Morgunblaðið - 28.10.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKT0BER 1975
15
Flensborgardeilan
— Svar „úr héraði”
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi greinargerð:
Þess hefur nokkuð gætt, að fólk
geri sér ekki fulla grein fyrir þvf
um hvað „Flensborgardeilan"
svonefnda stóð — né heldur hver
hafi um sinn orðið Iok þeirrar
deilu. Því þykir okkur kennurum
við Flensborgarskóla rétt að taka
fram eftirfarandi.
Deilan stendur framar öllu um
viðurkenningu á „fjölbrauta-
skólanum". I mjög stórum drátt-
um má segja, að fjölbrautaskóli
starfi á sama grundvelli og
menntaskóli, þó með þeirri breyt-
ingu, að í fjölbrautaskóla geta
nemendur valið sér ákveðnar
verklegar greinar auk bóklegra.
Auk stúdentsprófs geta nemend-
ur brautskráðst eftir skemmri
námsbraut.
Fyrr á þessu ári var Flens-
borgarskóla formlega breytt I
fjölbrautaskóla. I slðari hluta júlí-
mánaðar voru fyrstu fjölbrauta-
skólakennararnir settir í stöður
við Flensborgarskóla frá og með
1. sept. Gerðar voru sömu kröfur
til menntunar og gerðar eru til
menntaskólakennara.
Endursendir
útreikningar
Nú gerist það, þegar skipta á
þessum kennurum í launaflokka,
að ágreiningur rís. Menntamála-
ráðuneytið hafði fyrir sfna parta
þegar skipað þessum kennurum f
launaflokka samkvæmt samningi
FM, Félags menntaskólakennara.
Fjarmálaráðuneytið neitaði hins
vegar að viðurkenna þá niðurröð-
un, sendi alla þessa útreikninga
til baka og krafðist þess, að þessir
kennarar fengju laun samkvæmt
samningi LSFK og FHK, þ.e.
Landssambands framhaldsskóla-
kennara og Félags háskóla-
menntaðra kennara. Og hvað
gerist? Menntamálaráðuneytið
Iætur sig hafa það að éta ofan í sig
sinn eigin úrskurð og reikna út
upp á nýtt launin samkvæmt
kokkabókum Fjármálaráðuneyt-
isins.^
Fjármálaráðuneytinu hafði
þannig tekizt að hunza yfirlýstan
vilja þriggja stéttarfélaga: Á
fundi um þetta mál 13. ágúst stóð
fulltrúi Fjármálaráðuneytisins
einn uppi gegn deildarstjóra
Menntamálaráðuneytisins, for-
stöðumönnum fjölbrautaskólanna
beggja og fulltrúum LSFK, FHK
og FM. Menntamálaráðherra hlýt-
ur þvf að hafa verið fullkunnugt
um þann ágreining, sem upp var
kominn, enda reit hann Fjármála-
ráðuneytinu bréf og ftrekaði af-
stöðu ráðuneytis síns, — enda
þótt hann virðist, samkvæmt við-
tali við Morgunblaðið, telja það
eðlilegt og sjálfsagt, að hann sé
ekki virtur svars í tvo mánuði.
Reynt að múta
kennurum
Eftir þennan umrædda fund
taldi skólameistari Flensborgar,
að málið væri úr sögunni. En á
kennarafundi f byrjun skólaárs
kom í ljós, að Fjármálaráðuneytið
hafði ekki greitt laun samkvæmt
samningi sfnum við FM. Kom þá
sterklega til álita, hvort grfpa ætti
til aðgerða af hálfu kennara.
Skólameistari fór hins vegar fram
á það, að ekki kæmi til vinnu-
stöðvunar, heldur yrði sér gefinn
tími til mánaðamóta sept. okt. að
leysa þetta mál eftir eigin leiðum.
Þegar sýnt var, að tilraunir skóla-
meistara höfðu ekki borið árang-
ur og Fjármálaráðuneytið sat fast
við sinn keip, töldu kennarar sig
nauðbeygða til að taka til sinna
ráða og lögðu niður vinnu 7.
október.
Þann sama dag átti skóla-
meistari fund með fjármálaráð-
herra og menntamálaráðherra.
Síðar um daginn flutti skóla-
meistari kennurum þau boð fjár-
málaráðherra, að hann æskti þess,
að kennsla hæfist á ný og skyldi
hann þá sjá til þess, „að málið
kæmist á skrið“. Ennfremur benti
hann kennurum Flensborgar á
það, að þar sem þeir væru allir
bóknámskennarar, gætu þeir
vænzt þess að fá leiðrétting sinna
mála. Þetta gátu téðir kennarar
ekki skilið nema á einr. veg:
Ætlunin var að múta þeim til þess
að svfkja verknámskennara f
Flensborg og Breiðholti — og láta
þannig fyrir róða grundvallarhug-
mynd fjölbrautaskólans um jafn-
gildi bóknáms og verknáms.
