Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 35 1976 árgerðin af Jeep Cherokee Chief. Jeep CJ—7, árgerð 1976. Bílasýning í Frankfurt og nokkrir ngir bílar Opel sýndi Manta og Asc ona en bílar frá Opel líkj- ast nú meir bilum „móð- urfyrirtækisins“, Gener- al Motors í Bandaríkjun- um. Mantan líkist nokk- uð Chevrolet Monza 2+2. Renaultinn franski, sem er vinsælasti inn- flutti bíll Þýzkalands heldur nú innreið sína til Þýzkalands með nýjustu gerðina 30TS Peugeot 604 var .þarna líka, en hann er með sömu V—6 vélinni og Renaultinn, en að auki með rafknún- ar rúðuvindur og sólþak. Simca kynnti þarna splúnkunýja gerð, 1307 og 1308. Tiltölulega litlar breyt- ingar eru á japönsku bíl- Framhald á bls. 31 1 Frankfurt stóð nýlega yfir bílasýning, en Þjóð- verjar hafa ekki haldið bílasýningu síðan olíu- kreppan varð 1973. Á þeim tveim árum sem sið- an eru liðin hafa Volks- wagen-verksmiðjurnar, og reyndar flestar aðrar bílaverksmiðjur í Vestur- Þýzkalandi og víðar átt I sívaxandi fjárhagserfið- leikum. Þróunin síðustu vikur bendir hins vegar til að bjartara sé fram- undan. Þjóðverjar búast við mikilli söluaukningu innanlands, en eru ekki eins bjartsýnir með utan- landsmarkaðinn. Erfið- leikar utanríkisverzlun- arinnar i bílasölu var höf- uðorsökin fyrir erfiðleik- unum hjá Volkswagen. Japanar hafa farið fram úr Vestur-Þjóðverjum í bílaútflutningi, en bar- áttan um annað sætið er við Frakka. Nú er ekki eins mikil áherzla lögð á sparneytna bíla og gert var strax í kjölfar óvissunnar í olíu- málunum. VW og Audi sýndu GT gerðir af minnstu bílunum sínum, Golf og Audi 80. Þessir bílar eru með 110 hest- afla vélar og hámarks- hraða yfir 180 km/klst. AMC Gremlln X Kistan áður en hún var flutt á enda suðurgarðsins. Hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn: Suðurgarðurinn hef- ur náð fullri lengd Þorlákshöfn, 26. septemb- er.— HAFNARFRAMKVÆMDUM hér í Þorlákshöfn miðar nokk- uð vel áfram. Föstudaginn 12. september var lokið við útsetn- ingu á endanum á suðurgarð- inn og er hann nú kominn í fulla lengd, sem er um 400 metrar. Hann hefur sem sagt lengzt um 200 metra í þessum síðasta áfanga. Nokkur dráttur hefur orðið á því að koma fyrir timburkist- unni, sem myndar endann á grjótgarðinum, bæði vegna veð- urs og eins vegna þess að frá- gangi var ekki alveg lokið. Síð- an var þessari 11 metra háu timburkistu fleytt út á flottönk- um, sem lyftu henni á flóðinu og hún þá staðsett nákvæmlega. Fjaraði síðan undan henni og hún fór í sinn endanlega stað. Kistan settist á aðra timbur- kistu, sem var 7 metra há, en hún mun vera um það bil 60 Framhald á bls. 47. Séð yfir höfnina f Þorlákshöfn — suðurgarðurinn kominn f fulla lengd og kistan við enda hans. Við höfum opnað nýja og fullkomna bensínstöð og smávöruverslun við Mýrarveg á Akureyri. Það er von félagsins að Akureyringar jafnt sem gestkomandi megi þar njóta góðrar fyrirgreiðslu og þjónustu og að fyrirkomulag allt á stöðinni eigi eftir að falla væntanlegum viðskiptavinum okkar vel í geð. Olíufélagið Skeljungur hf Shell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.