Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
Nýja myndin
hans
Stanley Kubrick
Kvikmyndasiðan er hreykin
af því að koma á þrykk fyrstu
myndunum hérlendis úr nýj-
ustu mynd Kubricks, BARRY
LYNDON. Verður hún frum-
sýnd viða um heim næstu jól.
Frumsýning nýrrar myndar
meistarans hefur Iöngum verið
talinn merkisatburður í kvik-
myndaheiminum, enda er hann
enginn afkastamaður, — rúm
þrjú ár eru liðin síðan siðasta
mynd hans, A CLOCKWORK
ORANGE var frumsýnd, og ein
sjö , átta síðan sú næsta á und-
an, 2001 A SPACE ODDYSEY
kom fyrir almannasjónir. Að
öllu venjulegu verður þvi
næsta mynd snillingsins vart
frumsýnd fyrr en á því herrans
ári 1978!
Barry Lyndon er framagjarn
en barnalegur, og ákveðinn í að
ná langt í lífinu. Ævintýri hans
hefjast eftir að hann leggur á
flótta undan lögunum, vegna
einvígis sem hann háði sökum
ótryggðar ástmeyju hans. Hann
skráir sig þá í breska herinn, en
gerist liðhlaupi eftir fyrstu orr-
ustuna. Barry er þá tekinn til
fanga af prússum, sem knýja
hann til að ganga til liðs við þá.
Nú opnast honum nýr heimur,
því hann er kynntur fyrir hin-
um skemmtanasjúka og spillta
háaðli Evrópu. I fyrstu er hann
njósnari lögreglunnar, en síðar
hefur hann ofanaf fyrir sér
með því að hafa rangt við I
spilum. Þá kemur velgengni
hans í kvennamálum og fimi og
snarræði í vopnaviðskiptum sér
í góðar þarfir.
Um síðir, þá er Barry hefur
kastað á glæ öllum sínum fyrri
hugmyndum um ást og róman-
tfk, ákveður hann að auka gæfu
sína með þvi að giftast greifynj-
unni af Lyndon, sem hvoru-
tveggja er, ægifögur og auðug.
Þrátt fyrir að giftingin færi
Barry son og mikla auðlegð,
verður þetta upphaf ógæfu
hans.
Eins og sjá má af þessu efnis-
ágripi, er myndin gjörólik fyrri
myndum Kubricks, ævintýra-
mynd, af þeirri gerð sem enskir
kalla „swashbuckler", sem á
auglýsingamáli kvikmyndahús-
anna útleggst af mikilli anda-
gift — skylmingamynd. Myndin
er byggð á sögu eftir William
Makepeace Thackeray, og er
með þeim Ryan O’Neal og
Marisu Berenson í aðalhlut-
verkum. Sæbjörn Valdimarsson.
Bréfa dálkur
Heiðraða, háttvirta kvik-
myndasíða.
Ég vonast eftir svörum
við eftirfarandi spurning-
um:
1. Hvernig stendur á því
að kvikmyndin
NICHOLAS AND
ALEXANDRA er auglýst
sem OSCARsverðlauna
þegi sem besta mynd árs-
ins 1971, ég man ekki bet-
ur en að THE FRENCH
CONNECTION hafi hlotið
þau?
2. Hvenær verður kvik-
myndin EXECUTIVE
ACTION sýnd hér? Hlaut
hún mikla aðsókn í Banda-
ríkjunum?
3. Hvað geturðu sagt mér
um myndina „Voru guðirn-
ir geimfarar”?
4. Verður þriðja bók
Frederick Forsyth, The
Dogs of War, kvikmynduð,
og er bókin væntanleg á
íslensku?
5. Hvað lfður undirbún-
ingi kvikmyndunar Gfsla
sögu Súrssonar, sem ein-
hver norrænn sjóður á að
fjármagna?
1. Þessari spurningu svar-
aði SSP fyrir hálfum mán-
uði.
2. Hafnarbíó hafði fyrir
ári síðan tryggt sér sýning-
arrétt hérlendis á mynd-
inni EXCECUTIVE
ACTION, en framleiðslu-
fyrirtæki hennar, National
General Pictures lognaðist
skömmu síðar útaf. Eigur
þess voru síðar keyptar af
Warner Bros, og þeirra á
meðal umrædd mynd, sem
hafði gengið all vel i
Bandarfkjunum. Umboðs-
menn Warner hér á Iandi
hafa ekki enn fengið nein
gögn í hendur varðandi
myndina svo framtfð henn-
ar er ærið óljós i augna-
blikinu.
3. Hún er byggð, likt og
bókin, á umdeildum „forn-
leifarannsóknum" þýzka
hóteleigandans von Danik-
en. Myndin gekk allbæri-
lega viðast hvar á siðasta
ári, og er væntanleg innan
skamms í Tónabíó.
4. Kvikmyndarétturinn að
bók Forsyth var keyptur
skömmu eftir að hún kom
út. Var þar að verki fram-
leiðandi sem á undanförn-
um árum hefur gert mynd-
ir fyrir 20th Century-Fox
og Columbia. Forleggjari
Forsyth hérlendis er fsa-
foldarprentsmiðja, og mun
bókin vera væntanleg á ís-
lensku nú fyrir jólin.
5. Norræni menningar-
málasjóðurinn mun fjár-
magna kvikmyndun Gísla
sögu Súrssonar. Um gang
mála tókst mér ekki að fá
vitneskju og væri forvitni-
legt að fá að vita um
framvindu þess.
SÆBJÓRN VALDIMARSSON