Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 25 4. Samræmi og hrynjandi allífs. Og Buckminster Fuller hélt áfram: Mannlegur heili er ekki sérstaks eðlis. Mörg önnur dýr en maðurinn hafa heila. Heilinn hefur það starf að flokka niður utanaðkomandi áhrif, lykt, liti o.s.frv. Hver upplýsing er „sérstakt tilfelli". Heilinn getur safnað þessum upplýs- ingum og kallað þær fram þegar hann vill. Hann man. En maðurinn á einnig annan þátt, ekki ómerkari, þ.e. hugann. Hann hefur alltaf öðru hverju gegnum árhundruð eða árþúsund getað með hug- ljómun fengið upplýsingar sem hafa gert honum kleift að komast að hinu sanna í heiminum. En hugljómunin er svo sjald- gæf miðað við öll þau atriði sem heilinn tekur á móti að hún er ekki nema örlítill partur af öllum upplýsingunum. Það eru aðeins örfáar manneskjur, sem hafa tekið mark á slíkri hugljómun og getað unnið úr henni og byggt upp vísindi okkar og menningu. Eða við getum sagt þetta svona: Heilinn er móttökustöð fyrir lykt og tilfinningu og sjónboð sem honum berast, og meðhöndlar þau eins og sérstök reynslutilfelli. En aðeins mannshugurinn getur einnig skynjað sambandið, sem er á milli þessara sér- stöku tilfella. Heilinn meðhöndlar eingöngu hið líkamlega og hugurinn eingöngu hið frumspekilega, þ.e. dýpstu rök tilverunnar (hið metafysíska). Árþúsundum saman hafði mannkynið horft á pláneturnar fimm, haldandi að stjörnurnar snerust í kring um jörðina. Mesapótamíumenn, Egyptar og Grikkir gátu mælt hreyfingar þeirra og vissu nákvæmlega, hvar og hvenær þær yrðu á ákveðnum tfma ársins. Þeir gerðu sér grein fyrir því að þessi ljós voru stjörn- ur, en vissu ekki að þau eru endurkast frá sólinni. En hinar'stjörnurnar sem virtust vera fastar á himninum kölluðu þeir fastastjörnur og héldu að himin- hvelfingin öll snerist í einu í kringum jörðina. Stjörnurnar hnigu í hafið eins og egypski sólguðinn sem fór til vítis í göngum undir jörðinni, en endurfæddist svo á hverjum morgni. Þeir vissu ekki hvað var að gerast, en höfðu tilfinningu fyrir því að eitthvað mikilvægt væri á seyði og vildu endilega skilja það. En það gátu þeir ekki nema sem helgisögur, sbr. nöfn eins og Venus, Mars o.s.frv. Það var ekki fyrr en um 1500 sem reikningslistin, sem endurbætt var með tilkomu núllsins, var orðin útbreidd meðal almennings, en áður var hún einskorðuð við fáa útvalda, t.d. presta í Mesopótamíu og Egyptalandi. En þegar byrjað var að nota arabíska núllið um 1200, fór allur almenningur að geta reiknað. Það tók um 300 ár að reiknings- listin bærist út, en þegar það hafði gerzt var brautin rudd: Það er nefnilega ekki hægt að deila og margfalda með róm- verskum tölum einum saman. Til þess þarf núllið. Kópernikus finnur loks út að jörðin er ein af plánetunum og snýst kringum sólina eins og þær. Þannig hafði hug- ljómun breytzt í þekkingu með aðstoð reikningslistar. Tycho Brahe var svo hrifinn af kenn- ingum Kópernikusar, að hann lagði stór- fé í að bæta tækjakost sinn, enda efnað- ur maður á mælikvarða sins tíma. Hann sagði: Kópernikus hefur fundið þetta með mælingum, nú þurfum við ná- kvæmari tæki. Jóhannes Kepler notaði sjónauka Tycho Brahes og gerði þessar sérstöku, nákvæmu mælingar sínar, enda frábær stærðfræðingur. Hann sá að pláneturnar voru misstórar í mjög mismunandi fjar- lægð frá sólu og snerust allar í kringum sólina með mismunandi hraða. Þó að þær væru allar