Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 Hvað gerðist í He ÞEIR sátu í þéttri röð við furuklædd borð í Findlandia-húsinu í Helsinki. Þeir voru 35 að tölu, kiæddir í dökku fötin sín, sem þeir eru alltaf í við hátfðleg tækifæri og f 17 mfnútur hefði mátt heyra saumnál detta meðan hver og einn skrifaði nafnið sitt á sérstakt blað í þykkri bók í dökkgrænu leðurbandi. Hið opinbera nafn skjalsins, sem þeir voru að undirrita, var „Lokayfirlýsingin“, en við undirritunina voru Iiðnir þrfr áratugir frá því að samning þessa skjals hófst. Meö þessu staðfestu hinir 35 þjóðarleiðtogar skiptingu Evrópu í yfirráðasvæði, eins og hún hefur verið frá stríðslokum, en tilgangurinn var jafnframt að reyna að brúa hið mikla stjórn- málalega bil, sem enn er staðfest milli ríkja í Evrópu. Þótt skjalið sjálft hafi að geyma býsna torráðna og jafnvel þokukennda lesningu þá er tákn- ræn þýðing þess’ótviræð. Gerald Ford sagði í ræðu sinni: „Sagan dæmir þennan fund ekki eftir því, sem við segjum hér f dag, heldur eftir verkum okkar er við komum af fundinum — ekki samkvæmt því, sem við lofum, heldur þvi, sem við efnum.“ Þegar flestir þjóðarleiðtogarn- ir voru horfnir af vettvangi urðu leiðtogarnir Gerald Ford og Leonid Brezhnev, sem fundurinn byggðist á að mestu leyti, eftir og þess sem samkomulagið um að draga úr framleiðslu árásar- vopna virðist enn langt undan. Ford hafði vonazt til að geta komið heim með eitthvað áþreifanlegt i vasanum til að geta sýnt á ársafmæli sínu í for- setaembætti. Skoðanakannanir leiða að vísu í ljós, að forsetinn á tiltölulega miklum vinsældum að fagna meðal þjóðar sinnar eins og sakir standa, en næstu mánuð- ir munu verða prófsteinn á það hversu staðgóðar þær vinsældir eru. Forsetinn hefur að undan- förnu átt í vök að verjast gegn andstæðingum sínum á þingi og öðrum gagnrýnum öflum f land- inu. Síðan Ford lýsti því yfir, að hann hygðist sækja leiðtogafund- inn i Helsinki, hafa þessi öfl haldið því fram, að engum öðrum en kommúnistum væri akkur f ferðalagi Fords um Evrópu, var á svipaða lund — heilmikið til- stand, en lítið innihald. Ford geystist yfir Vestur- Þýzkaland, Pólland, Rúmenfu og Júgóslavíu, en tfminn sem hann varði til viðræðna við gestgjafa sína var í algjöru lágmarki. 1 staðinn drap hann tímann með skógarferðum og siglingum, heimsótti m.a. rúmenskt fjalla- þorp, sem annálað er fyrir fagurt útsýni, og gróðursetti hríslur f Júgóslavíu. Þá skoðaði hann rústir Auschwitz-fangabúðanna í Póllandi, en það var reynsla, sem forsetinn tók greinilega mjög nærri sér. I Vestur-Þýzkalandi áttu þeir Helmut Schmidt stuttan fund þar sem þeir komu sér saman um, að það væri „afar mikil- vægt“ að Bandarfkin löguðu efnahagsmálastefnu sfna að Járntjaldið enn á sínum stað vandamálin blöstu við þeim eftir sem áður. Heilsufar Brezhnevs virðist enn mjög bágborið og Ford á við verulega erfiðleika að etja heima fyrir, en stuðningur við stefnu hans er langt í frá einróma í Bandaríkjunum. Ágreiningur um takmörkun framleiðslu eldflauga stórveld- anna hefur enn ekki verið jafnaður, heldur ekki fækkun f herjum, sem enn standa gráir fyrir járnum báðum megin við það, sem þrátt fyrir allt er enn kallað Járntjaldið. „DA, DA“ Eftir annan óformlegan fund sinn í Helsinki sögðu báðir þessir leiðtogar, að þeir hefðu náð sam- komulagi um nokkur atriði, án þess þó að gera nánari