Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 ..... eilif og ekkert þeirra hefur stangazt á viö neitt annað slíkt alheimslögmál sem við þekkjum. Þau vinna þannig saman þessi lögmál, t.d. eins og geislun og aðdráttarafl: við geislun verður útþensla á efni, en þyngdarlögmálið dregur það aftur saman. Nú höfum við nokkur eilíf alheimslögmál við að styðjast og þau starfa öll saman og vinna hvert með öðru, þannig að þau byggja hvert annað upp. Samt leyfa þau ýmiss konar til- brigði innan lögmálanna, svo að al- heimurinn geti hannað rós, eldfjall, hest, vetrarbraut eða atóm. Þegar við notum orðið „hanna“, reikn- þm við með því að til sé eitthvað sem nefna mætti óreglu. Maðurinn fann upp kaos eða ringulreið, en hún er ekki til. Því meiri þekkingu sem við öðlumst, því ljósara verður okkur að kaos er ekki til, nema sem vanþekking mannsins. ! Alheimurinn er eins og hljómsveit, sem getur leikið ýmis verk, en þau'eru alltaf leikin með sömu hljóðfærum og lúta alltaf sömu lögmálum. Tónlist Beethov- ens t.a.m. minnir okkur á þetta samræmi innan alheimslögmála. Og þetta sam- ræmi er alls staðar og tilbrigðin óendan- leg. Einstein sagði að alheimurinn væri ekki eins og mynd, heldur eins og „leik- sýningar“ frá mismunandi tíma sem við horfum á nú. Allt sem við sjáum á himninum eru þess konar „leiksýn- > ingar“ frá mismunandi tímum, Andrómeda t.d. einnar milljónar ára gömul sýning, Pólstjarnan 780 ára gömul sýning og sólin „gerðist“ þá í þessum hlutföllum fyrir 8 minútum. | Newton þekkti ekki hraða ljóssins. Hann hafði fyrir augum stöðugan samtímaheim. En okkar næturhiminn með öllum sínum stjörnum er „leiksýn- ingar“ frá ýmsum tímum. Einstein sagði að alheimurinn væri samsett verk (eða komposisasjón) sem innihéldi ósamtíma og sumpart samofna atburði. Og vegna i þess að heimurinn er ekki ein mynd, heldur „leiksýning", tekur töluverðan tíma að finna út, hvernig hann er. Dæmi: ef við lítum á púpu, er ekkert sem segir að hún eigi eftir að verða fiðrildi sem getur flogið út af fyrir sig, og ef við lítum á fiðrildið sjálft, þá er ekkert sem segir okkur um hlutverk þess í náttúrunni. Newton hugsaði í einstökum myndum, í einstakri byggingu. Fólk hefur enn tilhneigingu til að hugsa á sama hátt og hann, og spyr: Hvað er fyrir utan yztu stjörnurnar? — og gera þannig alheim- inn að byggingu sem er tímabundin og hlutbundin. Einstein sá alheiminn aftur á móti eins og þessar „leiksýningar" Fyrrnefnd spurning er því út í bláinn, það vitum við nú þegar við höfum alheimslögmálin að leiðarljósi spurninga okkar og leitar. Það eina sem við vitum ( er að mismunandi einstaklingar skynja mismunandi „leiksýningar" á sinn hátt. Þetta er það sem Einstein átti við með afstæðiskenningunni, það er afstætt hvernig menn skynja alheiminn. Hann er alltaf sá sami, en getur sýnzt vera mismunandi eftir því hver skoðar hann. Þetta merkir ekki að sumir skynji sann- Ieika og aðrir ekki, heldur hefur skynj- un hvers og eins sama gildi. Þegar við erum að skoða aíheiminn getum við ekki fundið neina fasta punkta, heldur ein- ungis sambandið á milli þeirra. Þó eru engir fastir punktar, það eru bara til lögmál. En þegar spurt er, hvað er utan yztu stjarna, fæst enginn sannleikur, því að