færð góð um landið.
AUCI.VSINOASIMINN EH:
22480
Langiþig
til Kanaríeyja,
þá lestu þetta
Okkur er ekkert aö vanbúnaöi lengur. Viö
höfum nú gengið endanlega frá gistingu á
Kanaríeyjum fyrir allar okkar feröir í vetur, og
þetta er þaó sem vió bjóöum:____________
VERÐ Á DVÖL í 1 VIKU FRÁ KR. 37.400
VERÐ Á DVÖL í 2 VIKUR FRÁ KR. 42.800
VERÐ Á DVÖL í 3 VIKUR FRÁ KR. 48.200
Auk þess bjóöum viö barna- unglinga- og
hópafslátt frá þessu verði.
Dvöl á hótelum, íbúðum og smáhýsum, ýmist
með eöa án fæðis.
Nú er um aö gera aö hafa samband við sölu-
skrifstofur okkar og umboðsmenn eða feröa-
skrifstofur, til þess aö fá ýtarlegri upplýsingar
og panta síöan.
FLl/GFÉLAG LOFTLEIBIR
LSLANDS
Fyrstir með skipulagóar sólarferóir i skammdeginu