grein fyrir því, hvað þeir ættu við. „Við höf- um náð árangri," sagði Ford. „Da, da“ (já, já), tók Brezhnev undir. Leiðtogarnir léku báðir á als oddi eftir fundinn, sem hald- inn var bak við blúndugardín- urnar í dagstofunni á annarri hæð rússneska sendiráðsins í Helsinki, og leiðir skildu með kumpánlegu klappi á axlir. Sú staðreynd, að enn voru óleyst ýmis vandamál, gerði það að verkum, að ekki var unnt að ákveða hvenær á þessu ári Brezhnev kæmi I opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna, eins og ráð hafði verið fyrir gert, auk því, að fundurinn yrði haldinn, og meðan forsetinn var f Evrópu hallaðist verulega á ógæfuhlið- ina fyrir honum heima f Washington. Þannig neitaði þingið að draga til baka vopna- sölubannið á Tyrkland, hunzaði neitunarvald forsetans, sem hafði beitt því gegn frumvarpi um 2 milljarða dala framlag til heilbrigðismála, og samþykkti að herða eftirlit með myndun olfu- verðs, þrátt fyrir andstöðu stjórnarinnar. MIKIÐ TILSTAND — LlTIÐ INNIHALD Þessi fjölmennasti leiðtoga- fundur Evrópuríkja frá þvf að Vínarfundurinn var haldinn árið 1815 gefur lítið tilefni til húrra- hrópa. Lokayfirlýsingin var opin- beruð með góðum fyrirvara og hafði verið vegin og metin í fjöl- miðlum og annars staðar, þannig að undirritun hennar opinberaði ekkert, sem ekki var vitað áður. í yfirlýsingunni segir m.a., að ferðafrelsi og upplýsingastreymi yfir Járntjaldið séu æskilegir hlutir, sömuleiðis aukin við- skipti, menningartengsl, til- kynningar um heræfingar áður en þær fara fram og það, að virt séu landamæri ríkjanna, sem undirrituðu yfirlýsinguna, en yfirlýsingin felur hins vegar ekki i sér skuldbindingar af neinu tagi. Það, sem eftir var af tfu daga efnahagsmálastefnu ríkja f Vest- ur-Evrópu til að flýta fyrir batn- andi ástandi í efnahagsmálum veraldarinnar. Samt sem áður virðist fundurinn ekki hafa orðið til þess að draga úr svartsýni Vestur-Þjóðverja varðandi af- leiðingar af íhaldsemi Fords í efnahagsmálum sem þeir telja að dragi á langinn það samdráttar- ástand, er ríkjandi er. ÁRANGUR OG TILGANGUR Þrátt fyrir megintilgang ráð- stefnunnar, þ.e. að gera Evrópu að nokkurs konar friðarparadís, þá er það staðreynd, að spenn- unnar, sem ríkjandi hefur verið í samskiptum austurs og vesturs, gætti verulega f ræðum margra leiðtoganna á Öryggismálaráð- stefnu Evrópu. Talsmenn kommúnistaríkj- anna áréttuðu hvað eftir annað, að lokayfirlýsingin væri stað- festing á yfirráðasvæðum Sovét- ríkjanna og bandamanna þeirra f Austur-Evrópu. Vestrænum þjóðarleiðtogum varð hins vegar tíðrætt um, að yfirlýsingin væri ekki annað en fyrsta skrefið á langri leið og kommúnistar yrðu að standa við orð sín um að viður- kenna mannréttindi og borgara- leg réttindi í ríkjum sínum. Brezhnev kvað þá upp úr með það, að þannig litu Sovétríkin hreint ekki á málið: „Enginn skyldi reyna að stýra stefnu ann- arra þjóða f innanríkismálum í skjóli breyttrar utanríkisstefnu," sagði Sovét-leiðtoginn í ræðu sinni. Sumir skildu hann svo, að nú væri Brezhnev-kenningin fræga — um að Kreml áskildi sér rétt til að nota herstyrk sinn til að halda skjólstæðingum sínum í Austur-Evrópu á kommúnistalín- unni — úr gildi fallin. Kissinger taldi ræðuna bera vott um sátt- fýsi og fagnaði ummælum Brezhnevs um afskiptaleysi af málefnum annarra rikja. Aðrir lögðu þann skilning í ræðuna, að þar hefði leiðtoginn gefið yfir- lýsingu um, að Sovétríkin mundu ekki una kröfum að utan um ferðafrelsi og brottflutning Sovétborgara og afskiptaleysi af starfsemi trúaðra í Sovétríkjun- um. HEILSUFAR BREZHNEVS Mikið var rætt um heilsu Brezhnevs á ráðstefnunni Brezhnev, sem er 68 ára að Willy Brandt „Þá-er-það-á-kveð-ið, — hann fær Austur-Evrópu og við fáum „détente“.