spurningin er röng í sjálfu sér, eða eins og maður spyrði: Hvaða orð er orða- bók? 5. Um guð. Buckminster Fuller sagði: Ég vil helzt ekki nota orðið guð, en ,,guð“ er að mínu viti þessi samanlagða orka allra alheimslögmálanna og það er aðeins hugur mannsins sem getur upp- götvað hana. Hún getur ekki verið sér-' stakur „hlutur“, maður, geit eða steinn. Tilbrigðin eru „sérstök tilfelli**. Við getum því ekki hugsað um „guð“ sem veru, hann hefur ekkert form, hann er alhæfing. Það er ekkert eins áhrifamikið og þessi heild. Við erum öll sérstök til- felli og þess vegna getur ekkert af okkur komizt að ákveðinni niðurstöðu um hvað þetta er, „guð“ — eða hvað við eigum að kalla það. Af reynslu minni og glímu við stærð- fræðilegar uppgötvanir ýmiss konar, þykist ég viss um, að ekki sé búið að finna öll alheimslögmálin og enn séu ótal mörg, sem skipta sköpum, hulin manninum. Ég hugsa ekki um trúar- brögð vegna þess að á því sviði eru alltaf einhverjir aðrir að hugsa fyrir einstakl- inginn, og ég er á móti því. Trúarbrögð eru eins og bækur sem búið er að lesa — og liggja frammi á fornsölum. Buckminster Fuller hefur því engin trúarbrögð, ef svo mætti segja. Alheims- lögmálin eru honum leiðarljós, leitin að þekkingu. Hann er ekki einu sinni örlagatrúar hvað þá meir: „Þeir sem eru örlagatrúar eru einnig hættir að hugsa“, segir hann. 6. Að lifa á jörðinni Sjálfur tekur hann sjálfstæða afstöðu til allra hluta, byggir hana á stað- reyndum og reynsluþekkingu, en hvorki trú né tilfinningu. Hann er t.a.m. jafn andstæður hagfræðikenningum Thomasar Malthus (1766—1834) um fólksfjölgun (þ.e. að án styrjalda, sjúkdóma og hungurs sem stjórnunar- tækja náttúrunnar til að stemma stigu við offjölgun verði auðlindir jarðar ónógar, ekki ósvipað kenningum Hegels um nauðsyn styrjalda) og Charles Darwins (1809—1882) um að einungis hinir hæfustu lifi af. „Nú á dögum nýtur 40% mannkyns", segir Buckminster Fuller, „betri lifskjara en hvaða kóngur sem var á síðustu öld, því að tæknin hjálpar okkur stöðugt „að gera meira með minna“ (sbr. að gervitungl sem vegur aðeins eitt eða tvo tonn getur afgreitt tugþúsundir símtala á dag og er það svipað magn og 1600 tonna kopar- kapall milli Evrópu og Ameríku gæti afgreitt). Þannig á tæknin að auka okkur bjartsýni um afkomu okkar og möguleika, en ekki svartsýni." Hann vill nota þekkinguna til að finna hagkvæmustu leiðina, auðvélda fólki að lifa á jörðunni. Þekkingu sina hefur hann einnig notað í list sína þ.e. hvolf- þökin eða kúlurnar. Hann hefur skrifað fjölda bóka, m.a. um menntun, og leggur áherzlu á að börn framtíðarinnar fái svar við öllum spurningum sínum. Til þess verði notaðar tölvur og sjónbönd og gervitungl. Hann sér fyrir sér nýjan heim, gerbreyttan, reistan á meiri þekk- ingu en nú er notuð í daglegu lífi. Hann er bjartsýnn og eitt er víst: hann hefur enga trú á að heimsendir sé í nánd. Hann segir að framtíðin muni uppskera þessa nýju veröld, sem nú sé sáð til, auðveldari veröld og betri en við þekkjum; byggða á fjölda þátta sem eru enn f hæsta lagi hugmyndir. Hann segir að Rómarsamþykktin sé byggð á eigingirni, þ.e. að allt sé á heljar- þröminni og því ekki ástæða til að veita vanþróuðum löndum, eða þriðja heiminum, þá