í sama flokki sem snerust í kringum sól virtust þær ekki eiga neitt sameiginlegt nema snúast kringum sól- ina. Þá fann hann það út að þær hreyfð- ust í sporbaugum, en ekki í hringjum. Það veitti honum meira að hugsa um: hann bar þær saman með því að mæla þær allar á 21 degi, byrjaði athuganir sínar á sömu sekúndu sama daginn og lauk þeim einnig á sama andartaki. Þar sem hann þekkti sporbauga plánetanna og notaði sömu tímalengd við athuganir sinar, gat hann fundið út, hvað mikinn part af brautunum þær fóru á þessum 21 degi. Hann dró línu frá sólinni að byrj- unarpunkti mælinganna siðan að endapunkti þeirra og aftur til baka að sólinni. Þar sem hann hafði góð tæki vissi hann um öll hornin á þessum „kökusneiðum“ og hliðarlengdir. Þá datt honum i hug að reikna út flatarmál „kökusneiðanna", en hver „sneið" sýndi 21 dags „ferðalag“ hverrar plánetu. Þegar hann hafði reiknað út flatarmál „sneiðanna", blasti við honum hið mikla undur: Þrátt fyrir allt misræmið á yfir- borðinu, nálguðust fletirnir ekki aðeins hver annan, heldur voru þeir nákvæm- lega jafn stórir. Þessar mismunandi „kökusneiðar“ plánetanna voru sem sagt nákvæmlega jafn stórar að flatarmáli að lokinni þessari 21 dags athugun. Kepler uppgötvaði sem sagt samverkun sem var óháð einstaklingsbundnum einkennum hverrar plánetu. Hann spurði þá sjálfan sig: Hvernig geta þær unnið saman á þennan hátt, þegar fjarlægðin milli þeirra eru milljónir kílómetra? Hann fékk þá hugmynd að taka band með lóði á og sveiflaði því um höfuð sér. Ef ég sleppi bandinu, sagði hann við sjálfan sig, þýtur lóðið i burtu. Þess vegna hlýtur að vera einhver ósýnilegur strengur sem heldur plánetunum á braut umhverfis sólu. Og þar sem hann vissi að þetta voru sporbaugar sá hann, að það var ekki einungis sólin sem togaði í pláneturnar, heldur toguðu þær hver i aðra. Aðeins mannlegur hugur getur fundið slíkt samband á milli mismunandi hluta, þar sem heilinn getur aðeins séð stærð- ina og önnur einkenni á hverjum hlut út af fyrir sig. Þetta er hæfileiki sem við vitum að býr aðeins með manninum og birtist mjög sjaldan. Einstein virti Kepler meir en alla aðra vísindamenn. Galileo, samtfmamaður Keplers, fékk þessar nýju upplýsingar frá honum og vildi kanna i framhaldi af þeim, hvernig hlutir falla og með hvaða hraða. Hann mældi frítt fallandi hluti og uppgötvaði að þeir juku hraðann stöðugt og fallvegalengdin var í hlutfalli við tim- ann í öðru veldi. Þá kom Newton til skjalanna, yngri samtímamaður þeirra. Hann fékk mikinn áhúga á toginu i pláneturnar og veitti athugunum Galileos sérstaka athygli. Newton v.issi að tunglið hafði einnig áhrif á flóð og fjöru og vegna þess að hann þekkti niðurstöður Keplers og kenninguna um togið sá hann i hendi sér, að þegar jörðin er á milli sólar og tungls, þá er háflæði á þeim hluta jarðar sem snýr að tungli og sól. Newton sagði að þessir trilljónir rúmmetra af vatni sem tungl og sól toguðu til sin hlytu að benda til gífurlegs kraftar. Hann gat sér þess til að togkrafturinn væri í hlutfalli við massa, þ.e. þyngd og stærð, þess sem toginu veldur; tók tvö epli sem dæmi og sá að þau verkuðu ekki hvort á annað, en einnig að massi jarðarinnar er svo mörg- um sinnum meiri en massi eplanna, að aðdráttarafl eplanna hvort á annað verður nánast ekki neitt miðað við aðdráttarafl jarðarinnar. Á þessum tíma var hægt að reikna út, hvernig stjörnuhiminn