Verkfallsréttur
viðurkenndur
Næst gerist það, að fulltrúi
Fjármálaráðuneytisins æskir eft-
ir fundi um þessi mál við stjórn
FM. Formaður félagsins neitaði
hins vegar þeim fundi nema full-
trúar Flensborgarkennara sætu
hann lfka, og féllst Fjármálaráðu-
neytið á það. Rætt var almennt
um stöðu verknámskennara við
fjölbrautaskóla. Með öfgafullum
dæmum sýndu fulltrúar Fjár-
málaráðuneytisins verknáms-
kennurum örgustu fyrirlitningu
og ftrekuðu þá afstöðu sfna, að
ekki kæmi til nokkurra mála að
greiða þeim laun samkvæmt
samningi FM. Jafnframt þessu
var endurtekið fyrra mútutilboð
til handa bóknámskennurum.
Fjármálaráðuneytið lagði síðan
fram drög að yfirlýsingu. Bersýni-
legur var sá vilji ráðuneytis-
manna að stefna málinu til kjara-
nefndar, en áður skyldi FM
freista þess að semja. Jafnframt
skyldu verkfallskennarar undir-
gangast það að láta hýrudraga sig
þá þrjá daga, sem verkfallið hafði
staðið. Fáum við ekki annað séð,
en ráðuneytið hafi með þeirri
kröfu viðurkennt verkfallsrétt
opinberra starfsmanna f reynd.
Um hvað
var samið?
Þessu vildu kennarar ekki una
af eftirgreindum ástæðum: I ljósi
reynslunnar má það fullvfst telja,
að kjaranefnd tæki eitthvað af
fjölbrautaskólakennurum f þess-
ari deilu. En hvað gæti hún af
þeim tekið? Fjármálaráðuneytið
býðst til að borga bóknáms-
kennurum samkvæmt samningi
FM. Þá stæði það eitt eftir að
fórna verknámskennurunum, en
einmitt um það atriði snýst málið
allt. Með því að undirrita slfka
yfirlýsingu væru kennarar að
undirrita dauðadóminn yfir fjöl-
brautaskólahugmyndinni og selja
frumburðarrétt sinn fyrir bauna-
disk.
Til samkomulags féllust kenn-
arar á eftirfarandi: Að láta hýru-
draga sig umrædda þrjá daga
gegn þvf að allir fjölbrautaskðla-
kennarar taki laun frá 1. sept.
samkvæmt samningi FM og'
þangað til samið hefur verið um
þessi mál. Felld var niður tilvitn-
un um að málið væri leyst á
grundvelli tiltekinnar lagagrein-
ar þar sem sagði, að málinu skyldi
skotið til kjaranefndar ef ekki
semdist, — enda telja Flens-
borgarkennarar sig ekki bundna
af úrskurði hennar, fari svo, að
málið hafni hjá henni að lokum.
Þess er rétt að geta, að áður en
kennarar f Flensborg neituðu þvf
að láta bæði hýrudraga sig og
fallast á úrskurð kjaranefndar
höfðu þeir fullt samráð við fjöl-
brautaskólakennara í Breiðholti
og nutu drengilegs stuðnings
þeirra. Auk þess bárust
stuðningsyfirlýsingar hvaðanæva
að.
Hjálmar Árnason
Hallgrfmur Hróðmarsson
Tryggvi Jakobsson
Jón Thor Haraldsson
Bílskurshurðir
TOKAMOX
Breidd: 240 og 270 cm.
Hæð: 210 sm.
Aðrar stærðir eftir pöntun.
— Sjáum um uppsetningu
— Sérlega hagstætt verð
V TIMBIIRVERZIUNIN VOIUNDUR hf.
Klapparstíg 1. Skeifan 19.
Simar 18430 — 85244.
7nœt«r
iLONDON
og enskur morgunverður!
Vegna fjölmargra fyrirspurna höfum viö ákveöiö aö
halda áfram aö bjóöa viöskiptavinum okkar hinar
vinsælu vikuferöir til London. Brottför alla laugardaga.
Flogiö meö Flugleiöum, gist á Hótel
Cumberland eöa Regent Palace, fyrsta
flokks enskur morgunveröur.
Verð frá kr. 38.000 *
ÚRVALS FERÐIR
VIÐ ALLRA HÆFI
Flugvallarskattur (kr. 2.500.-)
ekki innifalinn í verðinu.
FERDASKR/FSTOFAN I
URVAlÆr
EimsWpafétagahúsinu simi 26900
líilíl
m Alltaf er hann beztur Blái borðinn ”
smjörliki hf.