aðstoð sem nauðsyn kref- ur. Eigingirnin hafi reynt að afsaka neyzlukröfur auðugra ríkja sem vilji í raun og veru ekki láta neitt af hendi rakna til þriðja heimsins. Buckminster Fuller segir að aukin iðnvæðing í þróunarlöndunum geti hamlað gegn hættunni sem stafar af offjölgun. Þessi þróun frá örbirgð til auðlegðar muni ekki hafa í för með sér sömu vaxtarverki og f gömlu löndunum, s.s. Englandi. Margvíslegar framfarir f fæðuöflun liggi í loftinu, dverghveiti Nobelshafans Normans Borlaugs hafi stórlega aukið matarframleiðslu í löndum eins og Mexikó, Pakistan og Ind- landi. Og t.a.m. sé athyglisvert að á sama tíma og Bandarfkjamönnum hefur fjölgað úr 100 millj. í 200 millj. hefur þeim sem vinna við landbúnaðarstörf þar í landi fækkað úr 14 millj. niður í 4 millj. manna, en samt hefur framleiðslu- aukningin á hektara tvöfaldazt sl. 40 ár. Ahugi Buckminster FulJers er alhliða, hann viðar að sér allri þeirri þekkingu sem til er. Lítið ljóð lýsir samræmi i alheiminum, t.a.m. sonnetta eftir Michaelangelo: hrynjandi.Iögmál. Lítil veröld út af fyrir sig eins og verk eftir Beethoven. Hann minnir á að Emerson sagði að i Ijóði ættu menn að leitasl við að segja flóknustu hluti á sem einfald- astan hátt. Nú um skeið er eins og mörg skáld hafi snúið þessu við: segja einföld- ustu hluti á sem flóknastan hátt. Það er andstætt lögmálum alheimsins, andstætt hrynjandi og samræminu í allri tilveru. En það er kannski ekkert undar- legt að skáld hafi fallið í þessa freistni nú á dögum, þegar haft er í huga að 98% af plöntu- og dýralífi sem þröazt hefur á jörðinni, hefur dáið út — hefur ekki getað staðizt breyttar aðstæður. Og enn „vogar maðurinn sér jafnvel ekki að fullyrða að hann eigi ekki eftir að tor- tíma sjálfum sér.“ Buckminster Fuller er það sem okkur var kennt f skóla að kalla: Homo univers- alis. Og alheimurinn er hans skáldskap- ur, hans trúarbrögð. Stærðfræði undirstaða allrar þekkingar. Og hugljómun örlagaleiftrið. Snilldin sjálf. Úr trúarbrögðunum þekkjum við hug- takið „sjöunda himin“. Loftborgina sína kallar Buckminster Fuller „níunda himin". Hann trúir þvi að mannkynið verði ekki aðeins „1 sjöunda himni“ í framtíðinni, heldur „í níunda himni“ í bókstaflegri merkingu. Ef við stöndumst lokaprófið munu menn þjóta um allan geiminn og einn getur spurt annan í hversdagslegu tali: „Hvar áttu heima?“ Og hinn svarað: ,,Á jörðinni". Eða: „Á tunglinu“. Allur heimurinn verður undir einni stjórn, og þá verða ekki til orð eins og: peningar, samkeppni í viðskiptum, að afla sér lffsviðurværis. Vopn, skuldir, stríð heyra þá einnig til fortíðinni. Byltingin kemur ekki frá stjórnmálakenningum, heldur hug- ljómun og tækniframförum. Allar stjórnmálastefnur byggjast, að sögn Buckminsters Fullers, á firrunni um að „það er ekkert til nægilegt og mun aldrei verða“; sem sagt á kenn- ingunni um skortinn. Og allar þykjast þær hafa beztu lausnina til að dreifa því sem vantar(!) En nú er samfélag manns- ins að uppgötva að tilveran býður ekki upp á skort, heldur gnægð. En það hefur tekið manninn tvær milljónir ára að gera sér grein fyrir því að hugurinn er allt, vöðvarnir ekkert. Hin nýja veröld fram- tíðarinnar „hefur ekkert að gera við hræsni, lygar né skammsýnt arðrán. Hún lætur sér ekkert nægja nema öll orka alheimsins sé notuð öllu mannkyni til hagsbóta". 