mundi líta út hvar á jörðunni sem var, hvenær sem var. Newton gerði sömu tilraun og Kepler með band og lóð, sleppti því og sá að lóðið hætti að fara í hríngi, en fór eftir línu í burt. En vegna aðdráttar- kraftar jarðar bognaði þessi lina fljót- lega og lóðið féll til jarðar eins og við mátti búast. Sem sagt: nú var komið að niðurstöðu, fyrsta hreyfilögmálinu. Hlutur sem er á hreyfingu fer áfram í beina línu, nema þegar hann verður fyrir áhrifum af öðrum hlut. Með því að bera saman imyndaða lin- una sem tunglið færi, ef jörðin hætti skyndilega að vera til, og hina raunveru- legu línu tunglsins á sporbraut á ákveð- inni minútu og á ákveðinni nótt, fann Newton út að lögmál Galileos um fall- hraða o.s.frví náði til alls heimsins, þ.e. var eitt af alheimslögmálunum, en náði ekki aðeins til staðbundinna athugana Galileos. Margir merkir vísindamenn halda því fram að það sé hið raunverulega upphaf vlsindalegrar hugsunar, þegar Newton hafði tengt saman niðurstöður þessara fyrrnefndu tveggja visindamanna. Hugljómun þessara snillinga hafði breytt heimsmynd okkar. Við vorum alheimslögmálum ríkari og spurningar og svör sem byggja ekki á þeim eiga engan rétt á sér. Þetta eru dæmi um samverkandi orku- lögmál í alheimi, þ.e. að hugir margra einstaklinga komast að niðurstöðu um alheimslögmál, sem líka er samverkandi orkulögmál þrátt fyrir það að einstakir hlutir þess út af fyrir sig eru óljósir. Það er t.d. ekkert i eðli tunglsins sem segir heilanum að tunglió dragi að sér ein- hverja hluti, heldur er það aðeins hug- ljómunin sem getur komizt að niður- stöðu eins og hér var gert. Newton mældi þetta tog sem hinir höfðu ímyndað sér sem ósýnilegan streng og sá, að ef fjarlægðin eykst, t.a.m. um helming, minnkar krafturinn niður í fjórðung. Almenn vísindaleg lögmál hafa engar undantekningar. Það eru sem sagt gæði þessara lögmála að þau eru eilíf. Það sem heilinn „uppgötvar“ er aðeins sér- stakt tilfelli og þess vegna deyr það. Mannlegur hugur hefur fundið nokkuð af þessum alheimslögmálum sem eru öll ,,Dymaxion"-bíll FulJers (dymaxion, þ.e. mesti kraftur) venjulegri gerð. Ef maður þrýstir á kúlu húss af þessari gerð gæti maður búizt við að húsið léti undan þrýstingnum, en það gerist ekki, heldur dregst öll kúlan saman inn að miðju — og þannig styrkist húsið fyrst við aukinn þrýsting, en veikist ekki. Þess vegna eru hvolfþök- in eða hálfkúlan notuð á Suður- og Norðurpólnum, og ef byggt verður á túnglinu er því spáð að stórhringskúlur, eða umhverfisstjórntæki byggð á geodes- iskri línu, verði fyrir valinu. Og í fram- tíðinni verður hægt að setja hvolfþök yfir borgir, þar sem loftslag er slæmt og bæta það stórlega — og ætti það að vera Islendingum nokkurt gleðiefni. Merkilegt er það að þegar visinda- menn uppgötvuðu DNA og RNA fundu þeir að þessi efni sem voru í veirum hafa proteinskel samansetta af geodesiskum einingum af mismunandi gerð. Um svip- að leyti og byrjað var að birta myndir af hvolfþökunum mlnum fyrir 25 árum (þá hafði ég unnið að þeim í 30 ár), kom í ljós við samanburð að proteinskel þess- ara efna (DNA og RNA) var byggð upp nákvæmlega á sömu forsendum og ég hafði stuðzt við. „Dymaxion' -baðherbergi Fullers. Ál-hvolfþak Fullers frá 1957, f Honululu (Hawaii). Buckminster Fuller við stórhrings-lfkan fyrir framan Háskóla íslands í sfðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.