“ aldri, stóð upp frá borðum í veizlu finnsku ríkisstjórnarinnar að kvöldi fyrsta dags ráðstefn- unnar þegar er hann hafði lokið snæðingi fyrsta réttarins á mat- seðlinum. Þegar hann yfirgaf samkvæmið benti hann á kjálka sinn og kvaðst vera veikur. Brezhnev er sagður hafa verið undir handarjaðri tannlæknis að undanförnu og var frá störfum f ellefu vikur fyrr á árinu af þeim sökum. Er hann flutti ræðu sína varð hann nokkrum sinnum þvoglumæltur. Hann er nú fölari og grennri en hann var fyrir að- eins nokkrum mánuðum. Fram- koma hans á ráðstefnunni gaf sögusögnum um að hann væri alvarlega sjúkur — jafnvel með krabbamein í kjálka — byr undir báða vængi. KlNVERSKIR HAGSMUNIR I HELSINKI Ýmislegt spaugilegt gerðist á ráðstefnunni, svo sem vonlegt var. T.d. varð tékkneskum blaða- manni að orði er hann komst í návígi við Kissinger: „Viljið þér vera svo vænn að segja eitthvað sögulegt." „Ekki yfir svo fámennum áheyrendahópi," svaraði Kissinger að bragði. Minjagripasala - blómstraði meðan meðan ráðstefnan stóð í Helsinki. Það, sem meðal annars rann út eins og heitar lummur, voru bolir með áletrun og merki ráðstefnunnar. Bolirnir voru framleiddir í Kína, en Kínverjar hafa einmitt verið ósparif á yfirlýsingar um vanþóknun sína á ráðstefnu- haldinu. (Hclmild: Newsweck — Observer) Hvað segja þau u ____ FRÉTTAMENN bandarfska tímaritsins Newsweek báðu nokkra aðila, bæði þekkt fólk og „óbreytta" borgara, að svara þeirrí spurningu, hvort þeir teldu leiðtogana á öryggismálaráðstefnunni f Helsinki hafa haft erindi sem erfiði, og fara svör nokkurra hér á eftir: Raymond Aron, franskur rit- höfundur og sagnfræðingur: „öryggismálaráðstefna Evrópu er einstæður sögulegur viðburð- ur að því leyti, að aldrei hefur nokkur ráðstefna staðið jafn- lengi til þess eins að safna saman svo mörgum diplómötum til að komast að jafnfáránlegum niður- stöðum og þarna átti sér stað — burtséð frá Leóníd Brezhnev að vísu, — til að undirrita lesmál, sem ekkert samningsgildi hefur. Ef ennþá væri til sannur stjórn- málaleiðtogi . í Bandaríkjunum eða einhverju vestrænu forystu- ríki, þá hefði þessi skrípaleikur aldrei átt sér stað. Skipting Evrópu í tvö áhrifasvæði frá ár- inu 1945 er löngu viðurkennd staðreynd. Vestrænar þjóðir höfðu fram að þessu neitað að veita þessu skipulagi siðferðilega Robert Conquest staðfestingu, en í Helsinki virð- ast þær hafa gefizt endanlega upp.“ Andrei Sakharov, sovézkur andófsmaður og kjarnorkueðlis- fræðingur: „Einn megintilgangur sameig- inlegrar stefnu Vesturveldanna hlýtur að vera að stuðla að þvi að opna sósialistaríkin, með ferða- frelsi borgaranna og upplýsinga- skiptum. Vesturlönd beita sósíal- ístaríkin ekki nægilega miklum þrýstingi, en gefa þeim hins veg- ar tækifæri til að „prútta" og ná tilgangi sínum smátt og smátt. Tilgangur sósíalistaríkjanna samræmist ekki framtíðarhags- munum Evrópu, alla vega ekki hvað snertir sameiningu Þýzka- lands." Martln O’Neill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.