7. Hagkvæmari heimur Og ég horfi á það sem hann er að teikna, meðan við tölum saman og það ;em hann skrifar á teikningarnar; allt tórhringir ... deila kúlunni niður f þrí- hyrninga . .. þetta er hagkvæmast skýli, sem reynir ekki að mynda neitt annað orm, þegar það verður fyrir þrýstingi afli) innan eða utan frá ... vetrar- irautin okkar .. . sólkerfið . .. snið . .. 50 milljón mílur pr. Klst :rabbamein skýrt rúmfræðilega . .. :rabbameinseind; engin deiling,enginn ími, hlutlaust jafnvægi; leiling þýðir tími og snýst til hægri ... skýring ... DNA— INA mólikúl, snúast ávallt til lægri eða vinstri: krabbamein er hlut- aust, án tíma, líflaust; eða (snúast) til instri ... En þá datt mér f hug: Hvað tm Krist? Hvað um spámenn og guð- egar verur? Ætli þær séu hugljómun náttúrunnar? En varpaði að sjálfsögðu ekki fram svo óvísindalegri spurningu. Og svo byrjar hann aftur að tala um fljótandi borgirnar sínar á sjó og í lofti; uppgötvanir sínar; heimsmynd og ótal nýjungar, les ljóð sitt upphátt. Það er engu líkara en kraftar þessa áttræða manns séu eins og orka sólarinnar lúti sömu lögmálum; lágur maður vexti, en þybbinn; þ.e. yfirborðið er litið og hefur því varðveitt lífsorkuna vel og rækilega, eða hvað á manni að detta í hug? Hann segist ekkert leggja upp úr sjálf- um sér; segist hvorki vera duttlungafull- ur né imyndunarveikur. Er auðmjúkur og Iftillátur í samtali, en þó fastur fyrir og ákveðinn, borðar lax og hrósar landi sem getur boðið upp á slikt lostæti, drekkur te endalaust; vill ekkert tala um sjálfan sig. Ég sá þann kost vænstan að spyrja um Leonardo da Vinci, ef unnt átti að vera að fá hann til að gefa stutt- orða lýsirgu á sjálfum sér. Hann vissi ekki af hverju ég spurði um Leonardo, en það var hagkvæmasta leiðin til að fá hann til að lýsa sjálfum sér(!) Hann vissi ekki af hverju ég spurði, en ég sagði honum það, þegar svarið lá fyrir. Þá setti hann ofan í við mig. Slíkur samanburður er mér ógeðfelldur, sagði hann. „I don’t fancy myself”. Lýsing Buckminsters Fullers á Leonardo da Vinci var svohljóðandi: „Hann var samtímamaður Keplers og Kópernikusar. Hann notaði heimslögmál til að búa manninum hagkvæmari heim. Samtímamenn hans reyndu að uppgötva hvernig heimurinn starfaði, en hann var með þekkingu sinni á alheimslög- málunum að búa til hluti til að auðvelda fólkinu daglegt lff.“ Raunar er ekki hægt að lýsa betur list og störfum Buckminsters Fullers sjálfs. Hann hefur með þekkingu sinni leitazt við að nota guðspjöll alheimslögmálanna til að auðvelda fólki daglegt líþ hagnýta list til hversdagslegrar notkunar, búa í haginn fyrir framtíðina — fara á stór- hringsbaugnum hagkvæmustu leiðina, en ekki endilega þá stytztu eða beinustu — milli manns og guðs. M. ★ Tunglið er t.a.m. 30 sinnum þvermál jarðarinnar f burtu frá jörðu. Jörðin snýst umhverfis sólu með um 100 þús. km hraða á klst. Vetrarbrautin snýst með stjarnfræðilegum hraða. Við höfum Ijósmyndaðar sannanir fyrir einum milljarð slíkra vetrarbrauta og f hverri 100 milljarðir stjarna, en 99,9% af þessum „alheimi“ er ósýnilegur berum augum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.